Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 20
ÚR VERINU 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „BAUJA!“ kallar Óðinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri á netabátn- um Gullfaxa GK frá Grindavík, út um brúargluggann og skipverjar gera sig klára fyrir að draga fyrstu trossu dagsins. Það er rjómablíða á Selvogsbanka, nánast logn og sól- skin. Óðinn lagði netin, alls 6 tross- ur, á Selvogsbanka daginn áður en þá höfðu borist fréttir af góðu fisk- iríi á „Bankanum“. Óðinn var með netin við Krísuvíkurbjarg vikuna á undan en þar hafði dregið heldur úr aflabrögðunum og því ekki annað að gera en að færa netin um set. Skipverjar á Gullfaxa voru því von- góðir um betri afla þennan daginn. Gullfaxi er rúmlega 60 tonna tré- bátur og nokkuð kominn til ára sinna, smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1954. Óðinn segir að þó búið sé að gera á bátnum heilmiklar endurbætur, sé skrokk- urinn nánast allur upprunalegur og láti ekkert á sjá. „Þessir gömlu eik- arbátar eru feikilega góð sjóskip, menn finna varla fyrir veltingnum,“ segir hann þegar blaðamenn for- vitnast af gefnu tilefni um veður og sjólag á útstýminu frá Grindavík. Aflabrögðin dagaskipt Það er tæplega þriggja tíma stím frá Grindavík á Selvogsbanka og þegar er hafist handa við að draga fyrstu trossuna. Hún veldur reynd- ar dálitlum vonbrigðum, aðeins eru í henni tæp 400 kíló af fremur smáum fiski. Óðinn segir að aflinn geti verið misjafn eftir dögum. Einn daginn sé góður afli en þann næsta sé nánast ekki neitt að fá. Hann segist hinsvegar ekki kunna á því neinar skýringar. Faðir Óðins, Kristinn Arnberg, útgerðarmaður í Grindavík, keypti Gullfaxa GK frá Vestmannaeyjum fyrir um tveimur árum. Óðinn er með bæði skipstjórnar- og véla- varðaréttindi og hefur verið til sjós í fjölda ára. Hann tók við skipstjórn á Gullfaxa GK í desember og segist því enn vera tiltölulega blautur á bak við eyrun í þessum bransa. Hann segir að vertíðin hafi verið óvenjuléleg í vetur. „Vertíðin hefur verið léleg, reyndar alveg skelfileg, miðað við það sem verið hefur á þessum tíma undanfarin ár. Það segja þeir mér að minnsta kosti reyndari skipstjórar,“ segir Óðinn, hógværðin uppmáluð. „Við erum búnir að flengjast með netin um all- an sjó á vertíðinni. Venjulega geta þessir minni netabátar haldið sig með netin á sömu blettunum stærstan hluta vertíðarinnar en við höfum mikið þurft að færa okkur til. Við höfum til dæmis verið með netin í Breiðafirði og lagt upp á Rifi. Það komu þó nokkrir dagar hérna sunnan við Reykjanesið um daginn. Við fengum mest um 15 tonn af slægðum fiski eftir daginn. Eins var líka góð veiði hjá bátunum sem réru í verkfallinu en þá rérum við ekki.“ Með of stóran riðil Það gengur fljótt og vel að draga netin, ekki síst vegna þess að aflinn er tregur. Við og við gefur Óðinn skipstjóri til kynna með háu kalli að fiskur hafi losnað úr netinu og í sjó- inn. Kristinn bróðir hans fer fim- lega með hakann þegar hann sækir fiskinn, enda besti „rúllumaður“ flotans að sögn skipsfélaganna. Þegar yfir lýkur eru aðeins kom- in tæp þrjú tonn um borð og það þykir skipverjum heldur lélegt á þessum árstíma. Allan daginn ber- ast fréttir af aflabrögðum netabát- anna á miðunum og allt er á sömu bókina lært, aflinn er tregur. Þeir sem eru með smærri riðil í net- unum virðast hinsvegar vera að fiska betur en Óðinn segist vera með 8,5 tommu riðil í sínum netum. „Líklega erum við með of stóran riðil því stóri þorskurinn virðist vera horfinn af þessum slóðum. Þorskurinn hefur legið í loðnunni síðustu vikur en nú er hún gengin yfir miðin og þá leggst hann líklega á meltuna niðri við botn.“ Skemmtilegast á netum Óðinn segir að stærri netabát- arnir séu að fá ágætan afla austan við Vestmannaeyjar en á ekki von á því að fara þangað sjálfur í bráð. „Að minnsta kosti ekki nema það spái góðu veðri. Við erum á of litlum bát til að fara mjög djúpt þegar spáin er tvísýn.“ Gullfaxi GK er gerður út á lúðu- línu á sumrin, með þokkalegum ár- angri að sögn Óðins. „Það þarf hinsvegar að sækja langt, vel yfir 100 mílur út í haf, og þessi bátur er of lítill fyrir slíkar úthafsveiðar. En við erum með góðan bát og þess vegna hefur þetta verið hægt.“ Skipverjarnir á Gullfaxa GK eru allir af Suðurnesjum og ungir að ár- um, allir um tvítugt. Þeir hafa allir verið nokkur ár til sjós og segjast ekki geta hugsað sér annað. Sér- staklega sé gaman á netunum, það sé kostur að fá að vinna alltaf undir berum himni þó þeir viðurkenni að vissulega geti orðið ansi kalt á stundum. Það liggur vel á þeim þennan dag, þótt lítill sé aflinn. Veðrið er hinsvegar eins og best verður á kosið og strákarnir taka Netavertíðin fyrir sunnan land hefur valdið töluverðum vonbrigðum í vetur Netavertíðin í vetur hefur valdið töluverðum vonbrigðum á Suð- urnesjum en bátarnir róa nú af kappi í skugga sjómannaverkfalls- ins, sem hefjast á 1. apríl nk. Helgi Mar Árnason og Ragnar Axelsson fóru í netaróður með Gullfaxa GK frá Grindavík. Þorskurinn líklega lagstur á meltuna Morgunblaðið/RAX Bergvin Ólafarson háseti greiðir úr netunum. Skipverjar á Gullfaxa GK gera að öllum afla og hirða bæði gotu og lifur, enda hefur fengist gott verð fyrir gotuna á mörkuðum síðustu vikur. Óðinn Arnberg Kristinsson skipstjóri fylgist með úr brúarglugganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.