Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 55

Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 55 FRÆÐSLUKVÖLD og hópstarf um sorg, sorgarviðbrögð og úr- vinnslu sorgar í nærhópi í Lang- holtskirkju. Eins og undanfarin ár eru fyrir- lestrar, námskeið og hópstarf í Langholtskirkju um missi og úr- vinnslu sorgar. Á vormisseri var starfið tengt missi vegna dauðsfalla. Sóknarprestur og djákni hafa um- sjón með starfinu. Hópstarfinu lýk- ur þriðjudagskvöldið 8. maí kl. 20 á fræðslukvöldi í litla salnum í safn- aðarheimili Langholtskirkju. Þá mun sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur flytja erindi þar sem horft er fram á veginn án ást- vinarins sem er látinn. Kaffiveiting- ar verða í boði safnaðar og á eftir gefst tækifæri til að beina spurning- um til sr. Gunnars, sóknarprests og djákna safnaðar. Fræðslukvöldið er öllum opið. Verið hjartanlega vel- komin. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10–14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegis- verður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Árvekni, kemur í heimsókn og ræðir um slys á börn- um í heimahúsum. Tólf spora hóp- arnir hittast kl. 19 í neðri safnaðar- sal. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Sundferð unglinga- klúbbsins MeMe kl. 18 með Gunn- fríði. Hittumst fyrir framan safnað- arheimilið og förum saman í Laugardalslaugina. Langholtskirkja. Vorferð endur- minningahóps karla í Langholts- söfnuði á Kjalarnesi. Karlar í end- urminningahópum athugið: Í dag, þriðjudaginn 8. maí, verður fundur- inn haldinn heima hjá Svölu djákna á Furugrund á Kjalarnesi. Farið verður frá Langholtskirkju kl. 13.30. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson verður gesturog umræðu- efnið verður spíritismi. Verið vel- komnir og takið með ykkur gesti. Ef ykkur vantar frekari upplýsingar hafið þá samband við Svölu í síma 520-1314 eða 862-9162. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarsson- ar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkjunn- ar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30– 18. Stjórnandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Göngu- ferð um nágrennið ef veður leyfir. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Ferð til Keflavíkur með við- komu í Bláa lóninu. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10.45. Skráning hjá Önnu í síma 554-1475. Fella- og Hólakirkja. Göngustund. Á þriðjudögum kl. 10.30 er lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju í göngu í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Gangan er ætluð fólki á öll- um aldri. Á eftir er boðið upp á djús eða kaffi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. KFUK fyr- ir stúlkur 12 ára og eldri, annan hvern miðvikudag kl. 20.30–21.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn- aðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili, Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 13–16 með aðgangi að kirkj- unni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteigi. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10–12. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Fræðslukvöld og hópstarf um sorg og sorgar- viðbrögð Langholtskirkja KIRKJUSTARF Nú hefur hún lang- amma kvatt þennan heim. Loksins fékk hún hvíldina og tilbúin var hún eftir að hafa lifað sína tvo eiginmenn og skilað sínu með sóma í þessari jarðvist. Langamma lést á sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar þar sem hún dvaldi síð- ustu árin. Þótt árin væru orðin 103 og rúmlega það var það ekki nema hin síðustu ár sem heilsan var farin að bila eitthvað að ráði. Ég varð mest hissa þegar ég áttaði mig á því að langamma var um sjö- tugt þegar ég fer að muna eftir henni og þær eru margar minningarnar því löngu eftir það lifði langamma ríku lífi. Langamma hafði alltaf sérstöðu í huga mínum. Yfir henni var einhver dýrðarljómi yfirvegaðrar visku, hún bjó í Steininum og hún var eina manneskjan sem ég þekkti sem hafði átt samskipti við álfa. Það var í Breiðafjarðareyjunum þar sem langamma ólst upp og bjó til fertugs, sem hún komst í kynni við huldukonu og bar falleg gömul brúða sem langamma átti nafn í minningu henn- ar, Kala Lind. Seinna skírði ég dúkk- una mína líka Kölu Lind. Langafa minn Gísla hitti ég aldrei á lífi en Pétur afi og langamma áttu greinilega hamingjuríkt hjónaband. Þetta var á Patró þar sem ég ólst upp með þau í næsta húsi. Það var alltaf gott að heimsækja þau í Steininn þar sem andrúmsloftið einkenndist af ást- ríkri virðingu. Heimili þeirra var fal- legt og út um allt mátti sjá handa- vinnu, dúka og dúllur gerðar af langömmu. Hún var mjög listfeng í höndunum, sérstaklega heklaði hún mikið. Alltaf var heimilið fínt og fágað þótt aldrei virtist langamma vera á kafi í heimilisstörfum. Allt var gert jafnóðum af stóískri ró en ekki þeim asa sem við lifum við í dag. Ég man þó eftir langömmu uppi á þurrklofti, sem var enn einn leyndardómurinn, að rulla. Þar geymdi hún líka spennandi dót fyrir okkur krakkana til að leika okkur að. Hjallurinn var líka spenn- andi. Þar hékk þvotturinn og oft einhver dularfullur matur. Kunningjar lang- ömmu komu reglulega færandi hendi með selkjöt og spekk sem var eitt mesta sælgæti sem hún gat hugsað sér. Þetta var arfur úr eyjunum, einni stærstu matarkistu Íslendinga. Þar svalt ekki fólk og maturinn hefur greinilega verið undirstöðugóður því langlífi er mikið meðal gamalla eyja- skeggja. Þær voru margar sendiferð- irnar útí mjólkurstöð fyrir langömmu að sækja „drukk“ eða sýru á mjólk- urbrúsa. Í eldhúsinu hjá langömmu mátti treysta á það að fá ískalda mjólk og sandköku, köldustu mjólk á Patró, einu mjólkina sem ég gat drukkið árum saman. Hjá langömmu lærði ég líka hluti eins og að syngja ekki sult í húsið, það gerir maður ekki og ekki fer maður með tyggjó í kirkju. Langamma hafði lag á því að segja hlutina þannig að maður hlustaði og gleymdi því ekki sem hún sagði. Hún þurfti aldrei að æsa sig eða brýna róminn. Langamma var stolt kona og vönd að virðingu sinni. Um leið var hún mjög víðsýn kona og umburðar- lynd eins og fólk verður sem hefur á langri ævi náð þroska og dýpri skiln- ingi á mannfólkinu. Glæsileg var hún þegar hún var búin að klæða sig í upp- hlutinn sinn og setja upp flétturnar sínar sem voru hennar mesta stolt. Mikið fannst henni það erfitt þegar hún á gamals aldri þurfti að fórna þeim. Langamma var hlý og blíð kona MAGÐALENA LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Magðalena LáraKristjánsdóttir fæddist 13. nóvem- ber 1897 í Sviðnum á Breiðafirði og ólst upp í Bjarneyjum. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði 23. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. maí. þótt hún væri ekki skaplaus, síður en svo, og hún hafði ríkan húm- or. Þegar ég var orðin eldri naut ég þess oft að sitja með langömmu og spjalla. Því miður fór þeim stundum fækk- andi þar sem fjarlægðir voru miklar og ekki gafst tækifæri til að heimsækja hana eins oft og ég hefði viljað. Eftir að ég var flutt frá Patró kom ég ferm- ingarsumarið mitt og vann þar í fiski. Þá bjó langamma hjá þeim Svövu ömmu og Geira afa. Alla daga beið langamma með matinn tilbúinn á slaginu tólf þegar við hin komum í hádegismat. Þá var borðað, svo lögðu sig allir og hlustuðu á fréttirnar og fóru svo end- urnærðir í vinnuna aftur klukkan eitt. Allt í föstum skorðum og jafnvægi. Nú hafa þau öll kvatt. Fyrst afi 1982. Eftir það bjuggu þær mæðgurnar saman þar til langamma fór á spít- alann. Það var mikið áfall fyrir lang- ömmu þegar Svava amma lést árið 1997. Í dag er langamma farin til þeirra hinna og eiginmanna sinna tveggja. Eftir lifir sterk og falleg minning um langömmu mína, sterka konu, konu sem ég vildi líkjast. Þórey Sigþórsdóttir. Ástkær amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist 103 ára gömul. Hún var fædd í Sviðnum á Breiðafirði 13. nóv- ember 1897 og ólst hún upp í Bjarn- eyjum. Uppvaxtarárin í faðmi fegurð- ar og sterkra náttúruafla Breiða- fjarðareyjanna mótuðu hennar líf. Amma var aðeins sautján ára þegar hún fór sem ráðskona til afa, Gísla Bergsveinssonar í Rauðseyjum. Hann var þá ekkjumaður með þrjú börn. Þau giftust og eignuðust fimm börn saman. Þegar afi lést var amma rúmlega fertug. Hún flutti þá búferlum úr Eyjunum til Patreksfjarðar þar sem hún dvaldist síðan. Á Patreksfirði kynntist amma síðari manni sínum, Pétri Guðmundssyni. Þegar ég fædd- ist voru þau gift, þannig að hann varð Pétur afi. Þau áttu góða æfi saman. Samband þeirra einkenndist af virð- ingu, ástúð og hlýju sem hafði sterk áhrif á alla sem kynntust. Ekki síst okkur barnabörnin sem vorum svo lánsöm að alast upp við hliðina á þeim og undum við hvergi eins vel og í Steininum, eins og húsið þeirra var nefnt. Þar var algjör friðarreitur í ná- vist þeirra. Amma ávítaði okkur börn- in aldrei, hún sagði aðeins „svona ger- ir maður ekki“, með þeirri ró sem einkenndi hana. Hún upplýsti okkur um lífið og allt það sem máli skipti í samskiptum við aðra. Við hlustuðum alltaf á það sem amma sagði. Hún var þannig. Í öll þessi ár sá ég ömmu aldrei reiðast. Hún var einstök kona, víðsýn, greind og full af visku. Hún hafði ríka réttlætiskennd og lifði þannig að við sem þekktum hana elskuðum hana og virtum. Hlýjan hennar umvafði okkur öll. Góða skapið og hinn sterki per- sónuleiki var styrkur hennar í lífinu. Í minningunni á ég fullt af heilræð- um og visku frá henni ömmu og ógleymanlegum stundum sem munu ylja mér um ókomna tíð. Orð segja fátt um svo stórbrotna konu en þau verðmæti sem hún gaf okkur með því að vera það sem hún var eru ómetanleg. Amma var mikil listakona til allra verka. Hún var allt- af með heklunálina nálægt sér og eru ótalin öll þau verk sem hún gerði. Einnig elskaði amma blóm og var heimili hennar alltaf umvafið blómum og þá helst rósum. Blómin annaðist hún af umhyggju eins og allt sem hún fór höndum um. Síðustu æviárin dvaldi amma á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar og vil ég þakka öllum þar fyrir alúð og hlýju í hennar garð. Í hljóðri bæn vil ég þakka fyrir að hafa átt þá ömmu sem hún var. Guð varðveiti elsku ömmu mína. Sólrún Þorgeirsdóttir. < 4 #     #   ,   '#   " ,% '     4! !    !  5  /1 / 2 ; 7 --') 6 "& !%& E8 6 (   !    5#%    &) 5#% "#   ! !' "   %&" 5#% "#  !' "  #    3 # ' !  #  ,    4 " ,"'  4! I 9 9 & ;7 "#    "  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.