Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 43

Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 43 Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Almenn Sértæk Heimilisfang skilyrði skilyrði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, æfingasvæði/8 X X Skógarhlíð 14 Efri — Hólar ehf., útleiga til hljómsveitaæfinga/2 X X Mjölnisholt 12 Hafgæði sf., lítil fiskvinnsla/10 X X Fiskislóð 28 Fiskkaup hf., meðalstór fiskvinnsla/10 X X Geirsgata 11 Fiskbúðin Sæbjörg ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Eyjaslóð 7 Sætoppur ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Eyjaslóð 7 Vestfirska harðfisksalan ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Eyjaslóð 1b Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Fiskislóð 30 Toppfiskur ehf., meðalstórar fiskvinnslur/10 X X Fiskislóð 65 AGS ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Dugguvogur 8 Aðalbjörg sf., meðalstór fiskvinnsla/10 X X Fiskislóð 53 Sæfold ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Fiskislóð 47 Djúpalón ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Fiskislóð 47 Pétur H. Ólafsson, lítil fiskvinnsla/10 X X Grandagarður 93 Sæver ehf., lítil fiskvinnsla/10 X X Eyjaslóð 11 Auglýsing um starfsleyfistillögur Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirfarandi aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, fyrir 4. maí nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, 28. mars 2001. Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfssemi, munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 6. apríl til 4. maí 2001. Amerískir lúxus nuddpottar Við seljum ekki ódýra potta. Við seljum potta ódýrt. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Sími: 554 6171, farsími: 898 4154 Nýkomnir glæsilegir nuddpottar í sedrusviðargrind, með loki, ozone bacteríuvörn, vetraryfir- breiðslu, tröppu, höfuðpúðum o.fl. Engar leiðslur nema rafmagn. Einangrunarlok með læsingum. Verð frá aðeins kr. 490 þús. Á löngum laugardegi 7. apríl og í næstu viku verður sérstakt tilboð á gæðaúlp- um frá hinum þekktu merkjum Looney- tunes og Happy kids (með fígúrum) Úlpudagar í TOY.is Toy.is leikföng - fatnaður Laugavegi 82, sími 511 1002 HINN 25. janúar sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Guðjón Jónsson, fyrr- verandi kennara, þar sem hann hvetur til jarðgangagerðar um Bröttubrekku. Þökk sé Guðjóni fyrir þessa ágætu hugvekju, því rétt er hjá honum að ótrúleg þögn hefur ríkt um vegabætur á þess- um fjallvegi, svo oft sem hann hefur verið illvígur farartálmi á vetrum um langa tíð. Ástæðuna fyrir þessari þögn má sjálf- sagt rekja til þess að allur almenn- ingur sem þetta verkefni gæti snert hefur til skamms tíma ekki haft um það nægar upplýsingar, hvorki um stærð þess né kostnað. Jarðganga- gerð og áhrif hennar hafa heldur ekki verið svo ofarlega í hugum okk- ar Íslendinga fyrr en við fórum að aka Hvalfjarðargöngin. Þá frábæru framkvæmd einkaframtaksins lofa nú allir sem vert er, auk þess sem ætla má að hún hafi bætt nokkuð framtíðarsýn hjá ráðamönnum í samgöngumálum almennt. Jarðgangaáætlun Fyrir u.þ.b. tveimur árum var samþykkt þingsályktun á Alþingi varðandi áætlun um jarðgangagerð á landinu öllu. Að sjálfsögðu var Vegagerðinni falið þetta verkefni en hún sendi svo frá sér í byrjun síðasta árs mjög ýtarlega og greinargóða áætlanagerð og tillögur. Þingsálykt- unin felur í sér ákveðin fyrirmæli, m.a. að forgangsraða verkefnum og að sérstaklega skuli horft til þeirra framkvæmda (þ.e. jarðganga) sem rjúfa vetrareinangrun, koma í stað kostnaðarsamrar vegagerðar o.s.frv. Í skýrslu Vegagerðarinnar gefur að líta yfirlitsáætlun um hugsanleg jarðgöng á 24 stöðum á landinu, lýs- ingu á hverju verkefni fyrir sig, svo og röðun verkefna í tvo aðalflokka, þ.e. forgangsverkefni og síðari tíma verkefni. Í forgang eru sett þrjú stór verkefni (jarðgöng) sem áætlað er að geti kostað samtals 10–11 millj- arða. Ekki skal þessi forgangsröðun gerð að umtalsefni hér þótt vitað sé að um hana eru mjög skiptar skoð- anir og þá sérstaklega eitt verkefni af þessum þremur. Síðari tíma mál eru svo öll hin verkefnin, 21 að tölu, og er þeim ekki forgangsraðað. Að- eins eitt verkefni er áætlað undir einum milljarði í kostnaði, þ.e. Al- mannaskarð. Í næstneðsta sæti kemur svo Brattabrekka með 1,3 milljarð króna, og þá vaknar gam- alkunn spurning, sem oft heyrist hjá hinum fjölmörgu sem þurfa að fara þessa leið á vetrum: Hvernig er Brekkan? Uppbygging vegar Vegagerðin segir í skýrslu sinni: „Vegurinn um Bröttubrekku er brattur og krappur og vetrarþjón- usta er erfið. því hefur á undanförn- um árum verið litið á mismunandi valkosti til að tryggja góðar heils- árssamgöngur, þar á meðal jarð- göng.“ Gert er ráð fyrir að byggja upp veginn yfir Bröttubrekku á næstu árum. Áætlað er að það kosti 490 milljónir en jarðgöng, sem áætl- að er að kosti 1.250 milljónir, verði látin bíða, en gætu komið til skoð- unar eftir 30 ár eða svo! Þetta er öm- urleg framtíðarsýn. Auðvitað á að sleppa þessari vegagerð og setja göngin í forgang og hvers vegna? Vegurinn leysir aldrei vandann sem göngin leysa. Það snjóar á nýjan veg eins og gamlan og það er hálka á nýjum vegi eins og þeim gamla. Veg- urinn verður líka alltaf hættulegur og það er einmitt oft þess vegna sem menn fara ekki þessa leið á vetrum. Það er afar óhyggilegt að kasta allt að 500 milljónum í vegagerð þeg- ar um er að ræða jarðgöng af þeirri verklegu og fjárhagslegu stærðar- gráðu sem hér blasir við, vegagerð sem nýtist svo ekkert þegar göng yrðu óhjákvæmilega gerð. Þessu til stuðnings vísast til þingsályktunar Alþingis sem í upphafi var getið, en þar segir m.a. að sérstaklega skuli horft til þeirra jarðganga er komi í stað kostnaðarsamra vegafram- kvæmda. Verður ekki séð annað en að jarðgangaverkefnið falli alveg inn í þær fyrirætlanir sem gefnar eru til kynna í tillögunni. Tengslin milli landshluta Rétt er að minna á að Vesturland, Vestfirðir og Norðvesturland verða runnin saman í eitt kjördæmi við næstu alþingiskosningar en einmitt Vestfjarðakjördæmi og Norður- landskjördæmi vestra eru þau land- svæði sem mest hafa orðið fyrir fólksfækkun á undanförnum árum. Gera má ráð fyrir að í hinu nýja sam- einaða kjördæmi verði lagt kapp á að sameina sveitarfélög enn frekar eða auka verulega samvinnu þeirra á ýmsum sviðum. Það kallar á öruggt vegakerfi. Sumir halda því fram að jarðgöng um Bröttubrekku myndu aðeins nýtast Dalabyggð og að þar sé ekki fjölmenn byggð sem réttlæti slíka framkvæmd. Þetta er auðvitað al- rangt og lýsir mikilli þröngsýni. Leiðin um Bröttubrekku er alfara- leið og aðalbraut milli Vestfjarða- svæðisins og suðvesturhornsins þar sem öll stjórnsýslan og þjónustan er. Jarðgöng myndu auk þess opna greiðfæra leið allt árið til miklu stærra landsvæðis. Er hér átt við leiðina til Norðvesturlands um Lax- árdalsheiði sem nánast aldrei er ófær vegna snjóa. Þessi leið yrði líka kjörin vetrarleið til Norðurlandsins alls þegar Holtavörðuheiðin væri ill- fær vegna hálku og vonskuveðurs, sem er æði oft. Umferð um Vesturland til Vest- fjarða um Bröttubrekku hefur auk- ist verulega með tilkomu Hvalfjarð- arganga og Gilsfjarðarbrúar, sem hvorttveggja eru varanlegar sam- göngubætur til allrar framtíðar. Það er því vanhugsað og mikil aftur- haldssemi ef leiðina yfir Bröttu- brekku, þann hvimleiða farartálma á þessari leið, á svo að bæta með bráðabirgðaaðgerð sem kostar u.þ.b. 40% af áætluðum kostnaði við jarðgöng og leysir ekki vandann nema að einhverju leyti. Forgangsröðun jarðganga Vegagerðin virðist hafa það að markmiði, við forgangsröðun jarð- ganga, að sporna gegn frekari fólks- fækkun á landsbyggðinni með því að leggja megináherslu á stóra byggða- kjarna sem eru það stórir að þeir geti haldið uppi fjölbreyttu atvinnu-, mennta- og menningarlífi. Ekki skal því haldið fram að þetta viðhorf sé óskynsamlegt en á það bent að í hin- um smærri og dreifðari byggða- kjörnum, sem ekki er svo auðvelt að sameina, svo og í sveitum landsins, býr líka fólk sem á sama rétt á að fá brot af velferðarkökunni og lifa menningarlífi eins og þeir sem búa í þéttbýli. Þess vegna væri ekki ósanngjarnt að eitt hinna smæstu jarðgangaverkefna eins og göng um Bröttubrekku, sem snertir dreifða byggð á stóru landsvæði, væri sett í forgangsröðina með hinum þremur stóru verkefnunum sem áður er get- ið. Í raun og veru er hér um sann- girnis- og jafnréttismál að ræða og ekki ætlast til að aðrar framkvæmd- ir víki fyrir því. Hvað segja þingmenn Vestfjarða og Vesturlands um þetta mál, með sjálfan samgönguráðherrann innan- borðs? Það er ekki mikið um at- kvæði á Bröttubrekku en þingmenn þessara kjördæma gætu kannski tapað atkvæðum ef þeir þegja þunnu hljóði við því að fresta gangagerð í 30 ár eða meira. Lokaorð Sé stjórnvöldum einhver alvara að sporna gegn óhagstæðri byggðaþró- un með ýmsum ráðum, þá er hér eitt tiltölulega lítið verkefni sem fellur vel að þeim áformum. Það skiptir ekki sköpum fjárhagslega fyrir rík- issjóð en hefði fjölþætta þýðingu fyrir stórt landsvæði. Hér þarf aðeins að láta skynsem- ina ráða með framtíðarsýn að leið- arljósi. Við skulum því hafna veg- inum yfir Brekkuna en bora gatið í gegnum hana og vera snöggir að því. Yfir eða gegnum Bröttubrekku Þorgeir Ástvaldsson Höfundar eru feðgar, ættaðir úr Döl- um og áhugamenn um bættar sam- göngur. Samgöngur Leiðin um Bröttu- brekku er alfaraleið og aðalbraut milli Vest- fjarðasvæðisins og suð- vesturhornsins, segja Ástvaldur Magnússon og Þorgeir Ástvaldsson, þar sem öll stjórnsýslan og þjónustan er. Ástvaldur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.