Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGUR um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarð- arbæ (HÍ) og Íslenskrar erfða- greiningar ehf. (ÍE) var undirrit- aður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði eftir hádegið í dag. Samn- ingurinn er hliðstæður mörgum öðrum sem ÍE hefur gert við heil- brigðisstofnanir víða um land. Að auki var undirrituð viljayfirlýsing um frekara samstarf. Samningurinn heitir fullu nafni: „Samningur um vinnslu heilsu- farsupplýsinga og flutning þeirra í gagnagrunn á heilbrigðissviði.“ At- hygli vekur, að hann er dagsettur „Reykjavík“ 5. apríl 2001. Rætur þess má væntanlega rekja til þess, að til stóð að samningurinn yrði undirritaður syðra í síðustu viku. Þær ráðagerðir breyttust hins vegar „af óviðráðanlegum ástæð- um“. Af hálfu HÍ undirritaði Þröst- ur Óskarsson framkvæmdastjóri samninginn en ekki stjórnarfor- maðurinn Magdalena Sigurðardótt- ir. Stjórnarformaður vildi ekki skrifa undir samninginn Á stjórnarfundi um hádegið í gær lagði Magdalena fram yfirlýs- ingu, þar sem segir m.a.: „Upplýsingar sem sjúklingur gefur lækni sínum eru gefnar í þeirri góðu trú, að leynt muni fara. Þann trúnað getur enginn rofið nema viðkomandi einstaklingur sjálfur. Í ljósi þess ætti, að mínu áliti, enginn að hafa vald til að ráð- stafa upplýsingum úr sjúkraskrám án skriflegs samþykkis viðkomandi sjúklings. Að mínum dómi er þetta grundvallaratriði. Samvisku minnar vegna get ég ekki brugðist því trausti, sem ég tel nauðsynlegt að sjúklingar beri til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarð- arbæ með því að undirrita fyrir hennar hönd fyrirliggjandi samning við Íslenska erfðagreiningu um flutning heilsufarsupplýsinga úr sjúkraskrám stofnunarinnar. Ljóst er, að meirihluti stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarð- arbæ er á öndverðri skoðun í þessu máli. Þess vegna verður áður- nefndur samningur undirritaður, þrátt fyrir andstöðu mína. Fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnun- arinnar Ísafjarðarbæ, Þröstur Ósk- arsson, mun því undirrita samninginn fyrir hönd stofnunar- innar.“ Samstarfssamningur HÍ og ÍE undirritaður á Ísafirði Lýst yfir vilja til frekara samstarfs Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þröstur Óskarsson og Kristján Erlendsson undirrita samninginn. Ísafirði. Morgunblaðið. VERÐI frumvarp samgönguráð- herra að lögum, sem hann hefur kynnt ríkisstjórninni, mun öll stjórnsýsla og eftirlit með starf- semi leigubifreiða færast úr sam- gönguráðuneytinu til Vegagerðar- innar. Á minnisblaði með frum- varpinu segir að tilgangur þess sé að laga lög um leigubifreiðar að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Gera á auknar kröfur til starfs- stéttarinnar og bifreiðastöðva um aukið öryggi. Bent er á að þjónusta leigu- bifreiða sé á margan hátt frá- brugðin annarri þjónustu. Hún sé óstaðbundin og notandi hennar því hugsanlega staddur einn á óskil- greindum stað með bifreiðastjóra. Á þessu byggist krafa um aukið traust og trúverðugleika stéttar- innar. Gefur út atvinnuleyfi og starfrækir gagnagrunn Hlutverk Vegagerðarinnar mun felast í útgáfu atvinnuleyfa og skírteina fyrir afleysingabílstjóra, að hafa umsjón með námskeiðum og að starfrækja gagnagrunn sem mun geyma allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að umsýsla og skipulag verði með viðunandi hætti. Starfssvið Vegagerðarinnar mun auk þessa felast í leyfisveit- ingum og eftirliti með bifreiða- stöðvum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því í nóvember 1999 útgáfa akst- ursleyfa verið í höndum þriggja stéttarfélaga leigubifreiðastjóra. Ráðuneytið telur það fyrirkomulag ekki hafa gefist vel. Erfitt hafi verið að tryggja samræmda fram- kvæmd félaganna og ákveðins trúnaðarbrests hafi gætt milli ein- stakra félaga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir þyngri viðurlögum, séu lög brotin um starfsemi leigubifreiða. Sjálf- stæð úrskurðarnefnd leigubifreiða- mála mun taka til meðferðar kærumál sem upp kunna að koma við framkvæmd laganna. Verði frumvarpið að lögum mun hlutverk ráðuneytisins fyrst og fremst vera setning reglna. Í minnisblaðinu kemur fram sú skoðun ráðuneyt- isins að umsýsla með leigubifreið- um ætti alfarið að vera í höndum sveitarfélaganna. Sérstök nefnd var stofnuð með Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga haustið 1999 en síðar kom í ljós að enginn vilji var hjá sveitarfélögunum til þess að taka við málaflokknum, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Sérleyfi boðin út eftir 2005 Samgönguráðherra hefur jafn- framt kynnt frumvarp um fólks- flutninga, vöruflutninga og efnis- flutninga á landi. Lög um þessa starfsemi eru samtvinnuð og ein- földuð samkvæmt EES-samningn- um. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að starfræksla sendibifreiða, sem áður féll undir lög um leigu- bifreiðar, falli undir almenn ákvæði frumvarpsins. Þetta þýðir að ekki verður lengur stöðvar- skylda fyrir sendibifreiðar. Önnur meginbreyting laganna snýr að fólksflutningum. Vega- gerðin mun hafa skýlausa heimild til að gera svokallaða þjónustu- samninga við sérleyfishafa. Jafn- framt er gert ráð fyrir að núver- andi sérleyfisfyrirkomulag haldist að mestu óbreytt fram til 1. ágúst 2005. Eftir þann tíma á að bjóða út öll sérleyfi. Þó er heimilt að bjóða út ákveðin sérleyfi strax við gild- istöku laganna eða þegar núver- andi sérleyfi renna út í júlí 2002. Breyta á lögum um starfsemi leigubifreiða Stjórnsýslan færist til Vegagerðarinnar Utanríkisráð- herra hefur ákveðið að Eiður Guðnason sendi- herra fari til starfa í Winnipeg í Kanada sem að- alræðismaður Ís- lands þar í borg. Verkefni hans verða einkum að efla og treysta menningarsamskipt- in við Vestur-Íslendinga og auka við- skiptatengsl Íslands við mið- og vesturfylkin í Kanada, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Bresku Kolumbíu. Eiður mun fara til starfa í Winnipeg í byrjun ágúst. Eiður Guðna- son til starfa í Kanada Eiður Guðnason Rithöfundurinn Ein- ar Kárason hefur afhent hand- ritadeild Lands- bókasafns – Há- skólabókasafns margvísleg gögn um ritun bókanna Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Meðal þess sem Ein- ar hefur afhent safninu eru uppköst og drög að verk- unum svo og seg- ulbandsspólur og fleira sem hann studdist við þeg- ar hann skrifaði þessi verk. Eyjabækurnar, eins og bæk- urnar tvær eru oft kallaðar í daglegu tali, komu út um miðjan ní- unda áratuginn og eru meðal best seldu skáldsagna hérlendis á seinni árum. Þær hafa einnig verið þýddar á fjölda tungumála og urðu grundvöllur leik- rits og kvikmyndar. „Því má ætla að ýmsir kunni að hafa áhuga á að kynna sér sköp- unarsögu þessara verka,“ segir í frétt frá Eddu – miðlun og útgáfu, sem gefur bækur Einars út á Íslandi. „Einar vann að ritun bókanna í nokkur ár í byrjun níunda ára- tugarins og meðal þess sem hann studdist við voru frásagnir vinar hans, Þórarins Óskars Þórarins- sonar, sem hann talaði að beiðni Einars inn á segulbandsspólur. Þessar spólur hafa nú verið af- hentar handritadeildinni ásamt útskrift af öllu því sem á þeim er sagt. Af hálfu Einars eru engar kvaðir á þeirri útskrift né uppköstunum, svo allir þeir sem vilja rannsaka tilurðarsögu verk- anna og skoða hvernig munn- legar heimildir eru ofnar inn í skáldaða frásögn geta skoðað gögnin í því skyni,“ segir enn fremur. Gögn um Djöflaeyjuna afhent Landsbókasafni Einar Kárason TILLÖGU sem Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, flutti í borgarráði 13. mars sl. um að leitað yrði utanað- komandi ráðgjafar á sviði fjármála- stjórnar fyrir Reykjavíkurborg, hefur verið vísað frá. Júlíus Vífill segir skuldir borgarinnar aukast um 7 milljónir kr. á degi hverjum. Í tillögunni kom fram að lögð yrði höfuðáhersla á að vinna með ráðgjöfum úr þeim mikla vanda sem skuldasöfnun undanfarinna ára hafi komið Reykjavíkurborg í og gera áætlun um stöðvun skulda- söfnunar og niðurgreiðslu skulda. Í bókun sem Júlíus Vífill lét gera segir að af frávísunartillögunni megi ráða að borgarstjóri neiti að horfast í augu við kaldan sannleik- ann varðandi hrikalega skuldastöðu borgarinnar. Þá alvarlegu þróun sem einkennt hafi fjármálastjórn R- listans eftir að hann tók við völdum í borginni árið 1994 verði að stöðva hið bráðasta og snúa vörn í sókn. Á sama tíma og borgarstjóri hreyki sér af dyggri fjármálastjórn sinni aukist skuldir borgarinnar um 7 milljónir króna á degi hverjum. Nettóskuldastaðan hafi farið úr 5,5 milljörðum árið 1994 í 21,5 milljarð á þessu ári. Í bókuninni segir að furðulegt sé að kasta frá tillögu sem miði að því að leita ráðgjafar á mikilvægu sviði. Segir skuldirn- ar aukast um 7 millj- ónir á dag Júlíus Vífill Ingvars- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær farbann yfir erlendum karlmanni sem sakaður er um að hafa ráðist að manni og veitt honum tvö stungusár með hnífi. Árásin var gerð fyrir utan skyndibitastað í Faxafeni hinn 5. janúar sl. Hinn 2. apríl sl. úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur mann- inn í áframhaldandi farbann til 2. júlí nk. Maðurinn skaut málinu samdægurs til Hæstaréttar sem hefur staðfest úrskurð héraðs- dóms. Í dómi réttarins segir að mað- urinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi hvorki atvinnu né fjöl- skyldu hér á landi. Í málinu liggi fyrir gögn sem benda til þess að hann hafi um nokkurn tíma haft áhuga á því að halda af landi brott. Fallast verði á það með lögregl- unni að vegna rannsóknarhags- muna verði að tryggja nærveru hans hér á landi. Ekki sé heldur að sjá að óþarfa tafir hafi orðið á rannsókn málsins. Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Cla- essen dæmdu í málinu. Hæstirétt- ur staðfestir farbann LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur að undanförnu fengið nokkr- ar fjársvikakærur þar sem vörur hafa verið sviknar út úr fyrirtækjum. Við fjársvikin voru notuð nöfn, kennitölur og eftir atvikum reikningsnúmer fyrir- tækja eða stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sætti karlmaður ný- verið fimm daga gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu slíku máli. Hann var grunaður um að hafa svikið út vörur fyrir um hálfa milljón króna og reynt að svíkja út vörur fyrir um 130 þús- und krónur til viðbótar. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að ástæða sé til að hvetja starfsmenn fyrirtækja til að sýna árvekni gagnvart slíkum afbrotum. Til að minnka líkurnar á því að verða fyrir slíku tjóni sé hægt að krefja þann, sem tekur út vörur í reikning, um sannanleg skilríki og skrá kennitölu hans og aðrar upplýsingar á vörureikninginn. Slíkt þykir sjálfsagt þegar verið er að taka við tékkum upp á mun lægri fjárhæðir en í ofangreind- um málum ræðir. Ennfremur sé ástæða til að benda stjórnend- um fyrirtækja á að huga vel að innra öryggi fyrirtækja sinna. Vörur sviknar út á reikn- ingsnúmer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.