Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 30
LISTIR/KVIKMYNDIR 30 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Fífl í hófi er nútímalegur gamanleikur með hvössum broddi... Laddi kemst upp á nýtt svið í list sinni... Sýningin rennur lipurlega, hún er fyndin...“ Silja Aðalsteinsdóttir, DV „Þórhallur heldur uppi leiknum með mikilli innlifun, glettilega góðri tímasetningu og fjölbreytilegum tiktúrum sem allt féll í góðan jarðveg.“ Sveinn Haraldsson, Mbl. „Laddi fer á kostum, fyndnari en nokkru sinni...“ Lísa Páls, Rás 2 Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar). Miðasala í síma 511 4200. Miðasala á vefnum: midavefur.is Hópar fá magnafslátt! Hafið samband í síma 511 7060. Athugið! 25% afsláttur af mat fyrir og eftir sýningu á Café Óperu „Laddi er frábær, skemmtilegur, hugljúfur... er að sýna nýja hlið...“ Hávar Sigurjónsson M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN BOUNCE Regnboginn. GIRLFIGHT Háskólabíó. SAVE THE LAST DANCE Kringlubíó, Háskólabíó. SUGAR AND SPICE Laugarásbíó. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Handrit: Stephen Gaghan. Aðalleik- endur: Michael Douglas, Benicio Del Toro, Don Cheadle, Luis Guzman. Yfirgripsmikil, margþætt spennumynd um dópsmyglið frá Mexíkó til Bandaríkjanna, þó glædd mikilli frásagnargleði og flestir kaflarnir trúverðugir í heimildarmyndarstíl.½ Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. Almost Famous Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjórn: Cameron Crowe. Aðalleikendur: Patrick Fug- it, Billy Crudup, Kate Hudson, Frances McDormand. Endurminningar höfundar af tónlistargerjun áttunda áratugarins eru sagðar á óvenju trúverðugan og skemmti- legan hátt í mynd sem hefur fjölmargt til síns ágætis. Ekki síst vel skrifaðar og ekki síður leiknar persónur. Stjörnubíó. Billy Elliot Bresk. 2000. Leikstjórn: Stephen Baldry. Handrit: Lee Hall. Aðalleikendur: Jamie Bell, Julie Walters, Gary Lewis. Einföld, falleg og fyndin mynd um baráttu 11 ára drengs að fá að vera hann sjálfur, og pabba hans við að finna einhverja von.  Háskólabíó. Finding Forrester Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Mike Rich. Aðalleikendur: Sean Connery, Rob Brown, F. Murray Abrahams. Fyrisjáanleg mynd um ótrúverðuga vináttu. Fagmannlegri leikstjórn. Bíóhöllin, Stjörnubíó. The Contender Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Handrit: Aðal- leikarar: Joan Allen, Gary Oldman, Jeff Bridges. Býsna áhugaverð um baktjalda- makk pólitíkusanna í Hvíta húsinu. Góðir leikarar og fín flétta. Háskólabíó. The Gift Bandarísk. 2000. Leikstjóri Sam Raimi. Handrit: Billy Bob Thornton. Aðalleikendur: Cate Blanchett, Giovanni Riblisi, Keanu Reeves. Fín draugamynd um konu með skyggnigáfu sem hjálpar lögreglunni í morð- máli. Frábær leikur, einkum hjá Riblisi og Blanchett.  Háskólabíó. Krjúpandi tígur Bandaríkin. 2000. Handrit og leikstjórn: Ang Lee. Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr gamla Kína, sem yfirvinnur þyngdarlögmál- ið í glæsilegum bardagaatriðum.  Regnboginn. Hannibal Bandarísk. 2000 Leikstjóri Ridley Scott. Handrit: Steve Zaillian, David Mamet. Aðal- leikendur: Anthony Hopkins, Julianne Moore, Ray Liotta. Mannætan snýr aftur í rétt þokkalegri hrollvekju.½ Laugarásbíó. 102 Dalmatíuhundar (ísl. tal) Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Kevin Lama. Handrit: Dodie Smith. Aðalleikendur: Glenn Close, Alice Evans, Gerard Depardieu. Það stormar af Close sem leikur Krúellu hina ægilegu af sannfærandi fítonskrafti og hundarnir eru afbragð. Gott fjölskyldugrín. ½ Bíóborgin, Kringlubíó. Kirikou og galdrakerlingin Frönsk. 1998. Leikstjórn og handrit: Michel Ocelot. Aðalraddir: Óskar Jörundarson, Stefán Karl Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Einfalt ævintýri um gott og illt í frumskógum svörtustu Afríku. Góð fyrir yngstu börnin.½ Háskólabíó. Leiðin til El Dorado (Íslenskt tal) Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Bergeron. Handrit: Don Paul. Teiknimynd. Svindlarar finna gulllandið El Dorado. Útlitið fullkomið, eins og vænta má, hið sama er ekki hægt að segja um söguna eða tónlistina. ½ Bíóhöllin. Miss Congeniality Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Donald Petrie. Handrit: Mark Lawrence. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Benjamin Bratt, Michael Caine. Prýðileg gamanmynd um FBI löggu sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni gegn vilja sínum.½ Háskólabíó, Bíóhöllin, Kringlubíó. Nýi stíllinn keisarans Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney-myndinni, sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.½ Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn. Chocolat Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Lasser Hall- ström. Hancrit: Robert Nelson Jacobs. Aðal- leikendur: Juliette Binoche, Judi Dench, Johnny Depp. Of væmin og stefnulaus mynd um konu sem setur upp súkkulaði- verslun í forpokuðu þorpi í Frakklandi. Bin- oche er falleg leikkona sem fær ekki að njóta sín í hlutverki Vianne sem er of góð til að vera áhugaverð. Regnboginn. 15 Minutes Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: John Herzfeld. Aðalleikendur: Robert De Niro, Edward Burns, Kelsey Grammer. Mis- heppnuð ádeilumynd á fjölmiðlafár og of- beldisdýrkun sem virkar sem veikur endur- ómur Natural Born Killers. Laugarásbíó. The Little Vampire Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Uli Edel. Hand- rit: Angela Sommer-Brodenburg. Aðalleik- endur: Jonathan Lipnicki, Richerd E. Grant, Alice Krige. Bíóhöllin. Remember the Titans Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Boaz Yakin. Handrit: Gregory Allen Howard. Aðalleikend- ur: Denzel Washington, Will Patton, Wood Harris. Merkileg saga um kynþáttaósætti færð í formúlubúninginn gamalkunna, topp- uð með þjóðernisrembu. Bíóborgin. What Women Want Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Nancy Meuers. Aðalleikendur: Mel Gibson, Helen Hunt, Marisa Tomei. Að mestu ófynd- in langloka um mann sem heyrir hvað konur hugsa. Regnboginn. Proof of Life Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Taylor Hack- ford. Handrit: Tony Gilroy. Aðalleikendur: Meg Ryan, Russell Crowe, David Morse. Stjörnurnar Ryan og Crowe hefðu betur sleppt að leika í þessari gjörsamlega gjör- sneyddu kvikmynd. Bíóhöllin, Bíóborgin. Rocky & Bullwinkle Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Des McAnuff. Handrit: Jay Ward. Aðalraddir: Robert De Niro, Rene Russo, Jason Alexander. Teikni- myndasería gerð að bruðlmynd í Hollywood. De Niro í hlutverki einræðisherra sem ráða vill heiminum. Bíóhöllin. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Frumsýningar hver viðbrögðin við sambandinu verða út frá sjónarhóli svertingjans en venjulega er notast við sjónar- horn þess sem er hvítur. Ég vildi fást við þetta efni á dýpri og opnari hátt en oft er gert.“ „Maður fær sjaldnast tækifæri til þess að sýna vitræna takta í þeim hlutverkum sem manni bjóðast sem svertingi,“ segir leikar- inn Sean Patrick Thomas. „Það sem er svo gott við þetta hlutverk miðað við mörg önnur, sem maður hefur reynt að hreppa, er að það reiðir sig ekki á klisjur um unga svertingja. Sem Derek er ég eins og hver annar námsmaður sem vill fara í lækna- skóla en er í sambandi við sína gömlu vini úr hverfinu, meðal annarra Malakai sem stjórnar gengi. Og svo kynnist ég hvítri stelpu frá úthverf- unum, við verðum ástfangin og það veldur ennþá meiri átökum á milli mín og vina minna og fjölskyldu.“ Julia Stiles er upprennandi ung leik- kona vestra og lýsir hlutverki sínu í Save the Last Dance svona: „Þegar Sara byrjar í nýjum skóla finnur hún til vanmáttarkenndar vegna þess að fæstir í skólanum eru úr úthverfi eins og hún heldur eru þeir borg- arbörn og miklu svalari en hún. En sjálfstraustið eykst og Derek tekur að veita henni athygli og þau verða ástfangin.“ Leikarar: Julia Stiles, Sean Patrick Thomas, Terry Kinney, Kerry Wash- ington og Bianca Lawson. Leikstjóri: Thomas Carter (Swing Kids, Equal Justice). SARA (Julia Stiles) kemur úr mið- stéttarfjölskyldu í litlum úthverfabæ í Bandaríkjunum og hana dreymir um að gerast ballettdansari. Derek (Sean Patrick Thomas) er aftur á móti úr miðborg Chicago og dansar við annars konar tónlist, nefnilega hip-hop. Þegar þau hittast í nýjum skóla sem þau sækja og komast að því að þau hafa sameiginlegan áhuga á dansi kviknar ástin á milli þeirra. En þau eru gjörólík að öðru leyti og vinum þeirra og fjölskyldum líst ekki meira en svo á ráðahaginn. Hún er hvít en hann er svartur. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku dansamyndinni Save the Last Dance sem frumsýnd er í þremur kvikmyndahúsum í dag. Með helstu hlutverk fara Julia Stiles, Sean Pat- rick Thomas, Terry Kinney, Kerry Washington og Bianca Lawson. Leikstjóri er Thomas Carter en myndin er gerð í samvinnu við Para- mount-kvikmyndaverið og MTV. „Þetta er bíómynd um andstæð- ur,“ er haft eftir framleiðandanum, David Madden. „Hún fjallar um ástir og er dansamynd sem greinir frá ólíkum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og er um andstæður smá- bæjarins og stórborgarinnar.“ „Það sem gerir þessa mynd frábrugðna öðrum myndum sem fjalla um ástir fólks af ólíkum kynþáttum,“ segir leikstjórinn Carter, „er að við sjáum Ástin og andstæðurnar Kringlubíó, Háskólabíó og Nýja bíó á Akureyri frumsýna bandarísku myndina Save the Last Dance með Juliu Stiles. Sean Patrick Thomas og Julia Stiles. Samband þeirra veldur örðugleikum. NÚ stendur yfir kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíð- arinnar er Pólitík. Föstudagur Norræna húsið: Opið kl. 14– 18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf, kl. 15: Áróðursmyndir, ýmsir titlar. Gryfja, kl. 14: Heimildarmyndir. Kvikmyndir Þorsteins Jónssonar, Gagn og gaman, Fiskur undir steini, Lífsmark og Öskudagur. MÍR-salurinn: Kvikmynd kl. 20: Berlin: die Sinfonie der Grossstadt (1929), Walther Ruttman. Kvikar myndir Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Kvikmyndaumfjöllun önnur en frumsýningar og bíóin í borginni f́ærist yfir á sunnudaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.