Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 39 HEIMSNET A D S L T I L B O Ð N Ú N A F Y R I R Þ I GTILBOÐ 1 HEIMSNET býður þér frítt ADSL mótald gegn undirritaðri bindandi 12 mánaða áskrift. Ekkert upphafsgjald. TILBOÐ 2 HEIMSNET býður þér ADSL mótald á aðeins 19.900 kr. Innifalið er 4 mánaða frí ADSL áskrift. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 535 0500 og fáðu nánari upplýsingar HEIMUR (Útlandasímtöl) HEIMSNET (Internetþjónusta) GSM (Mint GSM forgreidd GSM kort um allan heim) ATH UPPSETNING ER INNIFALIN „EF UM NÝLEGAR TÖLVUR ER AÐ RÆÐA” Ólafur Þór Ólafsson leiðbeinandi „Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt.“ Brian Tracy Upplýs. og skráning s. 533 5522 Næsta námskeið á Hótel Loftleiðum hefst miðvikudaginn 3. apríl kl. 18. Hringdu núna. Námskeið til árangurs www.markmidlun.is Náðu árangri og Phoenix Frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi. Ath.: Frí netbók á heimasíðu „AÐ villast af vallar- sýn“ er orðtak sem merkir að maður verð- ur svo upptekinn af einhverju sem fyrir augu ber, að hann fer að bulla vitleysu um eitthvað allt annað, sem stendur ekki í neinu málefnislegu sambandi við það sem hann verður svo upp- tekinn af. Í okkar dvergvaxna samfélagi hefur á und- anförnum misserum og árum risið upp ný stétt manna, sem nefna mætti „síðdegisspjall- ara“. Þetta eru menn sem hafa tekið að sér það hlutverk að miðla sam- tímamönnum sínum reglulega af brunni visku sinnar um hin marg- víslegu málefni þjóðlífsins, nánast hvað sem er. Þetta er almennt talað þarft verk þó að stundum geti það sjálfsagt verið vanþakklátt. Um spjallarastéttina gildir það sama og um aðrar stéttir, verkin sem tala eru misvel unnin. Þetta gerir ekkert til. Mannlífsflóran á að vera fjölbreytt, fúskið er óhjákvæmilegur fylgifiskur fagmennskunnar á þessu sviði sem öðrum. Nóg er að aðgangur að stétt- inni sé opinn, þannig að nýir menn geti jafnan fengið inngöngu og þeir sem fyrir eru geti hætt. Volterarnir Einn versti annmarki á verki síð- degisspjallara er þegar þeir villast af vallarsýn. Þá taka þeir stundum að tala þvert um hug sér vegna þess að þeir verða svo uppteknir af ein- hverju alls óskyldu, oft persónu eða jafnvel meintri flokksaðild einhvers manns sem tengist umræðuefninu og spjallara er mikið mál að lýsa andstöðu við. Mér er ekki grunlaust um að svona hafi verið komið högum síðdegisspjallarans Illuga Jökuls- sonar, þegar hann um daginn í föst- um pistli sínum á Skjá einum tók að mæla fyrir banni við því að menn fengju að tjá opinberlega skoðanir, sem hann, spjallarinn, flokkaði sem „heimskulegan þvætting“. Menn sem vildu ekki banna slíkt veifuðu óspart „þeirri lúnu tusku tjáningar- frelsinu“. Kallaði hann okkur Gunn- ar Smára Egilsson, sem höfðum báð- ir verið jafnlúnir af tjáningarfrelsinu í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar nýlega, „Volterana“. Varð ekki betur skilið en að hann vildi hæðast að okkur Gunnari Smára fyrir þetta. Við mættum vel vita að heimurinn væri ekki nærri eins einfaldur og við héldum. Til stuðnings málflutningi sínum um takmarkanir á málfrelsinu nefndi hann að Hitler hefði aldrei komist til valda í Þýskalandi ef hon- um hefði fyrirfram verið bannað að tjá skoðanir sínar, sex milljónir gyð- inga hefðu þá ekki þurft að deyja og síðari heimsstyrjöldin hefði líklega alls ekki brotist út. Með því að kalla okkur Volterana er Illugi að líkja okkur Gunnari Smára við franska heimspekinginn Voltaire, sem viðhafði þau frægu ummæli sem gengu eitthvað á þessa leið: „Þó að ég fyrirlíti skoðanir þín- ar er ég fús til að láta lífið fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Þessi orð hafa orðið fleyg vegna þess að þau lýsa á ein- faldan hátt einni verð- mestu grundvallar- reglu í samfélagi jafnrétthárra manna. Í þeim felst að tjáning- arfrelsið sé jafnt fyrir vinsælar skoðanir sem óvinsælar, jafnt fyrir heiðursmenn sem skúrka. Hinn formlegi réttur til að tjá skoð- anir sínar sé ekki undir því kominn hvað maður ætli að segja. Ég get ekki gert að því, að mér finnst orðræða Illuga um þetta með svo miklum ólíkindum, að ég held að hann hljóti að hafa villst af vallarsýn. Honum hefur legið svo á að lýsa and- stöðu við persónur okkar Gunnars Smára, og þó líklega öllu heldur mína, að hann hefur tekið að tala um hug sér. Enda tók hann fram ein- hvers staðar í miðri ræðunni að hann væri ekki „mikill“ talsmaður skerð- ingar á tjáningarfrelsi! Illhugakenningin Kannski mætti kalla kenningu Ill- uga „kenningu hinnar illu hugsun- ar“, því hann vill ekki leyfa mönnum að tjá hugsanir sínar ef þær geta flokkast sem illar hugsanir. Til hægðarauka má þá nota heitið „Ill- hugakenningin“ um þetta. Ef Illhugakenningunni yrði hrint í framkvæmd verða strax fyrir augum alls konar vandamál. Fyrst þyrftum við að svara því, hver eigi að meta hvort hugsun sem maður vill tjá sé svo ill að hún verðskuldi bann. Kannski Illugi telji sjálfan sig eiga að segja til um þetta? Kannski telur hann sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma eiga að ráða þessu? Kannski vill hann að Alþingi kjósi nefnd í málið? Nú nema hann telji að í sett lög eigi að setja reglu með upptaln- ingu á bönnuðum skoðunum, eða kannski þeim skoðunum, sem leyfa megi? Þegar við veltum þessum spurningum fyrir okkur, verður okk- ur ljóst, að eina tæka svarið við þessu er að viðhafa fyrirkomulag, sem alls ekki kallar á neinar svona ákvarðanir, þ.e.a.s. tjáningarfrelsi Voltaires. Vegna dæmis Illuga af Hitler, gyðingamorðunum og síðari heims- styrjöldinni má taka fram að flestar, jafnvel allar, styrjaldir hafa átt rót sína að rekja til mismunandi skoð- ana manna. Skoðanir sem tengjast trúarbrögðum eða þjóðerni hafa þar sjálfsagt vegið þyngst. Kannski banna eigi trúarskoðanir eftir Ill- hugakenningunni? Ég tel þá kenn- ingu reyndar í grundvallaratriðum ranga, að varðveita megi friðinn með skerðingum á frelsi, eins og Illhuga- kenningin ráðgerir. Frelsið er nefni- lega að mínum dómi friðvænlegt. Styrjaldir og mannvíg eiga miklu fremur rót sína að rekja til þeirrar tilhneigingar mannsins að vilja skerða frelsi. Það er síðan að mínum dómi alveg fráleit kenning, að tján- ingarfrelsi hafi valdið þeim hörm- ungum sem urðu í Þýskalandi á tíma nasistanna. Þeim ollu miklu fremur vanvirðing fyrir því frelsi. Hvati frelsisins Þess má svo geta vegna orða Ill- uga, að sá maður telur heiminn ein- faldan sem vill stjórna honum með bannreglum á borð við þær sem Ill- hugakenningin boðar. Það er aldrei hægt. Það er raunar fjölbreytileik- inn í mannlífinu, sem er helsti hvati frelsisins, jafnt á sviði tjáningarinn- ar sem öðrum sviðum. Sá sem að- hyllist frelsi sem meginreglu vill því viðurkenna fjölbreytni mannlífsins og leyfa henni að njóta sín. Það er frekar kaldhæðnislegt, að síðdegisspjallari eins og Illugi skuli hafa þessa kenningu uppi, því það tilheyrir beinlínis starfsskilyrðum spjallara að njóta tjáningarfrelsis. Hann getur varla hafa viljað skerða atvinnufrelsi sitt með þeim hætti sem kenningin mælir fyrir um. Hann hefur því vísast bara villst af vallarsýn, þegar hann hafði fram- sögu fyrir Illhugakenningunni. Kannski hann fáist til að fjalla um þetta á sinn siðprúða hátt í næsta spjalli? Persónulega get ég gert þá játn- ingu, að ég hef nánast undantekn- ingarlaust skömm á því sem ég heyri Illuga segja á opinberum vettvangi. Mér finnst hugsun hans jafnan vera menguð af einhvers konar óhrein- indum, sem honum tekst næstum alltaf jafn illa að dylja. Mér dettur samt ekki í hug að vilja meina hon- um að tala. Ég verðskulda þó ekki þann heiður að verða líkt við Vol- taire hinn franska. Að vísu hef ég jafnmikla skömm á skoðunum Illuga og Voltaire myndi sjálfsagt hafa. Munurinn er hins vegar sá að ég myndi aldrei vilja fórna lífi mínu fyr- ir rétt hans til að tjá þær. Að villast af vallarsýn Jón Steinar Gunnlaugsson Tjáningarfrelsi Sá maður telur heiminn einfaldan, sem vill stjórna honum með bannreglum á borð við þær, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, sem Ill- hugakenningin boðar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞAÐ er óhrekjandi staðreynd í dag að land- ið okkar er gróðurspill- tasta landið vegna bú- setu, af öllum Evrópulöndunum a.m.k., og þarf að leita til Norður-Afríku til samjafnaðar. Enn þá heldur þó uppblástur- inn áfram að rýra gróð- urinn og eyðimerkurn- ar stækka ár frá ári; mesta auðlindin okkar, gróðurmoldin, fýkur á haf út og eftir verður grjóturð þar sem eng- inn gróður þrífst. Ástandið er neyðar- ástand, en hvernig er svo brugðist við? Búfénaður ráfar stjórnlaust um landið og hjálpar eyðingaröflunum svo um munar. Jafnvel á viðkvæm- ustu gróðursvæðunum, bæði á há- lendi og láglendi sem eru í afturför, er beitt samviskulaust. Svo mikil eru hagsmunasjónarmiðin í þessum mál- um að jafnvel þjóðlendur og vernduð friðunarsvæði eru stofnuð án þess að þau séu friðuð fyrir beit. Sauðkindin á enn þá mestan þegnrétt á landinu. Þar sem friðað er fyrir ágangi ferða- manna eða framkvæmda má sauð- kindin skemma að vild. Hvernig má það vera að heilu ráðstefnurnar um gróðurvernd eru haldnar án þess að minnst sé einu orði á beitina sem er þó aðalskaðvaldurinn og hefur í gegn- um aldirnar stuðlað að eyðingu helm- ings af gróðurhulu landsins? Birki- skógar þekja nú aðeins 1% landsins, sem þöktu landið og gáfu skjól og hlýrra loftslag auk auðugs lífríkis, og margir af þeim eru í afturför. Aðeins þjóðgarðarnir Þingvellir, Skaftafell, hluti af Jökulsárgljúfrum og nokkur smærri svæði, svo sem nokkir skóg- arreitir, t.d. Hallormsstaðir, Vagla- skógur o.fl. eru friðuð fyrir beit. Þetta eru þó ekki nema eins og smáfrímerki á landinu séð úr lofti og það tæki aldir að græða allt landið með þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð eru í dag, og enn í dag er uppblásturinn örari en uppgræðslan. Þessi vinnubrögð eru áþekk því að verið væri að prjóna for- dýra flík á meðan hún væri stöðugt rakin upp að neðan með meiri hraða en tækist að prjóna við. Hvar myndi það enda? Hvenær ætla ráðamenn að stöðva þessi Bakkabræðravinnu- brögð? Rányrkjuna verður að stöðva og breyta okkar miðaldabúskap í nú- tíma ræktunarbúskap. Þá ber hver bóndi ábyrgð á sínum búpeningi og heldur honum til beitar á sínu landi sem hann af eðlilegum ástæðum get- ur ekki ofbeitt, enginn vill rýra sína eign. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í grein í Morgun- blaðinu að hann bindi vonir við möguleika á að selja dilkakjöt á banda- ríska markaði. Ófáar milljónir eru árlega lagðar í að kynna og auglýsa kjötið sem þó alltaf er selt undir kostnaðarverði. Þetta er óhæfa gagnvart land- inu sem ekki þolir alla þessa beit. Eiga síðustu gróðurleifarnar að fara í kjötframleiðslu handa útlendingum, nokkrum bændum til tekjuöflun- ar? Við gætum alveg eins selt útlendingum gróðurtorfur milliliðalaust. Væri ekki hagkvæmara að bjóða bændum kaup fyrir að vinna að uppgræðslu og fækka fé vegna umframframleiðslu sem er öllum til skaða, þó fyrst og fremst landinu, á meðan rányrkja á sér stað? Kæru landar. Skoðið sárin, fok- svæðin og blásnu gróðurtorfurnar, vaknið og aðhafist eitthvað til varnar! Hvernig má það vera að þegar á að virkja svæði, s.s. Eyjabakka, sem þó er ekki nema 0,5% af landinu, rís þjóðin upp með mótmælum og reiði yfir þeim spjöllum sem það gæti vald- ið (og það er ágætt)? Þó að okkur sé sagt, bæði af náttúrufræðingum og útlendum sérfræðingum, að landið sé að verða að eyðimörk, þá hlustar eng- inn, hvað þá að mynduð séu almenn- ingssamtök til að krefjast að eitthvað sé gert í málunum upp á framtíðina. Þetta á ekki að líðast. Ráðamenn á Al- þingi og í landbúnaðarráðuneytinu – þið berið ábyrgðina á áframhaldandi eyðileggingu með aðgerðaleysi ykk- ar. Við sofum á verðinum Herdís Þorvaldsdóttir Höfundur er leikkona. Náttúruvernd Mesta auðlind þjóð- arinnar, gróðurmoldin, fýkur á haf út, segir Herdís Þorvaldsdóttir, og ráðamenn bera ábyrgðina. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.