Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 31
er af í sýningu Sauðkindarinnar.
Sýningin er byggð á bandarískri
kvikmynd, Clueless, sem aftur er
byggð á skáldsögu Jane Austen,
Emmu, sem einnig hefur verið kvik-
mynduð. Það er að vísu orðið nokkuð
langt síðan ég sá Clueless og sögu
Austen hef ég ekki lesið, en samt er
ég nokkuð viss um að handrit Kópa-
vogskrakkanna fer ansi nálægt
myndinni, þótt þau vísi á söguna í
leikskrá. Að minnsta kosti voru
kunnugleg tilsvör ansi algeng, og
líklega styttra til Íslands í dag úr
heimi ríkramannabarna í Los Ang-
eles en enskrar yfirstéttar á dögum
Austen.
Ofurgellan Ellý og vinkonan
Diddú eru vinsælustu og hamingju-
sömustu stúlkurnar í Versló. Þær
taka upp á arma sína hina lúðalegu
og norðfirsku Tönju með það að göf-
ugu markmiði að gera hana jafn
hamingjusama og vinsæla og þær
eru. En lífið er ekki alveg eins einfalt
og þær hafa fyrir satt, sem betur fer,
og Ellý lærir og þroskast á leiðinni
gegnum verkið, enda enginn hálfviti.
Að láta verkið gerast í Versló er
jafn fyndið og það er áreiðanlega
ósanngjarnt gagnvart Verslingum,
en það verður að hafa það. Annars
gengur staðfærslan auðvitað misvel
upp, sumt algerlega, annað síður.
Glórulaus minnir reyndar meira á
annan enskan snilling en Jane
Austen.
Hin endalausa runa af „einlínum“,
hnyttnum setningum sem persón-
AÐALPERSÓNUR í Glórulaus
eru sjálfsuppteknar, þröngsýnar,
fordómafullar, grunnhyggnar, fá-
fróðar, hrokafullar, yfirborðskennd-
ar. Og algerlega ómótstæðilegar. Í
þessar andstæður sækir verkið
skemmtilegheitin og fjörið, sem nóg
urnar dæla út úr sér og eiga að tjá
sjálfsöryggi og traust tök á tilver-
unni minnir einna mest á Oscar
Wilde. Og líkt og hjá honum eru það
einmitt þessar setningar sem af-
hjúpa persónurnar, eru fyndnar
bæði vegna þess að þær eru vel orð-
aðar og af því þær opinbera okkur
fráleit lífsviðhorf persónanna.
Texti af þessum toga er kannski
sá erfiðasti að láta lifna í munni leik-
ara og það tókst ekki alltaf hjá Kind-
inni að þessu sinni. Það er að
minnsta kosti algert grundvallarat-
riði að greina orðaskil, sem stundum
var misbrestur á. En nóg skildist til
að halda uppi góðri skemmtun og
segja söguna.
Það er eilífðarvandamál þess sem
vill sviðsetja kvikmyndahandrit að
klippitækni leikhússins stendur
bíóinu nokkuð að baki. Hér fer
Gunnar Hansson þá skynsamlegu
leið að halda sviðsmynd í lágmarki
og gefa senuskipti í skyn með allra
einföldustu ráðum. Þetta gengur
fullkomlega upp og skapar frábært
flæði og mikinn kraft sem einkennir
nánast alla sýninguna. Undir lokin
dalar aðeins stuðið, enda persónurn-
ar teknar að þroskast smá.
Ég ætla ekki að tilgreina einstaka
leikara, enda er sýningin mikið hóp-
verk. Aðalatriðið er að hún er kraft-
mikil, skemmtileg og þrátt fyrir
glóruleysi flestra persóna hreint
ekki innantóm.
Víst er glóra
LEIKLIST
S a u ð k i n d i n , l e i k -
f é l a g M e n n t a s k ó l a n s
í K ó p a v o g i
Leikstjóri: Gunnar Hansson. Byggt
á kvikmyndinni Clueless eftir Amy
Heckerling og skáldsögunni Emmu
eftir Jane Austen. Leikendur:
Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna
Bergljót Thorarensen, Arnar Ingi
Richardsson, Ásgerður Drífa Stef-
ánsdóttir, Guðlaug Björk Eiríks-
dóttir, Hans Aðalsteinn Gunn-
arsson, Hjálmar Ásbjörnsson,
Hrefna Þórisdóttir, Jóhann V.
Gíslason, Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Lilja Kristín Ólafsdóttir, María Rut
Beck, Ólöf Hugrún Valdimars-
dóttir, Rannveig Alda Haralds-
dóttir, Sandra Björg Stefánsdóttir,
Sara Valný Sigurjónsdóttir, Sverrir
Árnason, Tinna Eiríksdóttir, Þóra
K. Kristinsdóttir og Þórður Ingi
Guðmundsson.
Félagsheimili Kópavogs
4. apríl 2001.
GLÓRULAUS
Þorgeir Tryggvason
Söngskólinn í Reykjavík
Bryndís Jónsdóttir
Einsöngstónleikar Bryndísar
Jónsdóttur sópransöngkonu verða
haldnir í Tónleikasal Söngskólans,
Smára, Veghúsa-
stíg 7, á morgun,
laugardag, kl. 17.
Tónleikarnir eru
lokaáfangi burt-
fararprófs Bryn-
dísar frá Söng-
skólanum í
Reykjavík. Und-
irleikari á píanó
er Iwona Jagla.
Á efnisskránni
eru m.a. íslenskir ljóðasöngvar eftir
Pál Ísólfsson og söngvar Jóns Ás-
geirssonar við ljóð Halldórs Kiljans
Laxness úr Heimsljósi, söngvar úr
„A Suite O Bairnsangs“ eftir Theu
Musgrave og ljóðasöngva eftir Jo-
hannes Brahms og Gabriel Fauré,
aríur úr verkum eftir Purcell og Par-
isotti og úr óperum Mozarts; Brúð-
kaupi Figaros og Don Giovanni.
Bryndís hóf framhaldsnám við
Söngskólann haustið 1998 hjá Þuríði
Pálsdóttur og Iwonu Jagla og hefur í
vetur einnig notið leiðsagnar Ás-
rúnar Davíðsdóttur. Hún lauk fyrri
hluta burtfararprófs sl. vor og eru
tónleikarnir nú lokaáfangi prófsins.
Jafnfram námi sínu við skólann
hefur hún sótt söngnámskeið, m.a.
hjá Martin Isepp og André Orlowitz.
Iwona Jagla píanóleikari er kennari
við Söngskólann í Reykjavík.
Tónlistarskóli Mosfellsbæjar
Ásdís Andrésdóttir Arnalds
Einsöngstónleikar Ásdísar
Andrésdóttur Arnalds sópransöng-
konu verða haldnir í Safnaðarheimili
Lágafellssóknar í Mosfellsbæ á
morgun, laugardag, kl. 14. Tónleik-
arnir eru liður í lokaprófi Ásdísar frá
Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Und-
irleikari á píanó er Richard Simm.
Flutt verða íslensk einsöngslög
eftir Jón Ásgeirsson, Þórarin Guð-
mundsson og Sigfús Einarsson.
Einnig erlend ljóð eftir Gabriel
Fauré, Franz Schubert og Edvard
Grieg og ljóða-
bálkurinn Suite
O. Bairnsongs
eftir Thea Mus-
grave. Þá verða
fluttar aríur úr
Messíasi eftir
Handel, Brott-
náminu úr
kvennabúrinu eft-
ir Mozart og Æv-
intýrum Hoff-
mans eftir
Offenbach.
Ásdís hóf nám við skólann árið
1993 og sl. þrjú ár hefur hún verið
nemandi Signýjar Sæmundsdóttur
sópransöngkonu. Auk þess hefur Ás-
dís notið leiðsagnar píanóleikaranna
Jóns Sigurðssonar, Gerrits Schuils
og Richards Simms, sem allir hafa
kennt við skólann.
Tónlistarskóli FÍH
Davíð Þór Jónsson
Burtfararprófstónleikar Davíðs
Þórs Jónssonar píanóleikara frá
Tónlistarskóla FÍH verða haldnir í
sal skólans,
Rauðagerði 27,
á morgun, laugar-
dag, kl. 17.
Davíð hóf nám
við Tónlistarskóla
FÍH haustið 1998
á saxófón og
píanó undir hand-
leiðslu Sigurðar
Flosasonar og
Kjartans Valde-
marssonar. Veturinn 1999-2000 var
hann skiptinemi við Konservatoríið í
Þrándheimi og sótti píanótíma hjá
Vigleik Staaras. Þá hóf hann aftur
nám við Tónlistarskóla FÍH og þá
undir handleiðslu Hilmars Jensson-
ar.
Á efnisskrá tónleikanna eru aðal-
lega frumsamin lög og ópusar eftir
Keith Jarrett og Dave Douglas. Með
honum á tónleikunum spila Jóel
Pálsson á saxófón, Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson á kontrabassa,
Helgi Svavar Helgason á trommur
og slagverk og Matthías M.D. Hem-
stock á trommur og slagverk.
Burtfararprófs-
tónleikar
Bryndís
Jónsdóttir
Davíð Þór
Jónsson
Ásdís
Andrésdóttir
Arnalds
KVENNAKÓR Suðurnesja heldur
vortónleika sína í Háteigskirkju
annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
20.30.
Kórinn hefur í vetur verið undir
stjórn Estherar Helgu Guðmunds-
dóttur og hefur mikil áhersla verið
lögð á gospeltónlist í þessu sam-
starfi og bera tónleikarnir keim af
því. Einnig verða flutt lögin úr
kvikmyndinni Sister Act. Kórinn
mun flytja tvö verk eftir Hreiðar
Inga Þorsteinsson sem eru tileink-
uð Esther Helgu og er annað þeirra
frumflutt. Kórnum til fulltingis í því
lagi er hörpuleikarinn Monika
Abendroth.
Píanóundirleik annast Helgi Már
Hannesson, bassi Þórólfur Þórsson,
trommur Gestur Pálmason. Laufey
Helga Geirsdóttir og Sigrún Ósk
Ingadóttir munu sjá um einsöng.
Miðasala við innganginn, 1.200
kr.
Gospelhátíð Kvenna-
kórs Suðurnesja
Listamaður
aprílmánaðar í
Reykjanesbæ
NÝ mynd mánaðarins verður af-
hjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í
Reykjanesbæ, á morgun, laugar-
dag, kl. 13.30. Listamaður apríl-
mánaðar er Eiríkur Árni Sig-
tryggsson. Eiríkur er fæddur 14.
sept. 1943 í Keflavík og hefur
stundað list sína frá unga aldri.
Hann hefur sótt námskeið víða um
heim og aðalleiðbeinendur hans hér
á landi voru Hringur Jóhannesson
og Valtýr Pétursson. Myndir eftir
Eirík má m.a. sjá á Listasafni
Reykjanesbæjar, Hitaveitu Suður-
nesja og hjá Grindavíkurbæ.
Nýtt verk eftir Eirík
Eiríkur hefur haldið níu einka-
sýningar, síðast í Árskógum í sept-
ember 2000. Hann hefur einnig tek-
ið þátt í mörgum samsýningum,
m.a. sýningu Félags íslenskra
myndlistarmanna á Kjarvalsstöð-
um.
Við opnunina frumflytur málm-
blásarasextett tónverk eftir Eirík
sem ber heitið Keilir. Verkið lýsir
undirbúningi og gönguferð á fjallið
Keili. Heyra má í göngufólkinu og
leiðsögumönnunum. Í lokin glymja
húrrahrópin þegar tindinum er náð.
Afturhvarf í
Listasafni
Borgarness
greiðslutíma þess, 13–18 alla virka
daga og 20–22 á fimmtudags-
kvöldum. Sýningin stendur til 4.
maí.
AFTURHVARF er yfirskrift sýn-
ingar sem opnuð verður á morg-
un, laugardag, kl. 15–17, í Lista-
safni Borgarness. Þar sýnir
Hrefna Harðardóttir leirverk sín
sem eru innblásin af hugmyndum
lettneska mál- og fornleifafræð-
ingsins Mariju Gimbutas (1921–
1994) um gyðjudýrkun á forsögu-
legum tíma og einnig verða til
sýnis leirvasar sem nefnast
Steinar.
Hrefna Harðardóttir stundaði
nám á myndlistarbraut MA og í
Myndlistar- og handíðaskóla Ís-
lands 1992–95 og útskrifaðist úr
leirlistadeild. Hún hefur sótt
námskeið í grafík, ljósmyndun og
leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ung-
verjalandi og Englandi og tekið
þátt í mörgum samsýningum en
þetta er önnur einkasýning henn-
ar. Hrefna er félagi í Sambandi
íslenskra myndlistarmanna og
Samlaginu Listhúsi á Akureyri.
Hrefna er búsett á Akureyri.
Listasafn Borgarness er til
húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar,
Bjarnarbraut 4–6, Borgarnesi,
og verður sýningin opin á af-
Verk eftir Hrefnu Harðardóttur.
Tónleikar
með sýslu-
mönnunum
HLJÓMSVEITIN Sýslumennirnir
heldur tónleika í Pakkhúsinu á Sel-
fossi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22.
Sýslumennirnir eru fullskipuð dixiel-
andhljómsveit úr Árnessýslu.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Söngdagur
barnakóra á
Selfossi
„ÓAFLÁTANLEGA syngjandi“ er
yfirskrift söngdags barna- og ung-
lingakóra í Selfosskirkju í dag, laug-
ardag. Hátíðin hefst kl. 13 og stend-
ur til kl. 17. Kórar kirkjunnar og þrír
gestakórar syngja og eru söngvarar
um 180 talsins og þar af um 50 ein-
söngvarar úr röðum kóranna.
Fram koma Barnakórar Selfos-
skirkju, yngri og eldri, stjórnandi,
Glúmur Gylfason, Kór Sólvallaskóla,
stjórnandi Elín Gunnlaugsdóttir,
Barnakór Biskupstungna, stjórn-
andi Hilmar Örn Agnarsson, Barna-
kór Hallgrímskirkju, stjórnandi
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir,
og Unglingakór Selfosskirkju,
stjórnandi Margrét Bóasdóttir.
Aðgangseyrir er 1.000 og rennur í
ferðasjóð kóranna. Foreldrafélagið í
Selfosskirkju sér um kaffiveitingar
sem eru innifaldar í aðgangseyri.
Þrír kórar í
Breiðholts-
kirkju
ÞRÍR kórar
halda sameigin-
lega tónleika í
Breiðholtskirkju
á morgun, laugar-
dag, kl. 15.
Kórarnir eru
Gerðubergskór-
inn (kór Félags-
starfs Gerðu-
bergs), Þingey-
ingakórinn og
M.R.60. Kórarnir eiga það sameig-
inlegt að Kári Friðriksson tenór-
söngvari er stjórnandi þeirra allra,
en hann kemur einnig fram á tón-
leikunum sem einsöngvari.
Undirleikarar eru Unnur Eyfells,
Benedikt Egilsson, Arngrímur Mar-
teinsson og Jón Friðrik Möller.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500
kr. fyrir eldri borgara.
Kári
Friðriksson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦