Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 1
81. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. APRÍL 2001 EMBÆTTISMENN Bandaríkja- stjórnar voru í gær bjartsýnir á að lausn á deilunum við Kínverja væri í sjónmáli en samskipti ríkjanna hafa verið mjög stirð síðan á sunnudag. Þá skullu bandarísk njósnavél og kínversk herþota saman undan ströndum Kína með þeim afleiðing- um að sú kínverska fórst en banda- ríska vélin þurfti að nauðlenda á eynni Hainan í Suður-Kína. Kín- versk stjórnvöld hafa sakað banda- rísku flugmennina um að hafa verið valdir að slysinu en því vísa Banda- ríkjamenn á bug. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, lýsti í gær hryggð sinni yfir því að flugmaður herþotunnar skyldi ekki hafa fundist ennþá. „Ég harma að kínverski flugmaðurinn skuli vera ófundinn,“ sagði Bush. Embættismenn hafa sagt að Bush muni ekki biðjast beinlínis af- sökunar eins og kínversk stjórnvöld hafa farið fram á. En í gær benti ýmislegt til þess að lausn deilunnar væri í sjónmáli. Kínverska lögregl- an leysti til dæmis upp mótmæla- hóp við bandaríska sendiráðið í Peking, sem talin er vísbending um að kínversk stjórnvöld vilji ekki að reiði vegna atviksins breiðist út meðal almennings þar. Kínverski sendiherrann í Washington hitti einnig aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, annan daginn í röð. Áhöfn bandarísku vélarinnar er enn á eynni Hainan og krafðist Bush þess í gær að hún yrði leyst strax úr haldi. „Skilaboð mín til Kínverja eru þau að við ættum ekki að láta atvikið koma samskiptum okkar úr jafnvægi. Samband okkar við Kína er mjög mikilvægt.“ Craig Quigley varaflotaforingi sagði í gær að ekki væru neinar vísbendingar um að áhöfn njósnavélarinnar hefði verið yfirheyrð en ljóst þykir að Kínverjar séu áfjáðir í að kynna sér fullkominn tæknibúnað vélarinnar. Áhöfnin er sögð hafa eyðilagt megnið af búnaðinum áður en hún nauðlenti. Hafði áður flogið nálægt bandarískum vélum Að sögn embættismanna Penta- gon, bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, hefur flugmaður vélarinn- ar, Wang Wei, áður flogið nálægt bandarískum flugvélum. Wang, sem náði að stökkva í fallhlíf út úr vél- inni áður en hún fórst, er talinn af. Embættismaður í Washington sagði að áður hefðu verið teknar myndir af kínverskum flugmönnum sem flogið hefðu nálægt bandarísk- um vélum. Embættismaðurinn sagði að kínverskir flugmenn hefðu verið árásargjarnari undanfarnar vikur en nokkru sinni fyrr. Auknar líkur á að deilan leysist Washington. AFP, AP, The Daily Telegraph. Bush forseti harmar lát kínverska flugmannsins SAMKVÆMT forúrskurði dómstóls Evrópusambandsins í Strassborg hafa fyrirtæki á borð við Levi Strauss ekki „ótakmarkaðan“ rétt til að stjórna því hvar vörur þeirra eru á boðstólum. Þetta þýðir að stórmarkaðir geta til dæmis selt gallabuxur á lægra verði en sérvöruverslanir, gegn vilja framleiðendanna. Málið kom upp eftir að Tesco-verslanakeðjan í Bret- landi hóf að flytja inn Levi’s 501 gallabuxur frá löndum utan Evrópusambandsins og bjóða til sölu í stórmörkuðum sínum fyrir mun lægra verð en þekk- ist í sérvöruverslunum. Fram- leiðandi gallabuxnanna, fyrir- tækið Levi Strauss, höfðaði mál fyrir breskum dómstóli árið 1999 og krafðist þess að Tesco yrði meinað að selja buxurnar, á þeirri forsendu að það skaðaði ímynd vörumerkisins. Í forúrskurði eins af aðallög- sögumönnum Evrópusam- bandsdómstólsins, Christine Stix-Hackl, segir að ekki megi horfa fram hjá hagsmunum innflytjenda í málum er lúta að vörumerkjum. Einnig er hvatt til þess að breski dómstóllinn, sem kveða mun upp endanlegan úrskurð í málinu síðar á þessu ári, kanni hvernig sölu Levi’s gallabuxna sé háttað utan Evrópu enda hafi komið fram vísbendingar um að viðskiptavinir njóti ekki alls staðar aðstoðar sérþjálfaðs starfsfólks eða hafi aðgang að mátunarklefum, eins og fram- leiðandinn heldur fram að sé nauðsynlegt. Gallabux- ur á góðu verði Brussel. AP. GEORGE W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og faðir núver- andi forseta, brosti og breiddi faðminn mót sólinni þar sem hann var í bátsferð á Lugano-vatni í gær. Lá leiðin til Bissone í Sviss þar sem snæddur var hádegisverður. Bush er í Lugano í einkaheimsókn. AP Brosleitur í Sviss SPRENGIKÚLUM var skotið á Netiv Haasarah-samyrkjubúið í Ísrael í gærkvöld, skammt frá landamærunum við Gaza-svæðið, að því er ísraelska sjónvarpið greindi frá. Einnig var skotið á landnáms- svæði gyðinga nyrst á Gaza. Svo virðist sem árásin í gærkvöld hafi verið svar íslömsku skæruliðasam- takanna Jihad, eða Heilags stríðs, við morði á einum félaga samtak- anna, Iyad Hardan, fyrr í gær skammt frá borginni Nablus á Vest- urbakkanum. Fregnir herma að Hardan hafi fallið er falin sprengja sprakk í símaklefa sem hann notaði oft. Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær áætlanir Ísraela um ný landnáms- svæði á palestínskum landsvæðum og sagði áætlanirnar „ögrun“ og ganga þvert á það sem Bandaríkin telji stuðla að friði og stöðugleika fyrir botni Miðjarðarhafs. Ennfrem- ur var krafist skýringa á því að skot- ið hefði verið að bílalest embættis- manna Palestínustjórnar er var á heimleið frá Tel Aviv til Gaza en hún hafði átt viðræður við ísraelska full- trúa að undirlagi Bandaríkjamanna. Munu sendimenn hinna síðast- nefndu hafa verið í grennd við bíla- lestina er skothríðin hófst. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Washington, sagði að um alvarlegan atburð væri að ræða. Það væri skylda Ísraela að tryggja ör- yggi samningamanna Palestínu- manna sem væru á leið til og frá við- ræðufundum. „Fyrir fundinn höfðu ísraelskir embættismenn fullvissað okkur um að það yrði gert,“ sagði Boucher. Evrópusambandið fordæmdi einnig áætlanirnar um landnám og sagði brýnt að þær kæmu ekki til framkvæmda. Ýmsir leiðtogar frið- arsinna í Ísrael voru einnig hvass- yrtir og sögðu að með áætlununum virtust stjórnvöld vera markvisst að grafa undan öllum tilraunum til að semja um frið. Landnámssvæðin, sem ganga í berhögg við alþjóðalög, hafa verið einn helsti ásteytingarsteinninn í uppreisn Palestínumanna gegn her- námi Ísraela undanfarið hálft ár. Skotið á samyrkjubú nálægt Gaza-svæðinu Jerúsalem, Washington. AFP. HLUTABRÉF á Dow Jones-mark- aðnum bandaríska hækkuðu í gær um rúm 402,6 stig eða 4,2% og hafa þau ekki hækkað meira á einum degi síðan í mars í fyrra. Nasdaq-vísitalan hækkaði enn meira eða um 8,9%. Tvö stórfyrirtæki, tölvufyrirtækið Dell og álsamsteypan Alcoa, sendu í gær í fyrsta skipti í nokkra mánuði frá sér tilkynningu um góðan hagn- að. Er talið að tíðindin hafi aukið mjög vonir manna um að samdrætti í efna- hagnum sé að ljúka og þannig ýtt undir hækkun. Sumir sérfræðingar voru þó varkárir og sögðu að fleiri góð tíðindi yrðu að berast á næstunni ef takast ætti að snúa þróuninni við. Hlutabréfamarkaðirnir Veruleg hækkun New York. AP. ÆTTINGJAR Serba, sem horfið hafa í Kosovo, mótmæla í Belgrad í gær í tilefni fundar Vojislavs Kost- unica, forseta Júgóslavíu og Hans Hækkerups, æðsta fulltrúa Samein- uðu þjóðanna í Kosovo. Reuters Mótmæli í Belgrad  Leiðtogar /26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.