Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 15

Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 15 VEÐURGUÐIRNIR er heiti á hóp sem í eiga sæti á þriðja tug fyrir- tækja á Akureyri en meginmarkmið hans er að kynna Akureyri og það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Ætlunin er að kynna ýmsa viðburði norðan heiða fyrir íbúum annars staðar á landinu og jafnvel einnig að stuðla að því að boðið verði upp á nýja viðburði sem laðað gæti fólk til bæjarins. Forsagan er sú að síðasta sumar réðust 10 fyrirtæki í bænum í sam- eiginlegt auglýsingaátak sem tengd- ist veðurfari á Akureyri og var til- gangurinn að vekja athygli á góðu veðri og fá fólk til að heimsækja bæ- inn. Almenn ánægja var með þetta kynningarátak og því var ákveðið að halda áfram á sömu braut og auka heldur starfsemina. Nú eru sem fyrr segir á þriðja tug fyrirtækja af ýmsu tagi með í átakinu og hefur hópurinn fengið nafnið Veðurguðirnir. Auk fyrirtækjanna taka Akureyrarbær og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar þátt í verkefninu með fjárframlagi. Byggja upp nýjan stórviðburð til að laða að fólk Meginverkefni hópsins verður að auka straum ferðafólks til Akureyr- ar og verður það gert í fyrsta lagi með því að auglýsa góða veðrið í bænum og í öðru lagi með því að kynna ýmsa viðburði sem efnt er til á Akureyri eða þá afþreyingu sem í boði er. Loks er ætlunin að byggja upp nýjan árlegan stórviðburð á íþrótta- og eða menningarsviðinu sem væntanlega mun laða að sér fjöl- marga gesti á komandi árum. Bragi Bergmann hjá Fremri, kynningar- þjónustu, sagði að ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar en fara þyrfti betur yfir hvað vænlegast væri á því sviði. Til lengri tíma litið horfir hópur- inn einnig til þess að kynna Akureyri sem vænlegan kost til búsetu. Bent var á það á fundi þar sem Veðurguð- irnir kynntu áætlanir sínar að á Ak- ureyri væri til staðar allt það sem fólk sæktist eftir í nútímasamfélagi, fjölbreytt atvinnulíf, góðir skólar á öllum skólastigum, öflugt menning- arlíf, heilsugæsla og sjúkrastofnanir auk fjölbreyttra möguleika til úti- vistar. Á þriðja tug fyrirtækja mynda hópinn Veðurguðina Markmiðið að kynna kosti Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Á fundinum þar sem stofnun Veðurguðanna var kynnt. Krist- inn Svanbergsson frá Mekka- tölvulausnum og Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds, við líkan af Hlíðarfjalli. HEIMASÍÐA Dalvíkurbyggð- ar var formlega opnuð föstu- daginn 23. mars sl. Það var bæjarritarinn í Dalvíkurbyggð, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sem opnaði síðuna. Stefán Hallgrímsson, starfs- maður Nett á Akureyri, sá um hönnun og uppsetningu síðunn- ar í samráði við starfsmenn Dalvíkurbyggðar. Heimasíðunni er ætlað m.a. það hlutverk að auðvelda íbú- um og öðrum sem áhuga hafa á eða þurfa að afla sér ýmissa upplýsinga að sækja þær sem í boði verða á síðunni, segir í fréttatilkynningu. Slóðin er: www. dalvik.is. Dalvíkur- byggð opnar heimasíðu fimm daga vikunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.