Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 4

Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum. Age Fitness inniheldur hreint efni unnið úr laufblöðum olífutrjáa sem eykur teygjanleika húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. HLUTFALL svartrar atvinnustarfsemi í ákveðn- um atvinnugreinum, á borð við byggingarvinnu, veitingastarfsemi og ferðaþjónustu, skiptir tugum prósenta, segir Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri. Hann lagði til í erindi, sem hann flutti á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar, að farið yrði að dæmi Norðmanna og tekið upp samstarf nokkurra aðila til að uppræta skattsvik. Indriði sagði að stundum væri sagt að það við- horf væri ríkjandi til skattsvika og sérstaklega svartrar vinnu að slíkt væri alþýðusport sem væri í lagi að stunda, svo framarlega sem það kæmist ekki upp. Indriði sagðist telja að stærsti árangur næðist í baráttunni gegn skattsvikum ef tækist að breyta þessu viðhorfi og fá almenning til að skilja og skynja að skattsvik væru fremur lúaleg afbrot og í raun ekki annað en að sælast í vasa náungans. Indriði sagði ennfremur engin þau teikn vera á lofti um að hugarfarsbreyting væri í nánd. Hann sagði það sífellt færast í vöxt að auglýst væri ráð- gjöf og þjónusta til að komast hjá réttlátri og eðli- legri skattheimtu. 5–10% af þjóðarframleiðslu Ríkisskattstjóri sagði að reynt hefði verið að leggja mat á umfang svartrar atvinnustarfsemi. Á Norðurlöndum hefði umfang svartrar atvinnu- starfsemi verið metið sem 5–10% af þjóðarfram- leiðslu. Svipað væri uppi á teningnum hér á landi, að sögn Indriða. Þá sagði hann að svört atvinnu- starfsemi væri misjafnlega mikil eftir því hvaða at- vinnugreinar ættu í hlut. Þær atvinnugreinar sem einkum væru taldar veikar fyrir væru þær sem sala á vöru og þjónustu til neytenda væri með þeim hætti að viðskiptavin- urinn gæti ekki gert sér grein fyrir að sala væri svört eða unnt væri að telja honum trú um að hann hagnaðist líka á skattsvikunum. Indriði sagði að hlutfall svartrar atvinnustarfsemi væri miklu meira og gæti numið tugum prósenta í ákveðnum atvinnugreinum á borð byggingarstarfsemi, ýmsa persónulega þjónustu, fólksflutninga, ferðaþjón- usta og veitingastarfsemi. Á vegum embættis skattrannsóknarstjóra rík- isins hefur ýmis veitingastarfsemi verið í athugun og hafa verið hert viðurlög við skilasvikum. Sagði Indriði að þetta hefði borið nokkurn árangur. Þá hefur verið í gangi átak gegn svokallaðri gervi- verktöku. Á næstunni verður framhald á aðgerð- um sem munu beinast að því að fylgjast betur með og ganga stífar eftir því að verktakar standi skil á því sem þeim ber, s.s. staðgreiðslu af trygginga- gjaldi og reiknuðu endurgjaldi, virðisaukaskatti o.fl. Norska leiðin Þá benti ríkisskattstjóri á þá leið sem Norð- menn hafa farið í því að uppræta skattsvik en þar hafa skattayfirvöld og ýmsir hagsmunaaðilar bundist formlegum samtökum um aðgerðir. Indr- iða finnst koma til greina að nýta þessa hugmynd hér á landi en hún gengur út á það að skatta- yfirvöld, sveitarfélög, samtök atvinnuveitenda eða einstakra atvinnugreina, launþegasamtök og e.t.v. lífeyrissjóðir myndi með sér samtök um samvinnu gegn svartri atvinnustarfsemi. Verkefni þessara aðila verði að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti, miðla upplýsingum, skipu- leggja og sjá um framkvæmd á einstökum átaks- verkefnum. Þeir aðilar sem að þessu stæðu þyrftu að vera reiðubúnir að leggja fram tíma og vinnu, sagði Indriði ennfremur, og bætti við að betra væri að byrja hóflega og ætla sé ekki of mikið í byrjun. Í Noregi hefur verið gert átak á þessum vett- vangi í vissum landshlutum. Veitingastaðir sem hafa allt á hreinu fá sérstakt viðurkenningarmerki sem hægt er að festa á hurð. Loks lýsti ríkisskattstjóri yfir vilja skattayfir- valda til að efla samvinnu við samtök ferðaþjónust- unnar og sagðist vera reiðubúinn til að undirbúa og móta slíkt samstarf. Ríkisskattstjóri hvetur til víðtæks samstarfs gegn svartri atvinnustarfsemi Skattsvik geta numið tugum prósenta í ákveðnum greinum VIRKJUN við Kárahnjúka mun að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands leiða til töluverðra breytinga á nátt- úrunni frá útfalli neðan stöðvarhúss í Fljótsdal að ósum Lagarfljóts við Héraðsflóa. Áhrifin yrðu langmest eftir fyrri áfanga virkjunarinnar, þ.e. virkjun Jökulsár á Dal og Bessastaða- ár, en síðan myndi draga úr áhrifun- um við síðari áfangann, sem felur í sér virkjun Jökulsár í Fljótsdal, Laugar- fells-, Hafursár- og Hraunaveitur. Þetta kemur fram á vefsíðu Lands- virkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Sérfræðingar Náttúrufræðistofn- unar segja þó unnt að draga verulega úr áhrifunum með tilteknum mótvæg- isaðgerðum og hafa þrír kostir eink- um verið kannaðir til að minnka áhrif virkjunar á náttúrufar við Lagarfljót, þ.e. til þess að draga úr hækkun vatnsyfirborðs. Af þeim kostum er talið áhrifaríkast og einfaldast að lækka klapparhaftið ofan við Lagar- foss. Verði af framkvæmdum telja sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mikilvægt, með tilliti til áhrifa í Fljótsdal og Lagarfljóti, að sem styst- ur tími líði á milli virkjunaráfanganna tveggja. Kárahnjúkavirkjun myndi breyta vatnafari Jökulsár á Dal og Lagar- fljóts og leggur Náttúrufræðistofnun til umfangsmikla vöktun og frekari rannsóknir til að fylgjast með breyt- ingum sem kunna að verða á nátt- úrunni, verði virkjað við Kárahnjúka. Líklegustu áhrif á lífríkið tengjast breyttri grunnvatnsstöðu meðfram fljótunum sem veldur gróðurfars- breytingum, breytingum á farvegum og uppgræðslu áraura, breyttu rýni í vatni sem hefur áhrif á lífræna fram- leiðslu, fiskgengd og möguleika fugla til veiða. Þá tengjast áhrifin á lífríkið breytingum á botndýrasamfélögum og fæðuframboði og landrofi. Samkvæmt mati Náttúrufræði- stofnunar mun eðli Jökulsár á Dal gjörbreytast við Kárahnjúkavirkjun. Rennsli neðan stíflu Hálslóns við Kárahnjúka minnkar mikið og þar með aurburðurinn. Þetta leiðir til breytinga á ósasvæði og strönd Hér- aðsflóa. Rennsli í Lagarfljóti eykst hins vegar og svifaur fjór- til fimm- faldast vegna gruggugs vatns sem berst út í fljótið frá Hálslóni. Þá mun vatnsborðshækkun hafa veruleg áhrif á gróður og fuglalíf. Kárahnjúkavirkjun hefur veruleg áhrif á náttúrufar Unnt að draga úr áhrifum með mótvægisaðgerðum GUÐNI Ágústsson landbúnað- arráðherra segir að það sé ekki í sínum verkahring að svara orðum Finns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, í Morgunblaðinu um að íslenskir skattgreiðendur greiði tugi milljóna í verndartolla til að vernda hagsmuni þessa eina að- ila sem á Íslandi rækti sveppi, „Í fyrsta lagi stjórna ég engu í þessu máli. Ég stjórna hvorki smásölu, heildsölu né fram- leiðslunni. Ég held auðvitað hér utan um mál varðandi alþjóða- samninga en ég stýri ekki sam- keppninni í landinu. Það verður þá bara að búa til annað fyr- irtæki á þessu sviði. Það er einnig opinn innflutningur á þessari vöru. Ég stýri ekki samkeppni í íslenskum land- búnaði en mér ber skylda til að fara eftir alþjóðasamningum hvað varðar GATT-samkomu- lagið. Það er því við aðra að eiga í þessu máli,“ segir Guðni. Guðni hefur farið þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún skoði verðmyndun á rauðri papriku. „Ég bað stofnunina um að útlista fyrir mig hvernig skiptingin væri á milli aðilanna fyrir og eftir 15. mars. Ég bíð bara eftir þeirra snöggu við- brögðum,“ segir Guðni. Stýri ekki samkeppn- inni í landinu Landbúnaðar- ráðherra um gagnrýni á vernd- artolla á sveppi Blönduósi - Fráveituframkvæmd- um austan Blöndu, sem hófust haustið 1999, lýkur nú í sumar. Að sögn Skúla Þórðarsonar, bæjar- stjóra á Blönduósi, eru þessar fram- kvæmdir þær viðamestu og fjár- frekustu sem bæjarfélagið hefur staðið í hin síðari ár og er gert ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkið verði um 100 milljónir króna. Á myndinni má sjá Agnar Braga Guðmundsson hjá Pípu- lagnaverktökum ehf. vera að raf- sjóða lögnina sem mun liggja frá nýbyggðri hreinsistöð og út í Húna- fjörð. Auk Pípulagnaverktaka koma að þessu verki Steypustöð Blönduóss og Stígandi hf. Soðið í flæð- armálinu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FRAMKVÆMDIR við Vatns- fellslínu 1 eru nú að hefjast. Línan verður 220 kV á stög- uðum stálmöstrum og er ætl- að að flytja rafmagn sem framleitt verður í Vatnsfells- virkjun tæplega 6 km leið yfir í Sigöldu. Búið er að bjóða út framleiðslu efnis ásamt jarð- vinnu og undirstöðufram- kvæmdum og er framleiðsla á efni þegar hafin. Þá er einnig hafinn undirbúningur við jarðvinnu og undirstöður. Hönnun hf. hefur séð um hönnun línunnar fyrir Lands- virkjun og er línunni ætlað að þola mikla ísingu, þar sem allra veðra er von á því svæði sem hún kemur til með að liggja um. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við lín- una 1. ágúst nk. en Vatns- fellsvirkjun verður tekin í notkun í haust. Fram- kvæmdir hefjast við Vatns- fellslínu 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.