Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ unum báðum 999 íbúar, 929 á Blönduósi og 70 í Engihlíðarhreppi. Hið nýja sveitarfélag, ef sameining gengur eftir, stækkar til norðurs og austurs og verða norðurmörk í meg- indráttum um Laxá á Refasveit og liggja að hinu fámenna sveitarfélagi Vindhælishreppi. Austurmörk eru við eyðibýlið Strjúgsstaði í Langadal sem tilheyrir Bólstaðarhlíðarhreppi. Ef af sameiningu Blönduóss og Engihlíðarhrepps verður verða sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu níu talsins. Á Blönduósi verður kosið í Félagsheimilinu og hefst kjörfund- ur kl. 10 og lýkur kl. 22. Í Engihlíð- arhreppi hefst kjörfundur kl. 12 og er stefnt að því að honum ljúki kl. 18 en kosið verður á Fremstagili. Taln- ing hefst kl. 22 í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og er stefnt að því að úrslit liggi fyrir um miðnætti. Að sögn Ágústs Þórs geta þeir sem áhuga hafa fylgst með talningu í félags- heimilinu „en mest er um vert að kjörsókn verði mikil“, sagði Ágúst Þór Bragason að lokum. Blönduósi - Kosningar um þá tillögu samstarfsnefndar Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps að sameina Blönduósbæ og Engihlíðarhrepp í Austur-Húnavatnssýslu hefst á morgun, 7. apríl, og gilda um hana almenn lagaákvæði um kosningar til sveitarstjórna. „Já“ og „nei“ eru þau hugtök sem fólk þarf að taka afstöðu til. „Já“ segja þeir sem styðja sam- einingartillöguna en þeir sem eru henni mótfallnir segja „nei“. Til að tillaga um sameiningu nái fram að ganga þarf meirihluti íbúa í hvoru sveitarfélagi um sig að samþykkja tillöguna og gildir þá einfaldur meiri- hluti. Að sögn Ágústs Þórs Bragasonar, forseta bæjarstjórnar Blönduóss, eru 660 manns á kjörskrá á Blöndu- ósi en 52 í Engihlíðarhreppi. Þeir einir mega kjósa sem lögheimili eiga í sveitarfélögunum tveimur þegar kjörskrá var lögð fram, hinn 17. mars síðastliðinn, og eru fæddir 7. apríl 1983 eða fyrr. Hinn 1. desem- ber sl. voru búsettir í sveitarfélög- Engihlíðarhreppur og Blönduós í Austur-Húnavatnssýslu Kosið um sameiningu á morgun Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Héraðshælið, Blöndubrúin og fjöllin sem kennd eru við Langadalinn verða öll í sama sveitarfélaginu í A-Húnavatnssýslu ef sameining Engi- hlíðarhrepps og Blönduóss verður samþykkt í kosningum á morgun.    1&   ! 2    " # $% # & ' ( +, 2(   34     # !#!   RÁÐSTEFNAN „Kornrækt á Íslandi á nýrri öld“ verður haldin í Skagafirði 8. júní næstkomandi. Félag korn- bænda í Skagafirði hafði frumkvæði að ráðstefnunni og fékk til liðs við sig Landsam- band kornbænda, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, Bændasamtök Íslands og fleiri. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar landsins um kornrækt og fóðrun með korni. Að kvöldi ráðstefnu- dags verður aðalfundur Land- sambands kornbænda hald- inn. Áhugafólk um kornrækt og innlenda fóðuröflun er hvatt til að koma á ráðstefn- una, fræðast og auðga um- ræðuna. Heimasíða ráðstefn- unnar er á www.skaga- fjordur.com/korn, þar er að finna allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Ráðstefna um korn- rækt Sauðárkróki - Á fyrrihluta og um miðja síðustu öld voru hús- mæðraskólar sem starfræktir voru víðsvegar um landið veiga- miklir hlekkir í alþýðufræðslu og verkmenntun ungs fólks á Ís- landi, en þegar kom fram á átt- unda áratuginn, og grunn- menntun barna og unglinga var endurskoðuð og skipulögð, lentu þessar stofnanir utan kerfis, þær dagaði uppi og voru flestar lagðar niður. Einn þessara skóla var hús- mæðraskólinn á Löngumýri í Skagafirði, en þegar hann var aflagður sem skóli var hann gefinn þjóðkirkjunni, sem hefur á síðari árum nýtt staðinn til námskeiða og fræðslustarfs fyr- ir kirkjuna og ýmsa fleiri aðila. Nú nýverið var fjölmennt mót ungs fólks á Löngumýri, en þar voru samankomnir tæplega níu- tíu krakkar á aldrinum 13 til 18 ára á vegum Hvítasunnukirkj- unnar á Íslandi. Jóhann Hinriksson í Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð og Jón Sverrir Friðriksson frá Akur- eyri voru í forsvari fyrir hóp- inn, og sögðu að þetta mót væri nánast tilviljun þar sem Jón Sverrir hefði ætlað að vera með sinn hóp frá Akureyri eina helgi á Löngumýri, en þegar það hefði frést hefðu fleiri lýst áhuga. Þannig hefði þetta undið uppá sig og hér væru nú komnir tæplega níutíu krakkar víðs- vegar að á landinu, til leikja og starfs og ættu góða daga. Venja væri hinsvegar að halda tvö til þrjú sameiginleg mót á hverju ári, en hvort þetta yrði eitt þeirra væri alveg óvíst. Þeir Jóhann og Jón sögðu að á svona mótum væri unnið mik- ið forvarnarstarf, hér væri ungt fólk að upplifa trúna og finna sér lífsfyllingu, og að sjá slíkt gerast væri vissulega mjög gef- andi í starfinu, það sæist hvern- ig allt breyttist til hins betra hjá þessum einstaklingum. Þeir bentu á að allir hefðu þessir krakkar fermst og þannig staðfest trú sína, en hér væri verið að styrkja þennan þátt ennfrekar. Helgi Guðnason, einn þátttak- enda á mótinu, kom nú aðvíf- andi, og gaf sér tíma til að segja smávegis frá því sem var að gerast þessa helgi. „Þetta er frábært, hér eru kristnir krakkar að hittast og hér skoðum við trúna saman, einn hefur verið að pæla í ein- hverju sérstöku og kemur með það inn í umræðuna, og svo koma aðrir með það sem þeir hafa verið með. Þetta eru krakkar sem eiga heima hver á sínu landshorninu, en eiga þenn- an lífsstíl sameiginlegan. Hér vinnum við saman í hópum, og tökum fyrir ýmis efni, svo eru hér samkomur og mjög lífleg tónlist,“ – og um leið benti hann á trommusett og útbúnað heillar hljómsveitar sem komið var fyr- ir við hlið setustofunnar á Löngumýri – „en hér líka mikil tilbeiðsla og það er mjög gott. Ég er raunar fæddur inn í þessa kirkju, ég hef horft á vini mína lifa öðruvísi lífi en ég hef gert, og því er ekki að neita að ég hef prófað það líka, en ég er búinn að sjá að það er ekki neitt sem ég vil sækjast eftir og því held ég mínu striki. Ég vil þó taka fram að með þessu er ég ekki að fella neinn neikvæðan dóm yfir þeim eða þeirra lífsformi, þetta er bara það sem hentar mér,“ sagði Helgi Guðnason að lokum. Þeir Jóhann og Jón Sverrir luku miklu lofsorði á aðstöðuna á Löngumýri, verulega góð að- staða væri til allra hluta og samskipti við Árna Harðarson staðarhaldara frábær, hér væri góð aðstaða til gistingar og einnig kennslu, frábær setustofa og stór heitur pottur í garð- inum, og svo veðurblíða og nátt- úrufegurð allt í kring. Árni staðarráðsmaður var einnig í sjöunda himni með þessa gesti sem hann sagði verulega gaman að vinna með, eins og alltaf með öllu ungu fólki, og sagðist vonast til þess að áframhald yrði á þessum samskiptum. Fögnuður og lífsgleði á Löngumýri Helgi Guðnason, þátttakandi á námskeiðinu, í garði Löngu- mýrarskóla. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hópur þátttakenda á námskeiði hvítasunnumanna á Löngumýri þar sem rætt var meðal annars um lífið og tilveruna. Ólafsfiði - Í nógu er að snúast hjá forsvarsmönnum og starfsmönnum Íslandsfugls þessa dagana, og mikið sem þarf að koma í verk á stuttum tíma, því óðum styttist í að starfsemi komist í fullan gang. Nú eru 10 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu, en Auðbjörn Kristinsson fram- kvæmdastjóri segir að í næsta mán- uði verði ráðnir um 20 til viðbótar, og gert er ráð fyrir frekari fjölgun í sumar. Og það er enginn hörgull á vinnuafli, því þegar hafa um 40 manns sótt um vinnu hjá fyrirtæk- inu þótt ekkert hafi verið auglýst og eru umsækjendur frá Árskógs- strönd, Svarfaðardal, Dalvík og Ólafsfirði. Auðbjörn segir að stefnt sé að því að útungunarstöð fyrirtækisins verði í Ólafsfirði, og búið er að gera tilboð í húsnæði þar, og skýrast þau mál nánar á næstu dögum. Þar vant- ar starfsmann, karl eða konu, og segir Auðbjörn að starfið felist að- allega í eftirliti. Samið hefur verið við Tréverk ehf. um að reisa hús við Hafnar- brautina, sem tengir Söltunar- félagshúsið við Klemmuna. Miðað er við að Tréverk skili húsinu fokheldu, og skal framkvæmdum lokið 1. júní nk. Stálþilseiningarnar í húsið í Ytra- Holti eru á leið til landsins. Byrjað verður að reisa húsið 17. apríl, og er ráðgert að það verði gert fokhelt á 10 dögum. Að því búnu verður ráðist í að einangra húsið, setja upp milli- veggi, ljós og loftræstingu. Búið er að hreinsa allt lauslegt og óþarfa innréttingar út úr Söltunar- félagshúsinu. Sömuleiðis var allt gólfið brotið upp, því það var ekki allt í sömu hæð og því óhentugt fyrir kjúklingavinnsluna. Nýtt gólf verð- ur steypt á næstu dögum og sett upp dæla fyrir hreinsistöðina, því enginn úrgangur á að fara gegnum klóakið. Þá hefur verið ráðinn markaðs- fræðingur sem sinna mun markaðs- málum á Suðurlandi. Heitir hann Ólafur Júlíusson, og er menntaður markaðsfræðingur og kjötiðnaðar- maður, og segir Auðbjörn að þekk- ing hans muni örugglega nýtast fyr- irtækinu vel, bæði hvað varðar markaðssetningu og vöruþróun. Starfsemi Íslandsfugls í Eyjafirði er að komast í fullan gang Stefnt að því að útungunarstöð verði í Ólafsfirði Ólafsfirði - Snjóflóð féll í Kleifar- hornið skammt frá Ólafsfjarðarbæ á sunnudag, en það var ekki hreinsað fyrr en á þriðjudag. Snjóflóðið var nokkuð stórt og mun hafa fallið meira en þrjú hundruð metra. Það féll yfir veginn í Kleifarhorninu, en það er vegur sem liggur út á Kleifar og í sjó fram. Snjóflóðið mun hafa verið meira en sex metra þykkt þar sem mest var. Spýjur féllu jafnframt í flest gil- in í Ólafsfjarðarfjalli á svæðinu fyrir ofan hesthúsabyggðina. Snjóflóð féll í Kleifarhornið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.