Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 69

Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 69 Í KVÖLD og annað kvöld munu nemendur á söngleikjanámskeiði í Domus Vox setja upp stytta útgáfu af söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningarnar verða kl. 18 og 20 á föstudaginn, en kl. 14 og 20 á laugar- daginn og kostar 700 kr. inn. Kenn- ari og leikstjóri er söngkonan Mar- grét Eir, en leikarar og söngvarar eru á aldrinum 12–31 ára og hafa lagt mikinn tíma og orku í að gera uppsetninguna sem fagmannlegasta. Gamlir smellir og nýir leikarar „Það er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ segir Margrét Eir, „en líka erfitt. Það er mikið verk að læra allan þennan texta, og leik- ararnir hafa reddað öllu sjálfir. Þau hafa fengið finna fyrir því nákvæm- lega hvernig er að setja upp heila sýningu frá búningum upp í sviðs- mynd, þar sem gjafmildar ömmur hafa hjálpað til, og svo sjá þau um tónlistina, míkrafóna, allt saman, voða gaman.“ Bjarni Snæbjörnsson leikur aðal- hlutverkið, hann Davíð. „Leikritið byrjar þannig að Davíð kemur úr námi í útlöndum, en síðan er strax farið aftur í tímann og horft á þegar hann var sautján ára,“ útskýrir Bjarni sem hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík í tvö ár. „Ég er frá Tálknafirði og var í áhugamannaleikhúsinu þar og hef alltaf haft áhuga á leiklist og söng. Söngleikir höfða mjög mikið til mín, meira en klassíkin.“ Söngleikurinn gerist árið 1961 og lögin eru gamlir smellir frá þessum tíma, sem þau flytja í eigin útsetn- ingum. En Bjarni segist líka hafa fundið sjálfan sig mikið hvað varðar leik. „Margrét Eir er líka búin að vera frábær. Hún er hreinskilin og veit hvað hún vill. Skemmtilegast hefur verið að kynnast þessu fólki og að vinna með því. Og svo er mað- ur búinn að læra svo mikið,“ segir Bjarni að lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Hildur Jónasdóttir og Ragnar Pálsson. Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Torfi Höskuldsson og Ásta S. Sveinsdóttir leika hjónakornin. Gaman að redda öllu sjálf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.