Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 39
DRÁTTUR á svörumstjórnvalda vegnaáforma Norðuráls um150 þúsund tonna stækk-
un á framleiðslugetu álversins á
Grundartanga, hefur orðið til þess
að líklegt er nú talið að könnuð verði
hagkvæmni þess að stækka um 90
þúsund tonn í næsta áfanga og yrði
samanlögð framleiðslugeta álversins
þá 180 þúsund tonn. Gildandi starfs-
leyfi álversins er einmitt upp á slíka
framleiðslu og því þyrfti ekki að fara
fram sérstakt mat á umhverfisáhrif-
um stækkunarinnar.
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjórn-
unarsviðs Norðuráls, segir að frá því
áform um stækkun voru kynnt, hafi
komið í ljós að stjórnvöld hafi áhuga
á því að kanna möguleika á því að
áfangaskipta stækkun um 150 þús-
und tonn.
„Raunhæfara virðist að kanna
fyrst forsendur fyrir því að skipta
verkefninu í tvo áfanga, fyrst 90 þús-
und tonna stækkun og síðar 60 þús-
und tonn því til viðbótar. Áfanga-
skipting veldur hins vegar því að
fjárfesting á hverja framleiðsluein-
ingu verður heldur hærri og sömu-
leiðis verður rekstrarkostnaður
nokkru meiri þar til fullri stærð er
náð. Áfangaskipting mun því
minnka hagkvæmni stækkunarinn-
ar, en við erum engu að síður til-
búnir til að kanna möguleika á slík-
um framkvæmdum,“ segir hann.
Ragnar segir að fram hafi komið
áhyggjur af afleiðingum óska Norð-
uráls á áform um uppbyggingu stór-
iðju á Austfjörðum. Vegna þessa
hafi Þjóðhagsstofnun verið falið að
kanna þjóðhagsleg áhrif stækkunar
álversins á Grundartanga og niður-
stöður hennar séu þær að áformin á
Grundartanga hafi ekki veruleg
áhrif á framkvæmdir við hugsanlegt
álver í Reyðarfirði og verkefnin úti-
loki ekki hvort annað.
„Við munum fara yfir fjárhagsleg-
ar forsendur stækkunar í áföngum
þegar þær liggja fyrir og þegar ljóst
er hvert raforkuverðið verður. Fyrr
er ekki hægt að segja hvort hag-
kvæmt sé að stækka álverið eða
ekki,“ segir Ragnar ennfremur.
Forsvarsmenn Norðuráls kynntu
í október sl. hugmyndir sínar um
stækkun álversins á Grundartanga
upp í allt að 300 þúsund tonna fram-
leiðslugetu á ári. Þá vöktu þær mikla
athygli, enda var vitað að stækkun
álversins úr 60 þúsund tonnum í 90
þúsund tonn gekk vel og var á áætl-
un. Hugmyndirnar gerðu ráð fyrir
að strax yrði ráðist í byggingu 150
þúsund tonna stækkunar, þannig að
heildarstærð álversins verði 240
þúsund tonn. Með nýrri tækni, þar á
meðal betri nýtingu á kerum, voru
síðan áform uppi um að ná fram-
leiðsluaukningu til viðbótar upp á 60
þúsund tonn, svo heildarframleiðslu-
getan yrði 300 þúsund tonn.
Forráðamenn Norðuráls höfðu
metið það svo að byggingartími
þessa þriðja áfanga álversins gæti
verið 20–24 mánuðir.
Titringur á stjórnarheimilinu
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrir áramót, ollu áform
Norðuráls um svo stórfellda stækk-
un nokkrum titringi á stjórnarheim-
ilinu. Athygli manna hafði einkum
beinst að sk. Reyðaráls-verkefni
austur á fjörðum síðustu misserin,
þ.e. álveri í Reyðarfirði með tilheyr-
andi virkjunarframkvæmdum á
Austurlandi og lagningu raflína frá
Fljótsdal til Reyðarfjarðar, og því
setti hið óvænta útspil Grundar-
tangamanna nokkurt strik í reikn-
inginn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gengu viðræður Norðuráls
og iðnaðarráðuneytisins fremur
treglega í upphafi, ekki síst þar sem
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra leggur sjálf ofuráherslu á að
Reyðaráls-verkefnið hafi forgang og
vill hún ekki tefla því í tvísýnu vegna
þessa máls. Nokkur breyting virðist
þó hafa orðið að undanförnu, og virð-
ist sem skýrsla Þjóðhagsstofnunar
eigi sinn þátt í því.
Allt að einu hermir Morgunblaðið
að á allra næstu dögum verði skipuð
formleg viðræðunefnd af hálfu ráðu-
neytisins sem hafa mun umboð til
þess að ná samkomulagi um málið
með áfangastækkun að markmiði.
Þetta er ekki síst gert vegna þess
að sjálfstæðismenn sækja stíft að
samkomulag náist við Norðurál,
enda telja þeir ekki veita af innspýt-
ingu fjármagns í efnahagslífið. Ekki
er talið óhugsandi að þeir geti sætt
sig við þá lausn að Norðurál fái að
stækka um 90 þúsund í næsta
áfanga gegn því að framkvæmdir
hefjist sem fyrst. Virkjunarfram-
kvæmdir vegna slíkrar stækkunar
yrðu að öllum líkindum allar í Þjórsá
og þykir líklegast að Norðlingaalda
verði nýtt í því sambandi.
Þeir aðilar innan Framsóknar-
flokksins sem Morgunblaðið ræddi
við vegna þessa máls í gær, lögðu
áherslu á að flokkurinn væri ekki að
draga lappirnar í þessu máli. Þvert á
móti væri álver á Grundartanga af-
rakstur baráttu Finns Ingólfssonar,
fyrrv. iðnaðarráðherra, í stóriðj-
umálum og alls ekki væri sanngjarnt
að stilla málum upp þannig að af
hálfu flokksins væri verið að stefna
frekari uppbyggingu á Grundar-
tanga í tvísýnu.
Annar áfangi álversins tekinn
í notkun nú í sumar
Gert er ráð fyrir að annar áfangi
álversins á Grundartanga – stækkun
upp á 30 þúsund tonn – verði tekinn í
fulla notkun nú í sumar og verður
framleiðslugeta verksmiðjunnar 90
þúsund tonn á ári eftir breytinguna.
Um 50 starfsmenn hafa verið ráðnir
til álversins vegna stækkunarinnar
og eru þeir nú í starfsþjálfun, en fyr-
ir starfa um 170 í álverinu.
Í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar kemur fram að verði aðeins af
stækkun Norðuráls á árunum 2002
til 2005, en ekki framkvæmdum fyr-
ir austan, muni fjárfesting verða
20% hærri á þessu árabili en annars
hefði orðið. Árleg mannaflaþörf
verði 700 til 800 ársverk, eða um
0,5% af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði. Þá megi búast við að at-
vinnuleysi lækki um þriðjung úr
prósentustigi á framkvæmdatíma.
Þá segir að alls megi gera ráð fyrir
um 240 nýjum framtíðarstörfum í ál-
verinu.
Á hinn bóginn er talið að verð-
bólga gæti orðið um 1 prósentustigi
hærri 2002–2005 en án fram-
kvæmdanna. Reikna megi með að
þjóðar- og landsframleiðsla verði um
1½% hærri á framkvæmdatíma en
án framkvæmda. Gert er ráð fyrir að
varanleg aukning þjóðar- og lands-
framleiðslu verði um 0,5%.
Horfur eru á að hlutfall viðskipta-
halla og landsframleiðslu hækki um
2% að jafnaði á framkvæmdatíma en
lækki að þeim loknum vegna aukins
útflutnings. Búast má við að varan-
leg aukning útflutnings nemi
3½–4½% og að erlendar skuldir
verði komnar í svipað horf og annars
um 2015, að því er fram kemur í
skýrslunni.
Í henni er einnig fjallað um mögu-
leika á því að ráðist verði í fram-
kvæmdir á Grundartanga og tengd-
ar virkjanir, samhliða framkvæmd-
um vegna Reyðaráls og að fram-
kvæmdir yrðu á árunum 2002 til
2009.
Árleg mannaflaþörf
1.400 ársverk
Í skýrslunni kemur fram að fram-
kvæmdir við álverin og tengdar
virkjanir leiði til 30% hærri fjárfest-
ingar á árunum 2002–2009 en ann-
ars hefði orðið.
Árleg mannaflaþörf vegna fram-
kvæmda verði í námunda við 1.400
ársverk eða tæplega 1% af áætluð-
um mannafla á vinnumarkaði. Gert
er ráð fyrir að atvinnuleysi lækki að
jafnaði um ½ prósentustig vegna
aukinnar vinnuaflseftirspurnar í
hagkerfinu. Alls megi því gera ráð
fyrir um 850–900 nýjum framtíðar-
störfum í álverunum tveimur.
Þá kemur fram að búast má við
auknum þrýstingi á verðlag og gætu
áhrif á verðbólgu á árunum 2002–
2009 að jafnaði orðið um 2½–3 pró-
sentustig. Einnig að horfur séu á því
að þjóðar- og landsframleiðsla verði
að jafnaði 3½–4% hærri á fram-
kvæmdatíma en annars.
Athugunin bendir til að lands-
framleiðsla gæti hækkað varanlega
um 2% og þjóðarframleiðsla 1½–2%.
Búast megi við að hlutfall viðskipta-
halla og landsframleiðslu hækki um
3% á framkvæmdatíma en lækki að
þeim loknum vegna aukins útflutn-
ings.
Varanleg aukning útflutnings er
áætluð 13–15%. Erlendar skuldir í
hlutfalli af landsframleiðslu ættu að
vera komnar í svipað horf og annars
hefði orðið á árunum 2015–2020, að
því er skýrsluhöfundar Þjóðhags-
stofnunar segja.
Framkvæmdastjóri SA skorar
á stjórnvöld að sinna erindinu
Ýmsir aðilar í atvinnulífinu hafa
áhyggjur af þróun mála, enda talið
mikilvægt að laða að erlent fjár-
magn og vinna bug á halla á við-
skiptum við útlönd með auknum út-
flutningi. Þannig gerir Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, þessa stöðu að umtals-
efni í leiðara í nýju fréttabréfi sam-
takanna sem kom út í gær og segir
að íslenskum stjórnvöldum beri
skylda til að sinna erindi Kenneths
Petersons eiganda Norðuráls.
Ari segir að fram hafi komið op-
inberlega að dráttur hafi orðið á því
að stjórnvöld gæfu eiganda verk-
smiðjunnar svar og hæfu viðræður
við hann um heimildir til stækkunar
og möguleika á orkusölu. Við svo bú-
ið megi ekki standa.
„Stjórnvöld bera ríkar skyldur
gagnvart þessum erlenda fjárfesti,
sem sýnt hefur frumkvæði í því að
byggja upp íslenskt atvinnulíf. Fyr-
irtækið á möguleika á því að vaxa og
dafna og stækkun verksmiðjunnar
gerir því kleift að ná stóraukinni
hagkvæmni,“ segir Ari m.a. í grein-
inni.
Hann segir að sumir virðist telja
að stækkun Norðuráls myndi spilla
fyrir möguleikum Reyðaráls, sem
stjórnvöld eiga þegar í viðræðum
við. Svo þurfi alls ekki að vera, þar
sem framkvæmdir Norðuráls gætu
hafist um næstu áramót og yrði lokið
á árinu 2004. Reyðarálsframkvæmd-
ir yrðu í hámarki á árinu 2005, en
taka þyrfti á ákveðinni skörun á
árinu 2004 ef til kæmi. Þá sé alls ekki
rétt að stilla þessum tveimur fram-
kvæmdum upp sem einhverjum
keppinautum og hefja jafnvel póli-
tískar umræður um það hvort fram-
kvæmdir megi fara fram í Norðvest-
urkjördæmi, eða bara í Norð-
austurkjördæmi.
Í lokaorðum sínum segir fram-
kvæmdastjóri SA síðan: „Stað-
reyndin er sú að eigandi Norðuráls
er tilbúinn til að hefjast handa við
fjárfestingu sem íslenskt efnahagslíf
þarf nauðsynlega á að halda og ís-
lenskum stjórnvöldum ber skylda til
að sinna erindinu. Dráttur á við-
brögðum stjórnvalda getur hæglega
leitt til þess að ekkert verði af fram-
kvæmdum hjá Norðuráli, án þess að
nokkur vissa sé fyrir því á þessu
stigi að áform Reyðaráls verði að
veruleika. Að hika er sama og tapa.“
Tafir á svörum stjórnvalda við óskum Norðuráls um stækkun álversins á Grundartanga
Líklega stækkað í samræmi
við gildandi starfsleyfi
Forráðamenn Norður-
áls hafa hætt vinnu við
mat á umhverfisáhrifum
þriðja áfanga álvers fyr-
irtækisins á Grund-
artanga upp á 150 þús-
und tonn, skrifar Björn
Ingi Hrafnsson. Ástæð-
an er lítill áhugi iðn-
aðarráðuneytisins á svo
mikilli stækkun með til-
liti til áforma um upp-
byggingu stóriðju á
Austurlandi.
Ljósmynd/Emil Þór
Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun álversins á Grundartanga úr 60.000 í 90.000 tonna ársframleiðslu.
ktors við
Stúdenta-
am á svör
atímabils-
kjaradeil-
mið á fót
gera áætl-
md prófa
kvarðanir
lls kemur.
n Félags
rófessora,
ráðs um
skrifstofu
rva sem
nd stúd-
a.:
narmið í
verkfall
veldur
stúdenta
mjög stórs
linn mun
r til þess
túdenta.“
í gær að
kýlausan,
rðislegan,
andi fyrir
ekki frá
Háskólinn
ans valdi
gert. Með
hvaða hætti það yrði sagðist rektor
ekki geta sagt til um að svo stöddu.
Rektor sagði það meginviðfangs-
efni stjórnar Háskólans í samvinnu
við samninganefnd FH og samn-
inganefnd ríkisins að leysa deiluna.
„Við leggjum alla áherslu á að
þetta leysist og í mínum huga verð-
ur þetta að leysast og ég geri allt
sem í mínu valdi stendur til að
stuðla að því,“ sagði rektor. „Þessi
staða fyrir rektor er óþolandi þar
sem Háskólinn er settur á milli
tveggja deiluaðila og verður á viss-
an hátt valdalaus. Mín tilfinning í
dag er hins vegar sú að samningar
náist tiltölulega hratt þar sem vilja
samningsmanna til þess skortir
ekki,“ sagði Páll.
Engin svör fengust á fundinum
við spurningum nemenda um hvort
próftími yrði jafnlangur kæmi til
verkfalls eða hvort hann yrði stytt-
ur og öll yfirferð hraðari. Lokarit-
gerðaskil, einkunnaskil og útskrift
nemenda eru enn óljós sem og
hvernig staðið verður að sumarfrí-
um kennara komi til verkfalls og
frestun prófa. Þetta er meðal þeirra
mörgu verkefna sem bíða úrvinnslu
hjá samráðsnefnd rektors.
Hagsmunir á sjöunda þúsund
nemenda í húfi
Stjórn Stúdentaráðs hefur sent
frá sér ályktun þar sem skorað er á
mennta- og fjármálaráðherra að
beita sér í kjaradeilu kennara og
ríkis svo lausn náist áður en til
verkfalls kemur.
„Í húfi eru hagsmunir á sjöunda
þúsund stúdenta sem búa við mikla
óvissu um framkvæmd prófa og af-
greiðslu námslána. Verkfall mun
lama alla starfsemi skólans um
ófyrirséðan tíma og stjórnvöld
verða að leggja sitt af mörkum svo
að slíkt gerist ekki í stærsu mennta-
stofnun þjóðarinnar,“ segir í álykt-
uninni.
Stjórn LÍN, Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, hefur samþykkt að
skipa starfshóp sem mun gera til-
lögur til stjórnarinnar um viðbrögð
sjóðsins við verkfallinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
LÍN er ekki ófrávíkjanleg regla að
aðeins sé hægt að greiða úr sjóðn-
um þegar námsárangur liggur fyrir
þar sem dæmi séu fyrir því að
námslán séu borguð út á grundvelli
námsástundarvottorða frá skóla.
Heimildir til þessa séu þó innan
ákveðinna marka. Vinnuhópur LÍN
mun kynna þá kosti sem fyrir liggja
á næsta stjórnarfundi sjóðsins sem
fyrirhugaður er 20. apríl nk.
háskólakennara
Morgunblaðið/Árni Sæberg
alls sem haldinn var í gær.
ð-
a
r
skóla
Félags
sem
efnt í
na