Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 65 Á DÖGUNUM keypti ég forrit af fyrirtæki á netinu. Forritið heitir Netstudio og var á sérstöku tilboðs- verði, kostaði tæpa 70 dollara. Ég vissi að ég myndi þurfa að greiða 28 dollara í sendingarkostn- að. Fyrir hvort tveggja greiddi ég með greiðslu- korti mínu. Pakkinn var um hálfan mánuð á leiðinni og svo tók við alls kyns ves- en; þurfti að faxa undirritað leyfi til tollafgreiðslu í Reykjavík svo þar mætti opna pakkann því „við tökum ekkert mark á græna miðanum með verðinu utan á pakkanum“ sagði mér Halla nokkur á tollafgreiðslu. Einn starfsmaður Íslandspósts sagði að ég þyrfti að fylla út aðflutnings- skýrslu eða greiða fyrirtækinu 1.500 krónur fyrir slíkt en annar starfs- maður bar það til baka. Broshýr stúlka af pósthúsinu á Akranesi birtist svo með pakkann og krafði mig um 3.595 krónur! Hún vissi nú ekki fyrir hvað þessi upphæð væri. Skyndilega hafði varan hækk- að um rúmlega 50%, í meðförum tolls og Íslandspósts. Ég hringdi út og suður og fékk loks þessar skýringar: Kr. 905,- tollur. Kr. 2.440,- vsk. Kr. 250,- tollmeðferðargjald. Tollurinn var ekki bara lagður á vöruna sem ég keypti (geisladiskinn) heldur einnig á sendingarkostnað. Ég borga líka virðisaukaskatt af flutningskostnaði og loks borga ég einhverju skrifstofuliði 250 kall fyrir að reikna þetta allt út. Nú efast ég ekki um að þetta sé löglegt (enda fullvissaði fyrrnefnd Halla mig um það – óumbeðin). Ég vil hins vegar benda öllum þeim sem hafa hugsað sér að kaupa forrit að reyna að hlaða þeim niður af vefnum! Það er dálítið mikið að borga meira en 50% ofan á verðið bara til að skaffa fólki á skrifstofum vinnu, finnst mér. Svo vil ég endilega benda Íslandspósti og tollinum á að láta kúnnana sína greiða virðisaukaskatt og toll af frímerktum póstkortum og bréfum sem berast frá útlöndum. Ef verið er að skattleggja sendingar- kostnað á að gera það hvort sem um er ræða litlar sendingar á borð við póstkort eða verðmæti á borð við heilan geisladisk. Í frímerkjum ligga stórkostleg, enn óskattlögð, verð- mæti, a.m.k. er kílóið af frímerkjum ábyggilega frekar dýrt. HARPA HREINSDÓTTIR, framhaldsskólakennari og áhugamaður um forrit, Vallholti 19, Akranesi. Hvernig væri að tolla frímerki? Frá Hörpu Hreinsdóttur: Harpa Hreinsdóttir FLESTIR Íslendingar sem búa er- lendis kannast við þá tilfinningu að ætternisást okkar blossar upp þegar við höfum verið fjarri Íslandi í nokk- urn tíma. Það þýðir ekki að við dáumst að öllu sem íslenskt er, en landið, menningin og hrein náttúra er sannarlega eitthvað sem við sökn- um. Aðrir þættir kalla fram efa- semdir. Þannig spretta upp fyrir- tæki sem hafa náð heimsfrægð af nánast engu, en það virðist hlakka í landanum ef öðrum gengur miður, s.s. Íslenskri erfðagreiningu, sem ég tel eitt merkasta fyrirtæki sem kom- ið hefur fram á Íslandi í langan tíma. Ég er sannfærð um að því fyrirtæki mun vegna vel. Við erum ekki bara stolt af landi okkar og menningu. Íslendingar er- lendis eru eins konar sendiherrar um allan heim. Við bendum á Björk, en oftar en ekki þurfum við aðeins að taka undir það sem blöðin skrifa um hana og menninguna heima. Þegar kemur að landinu og náttúru Íslands höfum við yfirleitt lent í nokkrum erfiðleikum. Þá er lýsing með orðum svo fátækleg í samanburði við það sem augað sér. Það kom því sem himnasending þegar ég fékk ábendingu um Iceland worldwide www.iww.is. Þessi vefur er víst til á íslensku líka. Allir, sem ég sýni Ísland á þessum vef, falla fyrir landinu. Þangað verð ég að fara. Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei lesið neitt um þennan vef, hvorki á Morgunblaðinu, Vísi eða öðrum vefmiðlum. Ef til vill er það fjarlægðin sem gerir það að okkur finnst þessi vefur stórkostlegur. Utanríkisráðuneytið og ferða- málayfirvöld á Íslandi ættu að taka sig saman um að kynna þennan vef. Allir Íslendingar búsettir erlendis ættu að vita af honum. Fyrir ólaun- aða sendiherra eins og okkur er þetta kynningarefni meira en nóg laun. Alltof oft skortir okkur hæv- ersku, en í þessu tilfelli er hún óþörf. KRISTBJÖRG ÞORSTEINS- DÓTTIR BLOMBERG Svíþjóð. Óþarfa hæverska Frá Kristbjörgu Þorsteinsdóttur Blomberg: EKKI eru þingmenn bestir í hag- fræðinni. Þeir hafa gert reglur um það að öryrkjar sem búa einir eiga ekki að fá meira en um 402.000 kr. á ári. Það er ekki einu sinni hálf millj- ón á ári. Sjálfir fá þeir miklu meira en eina milljón á mánuði, þó ekki sé sagt frá því. Flest þekkja muninn á ca. 12 milljónum á ári eða 402.000 kr. á ári. Af þessu að dæma hefur veikt fólk ekkert með lífið að gera, að þeirra áliti, en eiga bara að skrimta þar til þau deyja öll. Hvers vegna er það talið sjálfsagt? Fyrst þingmenn geta ekki virt veikt fólk sem manneskjur þá eru þeir með skemmda greind og ættu ekki að vera við stjórn í þessu mál- efni sem öðrum málefnum. Tel ég því rétt að þeir hætti störfum vegna van- hæfni í starfi því að þeir eru ekki réttir í hagfræðinni til að hugsa á rökréttan og samviskulegan hátt og þess vegna virðast þeir ekki vera með heilbrigða greind og eru þess vegna ekki færir til að vinna þau op- inberu störf sem þeir hafa unnið við hingað til. Við verðum að viðurkenna það sem við erum vitni að, þó ekki sé að finna að slík uppsögn hafi gerst áður í mannkynssögunni. Eitthvað verður að gera við þessa órökvísu einstak- linga. Ekki er hægt að hafa þá áfram í þingstarfi til að sjá um fjármál þjóðarinnar þar sem þeir virðast ekki færir um að virða mannleg rétt- indi. Ég krefst þess að þeir hætti op- inberum störfum sem þingmenn, þ.e. þeir sem eru nú í þeim störfum og ættu þeir ekki að hafa leyfi til að bjóða sig fram á þing aftur. KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Möðrufelli 3, Reykjavík. Megi þau hæfi- leikaríku ríkja Frá Katrínu Halldórsdóttur: AFMÆLI Ármann Halldórsson fæddist 8. maí 1916 á Snotrunesi í Borgarfirði eystra, sonur Halldórs bónda þar (f. 26. febr- úar, 1888) Ármannsson- ar bónda í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, Eg- ilssonar og konu hans Gróu (f. 29. júlí 1895) Björnsdóttur, bónda á Staffelli í Fellum Jóns- sonar. Ármann ólst upp á Snotrunesi og vandist öllum algengum bú- störfum, frá æsku til unglingsára, og á námsárunum í Kennaraskólanum vann hann tvö sumur á búgarði Thors Jensens á Korpúlfsstöðum. árið 1934 hóf Ármann nám í al- þýðuskólanum á Eiðum og var þar tvo vetur. Hann tók gagngræðapróf frá Flensborg 1937 og kennarapróf frá Kennaraskólanum 1939. Sumarið 1947 stundaði hann nám í „Den Int- ernationale Højskole“ á Helsingja- eyri, og fór síðar til frekara dönsku- náms í Danmörku. Íslenzka, sem hann unni mjög, og danska voru aðalkennslugrein- ar hans við alþýðuskól- ann á Eiðum. Ármann var barna- kennari í Eiðahreppi 1939–1941 og í Seyðis- fjarðarhreppi 1941– 1944. Hann var 31 ár kennari við alþýðuskól- ann á Eiðum, frá 1944– 1975. Veturinn 1959– 1960 var hann settur skólastjóri í orlofi Þór- arins Þórarinssonar. Frá 1975 til 1985 var hann skjalavörð- ur á Héraðsskjalasafni Austurlands. Ármann tók mikinn þátt í félags- málum: var í stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands frá 1945 og í skólanefnd Eiðaskólahéraðs frá 1949. Ármann fékkst mikið við ritstörf. Hann var ritstjóri „Snæfells“ 1947– 1949; ritstjóri „Múlaþings“ frá 1966 og ritstjóri „Sveitir og jarðir í Múla- þingi“ I–IV 1974–1978. Hann gaf út bækurnar „Í neðra og efra“, frásagnir af Borgarfirði eystri og Úthéraði 1979; „Geymdar stundir“, fjögur bindi með frásögnum af Austurlandi, 1981–1988; „Alþýðuskólinn á Eiðum“, 1983; „Hrafn á Hallormsstað“, ævi- saga 1986; „Saga sýslunefndar Norð- urmúlasýslu“, 1875–1988, sem var fylgirit Múlaþings 1991; „Mávabrík“, greinar og eigin minningar, 1992. Greinar í safnritum: Gísli Helgason í Skógargerði, í „Bóndi er bústólpi“ V. bindi 1984; Þorsteinn Stefánsson á Þverhamri, í „Bóndi er bústólpi“ í VI. bindi 1985; Stefán Th. Jónsson, í „Þeir settu svip á öldina“, 1987. Auk þess á hann ýmsar greinar í Austur- landi, Austra, Gálgási og fleiri blöð- um. Ármann kvæntist 6. febrúar 1954 Ingibjörgu (f. 8. maí 1926) Krist- mundsdóttur, verkamanns á Skaga- strönd, Jakobssonar og konu hans Jó- hönnu Árnadóttur. Fósturdóttir þeirra er Eygló Eiðs- dóttir (f. 24. nóv. 1956) Péturssonar (f. 7. sept. 1922) og Margrétar Ágústu Halldórsdóttur (f. 4. okt. 1922). Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þér, Ármann, frábæra leið- sögn og hvatningu til náms, fyrst í barnaskóla og síðar í alþýðuskólanum á Eiðum. Til hamingju með daginn. Einar Jón Vilhjálmsson. ÁRMANN HALLDÓRSSON INNLENT DR. JOSÉ Molinelli heldur fyrirlest- ur á vegum Umhverfisstofnunar Há- skóla Íslands um náttúruvá og önnur umhverfismál í Puerto Rico þriðju- daginn 8. maí. Dr. Molinelli er prófessor og for- stöðumaður umhverfisfræðiskorar raunvísindadeildar háskólans í Pu- erto Rico, San Juan. Rannsóknir hans hafa meðal ann- ars fjallað um jarðvegseyðingu og setmyndanir í vötnum, umhverfis- áhrif framkvæmda og skipulagsmál, varnir gegn mengun grunnvatns, auk ýtarlegra rannsókna á áhrifum jarðskjálfta og fellibylja á stærri borgir í Puerto Rico. Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi, stofu 205, og hefst kl. 14:30. Fyrirlesturinn er á ensku og ber heitið: „Natural Hazards and Land Use Planning Issues in Puerto Rico“. Fyrirlestur um umhverfismál í Puerto Rico VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð boðar til stofnfundar félags- deildar á Suðurnesjum miðvikudag- inn 9. maí kl. 20.30. Félagsdeildin mun til að byrja með ná yfir allt svæðið sunnan Straums, sem við kjördæmabreyt- inguna verður hluti af Suðurkjör- dæmi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, ræðir um flokksstarfið og stjórnmál dagsins. Þorsteinn Ólafs- son, formaður kjördæmisfélags VG á Suðurlandi, mætir. Nýir félagar auk þegar skráðra eru velkomnir á fund- inn, sem verður á Hótel Keflavík, segir í fréttatilkynningu. Stofnfundur VG á Suður- nesjum TÓNLEIKUM bandaríska tríósins Blonde Redhead, sem vera áttu á dagskrá Upprisuhátíðar Hljóma- lindar dagana 9. og 10. maí, hefur verið frestað fram í júní eða júlí. Ástæða þessa eru veikindi Kazu Makino, söngvara og gítarleikara. Tónleikum frestað FLÖTUR, samtök stærðfræðikenn- ara, stendur fyrir fræðslu- og um- ræðufundi um stærðfræði og sér- kennslu miðvikudaginn 9. maí nk. Fyrirlesari og stjórnandi umræðna verður Hafdís Guðjónsdóttir, lektor í sérkennslu við KHÍ. Í erindi sínu mun Hafdís einkum beina sjónum að því hvernig algeng einkenni á námsörðugleikum í stærðfræði birtast hinum almenna stærðfræðikennara. Reynt verður að tilgreina þau, ræða hugsanlegar or- sakir þeirra og möguleg viðbrögð kennarans. Grunnskólakennarar munu segja stuttar reynslusögur úr eigin kennslu. Í kjölfar erindis síns mun Hafdís stjórna umræðum fund- argesta um þetta málefni. Fundurinn fer fram miðvikudag- inn 9. maí kl. 20 í stofu M-201 í KHÍ og með myndfundabúnaði í Grunn- skóla Ísafjarðar, Dalvíkurskóla, Fellaskóla í Fellahreppi, Grunnskóla Siglufjarðar, Grunnskólanum á Hólmavík og jafnvel á fleiri stöðum. Fræðslufund- ur um stærð- fræði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SVEN Þ. Sigurðsson prófessor mun flytja erindi, sem nefnist: Reiknað í sjóinn fimmtudaginn 10. maí kl. 16:15. Fjallað verður um ýmis reikni- fræðileg úrlausnarefni við hönnun á reiknilíkani fyrir grunnsjávar- strauma. Lýst verður, hvernig slíkt líkan tengist reiknilíkönum af göng- um fiska, sem verið er að þróa á reiknifræðistofu Raunvísindastofn- unar. Fyrirlesturinn er á vegum Ís- lenzka stærðfræðafélagsins og verð- ur fluttur í stofu 157 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeilda Há- skólans á Hjarðarhaga 6. Fyrirlestur um reiknilíkan FRÉTTIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.