Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 08.05.2001, Síða 57
ÞAÐ verður margt að gerast í vik- unni og um næstu helgi hjá hesta- mönnum því í Hafnarfirði verður haldið mót sem kallast Íshestamót og verður haldið miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld. Keppt verður í A- og B-flokki gæðinga, 100 og 150 metra fljúg- andi skeiði. Boðið er upp á bæði áhugamannaflokka og opna flokka. Mótið er haldið á glæsilegu móts- svæði Sörla, sem var endurnýjað á myndarlegan hátt á síðasta ári. Fáksmenn halda opna Reykja- víkurmeistaramótið þar sem keppt verður í öllum greinum hesta- íþrótta og Andvari í Garðabæ verður með sitt íþróttamót á And- varavöllum. á verða Funi og Léttir í eyjafirði og Akureyri með opið íþróttamót á Hlíðarholtsvelli um helgina. Nú er genginn í garð einn anna- samasti mánuður ársins hjá hesta- mönnum og gildir þar líklega einu hvort um er að ræða keppnisfólk eða þá sem stunda útreiðar sér til afþreyingar og skemmtunar. Mik- ill fjöldi móta verður haldinn nú á næstu vikum og hestamenn al- mennt eyða hvað mestum tíma í áhugamál sitt á þessum árstíma. Mótahrina að fara af staðHestamannafélagið Glaður hélt sitt árlega íþróttamót í Búðardal 1. maí sl. Stigahæsti knapi mótsins var Skjöldur Orri Skjaldarson með samtals 204,12 stig. Ís- lenska tvíkeppni vann Þórður Heiðarsson á Svarti frá Hofi með 58,31 stig og skeiðtvíkeppni vann Skjöldur Orri Skjaldarson á Mömmu Blesa frá Reykjarhóli með 46,37 stig. Þetta mót var það síðasta í röð þriggja móta með sam- eiginlegri stigakeppni í tölti og skeiði. Efst á mótunum þremur í tölti var Auður Guðbjörns- dóttir og hlaut hún í vinning gjafabréf frá MR-búðinni að verð- mæti 10.000 krónur, efstur í skeiði varð Finn- ur Kristjánsson sem hlaut 10.000 króna gjafabréf frá Flugu reiðtygj- um fyrir. Hæstur að samanlögðum stigum í tölti og skeiði varð Ólafur Jón á Vatnsleysu ásamt nafna sínum og dótt- ursyni í sýningunni Afi minn og ég. TVÆR missagnir urðu í umfjöll- un um annars vegar skeifukeppn- ina á Hólum og svo hins vegar um skeifukeppnina á Hvanneyri, sem haldin var snemma í apríl. Þar var farið rangt með nafn stúlkunnar sem hlaut ásetuverð- laun Félags tamningamanna. Verðlaunin hlaut Margrét Frið- riksdóttir sem tamdi Gul frá Hrafnkelsstöðum, efnisfola undan Blakki frá Snjallsteinshöfða og Bládísi frá Hrafnkelsstöðum. Um keppnina á Hólum sagði að stúlka sú er hlaut Eiðfaxabikar- inn, Bertha Elise Kristiansen, væri dönsk en hún mun vera norsk og leiðréttist þetta hér með. Leiðrétting á skeifunum HESTAR UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ÁG YRGÐ 3 ÁR EXPRESSO KAFFIVÉL Ítalskt kaffi eins og það gerist best ! TILBOÐ! 5.990 Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 ÚRSLIT Guðjónsson en í vinning fékk hann folatoll undir Skorra frá Gunnars- holti sem gefinn var af Hrossarækt- arsambandi Dalamanna Morgunblaðið/Valdimar Úrslit mótsins urðu að öðru leyti sem hér segir: Fjórgangur: Unglingar 1. Gróa Björg Baldvinsdóttir á Yrpu, 7 v. jarpri frá Spágilsstöðum, eink. 6,35 2. Ólafur Andri Guðmundsson á Óðni, 9 v. móvindóttum frá Skógskoti, eink. 5,55 3. Auður Inga Ingimarsdóttir á Mána, 9 v. brúnum frá Álfheimum, eink. 5,15 4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Þraut, 11 brúnstjörnóttri frá Þverholtum, eink. 4,95 5. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna, 6 v. jörpum frá Selkoti, eink. 4,07 Ungmennaflokkur: 1. Auður Guðbjörnsdóttir á Kolskör, 7 v. brúnni frá Magnússkógum, eink. 5,33 Opinn flokkur: 1. Margrét Guðbjartsdóttir á Hörpu, 8 v. jarpri frá Miklagarði, eink. 6,09 2. Þórður Heiðarsson á Svarti, 14 v. brúnum frá Hofi, eink. 6,0 3. Skjöldur Orri Skjaldarson á Áli, 6 v. bleikálóttum frá Búðardal, eink. 5,97 4. Guðmundur Baldvinsson á Mósa, 7 v. mósóttum frá Bakkakoti, eink. 5,95 5. Finnur Kristjánsson á Álfi 6 v. jörpum frá Engihlíð, eink. 5,2 Fimmgangur: Opinn flokkur: 1. Skjöldur Orri Skjaldarson á Mömmu Blesa, 14 v. rauðblesóttum frá Reykjarhóli, eink. 5,57 2. Guðmundur Baldvinsson á Regínu, 6 v. brúnni frá Haga., eink. 4,82 3. Sigurður Hrafn Jökulsson á Teklu, 8 v. brúnni frá Vatni, eink. 4,69 4. Eyþór Jón Gíslason á Grein, 7 v. rauðnösóttri frá Bóli, eink. 4,40 5. Finnur Kristjánsson á Mist, 6 v. brúnni frá Akureyri, eink. 3,67 Tölt: Barnaflokkur: 1. Jónfríður Esther Hólm á Lipurtá, 8 v. brúnni frá Ásum, eink. 3,27 Unglingaflokkur: 1. Gróa Björg Baldvinsdóttir á Yrpu, 7 v. jarpri frá Spágilsstöðum, eink. 5,75 2. Auður Inga Ingimarsdóttir á Mána, 9 v. brúnum frá Álfheimum, eink. 5,5 3. Ólafur Andri Guðmundsson á Óðni, 9 v. móvindóttum frá Skógskoti, 5,49 4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Þraut, 11 v. brúnstjörnóttri frá Þverholtum, eink. 4,95 5. Sjöfn Sæmundsdóttir á Dimmu, 9 v. brúnni frá Lindarholti, eink. 4,7 Ungmennaflokkur: 1. Auður Guðbjörnsdóttir á Kolskör, 7 v. brúnni frá Magnússkógum, eink. 4,53 Opinn flokkur: 1. Þórður Heiðarsson á Svarti, 14 v. brúnum frá Hofi, eink. 6,33 2. Skjöldur Orri Skjaldarson á Áli, 6 v. bleikálóttum frá Búðardal, eink. 5,78 3. Margrét Guðbjartsdóttir á Hörpu, 8 v. jarpri frá Miklagarði, eink. 5,68 4. Finnur Kristjánsson á Álfi, 6 v. jörpum frá Engihlíð, eink. 5,02 5. Eyþór Jón Gíslason á Grein, 7 v. rauðnösóttri frá Bóli, eink. 4,5 Gæðingaskeið: 1. Finnur Kristjánsson á Mist, 6 v. brúnni frá Akureyri með 62,8 punkta 2. Skjöldur Orri Skjaldarson á Mömmu Blesa, 14 v. rauðblesóttum frá Reykjarhóli með 58,5 punkta 3. Sigurður Hrafn Jökulsson á Mónu, 7 v. mósóttri frá Vatni með 46,3 punkta MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 57

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.