Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 51
✝ María MargrétJónsdóttir fædd-
ist að Lækjarósi í
Dýrafirði 27. febrúar
1951. Hún lést á
heimili sínu 30. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Óskar Jensson, f. 3.
október 1916, d. 15.
nóvember 1980, og
Rósa Hálfdánardótt-
ir, f. 10. desember
1921, d. 9. maí 1999,
og var María næst-
yngst fimm systkina.
Hinn 22. nóvember
1975 giftist María eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Gísla Ögmunds-
syni rafvirkja, f. 4. desember
1951, og eru börn
þeirra Ögmundur, f.
30. september 1975,
Rósa Hrefna, f. 17.
júní 1978, og Gísli
Freyr, f. 16. maí
1982. Fyrir átti
María soninn Jón
Kristján, f. 7. maí
1975, með Erni
Bjarnasyni. Barna-
börnin eru þrjú.
María vann fyrst
við verslunarstörf en
síðustu 15 ár starf-
aði hún hjá Íslands-
banka.
Útför Maríu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku mamma mín. Núna ertu
farin frá okkur, söknuðurinn og
sorgin eru mikil og stundum alveg
óbærileg. Sagt er að tíminn lækni öll
sár, en stundum er ég ekki viss. Mér
fannst þetta alltaf ganga svo vel hjá
þér, elsku mamma, þú varst svo hug-
rökk í veikindunum þínum, kvartaðir
aldrei og alltaf leið þér bara vel þeg-
ar ég hringdi í þig eða kom. Þú barð-
ist eins og hetja fram á síðustu
stundu og aldrei varð ég vör við von-
leysi og alltaf stóð pabbi eins og
klettur við bakið á þér og ég held að
enginn geti þakkað honum nægilega
fyrir það. En núna ertu komin á
betri stað og ég trúi því að þar líði
þér vel, elsku mamma. Við áttum svo
margar góðar stundir saman og fyrir
þær er ég svo þakklát, það var alltaf
svo gott að tala við þig og við töl-
uðum um allt milli himins og jarðar,
þú varst alltaf til staðar þegar ég
þurfti á þér að halda og studdir mig í
gegnum svo margt og varst boðin og
búin til þess. Gísli Máni saknar þín
sárt, hann skilur alveg hvað hefur
gerst og spyr mig af hverju þú sért
hjá Guði, en stundum er erfitt að út-
skýra hlutina fyrir litlum strák en ég
mun reyna það eftir bestu getu og
passa að láta hann ekki gleyma þér,
hann var nú einu sinni „gullmolinn“
hennar ömmu sinnar.
Elsku mamma, ég kveð þig með
þessum fátæklegu orðum, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið mér, allar
yndislegu minningarnar um þig mun
ég alltaf geyma í mínu hjarta, þú
varst mín besta vinkona. Guð geymi
þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dóttir,
Rósa Hrefna.
Jæja mamma mín, nú er vist þinni
hér hjá okkur í þessum heimi lokið.
En ég trúi því að þú sért komin á
betri stað þar sem þér mun líða bet-
ur. Það var ekki nema fyrir nokkrum
mánuðum að það leit allt svo vel út,
það virtist sem að þú myndir vinna
bug á þessu. Enda varstu ákveðin í
því að gera það og háðir hetjulega
baráttu alveg til enda. Við áttum
margar góðar stundir saman sem ég
er mjög þakklátur fyrir. Þó að þetta
sé erfitt núna veit ég að við munum
verða saman á ný á öðrum stað og ég
get þó huggað mig við, að þú munir
vaka yfir okkur þangað til. Vertu
sæl, elsku mamma mín, og þakka
þér fyrir allt sem þú gafst mér og all-
ar þær góðu stundir sem við áttum
saman.
Gísli Freyr.
Það eru nú orðin rúm 26 ár síðan
Gísli sonur minn kom með Maríu og
kynnti hana fyrir okkur foreldrum
sínum. Það er óhætt að segja að þau
ljómuðu af hamingju og ást sem ent-
ist þeim til hennar æviloka. Síðan
höfum við átt samleið í gleði og sorg.
Þau eignuðust þrjú börn og María
átti einn son áður. Það má með sanni
segja að þau urðu öll afa og ömmu
miklir gleðigjafar.
Ég er ekki viss um að ég hafi látið
Maríu skilja það nógu vel hve mikils
ég mat það hve vel hún studdi Gísla í
erfiðum veikindum hans. Hann var
frá vinnu í tvö og hálft ár og reyndi
það mikið bæði á hana og börnin.
Fyrir tveimur árum kom annað
áfall þegar að María greindist með
krabbamein. Það var tekist á við það
af mikilli bjartsýni og hugrekki. Ég
dáðist að því hve hún tók sínum erf-
iðu veikindum vel, var létt og gam-
ansöm og hafði það fínt þegar maður
hringdi í hana.
Nú þegar vorið er komið, blómin
farin að gægjast úr moldinni og fugl-
arnir syngja liðlangan daginn er
hennar hetjulegu baráttu lokið.
Ég bið um styrk handa okkur öll-
um sem þótti vænt um hana.
Hrefna Gísladóttir.
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga,
baggi margra þyngri er.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er,
en þú hefur afl að bera,
orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Elsku María, þessar fallegu ljóð-
línur færðir þú okkur samstarfs-
félögum þínum þegar þú varst orðin
veik. Fyrir það viljum við þakka þér
og eflaust eiga þær eftir að hjálpa
okkur síðar á lífsleiðinni, því þær
hljóma eins og falleg boðorð.
Þú ert búin að vera mikil hetja síð-
ustu tvö árin og þú varst svo ákveðin
í því að sigra í baráttunni við þann
illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði
betur í þeirri baráttu.
Á sorgar- og kveðjustund sem
þessari fljúga allar góðu minning-
arnar um huga okkar og sumar
hverjar eru frá haustinu 1985 þegar
þú hófst störf hjá bankanum sem þá
hét Verslunarbankinn, útibú í Breið-
holti og síðar Íslandsbanki í Breið-
holti.
Við, sem höfum fengið að starfa
með þér hjá bankanum á 15 ára
tímabili, viljum færa þér okkar bestu
þakkir fyrir þær frábæru samveru-
stundir sem við höfum átt saman í
leik og starfi. Oft var glatt á hjalla og
stutt í glensið. Við biðjum algóðan
Guð að blessa þig og leiða um alla ei-
lífð.
Fjölskyldu Maríu og öllum að-
standendum hennar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að veita þeim styrk í
þeirra miklu sorg.
Kveðja frá samstarfsfélögum í
útibúum Íslandsbanka, Þarabakka
og Lóuhólum. F.h. starfsmanna Ís-
landsbanka í Breiðholti,
Þuríður Sölvadóttir.
Vina mín kær; hér kveðjumst við nú.
Kannski get ég vart trúað, svo örstutt það
er.
Lá saman leið er kynntist ég þér.
Nú lávarður lífsins þig fel í bæn minni og
trú.
Hækkandi sól, sumar og vorsins bjarmi
sefi og græði, gefi huggun gegn harmi.
(Rh.)
Kveðja,
Aðalheiður Hákonardóttir.
Með fáeinum orðum langar mig að
minnast mágkonu minnar Maríu
Margrétar, Maju eins og hún var
kölluð.Við kynntumst fyrir þremur
árum þegar Jens bróðir hennar
kynnti okkur. Hún tók mér strax
opnum örmum inn í fjölskylduna,
hún var hress, jákvæð og þægileg
manneskja. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn í Viðarásinn til
Maju og Gísla, þau voru einstaklega
elskuleg og samhent hjón. Þær syst-
ur Maja og Ásta voru miklar vinkon-
ur. Var einnig mikið samband milli
maka þeirra, Gísla og Þóris. Þau
stunduðu golfíþróttina af miklum
áhuga og höfðu gert seinni árin.
Maja var alltaf tilbúin að rétta hjálp-
arhönd, hún reyndist bróður sínum
mikill félagi eftir að hann flutti suð-
ur. Þegar við Jens stofnuðum heimili
í Dofraborgum voru Maja og Gísli
boðin og búin að hjálpa. Móðir henn-
ar, Rósa, naut einnig stuðnings
þeirra hjóna eftir að hún varð ekkja
og þurfti að flytjast til Reykjavíkur,
var hún mikið á heimili þeirra meðan
hún lifði. Maja starfaði sem þjón-
ustufulltrúi í Íslandsbanka í Mjódd,
þar þekktum við sameiginlega skjól-
stæðinga sem hún þjónaði dyggi-
lega. Það sem Maju var kærast voru
eiginmaður hennar, börnin og
barnabörnin. Hún var svo lánsöm að
hafa dótturson sinn Gísla Mána mik-
ið hjá sér, var hann augasteinn afa
og ömmu. Sonardætur hennar
Rannveig og Sólbjört, litlu prins-
essurnar hennar, voru henni mjög
kærar. Hún hafði gaman af að gefa
þeim eitthvað fallegt. Skjótt skipast
veður í lofti, enginn veit hvenær
heilsan brestur. Það var fyrir tveim-
ur árum að Maja greindist með ill-
vígan sjúkdóm. Hún barðist hetju-
lega og ætlaði sér að sigra, það kom
aldrei neitt annað til greina hjá
henni. Hún sýndi einstakan vilja-
styrk í baráttunni við sjúkdóminn.
Það var henni efst í huga að vera
með fjölskyldunni, nú um páskana
buðu þau hjónin nánustu fjölskyld-
unni í sumarbústað við Ölfusborgir.
Þá fékk hún tækifæri til að hitta son
sinn Jón Kristján, Freyju, Rann-
veigu og Sólbjörtu, en þau eru bú-
sett á Austfjörðum. Þrátt fyrir að
hún væri orðin mikið veik gat hún
notið þessarar stundar. Með aðstoð
eiginmans og barna sinna tókst
henni að dvelja á heimili sínu þar til
hún lést, mánudaginn 30. apríl.
Elsku Gísli, Rósa, Ögmundur, Gísli
Freyr, Jón Kristján, barnabörn og
tengdabörn. Ég votta ykkur dýpstu
samúð í sorginni og bið Guð að gefa
ykkur styrk.
Mínerva Sveinsdóttir.
MARÍA MARGRÉT
JÓNSDÓTTIR
✝ Karítas Geirs-dóttir fæddist að
Hallanda í Hraun-
gerðishreppi 5. júlí
1927. Hún lést á
heimili sínu 29. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Mar-
grét Þorsteinsdóttir
og Geir Vigfússon og
eru þau bæði látin.
Systkini Karítasar
eru: Helga, f. 1923,
Sólveig, f. 1924, Ósk-
ar, f. 1928, Sigur-
björg, f. 1932, Mar-
grét, f. 1934, og
Hörður, f. 1942. Einnig átti hún
hálfbróður, Reyni Geirsson, sem
er látinn. Árið 1968 giftist hún eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Jens
Árna Ingimundarsyni frá Djúpa-
vogi, f. 6.8. 1932, sonur þeirra er
Sigurður Jensson, f. 7.11. 1967, í
sambúð með Laufeyju Gunnlaugs-
dóttur, f. 1966, og eiga þau 2 dæt-
ur, Karítas, f. 1993,
og Önnu Bríeti, f.
1998. Fyrir átti Kar-
ítas Höllu Margréti
Þórarinsdóttur, f.
12.9. 1950, hún er í
sambúð með Birgi
Ólasyni, f. 1958,
þeirra sonur er
Brynjar, f. 19.8.
1988. Fyrir átti
Halla Margréti
Gígju Rafnsdóttir, f.
2.10. 1971, en hún
ólst upp hjá Karítas
og Jens. Margrét
Gígja er í sambúð
með Gunnari Jens Elí Einarssyni,
f. 1968, og er þeirra sonur Jens
Elí, f. 29.9. 2000.
Karítas ólst upp í Hallanda og
bjó þar meira og minna þangað til
hún fluttist til Reykjavíkur 1967.
Útför Karítasar verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku amma.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvíl-
ast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga þig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku amma mín, ég kveð þig með
söknuði. Elsku afi, megi góðar
minningar styrkja þig í sorg þinni.
Brynjar.
Okkur systurnar langar að minn-
ast með nokkrum orðum ömmu okk-
ar sem lést þann 29. apríl síðastlið-
inn. Amma Kæja, eins og hún var
alltaf kölluð á okkar heimili, var
mjög góð kona. Við systur höfum
verið svo heppnar að hafa búið mjög
nálægt ömmu Kæju og afa Jens.
Alltaf var jafn gott að koma á heim-
ili þeirra hvort sem það var í pössun
eða bara í smá heimsókn. Amma var
mikil húsmóðir og alltaf var nóg til
með kaffinu hjá henni eða eitthvað
spennandi í skápunum. Ósjaldan
kom hún einnig færandi hendi heim
til okkar með kleinur, pönnukökur
eða annað góðgæti í poka.
Að missa ömmu svona snöggt er
mjög sárt. Það var svo margt sem
við áttum eftir að gera saman og
hún að kenna okkur. Amma var dul
kona og ekki allra en þeir sem stóðu
henni næst voru umvafðir ástúð og
hlýju, fyrir það verðum við ævinlega
þakklátar.
Elsku amma, hvíl þú í friði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku afi, missir þinn er mikill,
við munum styðja þig eins og við
getum. Kveðja.
Karítas og Anna Bríet.
KARÍTAS
GEIRSDÓTTIR
! "#
$ %&" "#
&&&"' "#
(&) * "#
+* "#
, ! -&"' . &"