Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 47 Gullsmiðir kvaddur tæknistjóri flugvélarinnar, sem hefur meiri reynslu en flestir aðrir hér á landi í meðferð hreyfla af þeirri gerð sem hér um ræddi. Þess- ar upplýsingar hefði þingmaðurinn að sjálfsögðu átt að hafa undir hönd- um áður en hann tók flugið í púlti Al- þingis. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að öll kerfi hreyfilsins og íhlut- ar sem að mati RNF gátu gefið til- efni til rannsóknar voru fjarlægð og þau rannsökuð frekar hér á landi eða send til Kanada til rannsóknar. Rannsókn hreyfilsins er einnig ítar- lega lýst í skýrslu RNF, þótt þetta hafi einhverra hluta vegna farið fram hjá þingmanninum, og er aðeins um hana að segja: Hún leiddi í ljós að ekkert fannst athugavert eða neitt það sem gat leitt til stöðvunar hreyf- ilsins annað en skortur á eldsneyti til hans og um þetta voru allir sammála. Málið var nú svo einfalt. Að rannsókn lokinni var hreyflinum skilað í hend- ur eigandans en þá var engin lög- reglurannsókn hafin í þessu máli. Það má geta þess að þingmaðurinn hélt því fram að hreyfillinn hafi ekki verið til staðar eftir að RNF lét hann af höndum. Það er ekki rétt. Hreyfill- inn var mánuðum saman eða allt fram í janúarlok til staðar eftir af- hendinguna en engir sýndu honum áhuga og er ekki vitað annað en Rannsóknarlögreglan uni þeirri rannsókn sem RNF framkvæmdi á honum. Þess vegna spyr ég enn: Hvað í þessari rannsókn telur þing- maðurinn að hafi ekki staðist þær kröfur sem gera verður til hennar og ég spyr líka; vantreystir hann þeim sem að henni komu? Í fyrrnefndum Kastljósþætti komst þingmaðurinn svo að orði að með ólíkindum væri „hversu harðir aðstandendur fórnarlamba flugslyss- ins hefðu verið í að grafa upp upplýs- ingar og draga fram sannleikann í þessu máli, svo við getum lært af þeim“. Ég hlýt enn að spyrja þing- manninn hverjar þessar upplýsingar séu og sem hann saknar í skýrslu RNF og hver sé sannleikurinn í þessu máli, sem RNF hefur legið á. Dettur þingmanninum í hug að rann- sakendur telji sig komast upp með það að fela sannleikann og hvaða hagsmuni gæti RNF haft af af slíku háttalagi? Spyr sá sem ekki veit. Hefur þingmanninum nokkuð komið til hugar að þessi „rannsókn“ aðstandenda sé með öðrum for- merkjum en þeim sem RNF hefur. Ennfremur hver sé ástæða þess að þessir sömu aðstandendur hafa borið brigður á niðurstöðu nefndarinnar og að þeir uni þeim ekki. Skyldi það vera vegna þess að þeir séu að berj- ast fyrir auknu öryggi í flugi eins og hann sjálfur hefur svo mikinn áhuga á. Eða gæti verið að niðurstöður í skýrslu RNF henti ekki tilgangi þeirra, hver svo sem hann er – en sem þeir sjálfsagt telja sig hafa til réttlætingar á því að gera RNF að blóraböggli í öllu þessu máli og hafa ekki aldeilis sparað meðulin eins og almenningur hefur orðið vitni að. Þegar ég hugleiði hvernig hátt- virtur þingmaður leyfir sér að haga orðum sínum á Alþingi í garð RNF og á opinberum vettvangi spyr ég sjálfan mig, er þetta það sem Össur formaður kallar á þingmannamáli að stjórnarandstöðu beri skylda til að gera til að veita stjórnvöldum aðhald í þessu máli. Verður það ekki gert á annan hátt en hafa uppi óhróður og rangan málflutning úr ræðustól á Al- þingi um RNF sem ég fullyrði, eftir 20 ára nefndarsetu mína þar, að vinni sín verk af allri þeirri trúmennsku sem henni er best gefin. Lúðvík Bergvinsson kaus að kljást við samgönguráðherra á Alþingi með þeim hætti að gera RNF að skot- spæni í pólitískum skollaleik sínum. Ég velti fyrir mér hverjir vilji bjóð- ast til starfa í RNF í framtíðinni, því það getur ekki verið eftirsóknarvert hlutskipti að eiga von á slíkri máls- meðferð frá þeim sem síst skyldi. Að endingu vil ég segja þetta. Ég ætla ekki að víkjast undan mínum þætti í því að RNF baðst undan því að mæta fyrir samgöngunefnd Al- þingis að kröfu m.a. fyrrnefnds þing- manns og þurfa þar að svara ávirð- ingum hans – og lái mér hver sem vill. Þar að auki sé ég ekki hverjum tilgangi það þjónar að sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd þurfi að mæta fyrir samgöngunefnd, og ég tel að RNF muni láta skera úr um það hvort slíkt sé eðlilegt, áður en til slíks fundar verður boðað aftur. Lúðvík Bergvinsson hefur sakað RNF um að sýna Alþingi óvirðingu. Ég vil harðlega mótmæla þeirri ásökun. Það voru aldrei tilburðir í þá átt af hendi RNF, þó að hann kjósi að beina athygli fólks frá því sem málið snerist um, sem var fyrst og fremst málflutningur hans sjálfs á hinu háa Alþingi. Þingmaðurinn þarf ekki að leita liðsinnis RNF við að óvirða Al- þingi, mér sýnist að hann sé einfær um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar ehf. og á sæti í RNF. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.