Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 12

Morgunblaðið - 08.05.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SMÁSÖLUVERÐ á lambakjöti hækkaði um 30– 35% á árunum 1996 til 2000 á meðan skilaverð á lambakjötinu frá afurðastöðvum til bænda hækkaði á sama tíma um 15 til 16%. Lambakjötið hækkaði því tvöfalt meira í verði í smásölu en til bænda. Yfir sömu ár hækkaði kjötið frá kjötvinnslu til matvöru- verslana um 13 til 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn og verðlagsþróun í smásölu á árunum 1996 til 2000. Svipuð þróun átt sér stað í sölu nautakjöts. Í smásölu hækkaði nautakjöt í verði um 13 til 14% á þessum árum á meðan kjötvinnslurnar hækkuðu verðið frá sér um 7 til 8% og verð til nautgripa- bænda hækkaði aðeins um 1 til 2%. Tók Samkeppn- isstofnun þá tillit til breytinga á fyrirkomulagi á álagningu og innheimtu ýmissa sjóðgjalda. Stofn- uninni reyndist ekki unnt að fá upplýsingar til að meta smásöluálagningu á lamba- og nautakjöti en samkvæmt verðkönnun sem hún gerði í Reykjavík og þremur borgum á Norðurlöndum; Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló, reyndist nautakjöt 40- 50% dýrara út úr verslunum hér. Þegar þróun á einstökum vöruflokkum í skýrsl- unni er skoðuð kemur fljótlega í ljós, samanber meðfylgjandi töflur, að langflestar vörur hækkuðu meira í smásölu en í verði frá heildsölum. Af 25 vöruflokkum sem voru skoðaðir hækkaði verðið meira hjá heildsölum en smásölum í aðeins tveimur flokkum, hrísgrjónum og pasta. Hrísgrjón hækk- uðu í smásölu um 7-9% á tímabilinu á meðan verð frá heildsölum hækkaði um 12 til 13%. Pasta lækk- aði um 5% yfir tímabilið út úr búð á meðan heild- salar hækkuðu verðið frá sér um 4 til 5%. Í sex vöruflokkum var verðlagsþróunin svipuð hjá smásölum og heildsölum. Um er að ræða fisk og fiskafurðir, mjólkurvörur, sykur, súkkulaði og sæl- gæti, svínakjöt og kjúklingakjöt. Allir þessir vöru- flokkar hækkuðu í verði nema þeir tveir síðast- töldu, sem lækkuðu álíka mikið í verði hjá báðum aðilum og vikið verður nánar að síðar. Í tveimur vöruflokkum, egg og kaffi/te, hélst verð nær óbreytt í smásölu frá árinu 1996 til 2000 á með- an framleiðendur og heildsalar lækkuðu verð á þessum vörum. Eggjaverð frá framleiðendum lækkaði um 10 til 15% og kaffi og te lækkaði um 10 til 12%. Álagningin á eggjum í smásölu reyndist töluverð, eða á bilinu 50 til 70%, á meðan álagning á kaffi var allt að 30% en meiri á tei, eða 40-50%. Heildsalar og framleiðendur héldu verði óbreyttu frá sér í fjórum vöruflokkum, sem Sam- keppnisstofnun skoðaði á þessu tímabili, á meðan verðið hækkaði í öllum tilvikum út úr búð. Þetta voru brauð, sem hækkaði um 17-18% í smásölu og álagningin var 50-70%, ávaxtasafar, sem hækkuðu um 12-14%, gos og léttöl, sem hækkuðu um 11-13%, og hreinlætis- og snyrtivörur, sem hækkuðu um 4-5% í smásölu. Í þremur síðastnefndu flokkunum var smásöluálagningin frá 30 til 50%. Verðlækkun á kjúklingakjöti Eins og fyrr segir lækkaði verð á svína- og kjúk- lingakjöti, bæði frá framleiðendum og út úr búð eða um 5-6% á tímabilinu. Samkvæmt skýrslu Sam- keppnisstofnunar lækkaði verð á svínakjöti frá kjötvinnslum til bænda enn meir, eða um 27%. Ekki lágu fyrir upplýsingar til að meta smásölu- álagningu á svínakjöti en verðkannanir leiddu í ljós mun hærra verð hér en á hinum Norðurlöndunum, eða 30-70% hærra hér. Samkeppnisstofnun bendir á að verð á kjúklinga- kjöti og öðrum alifuglum hafi sveiflast nokkuð á þessum árum en í heildina lækkað um 20% í smá- sölu. Upplýsingar um verðþróun helstu alifugla- framleiðenda gefa til kynna að verð frá þeim hafi einnig lækkað til samræmis við smásöluverslunina. Álagningartölur eru ekki gefnar upp í skýrslunni og gefur Samkeppnisstofnun þá skýringu að verð- sveiflurnar séu það breytilegar. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir verðlækkunina séu kjúklingar tvöfalt dýrari út úr búð í Reykjavík en í viðmiðunarborg- um á Norðurlöndunum. Munar þar allt að 135% sem heill frosinn kjúklingur er dýrari hér á landi. Um 41 milljarðs velta í dagvöru Samkeppnisstofnun kannaði aðstæður á dag- vörumarkaði í skýrslu sinni og upplýsir um veltu eftir einstökum vörutegundum. Samkvæmt skýrsl- unni voru um 200 matvöruverslanir starfandi hér á landi á síðasta ári. Heildartekjur þeirra vegna vöru- sölu árið 1999 námu um 46 milljörðum króna. Af þeirri upphæð voru tæpir 6 milljarðar vegna sölu á sérvöru. Heildartekjur matvörumarkaða vegna sölu á dagvöru námu því um 41 milljarði króna árið 1999. Af þeim 25 vöruflokkum sem Samkeppnis- stofnun skoðaði gaf hún hverjum flokki vægi miðað við vísitölu neysluverðs. Þannig hafa mjólkurvörur 10,5% vægi í flokki dagvara og miðað við 41 millj- arðs sölu í matvörunni er árleg sala á mjólkurvör- um rúmir 4,3 milljarðar króna. Sala af einstökum vörum fylgja meðfylgjandi töflum, miðað við þessar upplýsingar í skýrslunni. Skýrsla Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn 1996–2000 Lambakjöt hækkaði tvöfalt meira í smásölu en til bænda                                       !  " # $ ! %  &' $ !  () (*  $ $ +  !    ,    # - .        $ ' )                                                 /)  !& /                                                              /) &                               "## $  #!  %           &   !&    &  &' () $ ) $ "## * $ +,       "## * $ +,                  "## * $ +, "## * $ +,    #! %         (!   0  1         /$     1    ( 2333  4 !    %  % %  % % %  % %  % % % % %  % % %  % % % 5666 789 285 89: 28;2 2<99 659: 8:75 638 5;59 2267 86< 8:99 <:< 855; 789 365 8;77 2;88 8<<:                                            !   "#    "$     % &                  ' $ (  !  )                   ' $ (  #                 ' $ (   + ,                   $ $ *$ ,            !  !  ! '+  # ,   -./ -./0 12 /1 /.  -000  .  !  3  3 STJÓRN Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær: „Stjórn Neytendasamtakanna átelur harðlega þær hækkanir sem orðið hafa á álagningu hjá matvörukeðjunum, sem sýnt er fram á í skýrslu Samkeppnis- stofnunar um matvörumarkaðinn, verðlagsþróun í smásölu 1996 til 2000, og krefst þess að þær verði dregnar til baka. Stjórn Neyt- endasamtakanna minnir á fyrri kröfur samtakanna um lækkun matvöruverðs, en skýrsla Sam- keppnisstofnunar staðfestir nið- urstöður kannana Neytenda- samtakanna um að matvöruverð hér er miklu hærra en í ná- grannalöndunum. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld grípi þegar til ráðstafana til að lækka verð á matvörum. Samkvæmt samkeppn- islögum eru tvær leiðir fyrir hendi. Sú fyrri er að grípa til verðlagshafta og -eftirlits, eins og tíðkaðist áður fyrr. Sú seinni er að auka samkeppni á mat- vörumarkaðnum til dæmis með því að brjóta upp stærstu fyr- irtækin og setja reglur um sam- skipti smásala og heildsala. Ljóst er að samruni innan mat- vöruverslunarinnar á síðustu ár- um hefur gerbreytt aðstæðum á þessum markaði. Þannig kemur fram í skýrslu Samkeppnisstofn- unar að fram til þess tíma er Baugur keypti matvörukeðjuna 10–11 hafi verið mikil og virk samkeppni á matvörumarkaði. Síðan hafi fákeppnin aukist veru- lega og eitt fyrirtæki, Baugur, sé nú komið með markaðsráðandi stöðu. Forráðamenn matvörukeðj- anna hafa haldið því fram að álagning hafi ekki hækkað hjá þeim, en skýrsla Samkeppnis- stofnunar sýnir hið gagnstæða. Neytendasamtökin vöruðu á sínum tíma við þeim gríðarlega samruna sem orðinn er á mat- vörumarkaðnum. Nú er ljóst að sú hagræðing sem lofað var, hef- ur ekki skilað neytendum ár- angri. Þvert á móti hefur álagn- ing hækkað. Stjórnvöld treystu sér hins vegar ekki til að bregð- ast við aukinni fákeppni. Ábyrgð stjórnvalda á hækkun mat- vöruverðs er því mikil. Ljóst er að íslenskir neytendur geta ekki sætt sig við jafn hátt verð á mat- vörum og hér er. Stjórnvöldum ber skylda til að gæta hagsmuna neytenda í þessu máli. Stjórn Neytendasamtakanna minnir á að almenningur þarf ekki aðeins að greiða hærra verð fyrir matvörur vegna fákeppninnar, heldur hækka skuldir heimilanna einnig vegna þessara hækkana.“ Stjórnvöld brjóti upp fákeppnina á matvöru- markaði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Kaupási hf í tilefni af skýrslu Samkeppnis- stofnunar um matvörumarkaðinn og verðlagsþróun í smásölu 1996– 2000. Millifyrirsögn og fyrirsögn er Morgunblaðsins: „Kaupás, sem rekur verslanir Nóatúns, KÁ, 11-11, Kjarval og Krónu-búðirnar, fagnar nýútkom- inni skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðlagsþróun á matvörum og umræðunni sem fylgt hefur í kjöl- farið. Skýrslan er athyglisverð út- tekt á matvörumarkaðnum. Kaupás rekur 46 verslanir á höf- uðborgarsvæðinu og Suðurlandi sem hafa 22–23% markaðshlutdeild samkvæmt úttekt Samkeppnis- stofnunar. Á síðustu árum hefur verslunum Kaupáss fjölgað, m.a. vegna mikillar samkeppni og til að svara auknum kröfum neytenda. Þrátt fyrir ýtrustu hagkvæmni hef- ur rekstrarkostnaður verslana Kaupáss hækkað verulega. Ber þar hæst launakostnað en einnig dreif- ingarkostnað innanlands, húsnæð- iskostnað og ýmis opinber gjöld. Til að mæta þessari kostnaðaraukn- ingu hefur þurft hærri álagningu og aukið aðhald í rekstri. Þessi hækkun álagningar hefur ekki skilað auknum hagnaði en hagnaður sem hlutfall af veltu hef- ur lækkað á milli áranna 1999 og 2000. Álagning verslana Kaupáss er breytileg eftir verslunum enda eru þær misjafnar með tilliti til þjón- ustustigs, opnunartíma og stærðar. Álagning getur einnig tekið breyt- ingum eftir dögum og mánuðum miðað við markaðsaðstæður en mikil samkeppni ríkir á dagvöru- markaði. Góð samskipti við birgja Kaupás hefur ávallt átt góð sam- skipti við birgja og mun stuðla að því að svo verði áfram. SVÞ – Sam- tök verslunar og þjónustu, sem Kaupás á aðild að, hafa kynnt siða- reglur í samskiptum birgja og smá- sala sem stuðla munu að auknu gæðastarfi og sanngjörnum við- skiptaháttum. Kaupás telur jákvætt að Sam- keppnisstofnun hyggist rannsaka einstök fyrirtæki í matvörugeiran- um og vonar að fagleg rannsókn dragi upp skýra mynd af rekstr- arumhverfi smásöluverslana og verðmyndun matvara, aðilum versl- unarinnar og neytendum til hags- bóta. Kaupás mun áfram, sem hingað til, tryggja neytendum valkosti í verslun. Verslanir Kaupáss bjóða upp á mismunandi þjónustustig og verðlag svo mæta megi mismunandi þörfum viðskiptavina. Þannig bjóða t.d. Nóatún og 11-11 upp á hátt þjónustustig og hærra verðlag en Krónu-búðirnar lágt verðlag en lægra þjónustustig.“ Fréttatilkynning frá Kaupási í framhaldi af skýrslu Samkeppnisstofnunar Skýrslu Samkeppnis- stofnunar fagnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.