Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég er afturgenginn, hr. greifi. Ég er frá eftirlitsdeild „Sameign þjóðarinnar“. Kynningarátak í gangi Veldu kennslu – veldu Reykjavík Kynningarátak fernú fram hjáFræðslumiðstöð Reykjavíkur sem ætlað er að laða að kennara í Reykjavík, vekja athygli á stærsta og fjölbreyttasta vinnustað landsins. Óðinn Pétur Vigfússon hefur ásamt fjögra manna nefnd annast þetta verkefni. Hann var spurður hvers vegna þyrfti að vekja sér- staka athygli á Reykjavík í þessum efnum. „Það er vegna þess að kennaraskortur hefur ver- ið á landinu undanfarið og núna fyrst er þessi skortur að verða í Reykjavík. Það er ljóst að Reykjavík þarf núna að keppa við önnur sveitarfélög um kennara, þeir eru ekki aðeins eftirsóttir til kennslu heldur í önnur störf einn- ig. Það má því búast við að sveit- arfélög þurfi að keppa um kennara næstu árin. Eðlileg endurnýjun á svona stórum vinnustað eins og skólar Reykjavíkur eru gefur til kynna að þörf sé á 40 til 50 nýjum kennurum árlega á næstunni.“ – Hver er endurnýjunin um þessar mundir? „Við fengum síðasta haust þá kennara sem þurfti en það lítur dá- lítið ögrandi út hvað næsta kennsluár snertir. Hins vegar seg- ir þetta ekki alla söguna því nú starfa um 100 leiðbeinendur við grunnskóla Reykjavíkur og mark- miðið er að sem flestir þessir leið- beiðendur verði sér úti um kennsluréttindi og kennaramennt- að fólk fylli allar kennarastöður borgarinnar.“ – Hvernig ætlið þið að haga bar- áttunni við að ná þessu markmiði? „Við höfum haft kynningarfundi með nemendum í Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands til þess að kynna okkar starfsemi. Þá höf- um við gefið út bækling sem heitir Veldu kennslu – veldu Reykjavík. Það hafa um 350 kennarar útskrif- ast úr Kennaraháskóla Íslands á síðustu þremur árum og um það bil 90 þeirra hafa ekki farið að kenna.“ – Í hvers konar störf önnur en kennslu eru kennarar eftirsóttir? „Það eru störf eins og fræðslu- fulltrúar hjá fyrirtækjum, í starfs- mannastjórnun, hjá tölvufyrir- tækjum og fleira. Kennarar eru yfirleitt skipulagðir í hugsun og vinnu.“ – Hvað segja önnur sveitarfélög um þetta átak í Reykjavík? „Málið er það að önnur sveitar- félög hafa gegnum árin yfirboðið kennara til að fá þá til starfa hjá sér. Þeim hefur boðist ódýrt og jafnvel ókeypis húsnæði, hærra kaup og ýmisleg önnur hlunnindi. Þetta er freistandi fyrir fólk sem er að koma úr námi og þarf að ná sér upp fjár- hagslega.“ – Hvaða sveitarfélög eru það helst? „Segja má að flest sveitarfélög úti á landi hafi boðið hlunnindi en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa reynt að koma til móts við þessar nýju aðstæður. Það eðlilegt í vaxandi samkeppni að Reykjavík með sinn metnað reyni að fá góða kennara til starfa hjá sér.“ – Virðist ykkur að það sé mikill áhugi hjá ungu fólk að fara í kenn- aranám? „Það virðist vera töluverður áhugi hjá konum en minni hjá körlum. Það er vandamál sem þarf að taka á.“ – Hefur ímynd kennara skaðast vegna áralangrar baráttu til betri kjara? „Já, það er hugsanlegt að það sé hluti af dæminu en það er von manna að nýgerðir kjarasamning- ar gefi ímyndinni ferskari blæ. Átaki okkar núna er ekki síst beint að karlmönnum í kennarastétt og reynt að fá þá aftur inn í kennslu. Það eru margir karlmenn mennt- aðir kennarar en starfa við annað.“ – Hvað stendur til á næstunni í málefnum kynningarátaks ykkar? „Það er áhersla á auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Þeg- ar lengra dregur eru áætlaðir fleiri fundir með kennaranemum.“ – Er ætlunin að hringja í kenn- ara til þess að fá þá til starfa í Reykjavík? „Mér fyndist það eðlilegur hlut- ur að Reykjavík, sem leiðandi afl í menntamálum þjóðarinnar, geri allt sem hægt er til að fá sem hæf- ast fólk til kennslustarfa. Skóla- stjórar hafa verið og eru mjög virkir í að reyna að ná í góða kenn- ara.“ – Væri hugsanlegt að útbúa nám fyrir kennara sem væri styttra en sérhæfðara? „Alls ekki styttra kennaranám, miklu frekar þarf að lengja það. Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu efni. Borgar- holtsskóli hefur mennt- að skólaliða sem eiga að vera kennurum til aðstoðar en það leysir ekki kennaravandann enda eru skólaliðar ekki kennarar. Í sam- bandi við kennaranám má koma fram að mjög fáir karlar eru nú í því námi, það virðist svo sem kennsla sé að verða algjört kvennastarf. Þetta er vandamál og það er spurning hvort Kennarahá- skólinn ætti gera átak í því að laða að fleiri karlmenn í kennaranám. Heyrst hefur að fleiri karlmönnum sé hafnað en konum við inntöku í Kennaraháskóla Íslands.“ Óðinn Pétur Vigfússon  Óðinn Pétur Vigfússon fædd- ist á Ólafsvík 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Danmörku og BA-prófi í sögu, kristnifræði og uppeldisfræði frá Massachusetts í Bandaríkjunum og framhalds- námi í skólastjórnun frá sama stað. Hann hefur starfað sem kennari við grunnskóla í Ólafsvík, var gestakennari í Massachusetts og kennari og deildarstjóri við Vejlfjordskolen í Danmörku frá 1984 til 1994 og síðan kennari, árganga- og fag- stjóri við Réttarholtsskóla. Hann á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Óðinn er kvæntur Sonju Riedmann sjúkraþjálfara og eiga þau fjóra syni. Átaki okkar er ekki síst beint að kenn- aramennt- uðum karl- mönnum HÁMARKSREFSING vegna nauðgana þar sem fórnarlambið get- ur ekki varist sökum áfengisdauða eða svefndrunga af völdum áfengis er sex ár. Beiti gerandi ofbeldi eða byrlar fórnarlambinu svefnlyf er há- marksrefsingin hins vegar 16 ár. Á síðustu tveimur árum komu 60 mál þar sem fórnarlambið svaf áfengissvefni til kasta Neyðarmót- töku vegna nauðgana á slysa- og bráðadeild Landspítalans-háskóla- sjúkrahúss. Að auki komu upp um 15 mál þar sem fórnarlambið vaknaði eftir að verknaðurinn var hafinn að sögn Eyrúnar B. Jónsdóttur, um- sjónarhjúkrunarfræðings. Hún segir að fórnarlömb veigri sér við að kæra í slíkum málum enda sönnunarbyrðin erfið. Líði langur tími frá verknaði til læknisskoðunar er einnig erfitt að finna líkamleg sönnunargögn. Það sama eigi við þegar grunur leikur á að konum hafi verið byrluð ólyfjan. Eyrún segir að á síðustu árum hafi komið upp nokk- ur tilfelli þar sem grunur leikur á að konum hafi verið gefið lyfi Rohypnol en það dregur úr meðvitund og veld- ur tímabundnu minnisleysi. Efnið skilst afar hratt úr líkamanum og finnst ekki nema skammt sé liðið frá atburðinum. Sif Konráðsdóttir hrl. telur fulla þörf á því að hækka refsirammann vegna nauðgana þar sem fórnar- lambið sefur áfengissvefni eða getur ekki varist sökum ölvunar til sam- ræmis við refisrammann í nauðgun- armálum enda séu afleiðingar brot- anna sambærilegar. Hún minnir á að þar sem refsingarnar við nauðgun- um þar sem fórnarlambið sefur áfengissvefni sé sex ár fyrnist brotið á 10 árum. Refsingar við nauðgunum fyrnast hins vegar á 15 árum. Þá segir Sif að hækka þurfi refs- irammann í kynferðisbrotum gegn börnum. Yfirleitt líði langur tími þar til slík mál séu kærð og því mikil- vægt að fyrningafrestur sé rúmur. Vægari refsingar voru við broti gegn karlmanni Nýlega var karlmaður sem játaði á sig margvísleg kynferðisbrot gegn ungum dreng sýknaður af Héraðs- dómi Vestfjarða þar sem brotin voru fyrnd. Þau áttu sér stað á árunum 1980 til 1986, þegar drengurinn var 5 til 11 ára gamall en þau voru kærð 13 árum eftir að síðasta brotið átti sér stað. Brotin voru fjölmörg og gróf en í dómnum kemur fram að gegn neit- un ákærða sé ekki sannað að hann hafi gert drengnum til að hafa við sig samræði. Dæmt er eftir þeim lögum sem voru í gildi á þeim tíma sem brotin voru framin. Samkvæmt lagabók- stafnum átti hver sá sem átti sam- ræði við barn yngra en 14 ára að sæta fangelsi allt að 12 árum. Þó skyldi beita vægari refsingu fyrir önnur kynferðismök en samræði og skyldu refsingarnar vera í samræmi við brotið. Hins vegar er annað ákvæði þar sem segir að það varði fangelsi allt að sex árum að hafa kynferðismök við persónu af sama kyni. Því var harðasta refsing sem hægt var að dæma manninn í sex ár. Þar sem refsing var vægari en 10 ár fyrntist það á 10 árum en hefði að öðrum kosti fyrnst á 15 árum. Hefði mað- urinn brotið gegn stúlku hefðu brot- in ekki verið fyrnd. Karlmenn gerendur en konur þolendur Til ársins 1992 gerðu almenn hegningarlög ráð fyrir því að karl- menn væru gerendur kynferðisof- beldis en konur þolendur. Hámarks- refsing fyrir að nauðga kvenmanni var þá 16 ár. Væri gerandi og fórn- arlamb karlmaður var harðasta refs- ing sex ár. Þessu var breytt árið 1992 um leið og heiti kaflans í hegningarlögum um „skírlífisbrot“ var breytt í kyn- ferðisbrot. Í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að slíkar breyt- ingar hafi verið gerðar á dönsku hegningarlögunum árið 1981 og í Svíþjóð árið 1984. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, lög- fræðingur og kennslustjóri við laga- deild Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem hugarflug þeirra sem settu lögin hafi ekki náð lengra en svo að telja aðeins mögulegt að karl- menn brytu kynferðislega gegn kon- um. Það hafi vart vakað fyrir mönn- um að mismuna kynjunum. Þá hafi kynferðisbrot gegn börnum verið hálfgert bannyrði og lítið sem ekkert rædd. Alþingismenn hafi því seint gert sér grein fyrir því að það þyrfti að breyta lögunum. Kolbrún segir að í kjölfar þess að nágrannalönd okkar settu ákvæði í hegningarlög sem gerðu ekki grein- armun á kynjunum hafi slíkt komist til umræðu hér á landi fyrir alvöru. Árið 1984 var sett á laggirnar nauðg- unarmálanefnd sem var falið að gera tillögur um úrbætur. Nefndin skilaði niðurstöðum árið 1988 en það var ekki fyrr en fjórum árum síðar sem breytingar voru gerðar á hegning- arlögum. Konur veigra sér við að kæra svokallaðar „svefnnauðganir“ Vægari refsing sofi þolandi ölvunarsvefni Í KÖNNUNARFLUGI Land- helgisgæslunnar á föstudag voru talin 35 skip sem voru að úthafskarfaveiðum á Reykja- neshrygg við 200 sjómílna mörkin. Um helmingur skipanna var frá Rússlandi og Eystrasalts- löndunum en þar eru einnig norsk, færeysk, þýsk, pólsk, spænsk og portúgölsk skip að veiðum. Haft var samband við eitt skip og sagði skipstjóri þess að veiði væri afar dræm. 35 skip á karfaveiðum á Reykjanes- hrygg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.