Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 46
SKOÐUN 46 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) hefur ekki hingað til lagt sig eftir því að stunda blaðaskrif hvorki til að verja gerðir sínar né til að réttlæta tilveru sína. Ég veit að það er að bera í bakkafullan læk- inn að leggja á lesendur Morgunblaðsins að lesa enn eina greinina um flugslysið í Skerjafirði þ. 7. ágúst á síðasta ári. Ég verð að viðurkenna að ég get ekki lengur orða bundist yfir þeim skrifum og ádeilum sem hafa dunið á RNF undanfarið og vona að félagar mínir í RNF fyrirgefi mér að ég skrifi eftirfarandi línur og létti á hjarta mínu. Þingmaðurinn Lúðvík Berg- vinsson fór fyrir nokkru fram á utan- dagskrárumræðu á Alþingi vegna m.a. rannsóknar RNF á fyrrnefndu flugslysi. Þar fór hann fram á við samgönguráherra að fá erlenda óvil- halla viðurkennda aðila til að fram- kvæma nýja rannsókn á flugslysinu og á skýrslugerð RNF. Ekkert hef ég neitt við það að athuga þótt þing- maðurinn fari fram á slíkt en aftur á móti fordæmi ég málatilbúnað þann sem hann hafði uppi, ekki síst þar sem hann lagði sérstaka áherslu á það í máli sínu hve mikilvægt sé að RNF endurvinni að hans mati glat- aðan trúnað almennings til hennar. Lúðvík gat þess sérstaklega að það væri ekki hlutverk alþingis- manna að fella dóma í máli sem þessu og mátti því ætla að hann hefði hagað orðum sínum með það að leiðarljósi í ræðu sinni – eða hvað. Í upphafi ræðu sinnar segir Lúð- vík Bergvinsson að það vekji sér- staka eftirtekt sína hve rannsókn RNF tók langan tíma þegar efni skýrslu hennar sé skoðað. Ég vil því spyrja hann hver tímalengd rann- sóknarskýrslugerðarinnar sé að hans mati hæfileg til þess að ekki þurfi að ásaka RNF um óeðlileg vinnubrögð. Ég vil minna á að lög- reglurannsókn stendur enn yfir án þess að nokkur hafi uppi athuga- semdir við það. Einnig saknar þingmaðurinn at- riða, sem hafi verið tekin út úr skýrsludrögunum og ásakar hann RNF um þann alvarlega óheiðar- leika að hún hafi breytt skýrslu sinni frá drögum í endanlega gerð vegna þess að hún hafi verið ritskoðuð Flugmálastjórn (FMS) í hag. Satt best að segja veit ég ekki hvernig RNF getur brugðist við slíkum ávirðingum frá hendi fulltrúa Alþing- is í samgöngunefnd. Tæplega verða slík orð að gagni til að endurheimta það traust almennings til RNF sem þingmanninum er svo annt um. Þegar RNF sendi drög að skýrslu sinni til aðila máls var sú ákvörðun tekin að drögin fælu í sér fleiri atriði en færri, ekki síst til að koma upplýs- ingum á framfæri, sem höfðu komið fram við rannsóknina en tengjast ekki beint þeim atriðum sem hafa áhrif á niðurstöður nefndarinnar, og má þar nefna m.a. upplýsingar um eignarhald flugvélarinnar í USA og „forsögu“ hennar svo og atriði er tengdust flugrekstrinum. Vissulega stóð aldrei til að hafa allar þessar upplýsingar í lokaskýrslu RNF enda höfðu þær ekkert með orsakir slyss- ins að gera. Þegar nefndinni bárust athugasemdir og ábendingar þeirra, sem höfðu drögin með höndum voru þau atriði vegin og metin eins og efni stóðu til, sum atriði tekin út, öðrum breytt og enn öðrum bætt inn, en þeirra gat þingmað- urinn ekki. Það er erfitt hlut- skipti fyrir RNF að þurfa að sitja undir því áliti fulltrúa sam- göngunefndar Alþingis að hafa brugðist skyldu sinni sem hlutlaus og sjálfstæð rannsóknar- nefnd og að hafa í loka- skýrslu sinni, í svo al- varlegu máli sem þessu, annað en það sem sannast var og það sem nefndinni var unnt að standa á. Ég fullyrði að rannsókn og skýrsla RNF er unnin samkvæmt bestu samvisku og fullum heilindum og að þar sé ekkert undan dregið, sem þar á að vera. Hvernig dettur manninum í hug að nefndin komist upp með annað? Ætla mætti að fyrrverandi deild- arstjóri Rannsóknarlögreglunnar, sem Lúðvík er, ætti að vita hvernig gerð rannsóknarskýrslu fer fram og að hún hlýtur að taka stöðugum breytingum eftir því sem upplýsing- ar berast og á hvern hátt mat manna á þeim hefur áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Þá er komið að þætti hreyfilsins í máli þingmannsins. Hann gat þess á Alþingi að umfjöllunin um hann hafi verið breytt og mikilvægi hans minnkað í skýrslu RNF. Ennfremur að hvergi komi fram í skýrslunni hvaða sérfræðingur rannsakaði hreyfilinn og að helst megi draga þá ályktun að engin rannsókn hafi farið fram. Þingmaðurinn bætti enn um betur í Kastljósi í sjónvarpinu og sagði að staðreyndin væri sú að af- skaplega lítil rannsókn hafi farið fram í þessu máli öllu. Kaldar eru kveðjur hans. Á bls. 6 í skýrslu RNF kafla 1.16 segir orðrétt: „RNF rannsakaði flak- ið, hreyfil þess og eldsneytiskerfi. Tæknistjóri flugrekandans og eftir- litsmenn flugöryggissviðs FMS tóku, tilkvaddir og undir stjórn RNF, þátt í þessari rannsókn sem aðilar máls- ins m.a. til að veita upplýsingar, sem að gagni mættu koma við þessa rann- sókn.“ Vill þingmaðurinn upplýsa hvort hann hafði lesið skýrslu RNF áður en hann reiddi til höggs? Við rannsókn á hreyflinum voru af hálfu RNF rannsóknarstjóri þessar- ar rannsóknar, sem er flugvélaverk- fræðingur og flugvéltæknir ásamt nefndarmanni RNF sem er reyndur flugstjóri og vel menntaður í sínu fagi. Frá FMS fengust til aðstoðar deildarstjóri lofthæfideildar sem er flugtæknir með áratuga reynslu ásamt öðrum starfsmanni deildar- innar sem er einnig mjög reyndur flugtæknir og að síðustu var til- Að bera í bakkafullan lækinn Sveinn Björnsson Lúðvík Bergvinsson kaus að kljást við sam- gönguráðherra á Al- þingi með þeim hætti, segir Sveinn Björnsson, að gera RNF að skot- spæni í pólitískum skollaleik sínum. UMRÆÐAN Tilfinningagreind nær fótfestu var yfir- skrift greinar í við- skiptablaði Morgun- blaðsins 19 apríl sl. þar sem sagði að tilfinn- ingagreind væri það nýjasta í stjórnunar- tískunni í dag. Hana væri hægt að þjálfa og að hún gengi út á það að fólk yrði fyrst að öðl- ast góða sjálfsmeðvit- und og sjálfstraust til að ná að lokum félags- legri færni. Í greininni var sagt frá ráðstefnu sem haldin var nýlega um þetta efni. Tilfinningagreind er ný í um- ræðunni og vakti því athygli grein- arhöfundar á efninu og er tilefni þessara skrifa. Fram að þessu hefur aðeins verið talað um eina tegund greindar en fram kemur að Bandaríkjamaður- inn Howard Gardner hefur fundið átta og býst við að finna fleiri. En hvað er tilfinningagreind, hvaða fyrirbrigði er um að ræða? Þegar að er gáð kemur ýmislegt kunnuglegt í ljós fyrir þann er hefur verið svo lánsamur að hafa notið þjálfunar innan ITC-samtakanna, en nafnið stendur fyrir „Interna- tional Training in Communication“ eða þjálfun í samskiptum. Sjá nán- ari uppl. um ITC á heimasíðu, www.simnet.is/itc Þessi samtök hafa starfað á Íslandi frá 1975 og eru 11 deildir víðs vegar um landið. Upptalning í greininni er eins og tekin upp úr handbók ITC. En þjálfun þar gengur út á atriði sem upp eru talin í tiltekinni grein til að efla tilfinningagreind: – Að auka sjálfsþroska og sjálfsmeðvitund: t.d. að þekkja eigin styrk og takmarkanir, efla sjálfstraust og trú á sjálfan sig og eigin hæfileika. – Að auka sjálfs- stjórn: bæta aðlögun- arhæfni, auka árang- ursþörf til að félagi leitist eftir að bæta frammistöðu og ná framúrskarandi ár- angri. Efla frumkvæði til að láta hlutina ger- ast. – Að auka félagslega meðvitund: samkennd, að sýna öðrum félög- um og framförum þeirra áhuga. Skipu- lagslega meðvitund og þjónustuvilja. – Að efla félagslega færni einstaklingsins: þróun annarra með jákvæðu og uppbyggjandi hæfnismati. – Að efla leiðtogahæfileika: hvetja og leiða hópa eftir mismun- andi þjálfunarstigum ITC. – Að bjóða þjálfun í samskiptum: eitt aðalatriði þjálfunar ITC er að temja sér þá háttvísi að virða tíma- mörk, vera góður hlustandi og koma vel fram. Að vera sannfærandi. – Að hvetja til breytingastjórnun- ar: stofna til og stjórna breytingum, fara nýjar leiðir. – Að þjálfa ágreiningsstjórnun: t.d. með mikilli áherslu á að vinna í hópum. – Að mynda tengsl: þar fæst góð reynsla vegna samstarfs og sam- vinnu innan nefnda, mismunandi deilda, ráða, landssamtaka og al- þjóðasamtaka ITC. – Að þjálfa samvinnu: t.d með hópvinnu og vinna eftir sameigin- legu markmiði ITC-félaga að sýna raunverulegan áhuga á framförum annarra og auka sjálfsþroska. Vissulega var þessi samanburður við áðurnefnda grein áhugaverður í ljósi þeirra kannana sem gerðar hafa verið á ávinningi tilfinninga- greindar. Í niðurstöðum kannana sem gerð- ar voru af Daniel Goleman ásamt fleirum en þeir kortlögðu störf – hvað og hvernig besti starfsmaður- inn og sá slakasti gerir, en uppl. átti að nota vegna ráðninga og launa- mála, kom í ljós að tilfinningagreind var ráðandi og aðgreindi sig frá öðr- um þáttum. Í könnun á 181 starfi skýrir til- finningagreind 70% af frammistöðu en fagleg geta og vitsmunagreind ekki meira en 30% af mun fram- úrskarandi einstaklinga og þeirra sem stóðu sig ekki eins vel. Hlut- fallið í stjórnunarstörfum skýrði allt að 90% af frammistöðu í starfi. Þessar niðurstöður eru mikil við- urkenning fyrir ITC-samtökin og þá þjálfun sem þar fer fram til að efla leiðtogahæfileika og tilfinn- ingagreind. Forsenda fyrir uppbyggingu til- finningagreindar er að sögn Daniel Goleman að búa yfir sjálfsmeðvit- und, því aðeins þá er hægt að ná félagslegri meðvitund og sjálfs- stjórn. Ef því er náð er hægt að hafa jákvæð áhrif á aðra. Um það snýst ITC-þjálfunin m.a. og að efla sam- skipti manna á meðal um heim all- an. Margir hafa haldið að ITC-þjálf- unin snúist bara um ræðumennsku og fundarsköp, vissulega er lögð áhersla á þá þætti en það er aðeins hluti af fjölbreyttri þjálfun. Auður okkar Íslendinga felst m.a. í því að hafa slík mannræktarsamtök hér á landi og það eru forréttindi að hafa haft tækifæri til að njóta þjálfunar innan ITC-samtakanna. Tilfinninga- greind og ITC Guðrún S. Viggósdóttir Þjálfun Þessar niðurstöður eru mikil viðurkenning fyrir ITC-samtökin, segir Guðrún S. Viggósdótt- ir, og þá þjálfun sem þar fer fram. Höfundur er formaður útbreiðslu- og kynningarnefndar Landssamtaka ITC á Íslandi og forseti ITC- deildarinnar Fífu í Kópavogi. TÍMARIT Máls og menningar er nú hætt að koma út eftir liðlega sextíu ár. Í stað þess hefur Mál og menning /Edda byrjað útgáfu á riti sem heitir að vísu TMM, en það merkir nú „Tímarit um Menningu og Mannlíf“, stafsett svona að enskum hætti. Þrátt fyrir það er heftið merkt hið fyrsta 62. ár- gangs. Ósvífni má slíkt kallast, ef ekki hrein rangmæli. Þetta er nýtt rit og verður að meta á þeim grundvelli. Í viðtali í Morgun- blaðinu 27. apríl reynir ritstjórinn, Brynhildur Þórarinsdóttir, í sam- ræmi við téða merkingu að skilgreina rit sitt sem Tímarit Máls og menn- ingar í breyttri mynd, enda hefur það þegar verið sent gömlum áskrifend- um ásamt greiðslukröfu fyrir heilan árgang. Hver reginmunur er á þess- um ritum sést þó best á því að rit- stjórinn nefnir sitt rit í viðtalinu alla jafna „blaðið“. Blað og tímarit er sitt hvað, það hljóta allir að sjá. Auðvitað er of snemmt að dæma þetta nýja rit af fyrsta heftinu. Það minnir mest á helgarútgáfu dagblaðs, eins og um- sjónarmaður Lesbókar Mbl. hefur bent á, svo og menningarritstjóri DV, sem jafnframt er fyrrverandi ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Í hinu nýja „blaði“ er alls konar sundurleitt efni, smá- greinar og „blaðavið- töl“. Spjall nokkurra manna inn á segulband sem birt er undir fyrir- sögninni „Þetta er afar skrítin þjóð!“ er auðvit- að ekki tímaritsefni, miklu líkara rabbþætti í útvarpi. Ég ætla ekki að fjalla frekar um þetta nýja rit og spái því engum hrak- spám. Geti það tryggt sér lesendahóp er vel. En jafnljóst má vera að tíma- ritum um menningarmál og íslenska menningarsögu hefur fækkað um eitt. Þá ákvörðun Máls og menningar að leggja Tímaritið niður ber upp á aldarafmæli stofnanda forlagsins og fyrsta ritstjóra Tímaritsins, Kristins E. Andréssonar. Forráðamenn Máls og menningar hafa ekki sýnt minn- ingu þessa frumherja síns mikinn sóma í seinni tíð. Hann hafði til að bera ríkan menningarlegan metnað og ötulleik og skrifaði margt gott um bókmenntir. En Kristni skjátlaðist illilega í mati sínu á Sovétríkjunum, og má vera að það sé ástæða þess að eftirkomendur hafa ekki hirt um að halda þrekvirkjum hans í menningar- málum á lofti. Hér sannast enn að sekur er sá einn sem tapar. Tímarit Máls og menningar hefur á liðnum áratugum birt margar veigamiklar ritgerðir um bókmenntir og menningarmál að fornu og nýju. Eftir brotthvarf þess standa nú uppi aðeins tvö rit sem birta ítarlegar at- huganir á því sviði, Skírnir og And- vari. Bæði þyrftu þau að fá meiri út- breiðslu og athygli fjölmiðla. Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina- félags, var lengi gefinn út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þegar sú útgáfa var drepin, samkvæmt þeirri pólitísku kennisetningu að rík- ið ætti ekki að „vasast í“ útgáfu, tók Sögufélag að sér rit Þjóðvinafélags- ins, Almanak og Andvara, og annast dreifingu þeirra. Við þessi tímamót í útgáfu íslenskra menningarrita er ástæða til að minna á þau sem enn standa vaktina. Tímarit kvatt Gunnar Stefánsson Menningarmál Ljóst má vera, segir Gunnar Stefánsson, að tímaritum um menn- ingarmál og íslenska menningarsögu hefur fækkað um eitt. Höfundur er ritstjóri Andvara. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.