Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÁTT fyrir að heimsókn til
Spánar eða Frakklands geti gefið
annað til kynna er enska það
tungumál sem allir þurfa að kunna.
Áður fyrr var heimurinn ekki
eins auðveldur viðfangs og hann er
nú. Þýska og latína voru tungumál
vísindanna, franska mál stjórnmál-
anna, ítalska mál tónlistarinnar og
svo mætti áfram telja. Íslendingar
þurftu að láta sér það lynda að
læra dönsku til þess að komast af.
Í raun og veru er undarlegt að fólk
í þá daga hafi haft tíma til nokkurs
annars en tungumálanáms.
Fyrir fjögur hundruð árum var
enska ekki útbreiddari en svo að
aðeins rétt um tíu milljónir manna
töluðu hana. Forsjónin hefur lík-
lega gripið inn í á réttum tíma, því
að nú er enska orðin tungumál
rúmlega milljarðs manna – móð-
urmál um helmings þeirra. Enska
sameinar heilu landsvæðin og fólk
með mismunandi menningu. Tvær
ólíkar innrásir víkinga (önnur hófst
árið 793 og hin árið 1066) hafa leitt
það af sér að ensk tunga er eitt
auðugasta tungumál heims hvað
umfang og stærð orðaforða snertir.
Enska er nú allsráðandi á höf-
unum, í háloftunum, heimsbók-
menntunum, vísindum, stjórnmál-
um, sjónvarpi og útvarpi, kvik-
myndum, tónlist, tölvum – og
viðskiptum. Í fyrsta skipti í sögu
mannkyns hefur eitt tungumál öðl-
ast öruggan sess sem aðaltungu-
mál heimsins og ekkert bendir til
að enskan sé á undanhaldi.
Nú þegar heimurinn er allur að
opnast fyrir Íslendingum geta þeir
þakkað sínum sæla fyrir það hvað
þeir hafa verið fljótir og duglegir
að tileinka sér þessa höfuðtungu
heimsins og læra sem sitt helsta
erlenda tungumál. Í staðinn hefur
enskan hjálpað til að
rjúfa einangrun lands-
ins og gera það sam-
keppnishæft á mörg-
um sviðum.
Samt er það nú svo
að flestir Íslendingar
tala ensku miklu betur
en þeir skrifa hana,
þökk sé kvikmyndum,
dægurlögum og sjón-
varpsþáttum. Þótt
margir Íslendingar
spjari sig vel á talaðri
ensku, til dæmis á al-
þjóðlegum viðskipta-
fundum, er yfirleitt
allt annað uppi á ten-
ingnum þegar kemur að því að
skrifa einföld viðskiptabréf eða
tölvuskeyti – hvað þá skýrslur,
bæklinga eða vefsíður!
Á alþjóðamarkaði eru fyrirtæki
og vörur þeirra, hugmyndir og
þjónusta dæmd – ósjálfrátt eða
sjálfrátt – eftir því hvort enskan
sem notuð er við kynninguna er
nógu fagmannleg. Þrátt fyrir að
vera einföld við fyrstu sýn (að
minnsta kosti miðað við íslensku)
getur enska svo sannarlega verið
lúmsk. Enska er nefnilega ekki
bara enska, stundum er engu lík-
ara en mismunandi samsetningu
reglna þurfi í hvert skipti sem
texti á ensku er settur saman. Á
mörkuðum þar sem enska er ekki
þjóðtunga þarf orðfærið að vera
nokkuð almennt og höfundur þarf
sérstaklega að varast öll nema al-
gengustu orðatiltæki, svo og marg-
ræðni. Á svæðum þar sem enska
er móðurmál geta minnstu smáat-
riði rammskekkt skilaboðin eða
ímyndina sem um ræðir. Til dæm-
is, orðið „big“ (frekar en „large“,
„sizable“ eða önnur viðeigandi
samheiti) í viðskipta-
skjali eða skýrslu get-
ur hljómað barnalega
og þannig skaðað
ímynd fyrirtækisins.
Ef þú, lesandi góður,
ert að senda eitthvað
frá þér á ensku á ann-
að borð, er það þá
ekki til að koma rétt-
um skilaboðum á
framfæri og öðlast
góða ímynd?
Hafðu væntanlega
lesendur í huga. Ef
þeir eru aðallega í
Evrópu skaltu nota
breska ensku. Ef þeir
eru úti um allan heim skaltu notast
við norður-ameríska ensku. Mun-
urinn á breskri og norður-amer-
ískri ensku er oft ýktur en hann er
nú samt til. Af ýmsum ástæðum,
sem ekki verða tíundaðar hér að
fullu, færðist þungamiðja enskrar
tungu frá London til Washington
fyrir um hálfri öld. Sexfalt fleiri
hafa norður-ameríska ensku en
breska ensku að móðurmáli. Flest-
ir erlendir lesendur skilja norður-
ameríska ensku betur en breska
vegna þess að sú norður-ameríska
hefur lengi verið allsráðandi í al-
þjóðasamskiptum. Enginn skyldi
trúa hinni lífseigu þjóðsögu að
bresk enska sé hreinni og þar af
leiðandi betri. Ef stafsetning er
undanskilin er norður-ameríska
enskan á margan hátt líkari eldri
ensku en sú breska. Íslendingar
ættu fremur öðrum að skilja slíkan
mun.
Íslendingar vita að það er algert
höfuðatriði að hafa góð tök á mál-
fræði, sama hvert tilefnið er. Samt
verða þeir oft undrandi ef kórrétta
enskan þeirra er ónothæf – bara
vegna þess að málnotkunin er ekki
samkvæmt málhefð innfæddra.
Enskan er ef til vill gallalaus – en
lætur ókunnuglega í eyrum.
Svo eru mistök sem of margir
Íslendingar gera sig seka um.
Þessi stutti listi ætti að vera
skyldulesning í íslenskum skólum
og fólk á öllum aldri ætti að leggja
hann á minnið:
1) Fleirtölu-s er aldrei í endi
orðanna „information“, „women“
eða „sheep“.
2) „House“ er bara staður sem
fólk býr í. „House“ er aldrei vinnu-
staður. Bygging gerð fyrir at-
vinnustarfsemi kallast alltaf
„building“ og aldrei „house“!!
(Þetta er algengasta enskuvilla
sem Íslendingar gera.)
3) Við ritun talna gegna komma
og punktur í enskum textum þver-
öfugum hlutverkum við hlutverk
þeirra í íslenskum textum. Á ensku
eru því „64.4%“ og „ISK
433,289,780“ skrifuð einmitt þann-
ig. Vertu varkár! Ímyndaðu þér að
rukka bandarískt fyrirtæki um
„$55.989“ fyrir fiskvinnsluvélar.
Lagalega séð er þetta reikningur
upp á tæpa 56 dollara.
4) Fólk er aldrei „on a meeting“.
Ef fundurinn er í þeirra eigin
„building“ eru menn „in a meet-
ing“. Ef fundurinn er annars stað-
ar er fólkið „at a meeting“.
5) Fólk er ekki „in the phone“
eða „at the phone“. Það er „on the
phone“.
6) Venjulega er ekki sagt að
maður hringi í einhvern „after one
hour“. Maður hringir „in one (eða
„an“) hour“.
Nokkrar aðrar
ábendingar
a) Málfræðihjálparforritin sem
eru innbyggð í ritvinnsluforrit eru
langt í frá óskeikul, treystu ekki
um of á þau. Hins vegar eru forrit
til prentvilluleitar ómetanleg.
b) Íslenska krónan er að mestu
óþekktur gjaldeyrir. Hafðu í huga
að skjölin sem þú skrifar á ensku
eru ekki ætluð Íslendingum. Upp-
hæðir í íslenskum krónum verða
líklega marklausar og ergja sjálf-
sagt flesta lesendur þína, jafnvel
þótt þú leggir til breytingartöflu.
Notaðu dollara, pund eða evrur í
skjölum á ensku. Ef þú þarft nauð-
synlega að nota íslenskar krónur,
skaltu fyrir alla muni hafa alþjóð-
legan gjaldeyri í sviga fyrir aftan
íslensku upphæðina.
c) Íslendingar ofnota gjarnan
orðið „possibility“ og misnota það
þegar betra hefði verið að nota hið
einstaklega jákvæða orð „opport-
unity“. „Cooperation“ er annað orð
sem Íslendingar mis- og ofnota.
Engin ein lausn er á því en oft þarf
hreinlega að endurskrifa alla setn-
inguna til að koma skilaboðunum
almennilega til skila. Þá er skyn-
samlegt að kalla til atvinnumenn
sem hafa vald innfæddra á málinu.
Ekkert kemur í staðinn fyrir
skilning Íslendinga á íslensku. Á
sama hátt kemur ekkert í stað
skilnings innfæddra á ensku. Sjálf-
sagt eru undantekningarnar til
einhvers staðar, en ég hef aldrei
hitt neinn sem ekki bjó í ensku-
mælandi landi í æsku en getur
samt skrifað lipran „óútlendings-
legan“ enskutexta sem ekki dregur
athygli lesandans frá kjarna máls-
ins. Háskólagráða í ensku eða tíu
fullorðinsár í enskumælandi landi
er bara ekki nóg – það er ef til vill
ekki sanngjarnt en þannig er það
nú samt.
Fyrsta skref í frágangi skjala á
ensku er að láta einhvern sem hef-
ur vald innfæddra á málinu þýða
það eða prófarkalesa. Það er ótrú-
legt og neyðarlegt hversu mörg ís-
lensk fyrirtæki hafa augljóslega
sleppt þessu rökrétta fyrsta skrefi.
Jafnvel torlæs maður með ensku
að móðurmáli skilur að sumir
skemmtistaðir bjóða upp á „live
music“ (hljómsveitir) en ekki „life
music“ (lífstónlist). Einhvers stað-
ar hlýtur að finnast einhver eng-
ilsaxneskur maður sem hægt er að
spyrja. Ef málið snýst um einfalt
tölvuskeyti eða annars konar ein-
falt skjal sem á bara að notast einu
sinni dugar yfirleitt bara að spyrja
einhvern sem menn þekkja frá
enskumælandi landi.
Allt annað er hins vegar uppi á
teningnum þegar á að senda skjal
út í heim. Þá er sjálf ímynd
fyrirtækisins í veði. Þá er kominn
tími til að kalla á fagmenn. Með
hjálp þeirra mun hin nýja „drop in
service“ (skerta þjónusta) sem fyr-
irtækið ætlar einhverra hluta
vegna að auglýsa, til allrar ham-
ingju breytast í „drop-in service“
(skyndiafgreiðsla) áður en heim-
urinn sér auglýsinguna. Nauðsyn-
legt er að hafa í huga að á alþjóð-
legum markaði er keppt við
risavaxnar fyrirtækjasamsteypur –
margar frá enskumælandi löndum.
Treysta þessir stóru strákar
enskukunnáttu innfæddra starfs-
manna sinna þegar ímynd fyrir-
tækisins er í veði? Yfirleitt ekki!
Þeir og auglýsinga- eða almanna-
tengslastofurnar þeirra treysta
nánast eingöngu á atvinnumenn,
sérhæfða textahöfunda. Munið að
enska er ekki bara enska. Þegar
fagmennirnir hafa lokið sér af er
bæklingurinn, skýrslan eða vefsíð-
an send til árvakurra prófarkales-
ara sem sökkva sér ofan í hverja
síðu einn eða tvo klukkutíma, bæði
fyrir og eftir prentun. Ef risafyr-
irtæki frá enskumælandi löndum
þurfa á slíkri aðstoð að halda til að
vera samkeppnishæf má rétt
ímynda sér hvað íslensk fyrirtæki
þurfa!
Það er uggvænleg staðreynd að
flest íslensk fyrirtæki sem reyna
að hasla sér völl á erlendri grund
keppa beint við alþjóðleg risafyr-
irtæki og glansandi ímyndir þeirra.
Ímynd sem skarar fram úr getur
oft verið það sem ríður baggamun-
inn um hvort fyrirtæki er tekið al-
varlega – eða ekki. Bjarta hliðin á
þessu er sú að góð ímynd er ódýr,
að minnsta kosti miðað við ým-
islegt annað í viðskiptum. Þótt
sumir minni spámenn telji ímynd
hálfgildings óþarfa geta aukakrón-
ur fyrir hágæða textavinnu, mynd-
vinnslu, prentun og vefþjónustu
beinlínis haldið fyrirtæki á floti í
gegnum þrengingar í viðskiptalíf-
inu.
Hvert á þá að leita, fyrst enska
er eins flókin og hún er? Merkilegt
nokk hefur Ísland laðað að sér
nokkra fyrsta flokks þýðendur og
prófarkalesara. Það er athyglis-
vert, því að aðeins u.þ.b. ein af
hverjum 25 enskumælandi mann-
eskjum getur skrifað virkilega góð-
an texta. Án kunnáttu í ritun verð-
ur enginn góður þýðandi – þótt
tvítyngdur sé eða enskulærður.
Það sama gildir um prófarkales-
ara, því þeir þurfa oft að endur-
skrifa uppkast á ensku sem þeir fá
í hendur til þess að gera textann
skýrari og ná betur til markhóps-
ins. Góð málfræðikunnátta er ekki
nóg. Ef bæklingurinn eða vefsíðan
er ekki vel skrifuð og á annan hátt
aðlaðandi stendur fyrirtækið ekki
jafnfætis stóru keppinautunum í
útlöndum. Afsakanir duga ekki. Ef
bestu textahöfundarnir, þýðend-
urnir og prófarkalesararnir á Ís-
landi eru uppteknir þá stundina
skaltu ekki hika við að leita til
góðra auglýsingastofa í Englandi
eða Norður-Ameríku. Á dögum
hnattvæðingar og alþjóðlegs mark-
aðsumhverfis er óráðlegt að spara
eyrinn og kasta krónunni.
SLÆM ENSKA GETUR
JAFNGILT SLÆMU
GENGI Í VIÐSKIPTUM
Mike Handley
Á alþjóðamarkaði eru
fyrirtæki og vörur
þeirra, hugmyndir og
þjónusta dæmd – ósjálf-
rátt eða sjálfrátt – eftir
því, segir Mike Hand-
ley, hvort enskan sem
notuð er við kynninguna
er nógu fagmannleg.
Höfundur er stofnandi þýðinga- og
prófarkalestrarfyrirtækisins Enskr-
ar málstöðvar í Reykjavík.