Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 22

Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjafir Damask sængurverasett með ísaumuðum skammstöfunum eða nafni. Merkjum einnig í handklæði. Póstsendum. Upplýsingar í síma 557 1415. Merkjasaumur - Skemmuvegi 4 - Kópavogi Íslandi hf. og Fjarskiptafélaginu Títan hf., samtals að fjárhæð tæp- lega 1,2 milljarðar króna. Ýmis sóknarfæri fyrir hendi erlendis Á fundinum kom fram að Ís- landssími hafi hafið útrás með stofnun TeleF í Færeyjum, en Ís- landssími á 50% í því félagi. For- stjóri sagði ýmis önnur sóknarfæri vera fyrir íslensk fjarskiptafyrir- tæki erlendis og mikil þekking sé á þessu sviði hér á landi. Íslandssíma bjóðist ýmis tækifæri um þessar mundir. Þá sé ekki síður áhuga- verður kostur að flytja þekkingu út beint og Íslandssími hafi þróað reikninga- og þjónustukerfi, cWell, í samstarfi við IBM og Ericsson. Kerfið sé að fullu í eigu Íslands- síma en þrír aðilar noti það í dag. Mikil fjölgun smærri fjarskiptafyr- irtækja í Evrópu sé viðskiptatæki- færi fyrir cWell sem vert sé að skoða af fullri alvöru og hafi stjórnin ákveðið að setja þetta verkefni í sjálfstætt fyrirtæki, sem miklar vonir séu bundnar við. 8% hlutdeild í hefðbundinni símaþjónustu heimila 2.000 GSM-farsímasamningar hafa verið gerðir frá því farið var að bjóða þá þjónustu fyrir nokkr- um vikum. Forstjóri félagsins segir að viðskiptavinir ættu að óbreyttu að vera orðnir 20.000 í árslok. Fyr- irtæki í heildarþjónustu eru nú yfir 200, sem er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af eru 34 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins og þrjú af stærstu sveitarfélög- unum í viðskiptum við Íslandssíma. Íslandssími er með 10% hlutdeild í símtölum út úr landinu og 20% inn í landið. Hlutdeild Íslandssíma í hefðbundinni símaþjónustu við heimili er nú um 8%, en þjónustan var fyrst boðin í nóvember í fyrra. Hluthafar voru 751 í lok síðasta árs og hafði þeim þá fjölgað um 706 á árinu. Aðeins Burðarás ehf. og 3P Fjárhús hf. eiga yfir 10% í Íslandssíma, en þau eiga 14% hvort félag. Líkur á tveimur skráðum fjar- skiptafyrirtækjum fyrir árslok Stjórnarformaður greindi frá því að unnið sé að undirbúningi fyrir skráningu félagsins á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Tekin hafi verið ákvörðun um að ljúka þessu ferli fyrir mitt ár samhliða útboði á nýju hlutafé. Hann sagði miklar líkur vera til þess að fyrir lok þessa árs muni almenningi og fag- fjárfestum bjóðast hlutabréf í tveimur skráðum fjarskiptafyrir- tækjum á Verðbréfaþingi Íslands. Það muni efla bæði innlendan hlutabréfamarkað og fjarskiptaiðn- að. Á aðalfundinum, þar sem mætt var fyrir 67,19% hlutafjár, var samþykkt samhljóða að greiða ekki út arð fyrir síðasta ár. Fundurinn kaus félaginu nýja stjórn. Í henni sitja Páll Kr. Pálsson, Kristján Gíslason, Margeir Pétursson og Vilhjálmur Þorsteinsson, sem allir áttu sæti í fyrri stjórn. Eyþór Arn- alds hætti í stjórn en Stefán H. Stefánsson kom nýr inn. Íslandssími stefnir að skráningu á Verðbréfaþing fyrir mitt ár Mikill vöxt- ur ein- kenndi reksturinn     5( 6      5(&  !     7       (  !  -    8            1  *!!  ,  4     "  ! 9         8  1! "28   , 9!(   &     ,            0 0    . 0  0  )*  0  .  )   !" !#" $!"  #" $%&" &%" &&&" #" &" $#%" #" $%" &"  "      ' ( ) )  ( ) )  ( ) )      '        '   Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, segir markmið félagsins að hagnaður verði af rekstrinum á þessu ári. AÐALFUNDUR Íslandssíma hf. var haldinn í gær. Þar kom fram í ræðu stjórnarformanns, Páls Kr. Pálssonar, að heildarvelta sam- stæðunnar hefði í fyrra verið um 790 milljónir króna, sem sé um- fram þau markmið sem félaginu hafi verið sett í lok árs 1999. Árið í fyrra var fyrsta heila rekstrarár félagsins, en árið á undan voru tekjur félagsins 12 milljónir króna. Eyþór Arnalds, forstjóri Íslands- síma, sagði í skýrslu sinni til fund- arins að markmið félagsins væri að vera með yfir hálfan annan millj- arð króna í tekjur á yfirstandandi ári. Þá væri gert ráð fyrir hagnaði á árinu, en í fyrra var tap félagsins tæpur hálfur milljarður króna. Eignir fjórfölduðust milli ára Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá félaginu. Fjárfesting í var- anlegum rekstrarfjármunum nam rúmum hálfum öðrum milljarði króna, þar af fóru um 80% í fjar- skiptabúnað. Innborgað hlutafé nam tæpum 1,1 milljarði króna á árinu og ný langtímalán voru tekin að upphæð rúmar 250 milljónir króna. Stærsti þáttur fjármögnun- ar var hækkun skammtímaskulda upp á tæpa 1,4 milljarða króna. 880 milljónir króna af þessari upphæð var breytanlegt skuldabréf hjá Landsbanka Íslands. Bankinn hef- ur heimild til að breyta höfuðstóli lánsins í hlutafé að nafnverði allt að 55 milljónir króna og gildir heimildin til loka júní á þessu ári. Hlutafé er nú 388 milljónir króna. Alls jukust eignir félagsins úr rúmum einum milljarði króna í tæpa fjóra milljarða króna. Hluti aukinna umsvifa félagsins fólust í fjárfestingum þess í öðrum félög- um. Hæst ber fjárfestingar í Ís- landssíma GSM ehf., Interneti á Morgunblaðið/Rax LÍNA.Net og Tal hafa skrifað undir samtengisamning um flutning sím- tala milli ljósleiðarakerfis Línu.Nets og hins almenna símanets í gegnum Tal. Með samningnum verður Lína.Net fyrsta íslenska fjarskipta- fyrirtækið, sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum almenna símaþjón- ustu með IP-símtækni. Viðskiptavin- ir fá þjónustuna í gegnum tengingu við ljósleiðarakerfi Línu.Nets. Í til- kynningu um samninginn kemur fram að með IP-símtækni er mögu- legt að flytja símtöl yfir netkerfi fyr- irtækja, stofnana og heimila á auð- veldan hátt því þá þarf ekki lengur aðgreindar síma- og tölvulagnir. Við- skiptavinurinn fær einn kapal inn til sín og getur síðan valið sér þjónustu, svo sem síma, netaðgang, LAN- LAN, hýsingu, fjarfundi eða gagn- virkt sjónvarp. Í tilkynningunni seg- ir að markmiðið með hinum nýja samningi sé að tengja saman fjar- skiptakerfi Línu.Nets og Tals svo að símaumferð fari óhindruð sína leið milli IP-símstöðva Línu.Nets og al- menna símkerfisins. Lína.Net og Tal gera sam- tengisamning STJÓRN breska seðlabankans ákvað í gærmorgun að lækka stýrivexti bankans í 5,5%, eða um 25 punkta og hafa stýrivextir bankans ekki verið lægri í 16 mánuði. Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem bankinn lækk- ar stýrivextina, en í febrúar lækkaði bankinn vextina um 25 punkta. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtalækkunin sé vegna áhrifa samdráttar í Bandaríkjunum á efnahagslífið í Bretlandi. Vísar stjórn- in einnig í þau áhrif sem gin- og klaufaveikin hefur haft á efnahagslíf í landinu og samdrátt í efnahagskerfi heimsins. Breski seðla- bankinn lækkar vexti TILBOÐSFRESTUR yfirtöku- tilboðs til hluthafa Frjálsa fjár- festingarbankans hf. rann út 26. mars síðastliðinn og samþykktu alls um 21,4% hluthafa tilboðið. Kaupþing hf. og aðilar sem stóðu sameiginlega að kaupum á Frjáls fjárfestingarbankanum hf. um síðustu áramót hafa því eignast 98,64% af heildarhlutafé félagsins. Alls 68 hluthafar hafa ekki svarað tilboðinu og er langstærsti einstaki útistandandi hlutinn að nafnvirði 6.504.610 krónur. Eins og fram kom í yfirtöku- tilboðinu var fyrirhugað að sækja um afskráningu hlutabréfa félagsins hjá Verðbréfaþingi Ís- lands hf., enda uppfylla þau ekki skilyrði 9. gr. reglna um skrán- ingu verðbréfa á Verðbréfaþingi Íslands hf. Kaupþing með 98,64% hlutafjár Frjálsi fjárfesting- arbankinn hf. STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hf. hefur ákveðið að breyta reglum um skráningu verðbréfa á Verðbréfa- þingi þannig að félög þurfi ekki að hafa þriggja ára rekstrarsögu eins og hingað til hefur verið. Við níundu grein reglna um skráningu verð- bréfa hefur bæst eftirfarandi máls- grein: „Stjórn þingsins getur við skráningu veitt undanþágu frá skil- yrði um aldur, enda sé slíkt æskilegt í þágu útgefandans og stjórn þings- ins telur að fjárfestar hafi nauðsyn- legar upplýsingar til þess að geta myndað sér skoðun á útgefandanum og hlutabréfum þeim sem sótt er um skráningu á, kostum þeirra og göll- um.“ Í tilkynningu frá Verðbréfa- þingi segir að rökin fyrir þessari breytingu séu þau að aldur hafi ekki afgerandi áhrif á verðmyndunina. Yngri félögum heimiluð skráning Breyting á reglum VÞÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa selt Landsbankanum-Fjárfestingu hf. hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Al- þýðubankanum hf., EFA, að upphæð 50.830.000 krónur og eftir þau við- skipti er eignarhlutur Íslenskra að- alverktaka hf. í EFA samtals 84.125.575 krónur, eða 6,27% af út- gefnu hlutafé. Við kaupin fer saman- lagður eignarhlutur Landsbanka Ís- lands hf. og dótturfélaga í EFA úr 38.454.821 krónum að nafnverði, eða 2,9%, í 89.284.821 krónur að nafn- verði, eða 6,7%. Samþykkt var á aðal- fundi Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans hf. 4. apríl síðastliðinn útgáfa nýs hlutafjár að upphæð 69.955.574 krónur til lúkningar kaupsamnings við Íslenska aðalverktaka hf. vegna fyrri kaupa EFA á 25,5% hlut í Landsafli hf. Eftir þá hlutafjárútgáfu varð eignarhlutur Íslenskra aðalverk- taka hf. í Eignarhaldsfélaginu Al- þýðubankanum hf. samtals 10,06%. Landsbankinn kaupir í EFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.