Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 26
VIÐSKIPTI 26 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRLÖG þessa árs gera ráð fyrir að tekjuskattur á fyrirtæki muni skila ríkissjóði 9,7 milljarða króna tekjum, eða sem nemur 3,8% af heildartekjum ríkissjóðs, en þær eru áætlaðar 253 milljarðar króna. Þetta er nokkru lægra hlutfall en reiknað er með að tekjuskattur á fyrirtæki hafi skilað í fyrra, en þá var hlutfallið 4,8% sam- kvæmt fjárlögum að viðbættum fjár- aukalögum. Þessi áætlaða lækkun tekna milli áranna 2000 og 2001 er breyting frá þróun síðustu ára, því tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti á fyr- irtæki hafa farið hækkandi sem hlut- fall af heildartekjum. Á árunum 1988 til 1994 skilaði þessi skattur um það bil 3% af heildartekjum ríkissjóðs, en fór svo hækkandi og hefur verið um og yfir 4% frá 1997. Tekjuskattshlut- fall fyrirtækja var 50% í upphafi þess tímabils sem hér um ræðir en lækkaði á árunum 1991 til 1999 í nokkrum þrepum niður í 30%. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 33,9 milljarða króna tekjuafgangi af rík- issjóði. Þetta þýðir að tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja nema 28,6% af afgangi ríkissjóðs. Áhrif skattalækkunar á tekjur ríkissjóðs Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvaða áhrif lækkun tekjuskatts fyrirtækja hefði á tekjur ríkissjóðs. Væri skatthlutfallið lækkað um helm- ing, úr 30% í 15%, og allt annað héld- ist óbreytt, myndu tekjur ríkisins einnig minnka um helming. Hefði skatturinn verið lækkaður fyrir þetta ár myndi það að öðru óbreyttu þýða að áætlaðar tekjur ríkissjóðs væru ekki 9,7 milljarðar króna heldur 4,85 milljarðar. Hlutfall skattsins af heild- artekjum ríkissjóðs yrði þá rúmur helmingur af því sem áður var reikn- að með, eða tæp 2%. Tekjutap ríkisins hefði samkvæmt þessum útreikning- um, sem byggjast á því að allt annað en skatthlutfallið sé óbreytt, orðið 4,85 milljarðar ef tekjuskattshlutfall- ið hefði verið lækkað í 15% í ár. Sé þetta borið saman við tekjuaf- gang ríkisins má segja að hann hefði lækkað um 14,3% ef skatthlutfallið hefði verið 15% í stað 30%, og afgang- urinn væri þá rúmir 29 milljarðar. Þessir útreikningar gera ráð fyrir að ekkert annað breytist en skatthlut- fallið, en ólíklegt er að svo færi. Af ýmsum ástæðum er eðlilegra að líta á þessar tölur um tekjutap ríkisins sem mögulegt hámarkstap. Margt vinnur á móti tekjutapinu og eins og fram kemur í tölunum hér að ofan þá hækkuðu tekjur ríkisins af fyrirtækj- um á síðasta áratugi þegar skatturinn var lækkaður úr 50% í 30%. Reynslan hér á landi er því sú að lægra hlutfall þýði hærri tekjur, þó ekki sé hægt að fullyrða að slíkt myndi endurtaka sig með meiri lækkun. Margt vinnur gegn tekjutapi ríkisins af skattalækkun Það sem vinnur gegn tekjutapi ríksins er meðal annars að erlendar fjárfestingar hér á landi mundu vænt- anlega aukast með lægri skatti á fyr- irtæki. Samanburð á sköttum hér á landi og erlendis má sjá í meðfylgj- andi töflu. Skattar á fyrirtæki erlend- is hafa farið lækkandi undanfarin ár og gert er ráð fyrir að framhald verði á þeirri þróun. Ekki liggur þó fyrir hver þróunin verður nákvæmlega í hverju landi fyrir sig. Annað sem gæti unnið gegn því að ríkissjóður tapaði á skattalækkuninni er að minni líkur eru til að íslensk fyrirtæki flyti til út- landa ef skattar eru hagstæðir hér á landi. Þá skiptir máli að fyrirtæki eru þeim mun viljugri til að greiða skatta eftir því sem þeir eru lægri, skatt- stofninn mundi því hækka ef skatt- hlutfallið lækkaði. Þótt þessi áhrif og fleiri vinni gegn því að ríkissjóður tapi á skattalækk- un, og geti jafnvel orðið til að hann hagnist á henni, er engin leið að reikna út hversu sterk þau eru og þess vegna getur enginn sagt með vissu hvaða áhrif skattalækkunin hefði á afkomu ríkissjóðs. Það eina sem í raun er hægt að fullyrða um er hvert mögulegt hámarkstap getur orðið, eins og gert er hér að ofan. Tekjuskattslækkun á fyrirtæki úr 30% í 15% Tekjutap ríkisins í mesta lagi 2% !"# " $%& $&  ""$  '  ($ ))$$$(&*$$ +,$  %(&$ -.""$    % $,$  $ $' /" / 0 &*$$ +1 2$)0  &$ "" ' 3(  ($)4$0  &$  "" ' 0 3($  -               !  "# $#% & & "'$  ( 5$'" 5$ 6 /$" 7 7$"" 4$ 4  +1 2$) 8$) $ 9 :  : ',# ; 0 3 0 3 0 3 0 3 0<3  0 3 !"#"3 <0 3  0 3 0 3  03  - 3 03 0 3 0 3 0 3 0 3 0 3  0 3 !"#"3 <0 3  0 3  0 3  0<3  0 3 0 3  = >?9;@A$$!1: $ *BC+$  Lækkun tekjuskatts á fyrirtæki úr 30% í 15% hefði á þessu ári þýtt að áætlaður tekjuafgangur ríkissjóðs hefði lækkað um 14%, eða úr 34 milljörðum í 29 milljarða. Haraldur Johannessen fjallar um skatta- lækkun af þessu tagi og segir líklegt að áhrifin á afkomu ríkissjóðs væru enn minni og að áhrifin gætu jafnvel verið jákvæð. haraldurj@mbl.is Ágreining- ur um til- kynningu Verðbréfa- þings Í SÍÐUSTU viku áminnti Verð- bréfaþing Íslands Loðnuvinnsluna hf. fyrir að skila ársreikningi fyr- irtækisins fyrir árið 2000 of seint til þingsins. Í fréttatilkynningu frá VÞÍ segir að ársreikningurinn hafi verið und- irritaður af stjórn félagsins 14. febrúar en ekki borist Verðbréfa- þinginu fyrr en 13. mars. Í bréfi Loðnuvinnslunnar til Verðbréfa- þingsins hinn 2. maí segir að þetta sé rangt og að stjórnin hafi undirritað reikninginn hinn 15. mars. Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís- lands, segir að það hafi verið óskað eftir því að Verðbréfaþingið taki málið upp aftur og það verði lagt fyr- ir stjórn þingsins. Áminningin hafi verið ákvörðun stjórnarinnar og stjórnin komi til með að skoða málið. Undirritun yfirleitt á sama degi Gísli Jónatansson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar, segir að í tilkynningu Verðbréfaþingsins sé farið með rangt mál þegar sagt er að stjórn félagsins hafi undirritað árs- reikning hinn 14. febrúar. Því sé far- ið fram á leiðréttingu á þessari rang- færslu. Algengast er að stjórn og endur- skoðendur undirriti ársreikninginn á sama degi. Endurskoðandi Loðnu- vinnslunnar undirritaði reikninginn hinn 14. febrúar en stjórnin ekki fyrr en hinn 15. mars. Ábyrgð á samningu og framlagningu reikn- ings liggur hjá stjórn og fram- kvæmdastjórn. Stjórnin afhendir síðan endurskoðanda reikninginn til endurskoðunar. Ef stjórn eða stjórnarmaður hefur einhverjar at- hugasemdir við reikninginn er þeim komið á framfæri við endurskoð- anda áður en hann undirritar reikn- inginn. 100 m.kr. í hagnað HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar nam 100 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 139 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjurnar námu 997 milljónum króna og jukust þær úr 856 milljónum á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöldin námu 593 milljónum króna og lækkuðu úr 611 milljónum króna í fyrra. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar forstjóra eru áherslubreytingar að skila sér inn í reksturinn. Rekstrar- gjöld lækki milli ára og ekki hafi verið stofnað til neinna nýrra lána á tíma- bilinu, sem er jákvætt. Veiking krón- unnar setji hins vegar strik í reikning- inn og hækki fjármagnsgjöld fyrir- tækisins umfram áætlanir. Elfar segir að taka verði með í reikninginn að fyrsti ársfjórðungur sé fyrirtækinu iðulega hagstæðasti tími ársins vegna mikilla tekna af uppsjávarveiðum og vinnslu innan tímabilsins. Veltufé frá rekstri jókst úr 175 milljónum í rúmar 334, einnig sé mikilvægt að handbært fé frá rekstri batni milli ára og sé nei- kvætt um tæpar 2 milljónir miðað við tæpar 166 milljónir neikvæðar á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hækki eig- in- og veltufjárhlutfall á milli ára. Að lokum segir Elfar í tilkynningu til Verðbréfaþings að sjómannaverkfall og gengislækkun krónu skekki mikið mynd rekstursins á yfirstandandi rekstrartímabili og þýði verulegan tekjumissi fyrir Hraðfrystihúsið. Hraðfrystihús Eskifjarðar Íslenskir aðalverktakar Sölu frestað til hausts FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur ákveðið að fresta sölu á hlut ríkisins í Íslensk- um aðalverktökum hf. til haustsins en fyrirhugað var að salan færi fram nú í lok maí. Að sögn Guðmundar Ólasonar, starfsmanns Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, er ráðgert að salan fari fram í ágúst eða sept- ember á þessu ári en áætlað var að bréfin yrðu seld nú í lok maí. Guðmundur segir að við yfirferð á tilboðum verðbréfafyrirtækja í útboði á umsjón með sölu hluta- bréfa ríkisins í Íslenskum aðal- verktökum hafi komið fram það sjónarmið markaðarins að um of skamman tíma væri að ræða hvað varðar undirbúning og fram- kvæmd sölunnar. „Að teknu tilliti til sjónarmiða sérfræðinga á þessu sviði ákvað nefndin að óska eftir nýjum tilboðum verðbréfafyrir- tækja í umsjón með sölu bréfanna með tilliti til nýrrar tímasetning- ar.“ Að sögn Guðmundar er þessi ákvörðun einnig tekin með hliðsjón af ástandi hlutabréfamarkaða. Gengi hlutabréfa í Íslenskum aðalverktökum lækkaði um 19,5%, úr 3,48 í 2,80, á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær. Á föstudag hækkaði gengi bréfanna hins vegar umtals- vert eða um 16%. BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka-FBA, hefur selt 35 milljónir að nafnverði hlutafjár í Ís- landsbanka-FBA hf. á genginu 3,896. Söluverð hlutarins er því rúmar 136 milljónir króna. Eignarhlutur Bjarna eftir söluna er 22.292.060 krónur að nafnverði. Ástæðan fyrir sölunni er, að sögn Bjarna, að hann er að greiða skuld- ir sem stofnað var til samhliða kaupum á bréfunum í nóvember 1999. Fyrsta nóvember 1999 var sölu- tilboði framkvæmdanefndar um einkavæðingu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins tekið af 26 fjárfestum. Viðskiptin voru á genginu 2,8. Samtals var um að ræða hlutabréf að nafnverði 3.468 milljónir króna eða að kaup- verði 9.710,4 milljónir króna. Bjarni Ármannsson var meðal fjárfestanna 26 en hann keypti 40,8 milljónir að nafnverði eða sem nem- ur 114,24 milljónum að kaupverði. Íslandsbanki-FBA Bjarni Ármannsson selur hlut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.