Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í
gær að slíta viðræðum sjómanna og
útvegsmanna án þess að sjá tilefni til
að boða nýjan fund í deilunni. Enn
ber mikið á milli og djúpstæður
ágreiningur er í öllum atriðum við-
semjenda, að mati ríkissáttasemj-
ara. Síðustu fundir hafa ekki leitt til
neinna breytinga á afstöðu þeirra.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir fréttir af viðræðuslit-
um slæmar fréttir en stjórnvöld
muni ekki grípa til neinna aðgerða
til að vinna að lausn deilunnar.
Dragist verkfallið á langinn verði
það að hafa sinn gang.
„Ég sé ekkert á þessari stundu
sem ég get gert til að hjálpa til í deil-
unni, því miður. Nú verð ég bara að
bíða og sjá hverju fram vindur en ég
hef engar áætlanir um nein afskipti
af þessari deilu. Þetta breytir ekki
neinu af því sem ég hef sagt áður.“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að menn
hafi verið sammála sáttasemjara um
að ekkert annað lægi fyrir í stöðunni
en að slíta viðræðum. „Það liggur
fyrir að við getum ekki klárað samn-
inga nema sjómenn komi til móts við
þá kröfu okkar að ávinningurinn
skiptist á milli útgerðar og sjómanna
þegar fækkað er í áhöfn. Við höfum
verið að fjalla um þetta síðustu daga,
það hefur ekki skilað árangri en er
lykill að því að við getum komið til
móts við þá í öðrum efnum.“
Að sögn Friðriks er það einsdæmi
að atvinnurekendur fái ekkert út úr
því að fjárfesta í nýjum tækjum og
búnaði. „Það er algerlega óásættan-
legt, og við getum ekki klárað samn-
inga nema fá bót á því. Við höfum
lagt til að þeir fái helming og við
helming, sem í raun er mjög hógvær
krafa. Það er líka mikilvægt að fram
komi að með þessu erum við ekki að
lækka laun sjómanna, heldur þvert á
móti að hækka launin hjá þeim sem
við þetta starfa.“
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, segir ljóst að sú
mikla vinna sem fram hafi farið und-
anfarnar vikur hafi engum árangri
skilað og viðræðurnar séu komnar í
strand.
Á ekki við nokkur
rök að styðjast
„Ég vek athygli á því að Friðrik
hefur talað um að þeir hafi slakað
einhverju til okkar en það hefur
bara engu verið slakað til okkar. Og
þetta bull í þeim að þetta sé út af
fækkun í áhöfn á ekki við nokkur rök
að styðjast og fyrir því höfum við
fært þeim rök aftur og ítrekað og
höfum bent á að skiptaprósentan
hafi verið lækkuð vegna tæknibreyt-
inga og vegna breytinga í útgerð-
arháttum.
Það er ekki tilefni til að fjasa
meira um þetta, við þekkjum alveg
vanda hver annars, en það er bara
himinn og haf á milli,“ sagði Sævar.
Sáttasemjari sleit viðræðum sjómanna og útvegsmanna
Himinn og haf á
milli deiluaðila
VINNU við mat á umhverfisáhrifum
þriðja áfanga stækkunar álvers
Norðuráls á Grundartanga hefur
verið hætt og stefnir því ekki í að
framleiðslugeta álversins verði allt
að 300 þúsund tonn á ári, eins og
hugmyndir forsvarsmanna fyrirtæk-
isins hnigu til. Ástæðan er dráttur
sem orðið hefur á viðbrögðum
stjórnvalda vegna áforma fyrirtæk-
isins og óvissu með raforkusölu
vegna stækkunarinnar.
Líklegt er nú talið að könnuð verði
hagkvæmni þess að stækka um 90
þúsund tonn í næsta áfanga og yrði
samanlögð framleiðslugeta álversins
þá 180 þúsund tonn. Gildandi starfs-
leyfi álversins er einmitt upp á slíka
framleiðslu og því þyrfti ekki að fara
fram sérstakt mat á umhverfisáhrif-
um stækkunarinnar. Ragnar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri fjár-
mála- og stjórnunarsviðs Norðuráls,
segir að frá því áform um stækkun
voru kynnt, hafi komið í ljós að
stjórnvöld hafi áhuga á því að kanna
möguleika á því að áfangaskipta
stækkun um 150 þúsund tonn.
„Raunhæfara virðist að kanna
fyrst forsendur fyrir því að skipta
verkefninu í tvo áfanga, fyrst 90 þús-
und tonna stækkun og síðar 60 þús-
und tonn því til viðbótar. Áfanga-
skipting veldur hins vegar því að
fjárfesting á hverja framleiðsluein-
ingu verður heldur hærri og sömu-
leiðis verður rekstrarkostnaður
nokkru meiri þar til fullri stærð er
náð. Áfangaskipting mun því minnka
hagkvæmni stækkunarinnar, en við
erum engu að síður tilbúnir til að
kanna möguleika á slíkum fram-
kvæmdum,“ segir hann.
Á allra næstu dögum verður, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
skipuð formleg viðræðunefnd af
hálfu ráðuneytisins sem hafa mun
umboð til þess að ná samkomulagi
um málið með áfangastækkun að
markmiði.
Virkjunarframkvæmdir vegna
slíkrar stækkunar yrðu að öllum lík-
indum allar í Þjórsá og þykir líkleg-
ast að Norðlingaalda verði nýtt í því
sambandi.
Vinnu við umhverfismat stækkunar álvers á Grundartanga hætt
Stefnt að stækkun
um 90 þúsund tonn
ÞAÐ var óvanalegur gestur sem
heimsótti ábúendur í Árbót í Aðal-
dal fyrir rúmlega viku en það var
brandugla sem flaug inn um gat á
hlöðunni og gerði sig heimakomna.
Í fyrstu var haldið að hún hefði
villst inn, en fuglinn náðist og var
gefið inni í bæ og síðan sleppt. Kom
hún þá aftur og flaug inn um hlöðu-
opið öðru sinni og hefur haldið sig
þar síðan. Auðvelt hefur verið að ná
henni og hafa verið veiddar handa
henni mýs sem hún hefur borðað.
Hákon Gunnarsson bóndi í Árbót
segir að töluvert sé af uglum í ná-
grenni Árbótar en yfirleitt hafi þær
ekki leitað inn í hús. Ef til vill amar
eitthvað að fuglinum en úr hlöðunni
vill hún ekki fara, flýgur þar stafna
á milli og lætur vel af bústaðnum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Brandugla í fjóshlöðunni
Laxamýri. Morgunblaðið.
BÁTSVERJARNIR á Önnu H GK
80 fundu fimm æðarkónga og þrjár
æðardrottningar flækt í þorskanet
þegar þeir vitjuðu netanna undan
Steinasandi í Suðursveit í gær.
Einni drottningunni var reyndar
kastað útbyrðis fyrir misgáning en
líklega hafa bátsverjar talið að þeir
hafi fengið venjulega kollu í netið.
Ævar Petersen, fuglafræðingur
og forstöðumaður Reykjavíkurset-
urs Náttúrufræðistofnunar, segir
að æðarkóngar og -drottningar
haldi sig yfirleitt nær heimskaut-
inu. Það sé þó vel þekkt að æð-
arkóngar hafi vetursetu hér á
landi. Svo virðist sem þeir hópist
saman rétt undir vor og fljúgi síðan
norður á bóginn. „Það vill nú þann-
ig til að á þessum slóðum á SA-landi
hafa einmitt sést stærri hópar af
æðarkóngum en á öðrum stöðum
við landið einmitt á þessum tíma,“
segir Ævar.
Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson
Æðarkóngurinn er auðþekktur
á skærappelsínugulri „kórónu“.
Æðar-
kóngar í
þorskanet
Líklega st́ækkað/33
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur falið Flugmálastjórn
að grípa til ýmissa ráðstafana til að
efla eftirlit með flugrekendum á Ís-
landi, einkum þeim sem reka minni
flugvélar. Í bréfi samgönguráðherra
til Flugmálastjórnar kemur fram að
í skýrslu rannsóknarnefndar flug-
slysa vegna flugslyssins þegar TF-
GTI brotlenti í Skerjafirði í fyrra,
hafi komið fram að ákvæði reglu-
gerðar um flutningaflug hafi verið
brotin og alvarleg vanræksla hafi
komið fram á faglegum grundvallar-
þætti í flugrekstri Ísleifs Ottesen.
Lagt er fyrir Flugmálastjórn að
setja fram áætlun um hvernig hún
hyggist bregðast við þeim sex tillög-
um í öryggisátt sem rannsóknar-
nefndin beindi til Flugmálastjórnar í
skýrslunni. Ráðuneytið mun á næst-
unni skipa starfshóp til að gera til-
lögur um ákveðnari úrræði til að
svipta flugrekstraraðila leyfum,
tímabundið eða endanlega og er
Flugmálastjórn beðin að skipa full-
trúa sinn í starfshópinn. Þá er Flug-
málastjórn gert að hafa sérstakt eft-
irlit með flugrekendum sem reka
flugvélar í flutningaflugi sem eru
undir 10 tonnum að þyngd og geta
flutt 19 farþega eða færri til 1. júní
2002 þegar svonefndar JAR OPS 1-
reglur ganga að fullu í gildi.
Samgönguráðuneytið hefur kom-
ist að samkomulagi við Leiguflug Ís-
leifs Ottesen um að samningi við
ráðuneyti heilbrigðismála og sam-
göngumála skuli ekki fram haldið.
Segir ráðherra það gert með sér-
stökum samningi eftir athugun lög-
fræðinga í stað þess að rifta samn-
ingnum. Slíkt hefði getað þýtt að
ríkið yrði krafið um miklar fébætur.
Samgönguráðherra felur Flugmála-
stjórn að grípa til ráðstafana
Eftirlit með flug-
rekendum aukið
Óskað eftir/12