Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 27
EINN góðan veðurdag í september
síðastliðnum var komið með Íkaros-
árus, hinn fræga steingerving af svif-
eðlu frá tríastíma, er hafði orðið á
brott úr sölum Náttúrusögusafns
Bandaríkjanna áratug áður, aftur til
New York fyrir fullt og allt. Endur-
koman hristi slenið af almennri
menntun og vísindum hvarvetna.
Verði ekkert að gert munu steingerv-
ingar áfram verða seldir hæstbjóð-
anda. Því miður eru Bandaríkin ekki
eina landið sem á við þetta vandamál
að etja.
Sagan hófst 1961 þegar þrír tán-
ingar voru að kanna New Jersey-
standbergið, klappirnar umhverfis
Hudsonfljót andspænis New York-
borg, í leit að fornum steingervingum.
Verið var að víkka og slétta gamla
grjótnámu, og strákarnir fylgdu í
kjölfar jarðýtnanna sem ruddu burt
jarðlögum og undir þeim kom í ljós
veikbyggður og steingervingavænn
leirsteinn. Dag einn fundu þeir fornt
skriðdýr með löng rif sem gerðu því
kleift að svífa á milli trjáa.
Strákarnir fóru með sýnið í Nátt-
úrusögusafnið, og safnvörðurinn
gerði sér grein fyrir mikilvægi þess
og nefndi það í höfuðið á einum
stráknum. Þrem áratugum síðar
veiktist einn þeirra, nú fullorðinn
maður, og þurfti á peningum að
halda. Hann bað safnið um umbun
fyrir steingervinginn. Þegar kröfu
hans um margar milljónir var hafnað
fór hann að tala um lögsókn og sagði
að sýnið hefði einungis verið lánað til
safnsins. Skjöl sýndu að hann hafði
rétt fyrir sér. Svo að safnið lét Ík-
arosárus af hendi.
Steingervingurinn var auglýstur til
sölu. Eftir hátt í tíu ár án þess að
nokkurt safn eða einkaaðili væri
reiðubúinn að greiða verðið sem sett
var upp bauð maðurinn Íkarosárus
falan á uppboði – sem var áfall fyrir
steingervingafræðinga hvarvetna.
Hvenær ættu einstaklingar að eiga
rétt á að selja eða kaupa svona stein-
gerving? Strákarnir sem fundu sýnið
áttu ekki steingervinganámuna.
Hvers vegna eiga þeir þá kröfu til
þess? Hvers vegna tilheyrir það ekki
öllum? Hvers vegna er því ekki komið
fyrir í opinberri stofnun þar sem vís-
indamenn geta rannsakað það og
dáðst að því um ókomna tíð?
Bandarískar reglur um meðferð
steingervinga eru óupplýstari en
reglur flestra þriðjaheimsríkja. Á
hverju ári er farið með ótölulegan
fjölda beinagrinda af risaeðlum og
steingerðum spendýrum og fiskum í
gegnum tollahlið á flugvöllum og þau
seld hæstbjóðanda. Alþjóðlegir stein-
gervingasafnarar í viðskiptahugleið-
ingum flykkjast vestur til Bandaríkj-
anna til að hremma breiðnefjur,
kjötætur [...] og hvaðeina sem er falt.
Þeir borga landeigendum fyrir einka-
rétt á leit á jörðum, og bola steingerv-
ingafræðingum burt og eyðileggja op-
inberlega styrkt rannsóknarverkefni
og námsrannsóknir.
Steingerð bein eru tekin burt,
gerðar úr þeim beinagrindur sem eru
settar á stall, oft án þess að mikið sé
hugað að nákvæmni. Sumir eru sag-
aðir til og pússaðir og gerðir að
klukkuskífum, barnaleikföngum og
minjagripum. Ef þetta væru tré gæt-
um við ræktað fleiri, en Júragarður-
inn var skáldskapur, það verða ekki
til fleiri risaeðlur.
Íkarosárusi var bjargað frá upp-
boðshamrinum, þökk sé mannúðar-
og varðveislusinnuðum kaupsýslu-
manni sem mátti ekki til þess hugsa
að svo verðmætur fjársjóður gengi
vísindum og menntum úr greipum.
Svona menn ættu ekki að vera þunga-
miðjan í varðveislu náttúrugripa.
Bandaríkin eru ekki eina landið
sem stendur frammi fyrir þessum
vanda. Kína, Argentína, Brasilía og
mörg önnur lönd eru að glata stein-
gervingaauðlindum sínum í hendur
markaðarins, steingervingasýninga
og netmiðlara. Það er misjafnt frá
einu landi til annars, og jafnvel innan
landanna, hvað gert er. Í Bæjara-
landi, til dæmis, eru engar reglur um
eignarhald á steingervingum sem
finnast á einkajörðum, en landeigend-
ur í Baden-Würtemberg fá fundar-
laun fyrir mikilvæga gripi, sem skylt
er að fá hinu opinbera í hendur.
Steingervingasafnarar í viðskipta-
hugleiðingum eru að reyna að fá op-
inber svæði í Bandaríkjunum – þjóð-
garða og óbyggðir – gerð jafn
aðgengileg fyrir kaupsýslumenn og
einkajarðir eru. Af hverju ætti svona
fólk að fá að ráða örlögum einstakra
náttúruauðlinda? Hvaða takmörk má
setja við einkaeign jarða þegar um er
að tefla náttúruarfleifðir? Áfram ætti
að vera bannað að nýta opinber svæði
í verslunarskyni. Mikilvæg vísindaleg
sýnishorn ættu ekki, alveg óháð því
hver á landið, að falla í hendur mönn-
um sem sjá ekkert nema dollara-
merki í náttúrunni.
Aftur á móti gætu safnarar í við-
skiptahugleiðingum unnið með vís-
indamönnum og almenningi. Þeir
gætu grafið upp sýnishorn á einka-
jörðum og líka á opinberum svæðum
undir eftirliti vísindamanna sem vita
hvernig afla á mikilvægra upplýsinga
um hvað næsta nágrenni, til dæmis
grjót, segir um hvernig steingerving-
urinn var þegar hann var lifandi dýr.
Upprunaleg og einstök sýni yrðu flutt
á söfn til varðveislu um ókomna tíð,
en hægt væri að versla með þekkt og
hálfgerð sýni. Kaupsýslumenn gætu
gert beinagrindaafsteypur og selt til
annarra safna, skóla, fyrirtækja og
verslanamiðstöðva.
Þetta kæmi öllum til góða. Almenn-
ingur myndi fræðast um kafla í sögu
lífsins, og arfleifð náttúrunnar myndi
varðveitast. Enn er óljóst hvort safn-
arar í viðskiptahugleiðingum myndu
samþykkja svona áætlun án þess að
vera neyddir til þess með reglusetn-
ingum. Því verða vísindamenn, kenn-
arar og almenningur um allan heim
að berjast gegn nýtingu opinberra
svæða í viðskiptatilgangi, og knýja á
um lagasetningu og sáttmála sem
koma í veg fyrir að mikilvægir stein-
gervingar fari út fyrir landamærin –
bæði landamæri ríkja og landamæri
skynseminnar.
Júragarðurinn til sölu
© Project Syndicate.
eftir Kevin Padian
Kevin Padian er prófessor í líffræði
og forstöðumaður Steingerv-
ingasafnsins við Háskólann
í Kaliforníu, Berkeley.
EINS og spáð hafði verið er haf-
ið eitt mesta sólgos sem sögur
fara af en stjörnufræðingar
segja að jörðin sé ekki í skotlín-
unni að því er fram kemur á
fréttavef breska ríkisútvarps-
ins, BBC.
Sólgosið er mikil sprenging
sem varð rétt yfir yfirborði sól-
arinnar. Snúningur hennar ger-
ir að verkum að svæðið, sem
gosið varð á, snýr ekki að jörð-
inni. Þar af leiðir að mikið ský
hlaðinna einda sem gosið sendi
út í geiminn mun ekki lenda á
jörðinni. Þetta gos telst mun
stærra en það sem varð í mars
1989 og olli því að víðtækt raf-
orkudreifikerfi í Kanada varð
óstarfhæft og sex milljónir
manna voru án rafmagns í níu
klukkustundir.
Það svæði á sólinni þar sem
gosið varð, svonefnt Noaa 9393,
er um það bil 13 sinnum stærra
en jörðin. „Það er kannski
heppilegt að þetta gerðist ekki
um síðustu helgi því að þá hefði
gasskýið næstum örugglega
stefnt á jörðina,“ sagði dr. Paal
Brekke, vísindamaður við sólar-
rannsóknarstöðina Solar and
Heliospheric Observatory
(Soho).
Geislun frá gosinu hafði engu
að síður tímabundin áhrif á út-
varpssamskipti, en flugfarþegar
voru þó ekki í neinni hættu.
Vera kann að viðkvæm raftæki
úti í geimnum hafi laskast. Sól-
gos eru einhver öflugustu gos
sem verða í sólkerfinu og í þeim
getur losnað orka sem er á við
milljarð megatonna af sprengi-
efninu TNT. Gosin verða vegna
skyndilegrar losunar segulorku.
Gífurlegt
sólgos