Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, málshefj- andi í umræðunni, gat þess í upphafi máls síns að horfur í efnahagslífi landsmanna gætu að mörgu leyti ver- ið hagfelldar á næstu árum. Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar væri gert ráð fyr- ir 3% hagvexti árin 2002 til 2005, 3,5% verðbólgu og prýðilegu atvinnu- stigi. Benti hann þó á að á þessa mynd félli skuggi þráláts og vaxandi viðskiptahalla sem geti, að sögn stofnunarinnar, komið í veg fyrir mjúka lendingu eftir þensluskeið síð- ustu ára og því komið í veg fyrir að þessi spá rætist. „Andstætt því sem stjórnvöld sögðu kringum kosningar hefur við- skiptahallinn vaxið stöðugt á kjör- tímabilinu. Á síðasta ári varð hann að lokum 69 milljarðar. Því miður eru engar horfur á því að hann lækki á þessu ári, þegar hann mun losa 72 milljarða og verða áfram yfir 10% af landsframleiðslu. Vegna þessa mikla halla segir Þjóðhagsstofnun að mikil óvissa ríki um framvindu efnahags- mála,“ sagði Össur og bætti við að samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verði hallinn að meðaltali 8,5% af landsframleiðslu. Enn hægt að tryggja stöðugleikann Þá vakti formaður Samfylkingar- innar athygli á því að með umræddri skýrslu væri undirstofnun forsætis- ráðherra að vara við því að viðskipta- hallinn geti leitt til alvarlegrar stöðu gegnum gengisfall og verðbólgu, ef ekki verði gripið til réttra ráðstafana. Sagði hann hins vegar ljóst að þrátt fyrir mistök stjórnvalda í efna- hagsmálunum sé enn hægt að tryggja stöðugleika og hagsæld í efnahagslífinu ef menn grípi til réttra aðgerða. Það geri að sönnu miklar kröfur til hagstjórnar en Þjóðhags- stofnun telji þrennt nauðsynlegt til að ná mjúkri lendingu: Að efla fjár- málaeftirlit með lánastofnunum, að stórauka vægi ríkisfjármála í hags- tjórninni og auk þess að endurskoða áherslur í stjórn peningamála. Forsætisráðherra lét þess getið í upphafi að ný þjóðhagsspá væri að mörgu leyti mjög hagfelld og t.d. væri á það bent að hagvöxtur yrði jafnvel meiri ef ráðist yrði í fyrirhug- aðar fjárfestingar í áliðnaði. Ef allt gangi eftir muni kaupmáttur lægstu launa alls hafa hækkað um rúm 40% frá því um miðjan áratuginn. Hollt sé í þeim efnum að bera saman þessa kaupmáttaraukningu lægstu launa við stjórnartíð síðustu vinstri stjórn- ar, þar sem kaupmáttur lægstu launa hafi dregist saman um 20%. Davíð sagði rétt að minna á hvern- ig aukning viðskiptahalla á árunum 1999 til 2000 væri til komin. „Þriðj- ungur þessarar aukningar er vegna hækkunar á olíuverði, þriðjungur vegna hækkunar á vöxtum og þriðjungur vegna inn- kaupa og fjárfestinga á rekstrarvörum vegna fárra umfangsmikilla verkefna sem lokið verður á þessu ári.“ Þá sagði hann að nú- verandi halli á viðskipt- um við útlönd stafaði af ákvörðunum einstak- linga og fyrirtækja á markaði, en ekki af lán- tökum eða fjárfesting- um hins opinbera. Rothögg breytist í vindhögg á aðeins þremur mánuðum Nú væru á hinn bóginn öll teikn á lofti um minnkandi þenslu og gleggsta vísbendingin um væri vafa- laust að tólf mánaða breytingar skatttekna ríkissjóðs hefðu lækkað verulega fyrstu 2 mánuði ársins, eða úr 24% árið 1999 í 17% árið 2000 og í ár í 9%. Haldi þessi þróun áfram megi búast við því að talsvert dragi úr innflutningi á árinu. Forsætisráðherra nefndi ennfrem- ur að fullt tilefni væri til að ætla að draga muni úr viðskiptahalla á næstu misserum. Slíkt væri í samræmi við fráviksspá Þjóðhagsstofnunar sem byggist m.a. á því að einkaneysla yxi um 2,5% á árinu og vöxtur lands- framleiðslu yrði 2-2,5%. Þessi spá byggðist á þeim forsendum sem rík- isstjórnin og fleiri hafi gefið sér og gerði ráð fyrir því að viðskiptahallinn yrði 5,5% í árslok 2005. „Ég tel því margt benda til þess að þróun efnahagsmála á næstunni verði nær þessari spá og viðskipta- hallinn verði umtalsvert minni en hann er nú. Að því leyti stefnir því allt til þess að takist að ná mjúkri lend- ingu hagkerfisins eftir eitt mesta hagvaxtarskeið þjóðarinnar,“ sagði Davíð enn fremur. Hann varaði hins vegar við því að hér væri aðeins um spá að ræða, en samt kæmu menn upp í þinginu og fjölluðu um þær. Minnti hann í því sambandi á að í síðustu spá Þjóðhags- stofnunar frá í desember sl. hafi verið spáð 5,8% verðbólgu milli ára. Þá hafi Össur Skarphéðinsson sagt þing- heimi að spáin væri rothögg fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Nú væri verðbólguspáin komin niður í 4,4% og því ljóst að rothöggið hefði breyst í vindhögg á aðeins þremur mánuðum. Þannig væri nú hættulegt að gjósa upp með of stór orð í tilefni slíkra spádóma. Sem svör við spurningum máls- hefjanda sagði forsætisráðherra að breytt stefna um stjórnun peninga- mála Seðlabankans yrði kynnt „alveg á næstunni“, eins og hann orðaði það. Viðbrögð forsætisráðherra við skýrslunni gagnrýnd Þeir þingmenn stjórnarandstöð- unnar, sem til máls tóku, vöruðu flestir við aðgerðaleysi stjórnvalda í þessum efnum og bentu á að ekki þyrfti margt að bregðast til að illa færi. Viðskiptahallinn og skýrsla Þjóðhagsstofn- unar um þjóðarbúskapinn var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær, að frum- kvæði formanns Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson Össur Skarphéðinsson Viðskiptahallinn og skýrsla Þjóðhagsstofnunar til umræðu utan dagskrár á Alþingi Enn hægt að tryggja stöð- ugleika þrátt fyrir mistök VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir um breytingu á lögum nr. 113/ 1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Helstu atriði frumvarpsins eru að starfandi sparisjóðum er veitt heimild til að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag, en halda þó starfsleyfi sínu. Þá eru gerðar breytingar á ákvæðum um stofnfjárbréf sparisjóða í því skyni að gera bréfin að eftirsókn- arverðari fjárfestingarkosti. Enn- fremur eru gerðar tillögur þess efnis að í stað þess að sveitarfélög eða hér- aðsnefndir tilnefni tvo stjórnarmenn af fimm í sparisjóði sé heimilt að kveða í samþykktum á um að stofn- fjáreigendur kjósi alla fimm stjórn- armenn sparisjóðs. Samkvæmt frumvarpinu er spari- sjóður sem breytt er í hlutafélag áfram sparisjóður í skilningi laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Ákvæði hlutafélagalaga og ákvæði um hluta- félagsbanka eiga við um sparisjóðinn eftir því sem við getur átt. Stofnfjár- eigendur fá eingöngu hlutafé sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína. Þó geta þeir krafist þess samkvæmt hlutafélagalögum að stofnfjárbréf þeirra verði innleyst. Skal samanlagt hlutafé sem stofnfjáreigendur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af hlutafé hans eftir breytinguna og stofnfé nemur samtals af áætluðu markaðsvirði sparisjóðsins sam- kvæmt mati óháðra aðila sem miðast við sama tímamark og breytingin á rekstrarformi sparisjóðsins. Annað hlutafé verður eign sjálfseignarstofnunar Kveðið er á um að sá hluti hlutafjár sparisjóðsins sem ekki gengur til stofnfjáreigenda skuli verða eign sér- stakrar sjálfseignarstofnunar. Megintilgangur hennar sé að stuðla að vexti í starfsemi sparisjóðs- ins og viðgangi hans. Fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar, sem í skulu eiga sæti allir stofnfjáreigendur í viðkomandi sparisjóði er honum var breytt í hlutafélag, skulu kjósa í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar. Samkvæmt frumvarpinu verður einstökum hluthöfum aldrei heimilt að fara með meira en 5% af heildar- atkvæðamagni í sparisjóði sem breytt hefur verið í hlutafélag. Þetta er sama takmörkun og gildir um sparisjóði í gildandi lögum. Heimilt er þó að kveða á um í samþykktum að sjálfs- eignarstofnunin geti farið með meira en 5% af heildaratkvæðamagni. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnfjáreigendum verður gert auð- veldara að selja bréf sín. Þannig er stjórn sparisjóðs heimilt að innleysa stofnfjárhlut í sparisjóði að beiðni stofnfjáreiganda. Heimilt er að ráð- stafa allt að 10% af hagnaði hvers árs til hækkunar á stofnfé sjóðsins, þó þannig að hækkun stofnfjár, að und- anskildu endurmati vegna verðlags, verði aldrei meiri en 5% á ári. Enn- fremur verður heimilt að greiða arð þótt tap sé á rekstri sparisjóðs. Heimild til sölu rýmkuð Í fyrstu grein frumvarpsins er kveðið á um að stjórn sparisjóðs sé heimilt að innleysa stofnfjárhlut í sparisjóði að beiðni stofnfjáreiganda. Með greininni er ætlunin að auðvelda stofnfjáreigendum að selja stofnfjár- bréf sín. Í núgildandi lögum segir að stjórn sparisjóðs sé heimilt að inn- leysa stofnfjárhlut í sparisjóði við þrjár tilteknar aðstæður; í fyrsta lagi við andlát stofnfjáreiganda, í öðru lagi við eigendaskipti á stofnfjárhlut þeg- ar fjárslit fara fram milli hjóna og í þriðja lagi við brottflutning stofnfjár- eiganda af starfssvæði sjóðsins. Segir í greinargerð með frumvarpinu að telja verði að skilyrði þessi séu of þröng og æskilegt sé fyrir stofnfjár- eigendur að heimildin sé rýmkuð. Fyrir vikið ættu stofnfjárbréf að verða fýsilegri fjárfestingarkostur. Samkvæmt þessari grein er innlausn stofnfjárhluta í sparisjóði að beiðni stofnfjáreigenda sparisjóðum einung- is heimil en ekki skyld. Synji spari- sjóður um innlausn fer samkvæmt sérstökum ákvæðum. Með þessari breytingu verða stofnfjárbréf ekki að framseljanlegum bréfum sem ganga kaupum og sölum á markaði. Áfram mun gilda ákvæði um bann við sölu eða öðru framsali stofnfjárhlutar í sparisjóði nema með samþykki spari- sjóðsstjórnar. Sparisjóðir standa frammi fyrir virkari samkeppni en áður Í máli viðskiptaráðherra kom fram að á síðustu árum hefðu orðið miklar breytingar á íslenskum fjármagns- markaði. Stofnuð hefðu verið hluta- félög um rekstur og starfsemi ríkis- viðskiptabankanna, þeir skráðir á markaði og einkavæddir að hluta. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefðu síðan tekið til starfa á grunni rótgróinna fjárfestingarlánasjóða. Leiða mætti rök að því að sparisjóð- irnir stæðu frammi fyrir virkari sam- keppni en áður. „Sparisjóðirnir hafa í lengri tíma haft hærra eiginfjárhlutfall en við- skiptabankarnir. Á síðustu árum hafa sparisjóðirnir vaxið hratt og eiginfjár- hlutfall þeirra lækkað. Frá sjónarhóli sparisjóðanna var eðlilegt að auka eignir sínar til að nýta eigið fé betur og taka virkari þátt í harðri sam- keppni á markaðnum.Lengst af hefur öflun nýs eigin fjár ekki verið vanda- mál hjá íslenskum innlánsstofnunum. Með stækkandi markaði, alþjóðavæð- ingu og harðnandi samkeppni hefur þörfin á eigin fé orðið brýnni. Það er því orðin forsenda þess að samkeppn- isstaða innlánsstofnana verði raun- verulega jöfnuð að þær standi jafn- fætis þegar kemur að möguleikum á öflun eigin fjár,“ sagði hún. Í fraumvarpinu kemur fram að Frumvarpið er að stofni til afrakstur vinnu nefndar sem ráðherra skipaði árið 1998 til að huga að stöðu spari- sjóðanna og hlutverki á íslenskum fjármagnsmarkaði. Nefndin var skip- uð Benedikti Árnasyni, skrifstofu- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, en hann tók við formennsku í nefndinni í byrj- un árs 2000 af Páli Gunnari Pálssyni, Guðmundi Haukssyni, sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, Ragnari Hafliðasyni, aðstoð- arforstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Sigurði Hafstein, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða. Nefndin naut aðstoðar Baldurs Guð- laugssonar hrl. og Sigurðar Jónsson- ar, löggilts endurskoðanda, við samn- ingu frumvarpsins. Mælt fyrir breytingu á lögum um banka og sparisjóði Stofnfjárbréf verði eftirsóttari kostur                                !   "    #  $"  % &"  '      $( )  "   *+" "     #    ,$    +"   '   +-    . -  " %   $ !    -  ! !  01230 04325 35362 33225 5242 7323 2826 4841 3902 0275 3906 3075 3566 3209 3036 3641 3089 3034 144 170 750 239 753 411 03 335243 )" ":    "   )" " :   3643 3160 3494 979 577 565 774 432 080 456 009 19 076 57 386 380 088 318 319 302 343 65 46 342 1 38574  * :   401:0 7:3 02:6 425:6 236:6 4:8 45:5 8:1 8:5 0:3 0:8 035:9 2:7 1:7 5:2 12:3 2:4 4:3 3:3 8:3 8:4 4:8 34:0 3:0 8:3 3784:7                                 ; .$"  * "                         2344  * " :                          452          ! "#$% %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.