Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 54
MINNINGAR
54 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Mig langar til að minnast Valdi-
mars Valdimarssonar, eða Valda
eins og ég kallaði hann alltaf frá því
ég sá hann fyrst, í nokkrum orðum.
Á lífsleiðinni verða margir á vegi
okkar sem við höfum kynni af. Sum-
um kynnumst við í barnæsku sem
við glötum öllum tengslum við þegar
við vöxum úr grasi, önnur kynni
haldast fram á fullorðinsár en þann-
ig voru kynni mín af Valda þó svo
þau hafi verið með hléum.
Ég sá Valda fyrst þegar ég var
fjögurra ára gamall. Þá var Valdi í
VALDIMAR
VALDIMARSSON
✝ Valdimar Valdi-marsson fæddist
10. janúar 1948 á
Bárugötu 16 í
Reykjavík. Hann lézt
á heimili sínu, Aðal-
landi 6, 27. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valdimar
Guðmundsson skip-
stjóri, f. 18.11. 1913,
d. 20.5. 1990, og Jó-
hanna Eyjólfsdóttir
húsmóðir, f. 3.10.
1915, d. 9.12. 1984.
Systkini Valdimars
eru Eyjólfur, f.
23.12. 1949, og Helga, f. 2.5. 1951.
Hinn 10. október 1975 kvæntist
Valdimar Þorgerði Einarsdóttur,
f. 15.2. 1953. Foreldrar hennar
voru Einar Marinó Guðmundsson
bílstjóri, f. 3.12. 1925, d. 27.1.
1998, og Vilborg Ása Vilmundar-
dóttir húsmóðir, f. 31.8. 1930, d.
15.3. 2000. Börn þeirra eru Val-
geir, f. 14.1. 1972, Valdimar Þór,
f. 9.8. 1975, og Sigrún Svava, f.
12.9. 1981.
Útför Valdimars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30
heimsókn hjá frænku
sinni á Framnesvegin-
um en ég bjó þá beint á
móti frænku hans. Þar
sem við bjuggum í
sama hverfi lágu leiðir
okkar oft saman í leik
og strákapörum þar til
ég varð sex ára og
flutti úr Vesturbænum.
Þegar við vorum um
tvítugt hittumst við á
nýjan leik en þá hóf
hann störf hjá Olíu-
verslun Íslands en þá
hafði ég unnið þar í
nokkur ár. Þau ár sem
við unnum saman fórum við meðal
annars í veiðitúra í Veiðivötn en
þeim ferðum gleymi ég seint. En
samskiptin áttu eftir að verða meiri
og mun nánari.
Þannig vildi til að kona mín og
Gerða, kona Valda, þekktust vel
þegar þau Gerða og Valdi kynntust.
Í gegnum konurnar hittumst við því
á nýjan leik og áttum við hjónin
margar ánægjustundir með Valda
og Gerðu sem og fjölskyldu hennar.
Þar ber hæst öll þau skipti sem við
hittumst í Grundargerðinu eða á
þeim árum sem við fórum saman í
leikhús og/eða út að borða. Á síðasta
ári vorum við samferða til Egypta-
lands þar sem við áttum ánægjulega
viku saman og munu minningarnar
úr þeirri ferð ásamt öllum hinum
minningunum, sem við höfum safnað
í gegnum árin, verða vel varðveittar.
Hvert eitt líf á sér upphaf og endi.
Hvorugt verður fyrirséð með vissu.
Stundum er upphafs beðið í eftirvæntingu,
í annan tíma brestur það á,
sama má segja um endalokin.
Þau kunna að liggja í loftinu,
en koma samt ætíð að óvörum.
Elsku Gerða, Valgeir, Valdimar
og Sigrún, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Valda.
Hilmar og Fanney.
Í dag er til moldar borinn starfs-
félagi okkar, Valdimar Valdimars-
son.
Valdimar hafði að undanförnu
barist af hörku gegn sjúkdómi þeim
sem að lokum hafði betur.
Við sem eftir lifum þökkum Valdi-
mar fyrir árin hjá Stillingu, jafnt í
leik og starfi.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Gerðu og börnum vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Starfsfólk Stillingar hf.
Valdimar Valdimarsson hóf störf
hjá Stillingu hf. árið 1993 og starfaði
þar óslitið þar til í febrúar síðastlið-
inn. Í fyrra greindist hann með ill-
vígan sjúkdóm er að lokum lagði
hann að velli eftir langa og erfiða
baráttu. Það tók á að fylgjast með
Valdimar sinna sínum störfum af
æðruleysi og dugnaði þrátt fyrir
heilsuleysi, því ljóst var að honum
elnaði sóttin með degi hverjum. Það
var mjög erfitt fyrir mann sem nán-
ast aldrei missti dag úr vinnu vegna
veikinda að þurfa nú að sæta lagi
eftir því sem heilsan leyfði. Sím-
hringingar hans af sjúkrabeði þar
sem hann fylgdist með að allt gengi
samkvæmt áætlun voru algengar,
ekkert mátti gleymast. Var nú skarð
fyrir skildi þegar þeir viðskiptavinir
er treyst höfðu á sérþekkingu Valdi-
mars gripu í tómt. Valdimar var ró-
legur og yfirvegaður í skapi, var því
gott að setjast niður með honum og
ræða málin. Hann var fljótur að sjá
kjarna málsins og eyddi ekki tíma í
vífilengjur og þras. Valdimar hafði
sérhæft sig í öllu því er viðkom
vörubifreiðum en sá síðar um pant-
anir og birgðahald. Nákvæmni hans
og samviskusemi nýttust einstak-
lega vel í því starfi. Algengt var að
hann tæki með sér verkefni heim og
víst er að honum var ekki launaður
sá dugnaður að fullu. Valdimar kom
hér við hjá okkur í síðasta sinn fyrir
nokkrum vikum og var þá mjög af
honum dregið. Var okkur þó ljóst að
hann var ekki hér kominn til að
kveðja. Sáum við þó að hverju
stefndi og óttuðumst að fleiri yrðu
innlit Valdimars ekki þótt baráttu-
þrekið væri fyrir hendi. Viljum við
bræður þakka honum samstarfið í
gegnum árin og sendum Þorgerði og
börnum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Júlíus og Stefán Bjarnasynir.
Kæri Valdi, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum. Ég
kynntist þér þegar þú kvæntist syst-
urdóttur minni, henni Gerðu, ég
hitti ykkur í skírnarveislum, jóla-
boðum og afmælisboðum í fjölskyld-
unni, bæði á heimilinu ykkar á Báru-
götunni og í Grundargerðinu hjá
Lillu og Einari.
Ég man eftir atviki á Bárugötunni
þegar þú varst að sýna mér nýju
hljómtækin þín með stóru bassahá-
tölurunum og spilaðir 1812-forleik-
inn, þegar fallbyssudrunurnar
hljómuðu í verkinu nötraði húsið og
fólkið kom af efri hæðinni og spurði
hvort við hefðum fundið jarðskjálft-
ann. Smám saman kynntist ég þér
betur og fann hvað þú hugsaðir vel
um fjölskylduna og börnin. Seinna
bjóstu þeim gott heimili í Aðallandi.
Þú varst vel heima í mörgum málum
fyrir utan þitt fag, ég tók eftir því
þegar rætt var um menn og málefni
að þú talaðir aldrei illa um fólk,
varst málefnalegur þó að oft væri
hlegið að öllu saman.
En fyrir rúmu ári greindistu með
alvarlegan sjúkdóm, þú þurftir að
fara í erfiðar læknismeðferðir, en
hélst samt áfram að vinna og vinnu-
félagar þínir reyndust þér vel.
Í október síðastliðnum ákváðuð
þið Gerða að fara í sjö daga ferð til
Egyptalands og buðuð mér að slást í
hópinn. Ég þáði það með þökkum,
þó að ég vissi að þú værir að berjast
við sjúkdóminn og værir í meðferð
gleymdi maður því oft vegna þess
hvað þú varst hress enda hélt ég að
þú svona ungur myndir ná bata og
fá að njóta ástvina þinna, svo við
gleymdum öllum áhyggjum og nut-
um ferðarinnar vel. Ég gleymi ekki
litlu atviki þegar við fórum á skraut-
legri hestakerru frá Luxor upp með
Níl og leituðum uppi verslun í hverfi
sem við höfðum komið í áður með
rútu. Þú rataðir um allt eins og þú
værir innfæddur og kaupmaðurinn
sagði: „Nú takið þið ykkur góðan
tíma til að skoða vörurnar, ég laga
fyrir ykkur arabískt kaffi og sé um
að hesturinn ykkar fái vatn og hey.“
Síðan tókum við okkur far með lítilli
seglskútu og sigldum afslöppuð nið-
ur Níl til hótelsins. Með í ferðahópn-
um voru góðir vinir ykkar, þau
Fanney, Hilmar og dóttir þeirra
Sigga, þau reyndust góðir ferða-
félagar. Þetta var frábær ferð, stór-
kostlegt að kynnast þessari fornu
menningu með stórkostlegum bygg-
ingum, höggmyndum, myndlist,
stjörnufræði og verkfræði, ekki síst
að komast svolítið í snertingu við
hugarheim þessa glæsilega fólks
sem var uppi 2000 árum fyrir Krist,
sem hugsaði svo mikið um dauðann
og annað líf og taldi einnig að gerðir
sínar yrðu vegnar og metnar eftir
dauðann og að það fengi sinn dóm.
Valdi, í þessari ferð kynntist ég
þér ennþá betur og mannkostum
þínum, dáðist að innri ró þinni og
nærgætni við Gerðu og ást hennar
og umhyggju fyrir þér.
Ég bið guð að blessa þig og ást-
vini þína, Gerðu, börnin og systkini
þín.
Jón Árni Vilmundarson.
✝ Marinó Tryggva-son fæddist á Jór-
unnarstöðum í Eyja-
fjarðarsveit 17. júlí
1914. Hann lést á
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri að kvöldi
28. mars síðastliðins.
Foreldrar hans voru
hjónin Tryggvi Sig-
urðsson, bóndi á Jór-
unnarstöðum, f. 19.
nóvember 1853, d.
1929, og Lilja Frí-
mannsdóttir, f. 25.
ágúst 1881, d. 1916.
Marinó var næstyngstur fjögurra
alsystkina en þau voru Friðbjörg, f.
1907, d. 1996, Karles, f. 1909, d.
1991, og Margrét, f. 1916, d. 1996.
Auk þess átti Marinó sex hálfsystk-
ini. Þau voru, samfeðra, Guðrún, f.
1874, og Aðalsteinn, f. 1889, Magn-
ús, f. 1894, og Rósa, f. 1891. Sam-
mæðra voru Frímann, f. 1902, og
Guðlaug, f. 1904. Öll systkini Mar-
inós eru látin.
Marinó kvæntist hinn 27. október
1940 Sigrúnu Finnsdóttur frá Ár-
túni í Eyjafjarðarsveit, f. 3. júní
1920, d. 11. desember 1997. For-
eldrar hennar voru Finnur Marinó
1952, maki Guðrún Ásta Guðjóns-
dóttir. Þau eiga þrjú börn. 8) Rósa,
hjúkrunarfræðingur á Hvanneyri,
f. 10.12. 1955, fyrri eiginmaður
Böðvar Pálsson, lést 1985. Börn
þeirra eru tvö. Seinni eiginmaður
Rósu er Kristján Andrésson. Þau
eiga tvö börn. 9) Kristbjörg, starfs-
maður á sambýli í Hafnarfirði, f.
8.4. 1957, maki Eiríkur Sigurðsson.
Þau eiga tvö börn. Kristbjörg átti
eitt barn fyrir. 10) Ófeigur Arnar,
bakari á Akureyri, f. 22.2. 1964,
maki Ratri Jaithon.
Marinó ólst upp á Jórunnarstöð-
um og hlaut venjulega menntun
barna í sveitum á þeim tíma. Mar-
inó og Sigrún fluttust til Akureyrar
árið 1941 og gerðist Marinó ráðs-
maður í Hlíðarenda ofan Akureyr-
ar. Síðan bjuggu Sigrún og Marinó
í Aðalstræti, Oddeyrargötu og
Brekkugötu. Árið 1943 keyptu þau
hús við Ægisgötu 15 og hófu bygg-
ingu húss á Ægisgötu 22 sem þau
fluttu í árið 1945 og bjuggu þar alla
tíð. Marinó stundaði almenn verka-
mannastörf á Akureyri allan sinn
starfsaldur hjá Akureyrarbæ, Ull-
arverksmiðjunni Gefjunni en lengst
af starfaði hann hjá Mjólkursam-
lagi KEA. Helsta áhugamál Mar-
inós var skáklistin og tók hann
virkan þátt í starfi Skákfélags Ak-
ureyrar.
Útför Marinós fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Kristjánsson, bóndi í
Ártúni í Eyjafjarðar-
sveit, f. 8. janúar 1891,
d. 1977, og Indiana
Sigurðardóttir, f. 23.
maí 1893, d. 1972.
Börn Marinós og Sig-
rúnar eru: 1) Hjörtur,
f. 1940, d. 1941. 2)
Hjörtur, sjómaður í
Reykjavík, f. 31.12.
1941, maki Rósa Sigur-
jónsdóttir, þau skildu,
þau eiga eitt barn og
eitt barnabarn. Seinni
kona Hjartar er Auður
Skarphéðinsdóttir. Þau eiga eitt
barn. 3) Finnur Örn, skrifstofumað-
ur og þjónn á Akureyri, f. 21.3.
1943, maki Guðrún Jóna Gunnars-
dóttir, börn þeirra eru sex og
barnabörnin tvö. 4) Lilja Indiana,
sjúkraliði á Akureyri, f. 5.9. 1944,
maki Þóroddur Gunnþórsson, þau
eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 5)
Steinar, verkamaður í Reykjavík, f.
11.1. 1946. 6) Jósef Lilliendal, ljós-
myndari á Egilsstöðum, f. 23.7.
1949, maki Fjóla Jóhannesdóttir,
þau skildu. Þau eiga þrjú börn og
þrjú barnabörn. 7) Tryggvi, garð-
yrkjufræðingur á Akureyri, f. 18.8.
Er svartasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgrímur J. Hallgrímsson.)
Hann pabbi minn hefur kvatt þenn-
an heim, ekkert fær því breytt. Ég
sakna hans en verð að unna honum
hvíldarinnar sem hann var farinn að
þrá. Þegar ég sat hjá honum daginn
áður en hann kvaddi sá ég að sífellt
dró af honum en að þetta væri síðasta
sinn sem ég sæi hann hvarflaði ekki
að mér. Maður heldur alltaf að enn sé
tími til að segja allt sem nú er ósagt,
að það sé enn tími til að þakka alla
ástina og umhyggjuna sem alltaf var
til staðar. Þakka fyrir það veganesti
sem hann gaf mér út í lífið með því
fordæmi sem hann sýndi með lífi sínu,
að vinna verk sín af trúmennsku, alúð
og ekki síst heiðarleika.
Pabbi var ekki margmáll maður en
traustur og hlýr. Oftast var stutt í
stríðnina og gamansemina. Lífið hafði
ekki alltaf farið mjúkum höndum um
hann. Það setur eflaust mark sitt á
sálina að missa bæði föður sinn og
móður ungur. Einnig hefur það verið
mikil og erfið lífsreynsla að missa sitt
fyrsta barn aðeins fárra mánaða gam-
alt en ekki heyrði ég hann kvarta.
Pabbi vann alltaf mikið, oft tvöfalda
vinnu en átti þó alltaf stundir til að
sinna okkur systkinunum og aðstoða
okkur í námi og amstri hversdagslífs-
ins.
Þegar aldurinn færðist yfir fór
heilsan að bila og hvert áfallið eftir
annað dundi yfir, en þrátt fyrir þverr-
andi þrek hélt hann sínu striki, rækt-
aði garðinn sinn og hlúði að þeim sem
honum voru kærir. Síðustu árin hafa
verið pabba erfið. Það var ekki að
hans skapi að þurfa að þiggja þjón-
ustu af öðrum og enn erfiðara var það
honum að eiga erfitt með að tjá sig
þegar röddin fór að gefa sig, en þrátt
fyrir allt hélt hann skýrri hugsun til
síðasta dags.
Pabbi minn, ég á yndislegar minn-
ingar um föður sem leiddi mig og vís-
aði veginn og ég vil þakka þér fyrir
alla þína ást og umhyggju og allt sem
þú hefur verið mér og fjölskyldu
minni.
Guð geymi þig.
Lilja og fjölskylda.
Margar minningar koma upp í hug-
ann þegar við hugsum til afa okkar
sem nú er dáinn. Hann var alltaf svo
stríðinn við okkur krakkana en samt
góður. Þegar við vorum stödd á Ak-
ureyri í heimsókn hjá afa og ömmu
eldaði afi alltaf grjónagraut, þann
besta í heimi. Afi vildi helst ekki láta
mynda sig en lét samt undan ef vel
var beðið. Afa þótti mjög leiðinlegt að
vera upp á aðra kominn og vildi ekki
að við krakkarnir stoppuðum mjög
lengi hjá honum því okkur leiddist
örugglega að horfa á hann svona lé-
legan og svo átti hann erfitt með að
tala undir það síðasta.
Elsku afi, þú sagðir við mömmu
síðast þegar hún kom til þín að amma
væri alltaf að koma og leggjast hjá
þér í rúmið. Nú ferð þú til hennar.
Góða ferð og hvíl í friði.
Oddný Eva, Særún Ósk,
Aðalheiður og Andrés.
Þegar ég var sjö ára varð ég þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að mamma og
pabbi keyptu húsið við hliðina á
ömmu og afa. Afi var að setjast í helg-
an stein á þeim tíma og hafði nógan
tíma aflögu til þess að verja með mér.
Þegar ég kom heim úr skólanum á
daginn fór ég alltaf heim til afa og
borðaði hjá honum.
Afi var nú ekki hrifinn af því að ég
vildi ekki leggja mér allt til munns,
t.d. lærði ég aldrei að meta súrt slátur
og svið en oft reyndi hann að fá mig til
þess að bragða á þessu góðgæti. Einu
sinni man ég eftir því að þegar ég kom
til afa var hann tilbúinn með kjöt,
grænar baunir og kartöflur og sagði
að ég væri heppinn því að nú fengi ég
læri, sem ég borðaði með bestu lyst.
Næstu daga var afi öðru hverju með
læri í matinn, sem ég borðaði ávallt
með bestu lyst. Í eitt skiptið þegar ég
var að gæða mér á lærinu sá ég að afi
glotti í kampinn og þá rann upp fyrir
mér sú staðreynd að afi hafði látið
mig borða svið aftur og aftur.
Við afi brölluðum margt þessa fjöl-
mörgu daga sem við áttum saman. Afi
kenndi mér að tefla og tefldum við oft,
við spiluðum á spil og hlustuðum á út-
varpið. Ég fór síðan með afa að sækja
ömmu í vinnuna.
Meðan afi og amma bjuggu í Æg-
isgötu heimsótti ég þau nánast dag-
lega, þau lögðu sig alltaf eftir matinn
og maður sá þá á gardínunni hvort
óhætt væri að koma í heimsókn. Ég
fór oft á kvöldin til þeirra til þess að
horfa á sjónvarpið með þeim. Eftir
því sem ég eltist fannst mér sífellt
skemmtilegra að tala við afa og man
margar sögur sem hann sagði mér.
Sérstaklega er mér minnisstætt að
hann sagði mér frá því þegar honum
var gefin appelsína þegar hann var
tólf ára. Hann sagði líka að hann hefði
farið suður til Reykjavíkur að læra
úrsmíði en hefði leiðst það og hugsað
hvað það væri nú gaman að moka flór.
Eftir að ég fékk bílpróf fórum við
afi nokkrum sinnum í bíltúra um Ak-
ureyri og um sveitinna hans. Þessir
bíltúrar gáfu mér mikið því afi sagði
mér svo margt, t.d. um vinnuna í
verksmiðjunum þegar hann þurfti að
fara út nokkrum sinnum á nóttu og
losa klakastíflur úr Glerá. Einu sinni
sagði hann mér frá því að hann hefði
unnið við snjómokstur, sá mokstur
var öðruvísi en í dag því að heill
vinnuflokkur mokaði veginn frá Ak-
ureyri inn að Hrafnagili með hand-
skóflum, það þótti mér ótrúlegt. Afi
upplifði mestu breytingar Íslandssög-
unnar, fæddist í torfbæ og fylgdist
með landi og þjóð taka stökk inn í
nýja tíma. Afi vann mikið og man ég
hvað mér þótti ótrúlegt þegar amma
sagði mér að afi hefði oft sofnað
standandi. Það hefur kostað mikla
vinnu að fæða og klæða níu börn. Afi
minn mun lifa innra með mér því ég
tel að það dýrmætasta sem mér hefur
hlotnast í lífinu sé nálægðin við afa og
ömmu. Afi og amma voru hamingju-
söm saman og fá loksins að hittast á
ný.
Ég kveð þig nafni.
Þú varst meira en afi, þú varst læri-
faðir og vinur.
Marinó Örn Tryggvason.
MARINÓ
TRYGGVASON