Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 21 LEIKSKÓLAR á höfuðborgarsvæð- inu voru með opið hús laugardaginn 5. maí síðastliðinn og var tilgangur- inn sá að kynna það starf sem leik- skólarnir hafa upp á að bjóða. Allir leikskólarnir vinna samkvæmt aðal- námskrá leikskóla en fara mismun- andi leiðir í skólastarfinu. Einn þessara leikskóla er Álfta- borg í Safamýri. Morgunblaðið leit þar inn og fékk leiðsögn um vistar- verur hússins. Það var Helga Guð- rún, 5 ára gömul, sem tók það hlut- verk að sér. Hún sagðist eiga einn bróður sem heitir Björn Áki og eina systur sem heitir Magnea. „Hann er 12 ára og hún er að verða 17 ára göm- ul,“ sagði hún, til þess að hafa allt sem nákvæmast og réttast. Sjálf kvaðst hún eiga afmæli 7. desember. Og eftir þennan inngang sýndi hún blaðamanni húsakynnin og það sem hún og félagar hennar hafa verið að gera í vetur. „Þetta er hönd og byrjar á H,“ sagði hún og benti á teikningu á veggnum. „Við erum nefnilega að læra stafina.“ Kanntu þá alla? „Næstum því.“ Svo gekk hún að möppunni sinni sem lá hjá öðrum möppum og var til sýnis eins og þær. „Ég teiknaði þetta,“ sagði Helga og brá upp mynd af lítilli hnátu. „Þetta er ég.“ Og áfram fletti hún. „Hér er penni og hér eru stafirnir og svo litirnir og tölurnar.“ Ekki vafðist fyrir henni að telja fyrir blaðamann; allt á hreinu þar. Og svo þekkti hún líka fugla og dýr, s.s. frosk og gæs og mús. Og þarna var meira að segja mynd af trölli. „Þetta er nú dálítið erfitt,“ sagði hún og benti á eina örkina, þar sem var reikningsdæmi með hringjum, þríhyrningum og ferningum og öðru slíku. Ætlar að verða dýralæknir í Afríku En nú lék blaðamanni forvitni á að vita hvers vegna börn væru yfir höf- uð í leikskóla. „Nú, til þess að læra kurteisi,“ sagði Helga Guðrún, hissa yfir þess- ari fáfræði. „Og borða fallega,“ bætti hún við, eftir smá umhugsun. Ertu búin að læra mikla kurteisi? „Já, svolítið.“ En hvað gera börnin nú annað í leikskóla? „Teikna, púsla, kubba, spila á alls- konar spil, eru í dúkkuleik...“ Ekki þó strákarnir? „Neeeiii, þeir eru að gera allt mögulegt annað sem þá langar til að gera.“ En þeir mega ekki vera í byssu- leik, er það nokkuð? „Nei, af því að það er ljótt og krakkarnir geta meitt sig ef eitthvað spýtist úr byssunum.“ En hvað skyldi henni finnast skemmtilegast að gera í leikskólan- um? „Að vera í dúkkuleik og lita og spila „Áfram fyrsti bekkur“,“ svaraði hún að bragði og var heldur ekki í vandræðum að svara því hvers vegna leikskólar borgarinnar væru opnir almenningi einu sinni á ári. „Það er til að sýna hvað við erum flink að teikna og gera allt mögu- legt,“ sagði Helga Guðrún sem ætlar að gerast dýralæknir og vinna í dýra- garði í Afríku þegar hún verður stór. Opið hús var hjá fjölda leikskóla síðastliðinn laugardag „Læra kurteisi í leikskól- anum“ Safamýri Morgunblaðið/Þorkell Helga Guðrún sýnir hér stolt sjálfsmynd sem hún gerði í leikskólanum Álftaborg. Á bak við stendur móðir hennar, Dagmar Gunnarsdóttir, sem þótti gott að fá að staldra aðeins lengur við en hún gerir alla jafna og kynnast því hvernig leikskólastarfið gangi fyrir sig dagsdaglega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.