Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STÚDENTARÁÐ og Félagháskólakennara boðuðu tilfundar með nemendum ígær þar sem staða kjara- deilu Félags háskólakennara og ríkisins var rædd og hvaða þýðingu verkfall hefði fyrir stúdenta. Fundurinn var afar fjölsóttur og áhugi mikill meðal stúdenta á að fá skýr svör um hvernig Háskólinn bregst við ef til verkfalls kemur þar sem engin fordæmi eru fyrir verk- falli Félags háskólakennara. Róbert Haraldsson, formaður Félags háskólakennara, og Þórólf- ur Matthíasson stjórnarmaður sögðu samningamenn FH leggja allt kapp á að ná samningum áður en til verkfalls komi til að afstýra því „að þessi ósköp dynji yfir“, eins og Þórólfur orðaði það. Spurður hverjar líkur væru á verkfalli sagð- ist Róbert vera bjartsýnn á að samningar næðust fyrir boðað verkfall, en hins vegar breyttust líkurnar dag frá degi. Þórólfur tók undir orð Róberts og sagði góðan vinnuanda ríkja við samningaborð- ið. „Við höfum lagt öll okkar spil á borðið í þessum samningaviðræð- um en við bíðum eftir viðbrögðum frá samninganefnd ríkisins. Verk- fall yrði algjör neyðarráðstöfun og vonandi kemur ekki til þess. Við er- um að vinna að því að ná samning- um, það er okkar einlægi ásetn- ingu.“ Þórólfur sagðist enda hafa sagt öllum nemendum sínum að haga prófaundirbúningi rétt eins og auglýst próftafla muni gilda. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður stúdentaráðs, bar fram spurningu, sem brann á flestum nemendum, þ.e. hvað gerðist ef ekki semdist og kennarar kæmu aftur til starfa að verkfalli loknu og hvort próf yrðu þá haldin samkvæmt áður auglýstri próftöflu. Samkvæmt reglugerðum háskólans er flókið ferli að breyta próftökutíma þar sem slíkt krefst samþykkis deild- arstjóra og kennslustjóra auk allra stúdenta í viðkomandi fagi. „Komi kennarar samningslausir aftur til starfa og tillaga kemur fram að prófin verði færð á sum- arleyfistíma kennara þá krefst það samningsvilja kennara og ef fólk kemur samningslaust úr verkfalli þá er ég hræddur um að kennarar verði stífir á því að leyfa frestun prófa. Þá verður komin pattstaða í Háskóla Íslands þar sem ekki verð- ur hægt að leyfa frestun prófa, ekki hægt að fella þau niður og ekki hægt að meta námsárangur með nokkrum öðrum hætti en með próf- um,“ sagði Þorvarður Tjörvi og lagði áherslu á að það væri grund- vallarkrafa stúdenta að deilendur leystu ágreiningsmál sín án þess að til verkfalls kæmi. „Ef það tekst ekki verða nemendur við Háskóla Íslands að vita hvenær farið verður í próf og hvernig námslán verða af- greidd, frestun prófa verður náms- mönnum mjög dýr þar sem þeir myndu tapa hluta sumarvinnu sinn- ar vegna prófa og fengju ekki af- greidd námslán,“ sagði Þorvarður. Leysist deilan í miðju verkfalli tekur a.m.k. viku að semja nýja próftöflu og próf geta þá aldrei haf- ist fyrr en að þeirri viku lokinni. Hefjist próf þá ekki fyrr en í maílok lýkur þeim um 9. júní. Þá hafa kennarar 21 dag til að fara yfir próf og einkunnaskil því ekki möguleg fyrr en í júlíbyrjun. Það liggur því í augum uppi að útskrift stúdenta frestast. „Hversu margir stúdentar geta beðið eftir því? Hversu margir geta misst vinnu svo lengi vegna þess að þeir eru enn í skólanum?“ sagði Þorvarður Tjörvi. Skýlaus réttur til próftöku Próf stúdenta í Háskóla Íslands verða ekki felld niður, heldur fram- kvæmd þeirra frestað, komi til boð- aðs verkfalls. Þetta kom fram í svari Páls Skúlasonar re fyrirspurn forystumanna S ráðs þar sem farið var fra um hvernig útfærsla prófa ins verði takist ekki sátt í k unni. Rektor hefur einnig ko samráðsnefnd sem á að g anir um hvernig framkvæ verður og undirbúa þær ák sem taka þarf ef til verkfal Í nefndinni sitja formenn háskólakennara, Félags pr samráðsnefndar háskólar kjaramál, lögfræðingur á s rektors auk Þorvarðs Tjö situr í nefndinni fyrir hö enta. Í svari rektors segir m.a „Tekið er undir það sjó bréfinu að hugsanlegt Félags háskólakennara óvissu um Háskólann og hans. Um ríka hagsmuni m hóps er að tefla. Háskól reyna allt sem hann getu að gæta hagsmuna s Rektor sagði á fundinum hann teldi stúdenta eiga sk bæði lagalegan og siðfer rétt á því að Háskólinn sta prófum. Sá réttur verði nemendum tekinn og H muni gera allt sem í ha stendur til að það verði g Prófum frestað komi til verkfalls Félags Stúdentar Háskóla Íslands fylltu sal Háskólabíós á fundi um áhrif kennaraverkfa Óvissa með al nemend sem vilja skýr svör Óvissuástand er meðal nemenda í Há Íslands vegna yfirvofandi verkfalls F háskólakennara. Stúdentum þykir s próflokum og jafnvel útskrift sé ste hættu og óvissa um greiðslu námslá íþyngir mörgum. HELGE INGSTAD HVAÐ VILL BUSH Í LOFTSLAGSMÁLUM? Stefnubreyting George Bush, for-seta Bandaríkjanna, í loftslags-málum hefur vakið undrun og reiði, bæði heima fyrir og hjá banda- mönnum Bandaríkjanna víða um heim, ekki sízt í hópi annarra iðnvæddra ríkja. Í kosningabaráttunni í fyrra lýsti Bush sig fylgjandi bindandi takmörkunum á losun svokallaðra gróðurhúsaloftteg- unda, þ.á m. koltvísýrings. Nú snýr hann skyndilega við blaðinu og hverfur frá takmörkunum á losun koltvísýrings en heldur reyndar áfram við takmarkanir á öðrum lofttegundum, sem vega mun minna í heildarútblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Með þessu snýr Bush bakinu við Kyoto-bókuninni við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stjórn hans hefur nú lýst því yfir að áformin um takmark- anir á útblástur koltvísýrings hafi geng- ið þvert gegn öðrum kosningaloforðum um að auka orkuframleiðslu. Svo virðist sem Bush hafi tekið hagsmuni olíu- og kolaiðnaðar í Bandaríkjunum fram yfir hag umhverfisins. Kyoto-bókunin er að mörgu leyti göll- uð, en þegar samkomulag náðist um hana í árslok 1997 var það gríðarstór áfangi í loftslagsmálunum. Í fyrsta sinn náðu ríki heims samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegund- anna, í stað þess að halda bara áfram að reyna að hægja á aukningunni. Ein ástæða þess að samkomulag náðist í Kyoto var eindreginn samningsvilji Bandaríkjanna. Þó lá fyrir þá þegar að Bandaríkin og mörg önnur ríki voru ekki reiðubúin að byrja að vinna eftir bók- uninni fyrr en ýmsir lausir endar hefðu verið hnýttir. Þar á meðal er hvernig skuli standa að viðskiptum með losunar- kvóta og hvernig eigi að fá þróunarríkin til að taka þátt í að draga úr losun, í stað þess að gera sömu mistökin og iðnríkin gerðu. Það var alla tíð óraunhæft að gera ráð fyrir að Bandaríkjaþing myndi sam- þykkja Kyoto-bókunina án þess að frá þessum atriðum yrði gengið, eins og komið hefur á daginn. Það þýðir hins vegar ekki að Bandaríkin geti hlaupizt frá skuldbindingum sínum. Í rúm þrjú ár hafa farið fram flóknar og erfiðar samningaviðræður um hvern- ig megi hrinda Kyoto-bókuninni í fram- kvæmd. Það að stjórn Bush skuli nú lýsa Kyoto-bókunina „dauða“ vekur ekki góð- ar vonir um að samkomulag náist á næstu ráðstefnu um málið, sem haldin verður í Bonn í Þýzkalandi á komandi sumri. Bush lýsti því reyndar yfir á fundi með Gerhard Schröder, kanzlara Þýzka- lands, í síðustu viku, að Bandaríkin myndu áfram vinna með bandamönnum sínum að því að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Hins vegar myndu þau ekki gera neitt, sem myndi skaða efna- hagslega hagsmuni þeirra. Þessi afstaða af hálfu ríkis, sem blæs út fjórðungi allra gróðurhúsaloftteg- unda, þrátt fyrir að þar búi aðeins 4% mannkyns, er ekki boðleg. Langflestar ríkisstjórnir iðnvæddu ríkjanna hafa komizt að þeirri niðurstöðu að við höfum ekki efni á að horfa framhjá viðvörunum vísindamanna, sem telja að ef við höldum áfram að spúa þessum lofttegundum út í lofthjúp Jarðar, verði afleiðingin hækk- andi hitastig, ofsafengnara veðurfar og hækkandi sjávarstaða, svo eitthvað sé nefnt. Ríki heims verða öll að leggjast á eitt til að ná tökum á vandanum. Þótt þau reyni að sjálfsögðu að laga framkvæmd Kyoto-bókunarinnar að hagsmunum sín- um, eins og Ísland hefur lagt áherzlu á, eiga þau að stefna eindregið að því að staðfesta hana og standa við hana. Forsenda þess að gripið verði til raun- hæfra aðgerða gegn útblæstri gróður- húsalofttegunda er að samkomulag sé um að áhættan af aðgerðaleysi sé veru- leg. Ef þannig er litið á málin, er líklegra að kraftur sé settur í þróun nýrrar og umhverfisvænni tækni. Það er skamm- sýni að hafna útblásturstakmörkunum á þeim forsendum að það skaði hagvöxt; þvert á móti kann slíkt að leiða til þróun- ar nýrra tæknilausna og orkugjafa, sem eru hagkvæmari fyrir efnahagslífið til lengri tíma litið. Stjórn George Bush verður bráðlega að útskýra fyrir bandamönnum sínum hvað hún ætlast fyrir í loftslagsmálunum og hvernig hún ætlar með raunhæfum hætti að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Að sjálfsögðu vænta menn ábyrgrar afstöðu af hálfu þessa öflug- asta ríkis heims. Ekki er ofmælt að framlag norskalandkönnuðarins og rithöfundarins Helge Ingstad til fornleifarannsókna verði seint ofmetið. Fornleifafundur hans og konu hans, Anne Stine Ingstad, nyrst á Nýfundnalandi, þar sem nú heit- ir L’Anse aux Meadows, er vafalítið einn af þeim merkustu á tuttugustu öld. Rannsóknir Ingstad-hjónanna leiddu í ljós norrænar mannvistarleifar frá því um 1000 e. Kr. Var þar með talið sannað að norrænir menn hefðu siglt til Am- eríku um fimm hundruð árum á undan Kólumbusi. Helge Ingstad lést í liðinni viku, 101 árs að aldri. Helge Ingstad setti fram kenningar sínar um að Vínland Leifs Eiríkssonar væri við strendur Nýfundnalands eftir fornminjafundi á Grænlandi og rann- sóknir á Íslendingasögum. Hann fór í fjölmargar rannsóknarferðir til að sanna tilgátu sína og þær báru að lokum árangur. Fornleifafundur hans í L’Anse aux Meadows vakti heimsathygli og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, taldi hann með merkustu fornleifafundum síðari tíma. Helge Ingstad taldi fundinn sanna að frásagnir Íslendingasagna af ferðum norrænna manna til Ameríku hafi verið byggðar á sögulegum atburðum. Landið var kallað „Vínland hið góða“ í sögunum og var Ingstad sannfærður um að Vínland merkti ekki vínland heldur engjaland og á það vel við staðhætti í L’Anse aux Meadows. Uppgröfturinn leiddi einnig í ljós að sæfararnir hafi lík- lega siglt mun sunnar á bóginn því eitt af því markverða sem fannst var smjör- hneta en þær hafa ekki gróið norðar en í New Brunswick-ríki við landamæri Kanada. Anne Stine eiginkona Helge var menntuð fornleifafræðingur og tók þátt í rannsóknunum eins og áður sagði. Á meðal annarra þátttakenda var dr. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminja- vörður og síðar forseti Íslands. Helge ritaði fjölda bóka um ferðir sínar og rannsóknir sem margar hafa selst í tug- um þúsunda eintaka. Íslendingar standa í þakkarskuld við Helge Ingstad. Fornleifafundir hans og rannsóknir vöktu athygli heimsins á Íslendingasögunum með nýjum hætti og vafalítið kveiktu þær áhuga fjölmargra á landi og þjóð. Rannsóknir hans hafa einnig haft þýðingu fyrir rannsóknir á sagnaarfinum sem slíkum og munu verða grunnur að frekari athugunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.