Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 70
JÓEL Pálsson er með færaridjassleikurum sinnar kyn-slóðar og þrátt fyrir unganaldur hefur hann skipað sér í
fremstu röð í þeim geiranum hér á
landi. Árið 1998 sendi hann frá sér
sína fyrstu plötu, Prím, hið stöndug-
asta verk þar sem öll lögin eru eftir
Jóel fyrir utan eitt sem er þjóðlag.
Jóel gerði svo samning við fyrirtækið
Naxos í kjölfarið, sem er æði um-
svifamikið á útgáfu á djassi – helst þó
sígildri tónlist, og fékk platan dreif-
ingu í fjörutíu löndum. Platan fékk
hvarvetna lofsamlega dóma.
Klif er önnur plata Jóels og kveður
þar við nokkuð annan tón en á Prím.
Hún ber líka þann heiður að vera
fyrsta útgáfa Eddu á tónlistarsvið-
inu, en Edda er, eins og fram hefur
komið hér síðum Morgunblaðsins,
nýtt útgáfufyrirtæki sem varð til við
samruna Vöku/Helgafells og Máls og
menningar. Platan kemur út á und-
irmerki þess, Óma, sem m.a. er ætlað
að taka yfir djass og sígilda tónlist.
Gegnt afgreiðsluborðinu
Það er alltaf menningarlegt að
hittast á Mokka og ræða málin – er
það ekki? Alltént mæltum við Jóel
okkur mót þar til að ræða þessa nýju
plötu hans. Staðurinn var valinn, að
ég held, vegna hagnýtni fremur en í
bóhemískum tilgangi, þar sem Jóel
var við æfingar í nágrenninu. Við
komum okkur fyrir úti horni, gegnt
afgreiðsluborðinu, og tókum óðar að
spá í umlagið á disknum sem er í senn
bæði forkunnarfagurt og stílhreint.
Jóel tjáir mér að höfundur myndar-
innar sem prýðir það sé enginn annar
Bjarni H. Þórarinsson, stundum kall-
aður Kokkur Kyrjan Kvæsir, sem
fastagestir veitingastaðarins 22 hér í
gamla daga ættu að kannast við.
„Ég er svolítið að bauka með nýjar
hugmyndir á þessari plötu,“ segir Jó-
el eftir að við höfum rætt lítillega um
fyrri plötuna, Prím.
„Það er auðvitað enginn tilgangur í
því að gera hina plötuna aftur.“
Jóel segist vera að leika sér með
nokkrar ólíkar hugmyndir á plötunni
nýju. „Hugmyndin er sú að þetta sé
ein heild frá fyrsta lagi til hins síð-
asta. Einnig er ég að taka áhrif að
víðar en bara úr djassi. Við leikum
okkur líka svolítið með formið á lög-
unum, reynum að púsla þeim aðeins
öðruvísi saman en tíðkast alla jafna.“
Jóel segir að svo mikil áhersla hafi
verið lögð á það að platan yrði heil-
steypt að hann hefði í nokkrum til-
vikum sleppt ákveðnum lögum sem
voru sem slík prýðissmíðar en féllu
einfaldlega ekki að heildarmyndinni.
Hann segir að pælingin hafi líka
verið að brjóta hljómsveitarformið
upp. „Við erum svona að reyna að
„fletja“ þetta út. Ekki að staðsetja
mig endilega fremst, heldur líka að
ég sé jafnvel að spila undir hjá þeim.“
Meðspilarar Jóels eru ekki af
lakara taginu, svo mikið er víst. Þeir
Hilmar Jensson gítarleikari, Skúli
Sverrisson bassaleikari og Matthías
Hemstock trommuleikari eru ekki
aðeins með allra sjóuðustu djass-
leikurum landsins heldur mynda þeir
jafnframt óeiginlegt landslið Íslands
um þessar mundir hvað framsækinni
djasstónlist viðkemur. Jóel segir að
undanfarið hafi áhugi hans í garð
raftónlistar vaxið ansi mikið.
„Það er ekki hægt að vera með
betri menn með sér en Hilmar, Skúla
og Matta. Þeir galdra fram alveg ótrú-
legustu stemmningar með þessi tæki
og tól sem þeir eru með. Ég notast
líka við hið sjaldgæfa kontrabassa-
klarinett sem ég er kolfallinn fyrir.“
Býsna opið
Klif er þannig plata að mann grun-
ar að hún eigi eftir að hafa nokkuð
víðtæka skírskotun. Þarna er nægi-
lega mikill djass fyrir djassarana en
svo er hún vel skreytt af áhrifum héð-
an og þaðan svo að aðdáendur tónlist-
ar sem er rokkkyns eða þá með til-
raunakenndum brag kveikja
hæglega á plötunni.
„Fólk hérna virðist orðið býsna op-
ið fyrir nýjungum,“ segir Jóel og seg-
ir það koma sér þægilega á óvart.
Hann segir í framhaldi að áhrif frá
Hilmari og Matthíasi hafi haft nokk-
ur áhrif á íslenska ungliða í djass-
heiminum í dag, en þar hafa menn
verið afar opnir fyrir tilraunastarf-
semi ýmiss konar. Hann tiltekur at-
hyglisvert dæmi í þessu sambandi.
„Við héldum nokkra tónleika er-
lendis í tengslum við fyrri plötuna.
Sumum útlendingum fannst þau lög
vera meira úti á jaðrinum á meðan við
sjálfir álitum plötuna vera í hefð-
bundnari kantinum.“
Undanfarin 2-3 ár hafa ungir
djassarar eins og Samúel Samúels-
son, Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar
Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson og Ómar Guðjónsson verið
áberandi í íslensku djasslífi í gegnum
verkefni eins og Drum’n’Brass, Flís
og a(superscript: d)-(a)n’ak svo dæmi
séu nefnd.
„Það er fullt af strákum sem hafa
verið að koma fram undanfarið sem
eru alveg ferlega góðir og alveg til í
að gera eitthvað meira en að vera
bara ferlega góðir,“ segir Jóel athug-
andi. „Það er
allt í lagi að
vera ferlega
góður en það
er bara ekki
nóg. Það
verður að
vera eitt-
hvað meira.“
Jóel bætir
því svo við að
fjöldi góðra
spilara hér á
landi sé al-
veg lygileg-
ur og staðall-
inn sé mjög
hár.
Innblástur
Talið berst aftur
að meðspilurunum. Jóel segist hafa
spilað mjög mikið með Hilmari og
Matta eins og hann kallar hann. „Þá
er ég farinn að þekkja býsna vel. Þeir
eru alltaf leitandi í tónlistinni. Það er
ekki nóg með að þeir séu frábærir
hljóðfæraleikarar heldur eru þeir
alltaf að þróa og þroska smekkinn hjá
sér. Það er alveg nauðsynlegt ef mað-
ur ætlar ekki að staðna í því sem
maður er að gera. Þess vegna veita
þeir mér sífelldan innblástur.“
Skúla segist hann svo þekkja
ágætlega þótt hann hafi ekki spilað
mikið með honum. „Ég var mjög
ánægður að hann skyldi hafa komið
hingað sérstaklega til að gera þetta
(Skúli býr í New York) í miðjum upp-
tökum með Laurie Anderson,“ segir
Jóel að lokum, sýnilega sáttur með
þessu nýju og metnaðarfullu plötu
sína.
„Í lagi að vera
ferlega góður
– en það er
bara ekki nóg“
Fyrsta tónlistarútgáfa hins nýstofnaða út-
gáfufyrirtækis Eddu er verkið Klif eftir
saxófónleikarann Jóel Pálsson. Arnar Egg-
ert Thoroddsen ræddi við Jóel um plötuna
sem markar viss vatnaskil í útgáfu hérlendis.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Jóel Pálsson: „Enginn tilgangur í
því að gera hina plötuna aftur.“
Jóel Pálsson gefur út hljómplötuna Klif í dag
arnart@mbl.is
Klif er önnur plata Jóels.
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ferskir og fallegir litir fyrir alla.
Komdu við í Aveda búðinni í
Kringlunni og fáðu ráðgjöf.
VOR 2001
FÖRÐUNARVÖRUR