Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 33 ÞAÐ er góð en ekki óumdeilanleg aðferð, að láta þekktar persónur ut- an sjálfs listgeirans velja nokkra myndlistarmenn sem hafa öðrum fremur skarað leið þeirra. Svona líkt og að taka listáhugamenn tali á sýn- ingum og spyrja þá álits á verkunum, sem er nokkuð algengt erlendis og tíðkaðist hér í einhverjum mæli í eina tíð. Sums staðar eru slíkir jafnvel beðnir um að mæla með sýningum sem standa yfir og er liður í upplýs- andi skoðunum á markverðum við- burðum á vettvanginum. Listir eru enda ekkert einkamál iðkendanna, né þeirra sem ráðnir eru til að fjalla um þær opinberlega. Menningarmiðstöðin í Gerðu- bergi, hefur haldið nokkrar sýningar undir kjörorðinu, Þetta vil ég sjá, sem nokkra athygli hafa vakið og sýnist sitt hverjum. Verð að viður- kenna að ég hef ekki náð að sjá þær allar, bæði er Gerðuberg nokkuð úr- leiðis, en einnig fyrir yfirgengilegt flóð smásýninga á menningarborg- arári, hins vegar hafa umfjallanir um þær ekki farið framhjá mér og myndverkin sem til sýnis hafa verið yfirleitt gamalkunn. Og með nokkrum undantekning- um, gerist það heldur betur, sem skáldið Sjón tók að sér að sanka á staðinn undir þemanafninu Drasl. Gæti talist nokkuð misvísandi, en þó engan veginn í sama mæli og sýn- ingin, Sófamálverkið, en undir þeim hatti líður fæstum skapandi lista- mönnum vel. Drasl er til muna al- mennara og víðfeðmara hugtak, því það sem einum getur þótt yfirmáta fallegt getur öðrum þótt á hinn veg- inn, úreltur hryllingur. Nefni hér einungis landlægt mat almennings á gömlum húsum hér áður fyrr, þegar steinsteyptir kassar hagnýtistefn- unnar voru í móð. Fólk lét jafnvel forskala gegnheil bárujárnshús til að vera með í stjórnlausu nýjungaæði nýfrjálsrar en óþroskaðrar þjóðar. Aðfengnir hlutir, sem þjóna ekki lengur almennu notagildi og þaraf- leiðandi vikið til hliðar, hugmynda- ríkur listamaður tekur til handar- gagns og upphefur, öðlast að sjálfsögðu nýtt gildi. Á einnig við fá- tæklega fjöldaframleiðslu og hnoð hvers konar, sem ber alþjóðlega heit- ið; kitsch. Hér hefur ameríski mynd- listamaðurinn Jeff Koons, gengið hvað lengst með því að stækka hundraðfalt ódýr leikföng, sem sjá má í hverri leikfangabúð. Handan Atlantshafsins hafa verk hans þegar rofið milljón dollara múrinn á upp- boðum og blasa að auk við gestum á flestum mikilsháttar núlistasöfnum heimsins. Hjá Koons er hugsunin að baki þó andhverfa megininntaksins í list upphafsmannanna Picassos og Braques, sem mótuðu yfirvegaða og ljóðræna heild í samsettum málverk- um sínum, hvar þeir notuðust við pappa, kassafjalir, ódýran striga og snæri auk þess að blanda mold og sandi í olíulitinn. Þetta var þó að mestu gert á afmörkuðu skeiði á ferli þeirra, aðallega kúbismatímabilinu, hins vegar bættu dadaistarnir og súrrealistarnir um betur og víkkuðu hugtakið til margra átta. Annars ber athöfnin mörg fagnöfn með skyldum sem óskyldum tilvís- unum, svo sem; Akkumlation, Arte povera, Moyens pauvres, Assem- blage, Collage, Décollage, Fallen- bild, Fluxus, Kontra-relief, Materila- bild, Objet trouve, Mixed Media, Papier collé, Reday-made. Sum fag- heitin skara að vísu rétt hugtakið og iðulega nota menn samheitið ný- dada, til að mynda varðandi tilkomu- mikil draslverk hins nafnkennda Ro- berts Rauschenberg. Á stundum er ekki um neina upp- hafningu að ræða, heldur afgangs- hluti og úrgang eins og þesslags leggur sig, en öll rotnun ber í sér vissa fegurð ef að er gáð, í senn form- og sjónræna, um það hafa menn ver- ið meðvitaðir frá örófi alda. Mun oft- ar eru listamennirnar þó að móta eitthvað nýtt og óvænt úr aflögðum hlutum og ónýtu drasli, eða mála blæbrigðarík málverk. Iðulega er mikil hugmyndafræði að baki verk- anna, jafnt í heimspeki sem skáld- skap, en á stundum er það einungis skírskotunin til hins liðna og sagan er þau afhjúpa sem heillar lista- manninn og hvetur til skapandi at- hafna. Í báðum tilvikum jafngilt, ár- angurinn hefur sem jafnan lokaorðið. Það er mikil blanda sem Sjón hef- ur sett saman, skáldið hefur jafnt leitað til upphafsmannanna hérlend- is sem hins ferskasta á vettvanginn- um, svo sem myndbandsverks, þar sem hluturinn er ekki drasl, heldur sjálf athöfnin, útþæld klisja, ögrar þó jafnaðarlega eins og öskur villidýrs- ins. Myndverkin koma afar misvel út í rýminu, sem er hvorki sveigjanlegt né fallið til myndlistarsýninga af neinu tagi og svo hafa veggir líka verið teknir til annars brúks, sem ber þó engan veginn að lasta. Veigurinn í framníngnum er, er að Sjón hefur óhikað komið skoðunum sínum á framfæri, mati sínu á þessari ákveðnu hlið íslenzkrar myndlistar. MYNDLIST G e r ð u b e r g Opið virka daga frá 12–19, laug- ardaga og sunnudaga 12–16.30. Til 29. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞETTA VIL ÉG SJÁ – MYNDVERK 17 LISTAMANNA Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Sólveig Aðalsteinsdóttir, Án titils, viður, 1991. Listasafn Reykjavíkur. „DRASL 2000“ Bragi Ásgeirsson YVAN baslar dag hvern við að halda fyrirtæki sínu á floti; tré- smíðaverkstæði sem afi hans stofn- aði fyrir heimsstyrjöldina síðari. Þegar kviknar í því kemst Yvan að því að hann er, tryggingarlega séð, í verri málum en hann grunaði og nú þarf hann að redda sér með hjálp allra sem hann þekkir. Þetta er gamanmynd með alvar- legum undirtón, en ekki meira en svo, grínið og farsinn ráða ferðinni. Plottið sjálft er frekar venjulegt, góði gæinn sem neyðist til að brjóta lög, en það sem gerir mynd- ina heillandi eru persónurnar. Þær eru sérlega raunsæjar og leikar- arnir meira en smellpassa í hlut- verkin sín og eru svo trúverðugir að maður lifir sig auðveldlega inn í þeirra heim þótt maður þekki hann ekkert. Flestar kómískar aðstæður skapast beint út frá karakter per- sónanna eða sambandi þeirra á milli og margt kemur skemmtilega á óvart. Sumir útúrdúranna eru skemmtilega súrrealískir. „Hvað var nú þetta?“ spyr maður sig en samt eru þeir alltaf innan þessa raunsæja ramma. Vincent Lindon, sem fer með að- alhlutverkið, er þekktur og vinsæll leikari í Frakklandi og það hrein- lega geislar af honum í þessum jarðbundna en jafnt kómíska hlut- verki sem Yvan meðaljón. Sama má segja um Francois Berléand í hlutverki Maxime sem leitar rúss- nesks uppruna síns. Það er einhver góðlátleg stemmning í þessari mynd, svona létt kæruleysisleg og skemmtileg, sem gerir að hún og hennar ágætu persónur grípa mann strax og halda manni föngnum allan tím- ann. Meðaljónar gerast krimmar KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjóri: Pierre Jolivet. Handrit: Pierre Jolivet og Simon Michael. Aðalhlutverk. Vincent Lindon, François Berléand, Roschdy Zem, Zabou og Catherine Mouchet. 96 mín. Bac Films 1999. MA PETITE ENTREPRISE/LITLA FYRIRTÆKIÐ MITT Hildur Loftsdótt ir ÞAÐ kveður við nýjan tón í þessari seinustu teiknimynd Disney-fyrir- tækisins. Fyrstu „endurreisnar“- myndir fyrirtækisins voru byggðar á sígildum ævintýrum einsog Fríðu og dýrinu og Litlu hafmeyjunni eða á heimsbókmenntunum einsog Kon- ungi ljónanna sem styðst við Hamlet og Hringjaranum frá Notre Dame hans Victors Hugos. Þetta voru stór- kostlegar og fallegar kvikmyndir með vönduðum teikningum og einstakri tónlist. Á síðasta ári komu svo Risa- eðlurnar, þar sem sagan var eins út- þynnt og mögulegt var, en allt lagt í fullkomna tölvugrafíkina. Enda féllu þær um sjálfa sig, blessaðar. Þessi nýjasta mynd er hins vegar fyrst og fremst grínmynd og er ágæt sem slík, og ættu bæði börn og full- orðnir skemmt sér vel, þótt ærslin geti verið of mikil á stundum. Það eru engin sönglög, sem sumum finnst áreiðanlega ágætt og teikningarnar eru grófari en hafa verið, en smart og létt abstrakt og gera það að verkum að myndin verður sjálfsagt fljótt barn síns tíma. Sagan er byggð á sömu gömlu formúlunni og þótt um grínmynd sé að ræða leynist þarna samt boðskap- urinn um að vera góð manneskja, en ekki eigingjörn. Það er mjög sérstakt að aðalper- sóna myndarinnar er algjörlega spillt frekjudós og getur kannski orkað tví- mælis á uppalendur, því keisarinn Kútskó er fjörugur og heillandi. Það hefði því mátt vinna betur úr lexíunni sem keisarinn lærir. Persónur myndarinnar eru mjög skemmtilegar og íslenska talsetning- in er sérlega vel heppnuð. Ungi leik- arinn Sturla Sighvatsson mjög lifandi í hlutverki unga keisarans Kútska og Magnús Ólafsson nær vel kómíkinni í hinum vitgranna og umhyggjusama Kronk. Lísa Páls og Ólafur Darri smellpassa einnig í hlutverk illkvend- isins Yzmu og hjartastóra bóndans Pacha. Það verður að segjast að Júl- íus Agnarsson er orðinn lipur í þessu fagi. Þótt ég sakni þess að sjá ekki Disney-mynd þar sem töfrar og feg- urð taka völdin, hló ég mikið að þess- um keisarabjána. Grín og gaman KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n , K r i n g l u b í ó o g S a g a b í ó Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Roger Allens og David Reynolds. Leikstjóri ísl. talsetn: Júlíus Agn- arsson. Leikarar: Sturla Sig- hvatsson, Ólafur Darri Ólafsson, Lísa Pálsdóttir og Magnús Jónsson. 78 mín. Walt Disney 2000. NÝI STÍLL KEISARANS  Hildur Loftsdótt ir GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir mezzó- sópran heldur einsöngstónleika í Digraneskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 16. Undir- leikari er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digra- neskirkju. Á efn- isskrá eru lög eft- ir Sigurð Braga- son, Björgvin Guðmundsson, Árna Thorsteins- son, Bjarna Böðv- arsson, J.S. Bach, Händel, Vivaldi o.fl. Kjartan Sigur- jónsson leikur ennfremur einleik á orgel og með Elfu Dröfn Stefáns- dóttur trompetleikara. Guðrún Lóa lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Garðabæ vorið 1996. Einsöngstón- leikar í Digra- neskirkju Guðrún Lóa Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.