Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTTATILKYNNINGU sem Baugur sendi frá sér í lok mars í fyrra segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað álagningu sína milli áranna 1998 og 1999. Í yfirlýsingu sem Baugur sendi frá sér um helgina í kjölfar skýrslu Samkeppnisstofnunar, þar sem full- yrt er að smásöluverslunin hafi aukið álagningu sína, segir hins vegar að „álagning í smásölu kunni að hafa hækkað milli áranna 1996-2000“. Í byrjun síðasta árs var Baugur talsvert gagnrýndur í fjölmiðlum fyr- ir að hafa hækkað verð á matvöru. Til að mæta þessari gagnrýni efndu for- ráðamenn Baugs til blaðamannafund- ar í mars þar sem tilkynnt var að fyr- irtækið myndi efna til sérstaks átaksverkefnis undir kjörorðinu „Við- nám gegn verðbólgu“. Markmið verk- efnisins var að lækka verð á matvöru og m.a. lýstu stjórnendur fyrirtækis- ins því yfir að vöruverð myndi ekki hækka vegna aukinnar álagningar næstu tvö árin. „Verslanir Baugs hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verð- bólgu,“ sagði í fréttatilkynningu sem dreift var á blaðamannafundinum. „Álagning þeirra hefur ekki hækkað milli áranna 1998-99, en verðhækkan- ir hafa þó orðið í haust og í vetur, sem einkum verða raktar til hækkana frá innlendum framleiðendum og stórum innflytjendum, en Baugur hefur að- eins flutt inn um 7% af þeirri matvöru sem seld er í verslunum fyrirtækis- ins.“ Fullyrtu að stærstu birgjar hefðu hækkað verð um 5–10% Á blaðamannafundinum sögðu bæði Jón Ásgeir Jóhannesson for- stjóri Baugs og Hreinn Loftsson stjórnarformaður að matvöruverð hefði verið að hækka vegna verð- hækkana frá birgjum. „Hins vegar hafa verðhækkanir frá birgjum skollið á fyrirtækinu,“ sagði Jón Ásgeir. „Þess er getið í árs- skýrslu félagsins að tíu stærstu birgj- arnir hafa hækkað vöruverð til félags- ins um fimm til tíu prósent síðustu 14 mánuði og nemur sú hækkun á inn- kaupsverði Baugs 200 milljónum. Þessu ætlum við að berjast gegn og leita leiða til að halda verðlagi í skefj- um,“ sagði Jón Ásgeir. Hreinn sagði á fundinum að rétt væri að verð á matvælum hefði hækk- að: „Þá hefur fréttaflutningurinn oft og tíðum verið þannig að verð hafi hækkað í skjóli fákeppni og svo fram- vegis. Við erum að segja að verð hafi ekki hækkað vegna þess að við höfum verið að hækka álagningu eins og fréttir hafa verið, heldur vegna þess að verð hefur hækkað til okkar. Það er að segja að það erum ekki við, sem erum að maka krókinn, eins og sumir vilja halda fram, heldur erum við ein- göngu að taka á móti þeim verðhækk- unum sem við höfum fengið. Það er það sem við viljum stoppa, þessa sjálf- virkni sem hefur verið og að þeir, sem eru orsakavaldarnir, taki nú þátt í þessu með okkur.“ Jón Ásgeir og Hreinn hvöttu til þess að álagning heildsala yrði skoðuð og bentu sérstaklega á landbúnaðar- vörur og grænmeti í því sambandi. Í síðustu viku sendi Samkeppnis- stofnun frá sér skýrslu um matvöru- markaðinn og er þar haldið fram að álagning smásala hafi aukist. Vörur sem voru með 20% álagningu árið 1996 hafi verið með 25-26% árið 2000. Niðurstaða stofnunarinnar er að heildsalan hafi ekki verið að auka álagningu sína í stórum stíl þótt vissu- lega séu til dæmi um það. Um helgina sendi Baugur frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Samkeppn- isstofnunar. Í upphafi hennar segir: „Þótt álagning í smásölu kunni að hafa hækkað milli áranna 1996–2000, eins og haldið er fram í skýrslunni, er þess ekki getið að á sama tíma hefur kostnaður hækkað til mikilla muna.“ Vísað til hærra verðs frá heildsölum Baugur fullyrti fyrir ári að fyrirtækið hefði ekki aukið smásöluálagningu SAMTÖK verslunarinnar hvetja eindregið til þess að settar verði siðareglur um samskipti smásala og birgja í ljósi könnunar Sam- keppnisstofnunar um verðþróun á dagvörumarkaði sem birt var á föstudag. Í tilkynningu frá Samtökum verslunnarinnar segir að íslenskir heildsalar séu hlynntir frjálsri samkeppni sem leiði til lægra vöruverðs fyrir neytendur. Þeir telja að innan íslenskrar heild- verslunar sé slík samkeppni virk. „Könnun Samkeppnisstofnunar sýnir hins vegar að fákeppni ríkir á smásölumarkaði. Um tveir þriðju hlutar smásölumarkaðarins eru nú á hendi tveggja fyrirtækja. Sú hætta er því fyrir hendi að þau misnoti sér markaðsráðandi stöðu sína. Könnun Samkeppnisstofnunar staðfestir það sem Samtök versl- unarinnar hafa margoft bent á að hækkanir á dagvörumarkaði um- fram verðlags- og gengisþróun stafar af hækkun á smásöluálagn- ingu. Á þeim tíma sem könnunin nær til hefur heildsöluverð ekki hækkað umfram gengisþróun og erlendar verðbreytingar. Þess eru jafnvel dæmi að verð á vörum frá heildsölum hafi verið svipað í ársbyrjun 1996 og undir lok ársins 2000 en hækkað í verslunum. Á sama tíma hefur kostnaður heildsala vegna þjón- ustu við smásala sífellt aukist með- al annars meiri þátttöku í auglýs- ingakostnaði smásölunnar og uppstilla í búðum svo nokkuð sé nefnt. Nú liggur fyrir að smásalar hafa hækkað álagningu umfram verð- lagsþróun. Samkeppnisstofnun boðar rannsókn á því hvort samn- ingar og samningsskilmálar á milli einstakra verslunarkeðja, birgða- húsa eða matvöruverslana annars vegar og birgja hins vegar feli í sér ákvæði sem eru skaðleg sam- keppni og fari gegn samkeppn- islögum, þar með talið vegna mis- notkunar á markaðsráðandi stöðu,“ segir ennfremur í tilkynn- ingunni. Í ljósi þessa beina Samtök versl- unarinnar því til samkeppnisyfir- valda að þau beiti sér fyrir því að koma á siðareglum um samskipti smásala og birgja til að tryggja eðlilega viðskiptahætti. Slíkar siðareglur yrðu öllum til hagsbóta, birgjum og smásölum sem og ís- lenskum neytendum. Hvetja til siðareglna um samskipti Samtök verslunarinnar um skýrslu Samkeppnisstofnunar ÞÓRARINN Kristinsson, einn eig- enda Tungulækjar í Landbroti, hélt sig hafa veitt fyrstu laxa þessarar vertíðar 27. apríl síðastliðinn. Hann veiddi fjóra fiska, þrjá um það bil 4 punda og einn 5 punda á spón í veiðistaðnum Faxa í Tungulæk. Þórarinn hirti þann fimm punda og fékk það staðfest hjá Veiðimála- stofnun að um var að ræða full- þroskaða hrygnu, bjarta og fallega. Þórarinn sleppti hinum fiskunum þremur. Guðni Guðbergsson hjá Veiði- málastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði komið sér á óvart. Þórarinn hafi í fyrstu haldið að um laxbirting, þ.e.a.s. blending á laxi og birtingi, væri að ræða, en slíkir fiskar veiðast tíðum í Tungulæk. „Þegar ég las af hreist- ursýni kom hins vegar í ljós, að þrátt fyrir laxalegt útlit fisksins þá var þetta sjóbirtingur. Ég get engu svarað um hvort þetta var einhvers konar blendingur, til þess þyrfti að gera erfðarannsóknir á fiskinum,“ sagði Guðni. Það var sum sé ekki lax og því er líklegt að hinir fiskarnir þrír sem Þórarinn veiddi á sama stað, litu allir út eins og laxar, og var sleppt, hafi einnig verið birtingar. Það er hins vegar ekki síður athygl- isvert að akfeitur og bjartur birt- ingur með þroskuð hrogn veiðist á þessum árstíma, því almennt hefur verið talið að í vorveiðinni veiði menn annað hvort geldfiska eða slápa sem hrygndu haustið áður. Mokveiði í Litluá og Minnivallalæk Minnivallalækur og Litlaá voru báðar opnaðar 1. maí og var mok í báðum. Í báðum er aðeins veitt á flugu og öllum fiski sleppt. Í Minni- vallalæk veiddust að sögn Þrastar Elliðasonar 18 urriðar fyrsta dag- inn þrátt fyrir kalsveður og voru það fiskar á bilinu 3 til 8 pund. Síðan hefur veiði verið góð flesta daga og segir Þröstur það mál kunnugra að enn meira sé af fiski í læknum en áð- ur. Nobblerar í ýmsum útgáfum ásamt Montana púpu hafa verið drýgstu flugurnar til þessa Litlaá í Kelduhverfi var einnig opnuð með pompi og pragt og þar voru leigutakarnir, Pálmi Gunnars- son og Erling Ingvason að veiðum ásamt gestum sínum. „Við vorum að veiða og merkja og þetta var mikið ævintýri. Áin ótrúlega skemmtileg fluguveiðiá,“ sagði Pálmi. Dæmi voru um að menn væru að draga sömu fiskana oftar en einu sinni, til marks um það voru merkin á bökum fiskana. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? „Laxinn“ var sjóbirtingur Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimenn kasta flugum út af Lambhaga í landi þjóðgarðsins. DR. PÁLL Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, og dr. Sigmar Witt- ig, rektor Universität Karlsruhe, Þýskalandi, undirrituðu í gær samning um framhaldsnám kandídata með BS-gráðu í verk- fræði frá Háskóla Íslands við Universität Karlsruhe. Samningurinn við Universität Karlsruhe felur í sér að stúd- entar frá Háskóla Íslands sem lokið hafa þriggja ára BS-námi geta gengið beint inn í þýska verkfræðinámið, og lokið prófi hliðstæðu meistaragráðu á tveim árum. Verkfræðingar með próf frá Háskóla Íslands hafa undanfarna áratugi sótt sér framhalds- menntun til útlanda. Námið við H.Í. hefur verið vel sniðið að framhaldsnámi í skólum í Banda- ríkjunum og á Bretlandi, og einn- ig hefur verið auðvelt að stunda framhaldsnám á Norðurlönd- unum. Erfiðara hefur verið að stunda framhaldsnám í Þýska- landi, þar sem nám þar er að sumu leyti frábrugðið námi við Háskóla Íslands. Framangreindur samningur er endurnýjun á hliðstæðu sam- komulagi frá 1980. Eftir að meistaranám í verk- fræði var tekið upp við Háskóla Íslands hefur grunnám í verk- fræði verið stytt, og því var nauðsynlegt að endurskoða gamla samkomulagið og gera formlegri samning. Yfir 100 ís- lenskir verkfræðingar hafa stundað framhaldsnám í Karls- ruhe samkvæmt samkomulaginu frá 1980, og gerir það skólann í Karlsruhe að næst stærsta fram- haldsnámsskóla erlendis fyrir ís- lenska verkfræðinga, næst á eftir Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn. Morgunblaðið/Kristinn Dr. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og dr. Sigmar Wittig, rektor Universität Karlsruhe í Þýskalandi, undirrituðu í gær samning um framhaldsnám kandídata með BS-gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands við Universität Karlsruhe. Samningur HÍ um framhalds- nám í Karlsruhe ÞRÍR ölvaðir piltar á aldrinum 16-20 ára eru grunaðir um að hafa spraut- að úr slökkvitæki í Vestfjarðagöng- um á sunnudagsmorgun. Lögreglumaður sem var á heim- leið eftir vaktina á sunnudagsmorg- un ók fram á piltana í göngunum, en á fatnaði þeirra voru hvítar skellur sem taldar eru af völdum slökkvi- duftsins. Piltunum var ekið á lög- reglustöð þar sem þeir gistu fanga- klefa fram eftir degi. Þeir hafa ekki játað á sig verknaðinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísa- firði. Piltarnir þaktir hvít- um skellum ♦ ♦ ♦ FÓLKSBIFREIÐ valt út af Djúp- veginum í Mjóafirði skömmu eftir hádegi í gær. Lögreglan á Ísafirði telur að bíllinn hafi oltið tvær veltur. Ökumaður og tveir farþegar skrám- uðust og einn þeirra kvartaði undan bakmeiðslum. Bílvelta í Djúpinu BROTIST var inn í skip í Reykjavík- urhöfn í gær, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Reykjavík. Þar var farið inn í káetur auk þess sem rótað var í lyfjakistu skipsins. Úr setustofu var stolið geislaspilara og magnara. Talsverður erill var hjá lögreglu í gær. Tilkynnt var um eignaspjöll á Malarhöfða í gærmorgun en þar höfðu rúður verið brotnar í vinnu- vélum og bifreiðum. Laust eftir klukkan átta í gærmorgun voru unn- in eignaspjöll á bensínstöð við Stóra- gerði. Þar var skorið á dæluslöngu og dælubyssu stolið. Lögregla segir að falsaðir pen- ingaseðlar komi af og til í umferð og biður fólk um að hafa vara á sér. Brotist inn í skip ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.