Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 17
Föstudags- og laugardagskvöld
BÉPÉ og þegiðu
með sitt frábæra prógram
Björgvin Ploder trommur/söngur (m.a. í Sniglabandinu o.fl.)
Einar Rúnarsson Hammond/söngur (m.a. í Sniglabandinu o.fl.)
Friðþjófur Ísfeld bassi (m.a. í Sniglabandinu o.fl.)
Tómas Tómasson gítar/söngur (m.a. í Rokkabillybandinu o.fl.)
A
k
u
r
e
y
r
i
ÞORSTEINN Gylfason, pró-
fessor í heimspeki við Háskóla
Íslands, flytur fyrirlestur sem
hann kallar „Guð almáttugur“ í
Deiglunni á morgun, laugar-
daginn 7. apríl kl. 14.
„Nokkuð löng hefð er komin
á ferðir Þorsteins til Akureyrar
til að kynna áhugasömum hug-
myndir sínar. Hún nær a.m.k.
aftur til ársins 1981 er Þor-
steinn hélt erindið „Rauður fyr-
irlestur“ í Rauða húsinu sem
var og hét á Akureyri. Í ritum
Þorsteins á íslensku má víða sjá
þess stað að ferðir hans til
áhugafólks á Akureyri og at-
hugsemdir gesta hafi reynst
honum vel við frekari útfærslu
ritgerða og má hafa það til
marks um hve góðu sambandi
hann nær við áheyrendur sína,“
segir í fréttatilkynningu.
Félag áhugafólks um heim-
speki á Akureyri stendur fyrir
fyrirlestrinum.
Fyrirlest-
urinn
„Guð al-
máttugur“
Félag áhuga-
fólks um heim-
speki á Akureyri
Eyjarðarsveit - Stefán Magnússon
í Fagraskógi, sem var formaður
búgreinaráðs Búnaðarsambands
Eyjafjarðar og gaf kost á sér til
áframhaldandi setu í stóli for-
manns, var felldur í kosningu á
fundi ráðsins í fyrradag. Með hon-
um í stjórn voru Gunnsteinn Þor-
gilsson á Sökku og Helgi Steinsson
á Syðri-Bægisá en Helgi gaf ekki
kost á sér áfram. Í stað Stefáns og
Helga voru kjörnir þeir Þorsteinn
Rútsson, Þverá, og Guðbergur
Eyjólfsson, Hléskógum.
Stefán hefur verið fylgjandi inn-
flutningi á norskum fósturvísum
en þeir sem kosnir voru í stjórnina
nú eru andstæðingar innflutnings-
ins. „Ég gerði fundarmönnum
grein fyrir því í minni framsögu að
ég hefði ákveðnar skoðanir á inn-
flutningsmálinu og benti á að ef
menn ekki sættu sig við þær yrðu
þeir að finna annan mann til for-
ystu í samtökum okkar,“ sagði
Stefán. „Ég gat allt eins átt von á
þessu, það hefði verið óeðlilegt ef
andstæðingar mínir í þessu máli,
liðsmenn Búkollu, hefðu ekki
reynt. Alls skildu 6 atkvæði Stefán
og þann sem kjörinn var.
Stefán sagði að hann hefði viljað
að tilraun með norsku fósturvísana
hefði verið gerð á félagslegum
grunni, líkt og stóð til í upphafi, en
nú hafi mál skipast með öðrum
hætti. „Fyrst það er ekki mögulegt
er einsýnt að við munum reyna
aðrar leiðir. Það hníga að því öll
rök að þetta sé hagkvæmt og við
verðum að leita allra leiða til að ná
fram hagræðingu í okkar rekstri,
þetta er einn af möguleikunum
sem við sjáum til þess. Ég held að
menn gefi slæman höggstað á sér
ef þeir ekki reyna,“ sagði Stefán.
Hann sagði hóp bænda nú vinna
að því að fá leyfi til að flytja inn
norska fósturvísa í tilaunaskyni.
„Við látum engan bilbug á okkur
finna,“ sagði hann.
Á sömu leið fóru kosningar aðal-
fulltrúa á aðalfund Landssam-
bands kúabænda en þeir Guðberg-
ur og Þorsteinn ásamt Gunnsteini
á Sökku og Þórði Þórðarsyni,
Hvammi, voru voru kjörnir fulltrú-
ar Eyfirðinga á fundinn.
Ný stjórn hjá búgreinaráði
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
Liðsmenn Búkollu
sigruðu fylgjendur
fósturvísanna
Ólafsfjörður - Hermann Tómasson,
framhaldsskólakennari við Verk-
menntaskólann á Akureyri, kynnti
nefnd um eflingu framhaldsnáms við
utanverðan Eyjafjörð ýmis gögn sem
hann hefur viðað að sér vegna hugs-
anlegrar stofnunar framhaldsskóla á
svæðinu, en hann var ráðinn til að
vinna áætlun um hvernig hægt væri
að reka sjálfstæðan framhaldsskóla í
utanverðum Eyjafirði á fundi bæjar-
ráða Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarð-
ar í lok janúar.
Í verksamningi óskaði Hermann
eftir því að skipaður yrði samráðs-
hópur fulltrúa bæjarfélaganna til að
fylgjast með framgangi verksins,
taka afstöðu til hugmynda, viðfangs-
efna og áherslna, og til að fylgjast
með að unnið verði innan þeirra
marka sem bæjarfélögin telja viðun-
andi. Í nefndina voru tilnefnd þau
Helgi Jónsson frá Ólafsfjarðarbæ,
Ingileif Ástvaldsdóttir frá Dalvíkur-
byggð og Óskar Þór Sigurbjörnsson
skólamálafulltrúi.
Hermann hefur farið ofan í ýmsar
lagalegar forsendur, afstöðu íbúanna
á grundvelli rannsóknar Rannsóknar-
stofnunar Háskólans á Akureyri frá í
fyrra. Tölur um íbúafjölda á svæðinu
og nemendafjölda í grunnskóla hafa
verið skoðaðar. Þá hefur Hermann
gert sérstaka úttekt á sókn nemenda
af svæðinu eftir póstnúmerum á hinar
ýmsu námsbrautir VMA sem draga
má lærdóm af. Einnig veltir hann fyr-
ir sér hugsanlegu námsbrauta- og
námsgreinaframboði, námshópa-
stærð, stöðugildum kennara og fjar-
námi og samspili þessara þátta og
áhrifum á skólagerð. Hermann birti
forvitnilega, tölulega samantekt um
nemendafjölda á námsbrautum lítilla
framhaldsskóla víða um land, skóla
sem margir hafa svipað eða fámenn-
ara aðland en svæðið við utanverðan
Eyjafjörð. Hann gat þess einnig að
lítið hefði gerst á landsvísu varðandi
nýskipan sjávarútvegsfræðslu en
fylgst væri með þeim málum. Her-
mann áréttaði að störf hans hingað til
hefðu að mestu verið fólgin í öflun
skólafaglegra heimilda en rekstrar-
legar áætlanir kæmu í kjölfarið.
Nefndarmenn lýstu ánægju sinni
með gögn og upplýsingar sem þeir
fengu á fundinum og þótti það sem
fram kom renna frekari stoðum undir
hugmyndir manna á svæðinu um
stofnun sjálfstæðs framhaldsskóla.
Fundarmenn urðu ásáttir um að
stefna að því að skýrsla sem nota má
til fyrstu kynningar og sóknar í mál-
inu verði tilbúin tímanlega áður en
sumarleyfi hefjast almennt. Seinna í
sumar liggi svo fyrir áætlun um sjálf-
stæðan framhaldsskóla við utanverð-
an Eyjafjörð ásamt nákvæmri rekstr-
aráætlun svo sækja megi málið af
fullum þunga til fjárveitingavaldsins
við fjárlagagerð á Alþingi.
Nefnd um rekstur sjálfstæðs fram-
haldsskóla við utanverðan Eyjafjörð
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Ingileif Ástvaldsdóttir, Dalvík, Óskar Þór Sigurbjörnsson, Ólafsfirði, og
Hermann Tómasson, Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Áætlun liggi
fyrir í sumar