Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 28
LISTIR/KVIKMYNDIR
28 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsta myndin; leikkonan unga, Michelle, sem minnti á Brando ungan.
DIANA Guzman (Michelle Rodr-
iguez) býr í Brooklyn ásamt föður
sínum og yngri bróður. Hún á í
erfiðleikum með að finna sjálfa sig,
hún er stöðugt að lenda í vandræð-
um í skólanum og upplifir mikið of-
beldi heima hjá sér. Hún veit ekki
hvernig hún á að temja innibyrgða
reiði sína en dag einn uppgötvar
hún boxíþróttina fyrir tilviljun og
þar með hefur hún fundið farveg
fyrir reiðina og vonbrigðin.
Diana byrjar að æfa box í laumi
og smám saman tekst henni að ná
stjórn á skapi sínu og uppgötva
eigin styrk og öðlast sjálfsvirðingu
í umhverfi þar sem box er óneit-
anlega tengt karlmennsku og ekk-
ert grín fyrir unga konu að ætla
sér stóra hluti á þeim vettvangi.
Þannig er söguþráðurinn í
bandarísku bíómyndinni Girlfight
sem frumsýnd er í Háskólabíói í
dag en hún hefur verið borin sam-
an við bresku myndina Billy Elliot,
sem fjallar um ungan dreng úr
kolanámubæ sem tekur ballettinn
framyfir boxið. Girlfight var sýnd í
kvikmyndaklúbbnum Filmundi
fyrir nokkru og stóð þá í kynn-
ingu: „Báðar myndirnar fjalla um
ungt fólk sem kýs að tjá sig eftir
leiðum sem umhverfið samþykkir
ekki auðveldlega vegna tengsla
þeirra við hefðbundin kynhlut-
verk.“
Girlfight, sem gerð er af óháðum
bandarískum kvikmyndagerðar-
mönnum, vann til aðalverðlauna á
Sundance-kvikmyndahátíðinni í
fyrra og Karyn Kusama var valin
besti leikstjórinn á sömu hátíð og
er þá aðeins upptalið örlítið brot af
öllum þeim verðlaunum og tilnefn-
ingum sem aðstandendur myndar-
innar hafa hlotið undanfarið. Með
aðalhlutverk fara Michelle Rodr-
iguez, Santiago Douglas og Jaime
Tirelli en Michelle Rodriguez
þreytir hér frumraun sína sem
leikkona í kvikmynd.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á þessum klassísku sögum sem
segja frá einhverjum sem er ekki
neitt en vinnur sig upp í að verða
eitthvað,“ er haft eftir leikstjór-
anum Kusama en Girlfight er
hennar fyrsta mynd. „Ég hef alltaf
haft áhuga á slíkum persónum
hvort sem þær heita Terry Molloy
í On the Waterfront eða Tony
Manero í Saturday Night Fever.“
Kvikmyndagerðarmennirnir leit-
uðu logandi ljósi að réttu stúlkunni
til þess að fara með hlutverk box-
arans unga. Þeir reyndu um 350
leikara í hlutverkið og ein af þeim
var stúlka sem aldrei hafði leikið
áður á ævinni og heitir Michelle
Rodriguez. Kusama lýsir henni
með þessum hætti. „Við vorum á
höttunum eftir ungri stúlku sem
minnti á Marlon Brando þegar
hann var ungur og við fundum
hana.“
Leikarar: Michelle Rodriguez, Sant-
iago Douglas og Jaime Tirelli.
Leikstjóri: Karyn Kusama.
Boxað í laumi
Háskólabíó frumsýnir bandarísku bíó-
myndina Girlfight í leikstjórn Karyn
Kuzama, sem fjallar um unga stúlku
sem æfir box.
BUDDY Amaral (Ben Affleck) er
einhleypur og Abby Janello (Gwyn-
eth Paltrow) er einstæð móðir. Það
eina sem þau eiga sameiginlegt er að
þau eru bæði að reyna að ná sér aftur
eftir erfiða reynslu.
Þau ekki aðeins hittast heldur rek-
ast á hvort annað, eins og Abby lýsir
því. Þegar samband þeirra þróast og
Abby heldur að hún sé jafnvel orðin
ástfangin af Buddy, kemst hún að því
að þeirra fyrsti fundur var ekki eins
tilviljunarkenndur og hann virtist.
Þannig er söguþráðurinn í róman-
tísku gamanmyndinni Bounce sem
frumsýnd er í dag í Regnboganum og
er með Ben Affleck og Gwyneth
Paltrow í aðalhlutverkum. Með önn-
ur hlutverk fara Joe Morton, Nat-
asha Henstridge, Tony Goldwyn og
David Paymer. Leikstjóri og hand-
ritshöfundur er Don Roos, sem áður
gerði gamanmyndina The Opposite
of Sex.
„Ég vildi búa til ástarsögu sem var
öðruvísi en aðrar ástarsögur,“ er
haft eftir Roos. „Það er engin vandi
að fylla slíka sögu af kaldhæðni en ef
þú ætlar að fjalla um ástarsamband
af einhverri alvöru, ef þú ætlar að
búa til ástarsamband á milli tveggja
einstaklinga, verður maður að láta
kaldhæðnina lönd og leið. Þú getur
ekki falið þig á bak við neitt. Þú
verður að opna þig algerlega og leyfa
tilfinningunum að koma fram.“
Hugmyndin kom til hans allt að
því fullmótuð. „Ég hef alltaf verið
áhugasamur um hvernig örlög fólks
ráðast ýmist af tilviljun eða þeim
leiðum sem það velur í lífinu og sag-
an um Buddy og Abby hafði að
geyma allt það sem ég hefði velt fyrir
mér í þeim efnum.“
Hann segir að miklu hafi skipt að
fá leikarann Affleck til þess að taka
að sér hlutverk Buddys. Affleck
vakti fyrst verulega athygli í mynd
Kevin Smiths, Chasing Amy, en hef-
ur síðan orðið einn af helstu leikur-
unum í Hollywood af yngri kynslóð-
inni. „Don Roos er leikaraleikstjóri,“
er haft eftir stjörnunni. „Honum er
mjög umhugað um leikinn og stend-
ur með manni í gegnum þykkt og
þunnt.“
Þá segir leikstjórinn að það hafi
verið sérstakur fengur fyrir sig að fá
Paltrow í aðalkvenhlutverkið en í
Bounce leikur hún móður í fyrsta
skipti á ferli sínum. „Ég lít á Abby
sem klett í hafinu,“ segir leikkonan
um hlutverk sitt. „Hún neyðist til
þess að lifa við þessar erfiðu aðstæð-
ur sem einstæðar mæður þekkja en
tekst á við það með þeim hætti að
maður hlýtur að virða hana fyrir
það.“
Leikarar: Ben Affleck, Gwyneth Paltrow,
Joe Morton, Natasha Henstridge, Tony
Goldwyn og David Paymer.
Leikstjóri: Don Roos (The Opposite of
Sex).
Paltrow og Affleck leika ástfangið par í myndinni Bounce. Abby og Buddy;
Paltrow leikur einstæða móður sem Affleck virðist hitta af tilviljun.
Buddy, Abby
og ástin
Regnboginn frumsýnir rómantísku gam-
anmyndina Bound með Ben Affleck og
Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum.
Ýmislegt gengur á í liði klappstýranna í myndinni Sykri og kryddi.
A-KLÍKAN er dæmigerð stelpuklíka
í bandarískum menntaskóla. Diane
(Marley Shelton) er foringi hennar
og skotin í aðalíþróttastjörnu skól-
ans, Jack Bartlett (James Marsden).
Hannah (Rachel Blanchard) er full af
réttlætiskennd. Kansas (Mena Suv-
ari) er uppreisnargjarna stelpan í
klíkunni en móðir hennar (Sean
Young) situr í fangelsi. Lucy (Sara
Marsh) hugsar ekki um annað en að
komast inn í Harvard-háskóla og
Cleo (Melissa Geroge) dreymir um að
elta spjallþáttastjórnandann Conan
O’Brien á röndum.
Um klíku þessa fjallar bandaríska
gamanmyndin Sugar and Spice eða
Sykur og krydd, sem frumsýnd er í
Laugarásbíói í dag. Með aðalhlut-
verkin fara Marley Shelton, James
Marsden, Rachel Blanchard, Mena
Suvari, Sean Young og Sara Marsh
en leikstjóri er Ástralinn Francine
MacDougall.
Hún lítur svo á að Sykur og krydd
gangi lengra en aðrar unglingamynd-
ir sömu gerðar í lýsingu sinni á lífi
menntaskólanema. „Ég leit á söguna
sem góðhjartaða gamansögu sem
grínaðist svolítið með hugsjónirnar á
bak við ameríska drauminn,“ er haft
eftir henni. „Mér fannst sú hugmynd
frábær að vinkonurnar ákveða að
hjálpa einni af þeim, sem er ólétt,
með því að ræna banka.“ Leikstjór-
inn segist hafa viljað draga fram
háðsádeiluna í sögunni og áður en
tökur hófust kynnti hún sér til hins
ýtrasta menntaskólalífið í Bandaríkj-
unum og sem Ástralíubúi þurfti hún
ekki síst að kynna sér leikreglurnar í
ameríska ruðningnum. „Við höfum
engar klappstýrur í Ástralíu,“ segir
hún, „svo það var alveg ný hlið á
íþróttunum hvða mig snertir. Og við í
Ástralíu þekkjum nær ekkert til
ruðningsboltans.“
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara ungar og upprennandi leikkonur
vestra. Marley Shelton hefur áður
leikið í „Pleasantville“ og „The
Bachelor“ og Rachel Blanchard er
kunn úr sjónvarpsþáttunum „Clue-
less“. Líklega er þó Mena Suvari
þekktust af ungu leikkonunum eftir
myndina „Amerísk fegurð“ eða „Am-
erican Beauty“ þar sem hún lék á
móti Kevin Spacey. „Það sem ég
kann svo vel við við persónu mína í
Sykri og kryddi, Kansas, er að hún
stendur með vinum sínum sama á
hverju gengur,“ er haft eftir Suvari.
„Vinir hennar koma í stað fjölskyldu
hennar og hún kann því fjarska vel.“
Suvari segir að hlutverk Kansas sé
ólíkt öllum öðrum sem hún hefur leik-
ið. „Yfirleitt er ég sakleysið uppmál-
að á hvíta tjaldinu en Kansas er harð-
jaxl sem kann að bjarga sér.“
Leikarar: Marley Shelton, James
Marsden, Rachel Blanchard, Mena
Suvari, Sean Young og Sara Marsh.
Leikstjóri: Francine MacDougall.
Sykur
og
krydd
Laugarásbíó frumsýnir bandarísku bíó-
myndina Sugar and Spice með Menu
Suvari.
Í FRÖNSKU myndinni Fátt nýtt
gerist fátt eitt. Ungur maður hættir í
fyrirtæki þar sem hann prufukeyrir
tölvuleiki en veit ekki hvað hann á að
taka sér fyrir hendur. Glæsimey hjá
vinnumiðlun, sem hann sefur líklega
hjá, bendir honum á námskeið í
stjórnun þungavinnuvéla og hann
slær til og slær í gegn þar því að
stjórna vinnuvél er mjög líkt því að
stjórna tölvuleik. Á námskeiðinu
vingast hann við sérlega lélegan
nemanda og hjálpar honum eftir
bestu getu en á meðan hann er í
burtu óttast hann að fjölskylda sín
leysist upp.
Svo er það nú búið. Örsögu þessa
segir leikstjórinn Emilie Deleuze
ásamt tveimur handritshöfundum
með þeim hætti að myndin virðist
gersamlega stefnulaus. Dagarnir
líða einn af öðrum í malargryfjum
þar sem æfingar á þungavinnuvélar
fara fram, eitthvað hittast þeir á
kvöldin og bauka, um helgar fer okk-
ar maður í bæinn að hitta fjölskyldu
sína, kemur svo aftur, hefjast þá æf-
ingar á þungavinnuvélar, eitthvað að
bauka á kvöldin – og maður spyr sig,
hvað er í gangi hérna? Deleuze virð-
ist hafa í hyggju að fjalla um mann
sem vill breyta til. Hefur náð þeim
aldri að hann gæti staðnað og vill það
ekki. Vill ráða sínum eigin örlögum.
En það er engin dramatísk spenna í
sögunni, maðurinn hefur í sjálfu sér
engin önnur markmið en að breyta
til, virðist engan sérstakan áhuga
hafa á þungavinnuvélum, ólíkt vini
sínum, sem myndin hefði kannski átt
að fjalla um því að þar er ákveðin
þroskasaga á ferðinni, og er sama
skaplausa góðmennið frá upphafi til
enda. Lítillegt rifrildi hans við eig-
inkonu virkar eins og ferskur gustur
inn í mengunina af vinnuvélunum.
Hér er engin pólitísk rétthugsun á
ferðinni, ég man ekki eftir mynd sem
er jafnhreykin af mengun og þessi.
Leikstjórinn leggur allt upp úr of-
urraunsæi og myndin virkar eins og
löng heimildarmynd um lífið á
þungavinnuvélanámskeiði. Einhver
gæti kannski hafa gert úr því al-
mennilega bíómynd. Ekki Deleuze.
Maður og þungavinnuvélar
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n
F r a n s k i r b í ó d a g a r
Leikstjóri: Emilie Deleuze. Hand-
rit: Emilie Deleuze, Laurent Guyot,
Guy Laurent. Kvikmyndataka:
Antoine Héberlé. Aðalhlutverk:
Samuel Le Bihan, Marcial Di Fonzo
Bo. Frakkland 1999. 90 mínútur.
FÁTT NÝTT
„PEAU NEUVE“1 ⁄2
Arnaldur Indriðason
Listamaður mánaðarins á www.jolahusid.com