Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILLAGA til þingsályktunar um rannsóknir á áhrifum háspennu- lína, spennistöðva og fjarskipta- mastra á mannslíkamann hefur verið lögð fram á Alþingi af nokkr- um þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Drífa Hjartardóttir. Í tillögunni felst að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að standa fyrir faraldsfræðilegri rannsókn á mögulegum áhrifum háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíka- mann, sérstaklega með tilliti til ný- gengis krabbameins. Rannsóknin verði framkvæmd á næstu tíu árum og niðurstöðum hennar skilað fyrir 1. október 2010. Ráðherra gefi Al- þingi skýrslu um niðurstöður rann- sóknarinnar strax að henni lokinni. „Nýjar erlendar rannsóknir leiða æ meiri líkur að því að raf- segulsvið hvers konar geti haft al- varleg áhrif á heilsu og líðan fólks og jafnvel valdið krabbameini. Um- ræðan um rafsegulsvið og áhrif þess á mannslíkamann eykst stöð- ugt og undanfarin ár hafa augu al- mennings og fræðimanna beinst æ meira að umhverfi okkar til að skoða hvort orsakir sjúkdóma og vanheilsu sé að finna þar, þ.e. hvort staðsetning rafmagnsmann- virkja geti valdið heilsutjóni hjá þeim sem búa í nágrenninu,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar er bent á að nýverið hafi op- inber bresk stofnun viðurkennt op- inberlega að tengsl geti verið milli krabbameinstilfella og háspennu- lína. „Rannsóknir framkvæmdar af faraldsfræðingnum Richard Doll leiddu í ljós að börn sem búa í grennd við háspennulínur eiga frekar á hættu að fá krabbamein en önnur börn. Rannsóknarhópur í háskólanum í Toronto í Kanada og Hospital for Sick Children til- kynnti að rannsóknir hefðu sýnt að börn sem búa við há gildi rafseg- ulsviðs eiga frekar á hættu að fá hvítblæði en börn sem ekki búa við slík skilyrði. Mælingar á heima- högum veikra barna leiddu í ljós að 2–4 sinnum meiri líkur væru á að börn með hvítblæði hefðu búið við há gildi rafsegulsviðs. Jafnframt hafa faraldsfræði- legar rannsóknir Dana og Svía sýnt fram á tengsl milli hvítblæðis í börnum og búsetu í nálægð við raf- magnsmannvirki. Hið sama kann að gilda um fullorðna, en það er ekki vitað fyrir víst. Því er tíma- bært að hér á landi verði fram- kvæmd faraldsfræðileg rannsókn á áhrifum háspennulína, spenni- stöðva og fjarskiptamastra á manns líkamann, sérstaklega með tilliti til nýgengis krabbameins,“ segir ennfremur í greinargerð með tillögunni. Áhrif á manns- líkamann verði könnuð Spennulínur, spennistöðvar og fjarskiptamöstur EIN af tillögum svonefndrar vísra manna nefndar, samstarfshóps á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar, fjallar um útvíkkun á starf- semi Norðurlandaráðs með sam- vinnu við Kandamenn og Skota um mengun og auðlindir sjávar í Atl- antshafi. Jafnframt er lagt til að um- hverfismálum verði gert hærra und- ir höfði og að Norðurlandaráð beiti sér fyrir stofnun alþjóðlegs um- hverfisdómstóls. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi í gær þar sem Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra og norrænn samstarfsráðherra og Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og formaður nefndarinnar, kynntu bókina Um- leikin vindum veraldar, sem komin er út á íslensku og byggð er á skýrslu starfshópsins. Skýrslan var til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í nóv- ember sl. og er nú tilefni endurskoð- unar á skipulagi og verkefnavali í norrænu samstarfi sem fram fer á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar og Norðurlandaráðs. Í skýrslu starfshópsins er gerð grein fyrir tíu mikilvægum málaflokkum og settar fram hugmyndir um stefnu og að- gerðir sem tengjast hverjum þeirra. Þættirnir tíu eru hnattvæðing, tækniþróun, Evrópusamruni, ör- yggi, fólksfjöldaþróun og fólksflutn- ingar, menning og menntun, mark- aður og hagkerfi, velferð, lýðræði og umhverfi. Jón Sigurðsson sagði að starfshópurinn hefði lagt fram á milli 80 og 90 tillögur. Hann sagði að þau þrjú mál sem litið væri á sem mikilvægustu áfangana að sinni væru í fyrsta lagi samstarf um lífríki Atlantshafsins, réttindaskrá þeirra sem búa á Norðurlöndunum og samræmingu í stefnu í innflytjenda- málum. Nærsvæðasamstarf Í máli Sivjar Friðleifsdóttur kom fram að Íslendingar hefðu átt frum- kvæðið að þeirri vinnu sem fram hefur farið um endurskoðun nor- ræns samstarfs. Hún sagði ljóst að sumar tillögurnar yrðu teknar til vinnslu og myndu skila sér í breyt- ingum á norrænu samstarfi. Fundir hafa verið haldnir milli samstarfs- ráðherra Norðurlanda um tillögurn- ar og sagði Siv að mikil samstaða væri um að breyta Norðurlanda- ráðsþinginu í fagnefndir í stað þess að viðhalda nefndum sem eru bundnar við svæði. „Í skýrslunni eru athyglisverðar tillögur um breytt nærsvæða- samstarf sem snýr sérstaklega að okkur Íslendingum þar sem lagt er til að samstarf um málefni hafsins og nýtingu þess verði aukið við okkar nágranna, eins og Kan- adamenn, Skota, Hjaltlandseyinga og fleiri. Íslendingar munu þrýsta á um að sú tillaga nái fram að ganga. Við héldum fund sem sneri að þessu árið 1999 og annar fundur verður í júní í Færeyjum þar sem sjávarútvegsráðherrar og umhverf- isráðherrar landanna í vestnorðri, ásamt Kanadamönnum og Skotum, fara yfir mengun og auðlindir hafs- ins. Í haust munum við, eftir sam- ráðsferli við Norðurlandaráð og norrænu ráðherranefndina, leggja fram tillögur um hvaða breytingar við viljum gera á norrænu samstarfi í ljósi þessarar skýrslu sem snýr mikið að hnattvæðingu og öllum þeim breytingum sem eru að verða í okkar umhverfi,“ sagði Siv. Meira vægi umhverfismála Jón segir að eins og skýrslan beri með sér fjalli hún meira um það hvaða málefni norrænt samstarf eigi að snúast um fremur en út- færslur á formi samstarfsins. Þó leggur nefndin til að samstarfsráð- herrahópunum verði fækkað úr næstum 20 í tíu og þess í stað verði nefndum Norðurlandaráðs fjölgað. „Mér finnst t.d. einsýnt að það ætti að vera til umhverfisnefnd Norður- landaráðs,“ segir Jón. Hann segir að viðfangsefni í um- hverfismálum sem varða heims- byggðina alla eigi að vera inni á borði norræns samstarfs. Ein af formtillögunum sem nefndin gerir er að umhverfismálunum verði gert hærra undir höfði í samstarfinu og inni í Helsingfors-sáttmálann verði færð skýrari ákvæði um það málefni og jafnframt fengju árlegar grein- argerðir til Norðurlandaráðs um það verkefni svipaða stöðu og skýrslur um utanríkis- og öryggis- mál og skýrslur forsætisráð- herranna fá í dag. Jafnframt er lagt til að Norðurlöndin eigi frumkvæði að stofnun alþjóðlegs umhverfis- dómstóls. „Ef einhver hópur ríkja gæti átt frumkvæði að þessu þá væru það Norðurlandaþjóðirnar en Kanadamenn eru einnig áhuga- samir um málið,“ segir Jón. Hvað varðar efnisþætti sam- starfsins segir Jón að gerð sé tillaga um að birt sé reglulega skrá um réttindi Norðurlandabúa yfir landa- mærin milli ríkjanna. Á þetta mál hafa Finnar einkum þrýst. „Það sem mér finnst mikilvægast og er þegar komið á rekspöl er þessi norræna réttindaskrá fólksins sem býr í löndunum fimm og Finnar hafa einsett sér að koma henni á á þessu ári,“ segir Jón. Upplýsingasíminn Halló Nord- en hefur starfsemi hérlendis inn- an tíðar. Þar verður hægt að nálg- ast upplýsingar um réttindi fólks sem er að flytjast milli Norður- landa t.d. á sviði menntamála, námslána, bótakerfis og fleira. Norræna félagið sinnir starfsemi upplýsingaþjónustunnar hér á landi. Þetta er þó aðeins angi málsins því ráðgert er að rétt- indaskráin verði gefin út, jafnt á Netinu og í bókarformi. Tillögur vísra manna nefndar um breytt Norðurlandasamstarf Samstarf við Kan- ada og Skotland um málefni hafsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Sigurðsson, formaður samstarfshóps á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar, og Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra. TILLAGA Steingríms J. Sigfús- sonar og Ögmundar Jónassonar, Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði, til þingsályktunar um endur- skoðun á starfsemi og stöðu Þjóð- hagsstofnunar, fékkst ekki rædd á Alþingi í gær, þrátt fyrir sérstakar óskir flutningsmanna þar um. Forsætisnefnd Alþingis hafnaði ósk um að meðferð þingmálsins yrði hraðað og vísaði Guðjón Guðmunds- son, starfandi forseti þingsins, til þess að samkomulag hefði náðst milli formanna allra þingflokka um tilhögun starfa þingsins í vikunni. Þá benti hann á að yfir fimmtíu þingmannamál biðu enn afgreiðslu og umrædd tillaga fengi því hefð- bundna meðferð. Steingrímur sagðist við upphaf þingfundar í gær harma þessa af- stöðu og gat þess um leið að hann hefði hafnað því að ræða málið utan dagskrár í dag, föstudag. Sagðist hann heldur kjósa að málið fengi hefðbundna þinglega meðferð, en óskir um flýtimeðferð væru vita- skuld bornar fram í ljósi tíðinda af afskiptum forsætisráðherra af Þjóð- hagsstofnun. Bar Steingrímur fram þær óskir að forseti kæmi þeim skilaboðum til forsætisráðherra að engar ákvarð- anir eða frekari aðgerðir fram- kvæmdar um Þjóðhagsstofnun fyrr en þetta mál hefði verið rætt á þingi. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tók undir kröfur vinstri grænna og sagði ástæðu til að víkja frá samkomulagi um störf þingsins, þar eð það hefði verið gert áður en forsætisráðherra hefði grip- ið inn í málefni Þjóðhagsstofnunar og síðan lýst því yfir að hann hygðist leggja niður stofnunina án þess að breyta lögum. „Mikið er langlundargeð þitt, Framsókn“ „Það vill svo til að í gildi eru lög um Þjóðhagsstofnun. Í þau lög er bundið sérstakt ákvæði um hvaða verkefni stofnunin á að vinna. Það er því ekki hægt að flytja verkefni frá stofnuninni nema að breyta lögum,“ sagði Össur og bætti við: „Þegar for- sætisráðherra og starfsmenn hans gefa til kynna opinberlega að í reynd eigi að flytja verkefni frá stofnuninni, flæma starfsfólkið í burtu og skilja stofnunina sjálfa eft- ir sem tóma og dauða skel er hann að lýsa því yfir að hann hyggist brjóta lög.“ Enginn þingmaður Framsóknar- flokksins tók til máls í umræðunni, frekar en áður um málefni Þjóð- hagsstofnunar, og þótt sérstaklega væri eftir því kallað. Ögmundur Jónasson gerði þátt framsóknar- manna í málinu að umtalsefni og sagði síðan: „Mikið er langlundar- geð þitt, Framsókn.“ Þingmáli um Þjóðhagsstofn- un ekki hraðað LAGT er til að gripið verði til sér- stakra aðgerða til að stemma stigu við vaxandi andúð í garð útlendinga hér á landi, í tillögu til þingsálykt- unar sem Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, Samfylkingunni, og fimm sam- flokksmenn hennar hafa lagt fram á Alþingi. Þá er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hafi að aðal- verkefni að vinna að fræðsluátaki í fjölmiðlum, skólum og á vinnustöð- um. Í greinargerð með tillögunni segir að á liðnum misserum hafi vaxandi andúðar í garð útlendinga orðið vart í opinberri umræðu hér á landi. Í blaðaviðtölum, útvarpi og sjónvarpi hafi mátt heyra þær skoðanir viðr- aðar að Ísland sé fyrir Íslendinga og enga aðra. Svo virðist sem sú skoðun eigi vaxandi fylgi að fagna að fólk af erlendum uppruna eigi ekki heima í íslensku samfélagi. Bent er á að í niðurstöðum könn- unar sem Gallup birti í haust komi fram að fólk í aldurshópnum 16–24 ára telji þorra landsmanna vera frekar eða mjög fordómafullan gagn- vart útlendingum. Hins vegar segist þessi sami hópur ekki hafa mikla for- dóma gagnvart útlendingum. Niður- stöður könnunarinnar bendi til þess að margir álíti að útlendingar séu of margir á Íslandi og aukinn fjöldi gæti haft slæm áhrif á samfélagið. „Varasamt er að draga of víðtæk- ar ályktanir af niðurstöðu einnar könnunar en hins vegar er ljóst að jarðvegur útlendingaandúðar er frjór hér á landi, rétt eins og annars staðar í Evrópu. Það er því skylda stjórnvalda að grípa til aðgerða í bráð og lengd sem miða að því að sporna við vaxandi fordómum í garð útlendinga,“ segir í greinargerðinni. Sérstakar aðgerðir gegn útlend- ingaandúð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.