Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 35
Í Morgunblaðinu
27. mars s.l. var grein
um Flatey á Breiða-
firði sem bar yfir-
skriftina: „Sameining
Flateyjar og Stykkis-
hólms í eitt sveitar-
félag“, þar sem því er
haldið fram að öll sú
þjónusta sem Reyk-
hólahreppur veitir í
Flatey sé ófullnægj-
andi og í algjöru lág-
marki. Ýmsar rang-
færslur eru í
greininni, t.d. er sagt
að Barðastrandar-
hreppur hafi tilheyrt
Austur-Barðastrand-
arsýslu. Það er ekki rétt, hann er í
Vestur-Barðastrandarsýslu. Af
greininni má ráða að fjölmenni búi
í Flatey, en þar eru aðeins 7 íbúar
skráðir 1. des. sl. þó að á sumrin sé
þar fólk í mislangan tíma í gömlu
húsunum. Hið eina rétta sem þar
er sagt er að erfitt er vegna stað-
hátta að þjóna Flatey þar sem
stjórnsýsla Reykhólahrepps er
staðsett á Reykhólum. Það hefur
hins vegar ekki komið í veg fyrir að
Reykhólahreppur fullnægi öllum
sínum skyldum vegna Flateyjar
samkvæmt sveitarstjórnarlögum,
og skal það nú rakið í stuttu máli.
Sorphreinsun
Venjulegri sorphreinsun er sinnt
með samningi við verktaka í Stykk-
ishólmi sem hefur gáma staðsetta í
Flatey og eru þeir fluttir reglulega
með Baldri og losaðir vikulega yfir
sumarið en á 2ja vikna fresti að
vetri til. Þess má geta að íbúar í
öðrum hlutum Reykhólahrepps
þurfa mun lengri vegalengdir til að
losa sitt heimilissorp í
gáma en íbúar Flat-
eyjar. Kostnaður við
sorplosun í Flatey ár-
ið 2000 var um 400.000
kr.
Slökkviliðsmál
Slökkviliðsstjóri í
Flatey er Magnús
Jónsson í Krákuvör og
heldur hann slökkvi-
liðsæfingar þegar
flest er af sumardval-
arfólki í Flatey.
Slökkvibúnaður er til-
tækur á kerru og tal-
inn fullnægja þörfinni
sem til staðar er. Var
hann keyptur fyrir nokkrum árum
af Framfarafélaginu en Reykhóla-
hreppur tók að sér að greiða kostn-
aðinn sem var rúmlega hálf milljón
króna.
Skipulagsmál
Fyrir nokkrum árum var unnið
aðalskipulag fyrir Flatey og síðan
deiliskipulag af tilteknum hlutum
eyjarinnar. Uppreiknað til verð-
lags í dag kostaði það um þrjár
milljónir króna. Og þær breytingar
sem síðan hefur þurft að gera í
skipulagsmálum hafa verið unnar
og auglýstar með formlegum hætti.
Reykhólahreppur stendur að
embætti byggingarfulltrúa ásamt
Dalabyggð, Saurbæjarhreppi og
nokkrum hreppum á Ströndum. Í
Flatey búa 7 manns allt árið og eru
með lögheimili þar. Það eru um 2%
af íbúatölu Reykhólahrepps. Sveit-
arstjóri og oddviti fara á hverju ári
í eftirlitsferð til Flateyjar og á
skrifstofu hreppsins er oft mörgu
að sinna vegna Flateyjarmála.
A.m.k. er það álit þeirra sem í
hreppsnefnd hafa setið. Á síðasta
ári fór byggingarfulltrúi 4 ferðir út
í Flatey til að sinna beiðnum þar
um. Miðað við sama hlutfall ætti
hann að fara 197 ferðir í aðra hluta
Reykhólahrepps. Mér telst til að
þær ferðir séu að jafnaði 2 í mán-
uði eða 24 á ári. Af því má sjá að
íbúar Flateyjar hafa mun betri
þjónustu frá hendi byggingarfull-
trúa en þeir sem búa á fastaland-
inu.
Hafnarmál
Fullyrðingar um höfnina í grein
Sigfúsar byggjast á misskilningi.
Bryggjan í Flatey er ekki undir
stjórn Reykhólahrepps; um er að
ræða ferjubryggju og eru slík
mannvirki alfarið í umsjón og á
ábyrgð Siglingastofnunar. Hins
vegar eru gömul hafnarmannvirki
frá fyrri tímum sem tilheyra
hreppnum og má þar nefna Grýlu-
vog, Silfurgarð og Stóragarð. Unn-
ið hefur verið að endurbótum á
þeim undanfarin ár í samvinnu við
Þjóðminjasafnið og Siglingastofn-
un og hefur Reykhólahreppur
greitt sín lögboðnu framlög vegna
þeirra framkvæmda. Árið 2000 var
framkvæmt við Stóragarð fyrir
665.000 kr.
Í tillögu til þingsályktunar um
sjóvarnaráætlun 2001–2004 er síð-
an áætlað að vinna fyrir 2,9 millj.
árið 2002 vegna viðgerða á grjót-
kanti við gamla frystihúsið og aust-
an við bryggjuna.
Endurbætur gamalla
húsa í Flatey
Gerður hefur verið vörslusamn-
ingur við Minjavernd til 40 ára um
viðgerð á nokkrum af gömlu hús-
unum í Flatey, sem voru í eigu
gamla Flateyjarhrepps. Búið er að
endurbyggja Bókhlöðuna og verið
er að vinna við pakkhúsin og sam-
komuhúsið. Minjavernd hefur stað-
ið vel að því máli og lagt í það millj-
ónir króna.
Sumarhúsaeigendur í Flatey
hafa margir hverjir staðið vel að
endurbyggingu gamalla húsa í
„þorpinu“ í Flatey og er útlit og
umhverfi til mikillar fyrirmyndar.
Einnig hafa þeir á hverju ári staðið
að hreinsunarátaki í eyjunni, en því
miður ekki fengið liðsinni allra
ábúenda við þá framkvæmd.
Hvað varðar vatnsveitu fyrir
Flatey, þá segir í lögum um vatns-
veitur sveitarfélaga nr. 81/1991,
2.mgr. 1.gr.: „Í hreppum er
hreppsnefnd heimilt að starfrækja
vatnsveitu og leggja í framkvæmd-
ir vegna hennar, enda sýni rann-
sóknir og kostnaðaráætlanir að
hagkvæmt sé að leggja veituna og
reka hana“.
Það var einhliða ákvörðun sum-
arhúsaeigenda að fara út í að
byggja vatnsveitu í Flatey fyrir
sumarhúsin í „þorpinu“. Reykhóla-
hreppur stóð ekki að því enda bar
honum ekki skylda til þess.
Hvað varðar óskir sumarhúsa-
eigenda um að flytja stjórnsýslu
Flateyjar til Stykkishólmsbæjar þá
hefur það mál verið í biðstöðu,
vegna sameiningarviðræðna við
Dalabyggð og Saurbæjarhrepp, en
málið þó verið reifað við sveitar-
stjórn Stykkishólms.
Ekki verður meira gert í því máli
fyrr en að loknum þeim sameining-
arviðræðum sem í gangi eru.
Af öllu þessu má sjá að Reyk-
hólahreppur sinnir fullkomlega
lögboðnum skyldum sínum og vel
það hvað varðar þjónustu við íbúa
Flateyjar og er öllum fullyrðingum
um annað vísað algjörlega á bug.
Stjórnsýsla í Flatey
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Sveitarstjórnarmál
Af þessu má sjá, segir
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, að
Reykhólahreppur sinnir
fullkomlega lögboðnum
skyldum sínum og
vel það, hvað varðar
þjónustu við íbúa
Flateyjar.
Höfundur er sveitarstjóri
Reykhólahrepps.
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Kokkabókastatív
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Verð kr.
3.995
Cranio-nám
Norðurland / Akureyri
28. 04 — 3. 05. 2001
Thomas Attlee, DO, MRO, RCST
College of Cranio—Sacral Therapy
Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara
www.simnet.is/cranio
422 7228, 699 8064, 897 7469