Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 11

Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 11 SAMKEPPNISRÁÐ hefur tekið samtals 317 ákvarðanir á tíma- bilinu frá 1. janúar 1994 til 5. apríl 2001. Á þessu tímabili hefur 112 ákvörðunum samkeppnisráðs eða 35% verið áfrýjað til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála, sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá Samkeppnisstofnun í gær. 24 ákvarðanir hafa verið felldar úr gildi Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi 24 ákvarðanir samkeppnisráðs á þessu tímabili, eða 19% þeirra mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Auk ákvarðana sem samkeppn- isráð tekur hefur einnig verið áfrýjað 13 ákvörðunum sem Sam- keppnisstofnun hefur tekið en skv. samkeppnislögum getur Sam- keppnisstofnun farið með ákvörð- unarvald samkeppnisráðs á af- mörkuðum sviðum, ef um minni- háttar mál er að ræða. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest eða vísað frá 88 ákvörðunum samkeppnisráðs, sem eru rúmlega 70% allra málskota til áfrýjunarnefndarinnar á þessu rúmlega 7 ára tímabili. 13 ákvarðanir voru staðfestar að hluta eða 10% málskota til nefnd- arinnar. Samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga geta ákvarðanir samkeppnisráðs og Samkeppnis- stofnunar sætt kæru til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Í nefnd- inni eiga sæti þrír menn skipaðir af viðskiptaráðherra eftir tilnefn- ingu Hæstaréttar. Formaður áfrýjunarnefndarinn- ar er Stefán Már Stefánsson lagaprófessor en aðrir aðalmenn í nefndinni eru Erla S. Árnadóttir hæstaréttarlögmaður og Anna Kristín Traustadóttir endurskoð- andi. Hærra hlutfall ákvarðana staðfest hér en í nágrannalöndum Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Samkeppnisstofnun í gær er hlutfall þeirra úrskurða samkeppnisyfirvalda sem áfrýjun- arnefndin hefur staðfest mun hærra hér á landi en í nágranna- löndum þar sem slíkar áfrýjunar- nefndir eru til staðar. Reynslan hefur hins vegar verið sú bæði hér á landi og í nágrannalöndunum að dómstólar fella mun oftar úr gildi úrskurði samkeppnisyfirvalda sem bornir eru undir dómstóla en sér- stakar áfrýjunarnefndir sem starfa á sviði samkeppnismála. 112 af 317 ákvörðunum samkeppnisráðs vísað til áfrýjunarnefndar frá 1994 Áfrýjunarnefnd hefur staðfest eða vísað frá 70% málskota VERÐ á grænmeti hefur á síðustu 12 mánuðum lækkað um 10,9%. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 3,9%. Þetta kem- ur fram í tölum Hagstofu Íslands en hún fylgist með smásöluverði frá einum mánuði til annars. Mikl- ar sveiflur eru á verði grænmetis. Í maí sl. var verð á grænmeti 24,7% hærra en það var í ársbyrjun 1997. Verðið var hins vegar aðeins 9,5% hærra í síðasta mánuði miðað við það grænmetisverð sem var fyrir fjórum árum. Hafa þarf í huga að á fyrstu mánuðum ársins er stærstur hluti þess grænmetis sem er á markaðinum erlent grænmeti sem flutt er inn á lágum tollum. Stærsti einstaki liðurinn í neysluverðsvísitölunni eru ferðir og flutningar (19,3%) og húsnæði, rafmagn og hiti (19,1%). Matur og drykkjarvara er 17,2% af neyslu- verðsvítitölunni. Þar af er græn- meti, kartöflur og fleira 1,3% af vísitölunni og ávextir eru 1%. Verð á ávöxtum og grænmeti er mjög breytilegt innan ársins. Verð á grænmeti er t.d. tiltölulega hátt yf- ir sumartímann en lækkar síðan í lok ársins þegar innflutt grænmeti kemur inn á markaðinn. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar er verðið lægst á fyrstu mánuðum ársins en hækkar síðan mikið í maí en þær tölur byggja á verði eins og það var í apríl. Í lok mars og byrj- un apríl leggjast einmitt háir tollar á innflutt grænmeti. Samkvæmt síðustu tölum Hag- stofunnar er verð á grænmeti 9,5% hærra en það var í mars árið 1997. Sé hins vegar miðað við verð á grænmeti eins og það var í október sl. var verðið 23% hærra en það var í mars 1997. Fiskur hefur hækkað um 59,4% á fjórum árum Almenn matvara hefur á síðustu fjórum árum hækkað um 15%. Kjöt hefur t.d. hækkað um 10,5%. Fisk- ur sker sig alveg úr þegar verð- breytingar eru skoðaðar á síðustu fjórum árum. Á þessu tímabili hef- ur fiskur hækkað um 39,8% og þar af hefur nýr fiskur og frosinn hækkað um 59,4%. Neysluverðsvísitalan hefur áhrif á verðtryggð lán og þess vegna hafa allar verðbreytingar áhrif á lánasummuna. 9,5% hækkun á verði grænmetis á fjórum árum hefur t.d. hækkað lánskjaravísitölu um 0,1%.                                                                                !   "     Verð á grænmeti lækk- aði um 10,9% síðasta árið STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir ljóst að úr- skurður samkeppnisráðs feli í sér mjög alvarlegar ávirðingar og fyrir- tækin séu sökuð um alvarleg brot á samkeppnislögum. Þótt þau geti áfrýjað til áfrýjunarnefndar og málin endað hjá dómstólum sé þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Þá segist Steingrímur fagna því að Samkeppnisstofnun og samkeppnis- ráð sé með þessum úrskurði og fleiri verkum á undanförnum mánuðum, að sýna fram á þá ætlun sína að veita öfl- ugt aðhald og beita samkeppnislög- um til þess að reyna að tryggja heil- brigða samkeppni og koma í veg fyrir að menn misnoti aðstöðu sína og að- ilar nái of sterkum tökum á mark- aðnum í gegnum samruna fyrirtækja, sem leiði til óæskilegrar samþjöpp- unar og fákeppni. „Þannig að sá þátt- ur málsins er jákvæður að mínu mati. Það eru ákveðin tímamót fólgin í þessum ákvæðum og sektum.“ Varðandi stöðu málsins í heild og þá umræðu sem upp hefur komið varðandi fyrirkomulag á sölu og inn- flutning á grænmeti og reglugerð og tolla þar að lútandi, segir Steingrím- ur það í sjálfu sér aðgreint mál frá framferði fyrirtækjanna. „En ég held að það sé samt ljóst að ekki verði vik- ist undan því að endurskoða og fara yfir þessi mál og við erum hlynnt því að það verði gert, því þetta fyrir- komulag hefur reynst afleitlega. En það verður þá á hinn bóginn að leita leiða til þess að gera það án þess að það rústi grundvelli innlendrar fram- leiðslu, enda er nú ljóst að framferði þessara fyrirtækja hefur ekki verið í þágu grænmetisframleiðenda, nema síður sé. Þannig að þeir eru þolendur í þessu máli rétt eins og neytendur. Það eru fyrst og fremst þessi fyrir- tæki og verslunin sem eru að hirða þetta í eigin vasa.“ Að mati Steingríms er óhjákvæmi- legt að í kjölfarið fylgi ákveðnar að- gerðir og menn reyni að draga lær- dóm af þessari reynslu. Eitt af því sem þá hljóti að koma til skoðunar eru innflutningstollar og fyrirkomu- lagið í kringum þá. Steingrímur segir það vera í hag bæði neytenda og framleiðenda að auka sölu og neyslu grænmetis hér á landi og rétt sé að leita frekar annarra leiða til að styðja við bakið á innlendu framleiðslunni heldur en beiting hárra tolla hefur falið í sér. „Að minnsta kosti eins og hún hefur komið út í framkvæmd og reyndinni. Það er spurning hvort ekki væri vænlegra að horfa til þess að hjálpa þeim við að ná niður sínum framleiðslukostnaði, t.d. með lækkun á raforkuverði til þeirra og öðru slíku.“ Steingrímur J. Sigfússon segist fagna úrskurði samkeppnisráðs Afleitt fyrirkomulag á innflutningi grænmetis MARGRÉT Frímannsdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Sunnlendinga, sagði ljóst af skýrslu Samkeppnisstofn- unar um grænmetismarkaðinn að ekki hefði verið staðið eðlilega að verki. Hún leggur til að garðyrkju- bændur og ríkið geri með sér samning til fimm ára með það að markmiði að auka neyslu á græn- meti. „Það var að því stefnt 1995, þeg- ar verndartollarnir voru settir á, að tollarnir lækkuðu stig af stigi. Það var jafnframt gert ráð fyrir að gerð yrði úttekt á rekstrargrundvelli ís- lenskrar garðyrkju og borið saman við rekstrargrundvöll þessarar sömu starfsemi í nágrannalöndum okkar sem við erum að keppa við. Það hefur ekki verið gert og mér hefði fundist að í úttekt Samkeppn- isstofnunar hefði mátt fara aðeins betur ofan í rekstrargrundvöll garðyrkjunnar. Þegar verðmyndun grænmetis er skoðuð er fleira en samráð framleiðenda og dreifing- araðila sem skiptir máli. Við erum með mjög stórar verslunarkeðjur sem eru algerlega ráðandi á mark- aðinum og mér segir svo hugur um að þær komi nokkuð að þessari verðmyndun líka.“ Margrét sagði nauðsynlegt að gera breytingar á rekstrarumhverfi garðyrkjunnar en gæta þyrfti að rekstrarskilyrðum garðyrkju- bænda. Hún sagðist telja nauðsyn- legt að lækka tollana. „Það þarf að finna leiðir til að lækka verð á ís- lensku grænmeti en þó má ekki gera það með þeim hætti að þetta litla sem framleiðendur fá fyrir vörur sínar, en það eru um 40–45% af verðinu, lækki þannig að þessi atvinnugrein leggist af. Það þarf að finna aðrar leiðir. Ég held að væri skynsamlegt að stjórnvöld og garð- yrkjubændur gerðu samning til fimm ára um manneldisstefnu þar sem væri lögð áhersla á að auka neyslu á grænmeti. Í því gætu fal- ist kaup ríkisins á ákveðinni þjón- ustu garðyrkjubænda. Þetta mál hlýtur að verða upp- hafið að því að Samkeppnisstofnun skoði með sama hætti aðra aðila á markaðinum. Ég nefni olíufélögin og tryggingarfélögin sem dæmi sem nauðsynlegt er að skoða,“ sagði Margrét. Margrét Frímannsdóttir um grænmetismarkaðinn Bændur og ríkið geri samning til fimm ára BOGI Pálsson, formaður verslun- arráðs, segir að ekki hafi gefist tækifæri til umræðu innan versl- unarráðsins um skýrslu sam- keppnisráðs um grænmetismark- aðinn. Hann segir að ávallt sé lögð áhersla á víðtæka umræðu innan ráðsins um þau mál sem versl- unarráð ályktar um. „Við komum örugglega til með að láta þetta mál til okkar taka og munum finna vettvang til þess að fjalla um það alveg á næstunni,“ segir hann. Formaður verslunarráðs um skýrslu samkeppnisráðs Munum láta þetta mál til okkar taka                                                                                             !          !     " !  #!$%   #& !  # '()* +  '( !!!   !!# '( #& ! !  !,! !* -'( !!!   #  ../#& !  0) ,    '( !!! *  #!#,  0) ,  '( !!! * -'( !!!     #!$) ,  '( !!! *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.