Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 08.05.2001, Qupperneq 70
ÞEGAR flestir eru búnir að afskrifa hasarmyndahetjuna Steven Seagal, gerast undur og stórmerki. Hinn fjall- myndarlegi, taglprúði B-myndamað- ur lætur allt slíkt hjal sem vind um eyru þjóta og heldur ótrauður áfram eftir slæm áföll. Gamla bardagahetj- an hreinlega neitar að játa sig sigr- aðan og á dögunum kom hann nýjustu mynd sinni, Exit Wounds, á toppinn í Bandaríkjunum. Hún er að hefja göngu sína hérlendis svo hver getur dæmt fyrir sig um afraksturinn. Það er ekki heiglum hent að rísa upp aftur úr duftinu í Hollywood, því er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir slagsmálahundinum, það býr aðsjáanlega meira í honum en augað skynjar. Fer ekki á milli mála að vöðvafjallið, sem farið er að mýkjast í útliti sökum aukakílóanna, á hauka í horni í kvikmyndaborginni. Öðruvísi gerast ekki ævintýri á borð við end- urkomu Seagals – nema í bíómynd- um, auðvitað. Seagal er ósvikinn meistari í jap- önskum sjálfsvarnaríþróttum og hef- ur jafnan verið að grufla í marklítilli ádeilu á spillingu mannshugarins og umhverfisvernd, meðfram barsmíð- unum í myndum sínum. Seagal er fæddur í Lansing í Michigan-fylki, fyrir hálfri öld. Móðir hans er meina- tæknir en faðirinn stærðfræðikenn- ari. Fjölskyldan flutti til Kaliforníu þegar litli Seagal var 7 ára gamall, þar sem hann komst ungur í kynni við austurlenskar bardagaíþróttir. 17 ára hélt hann síðan til Japans, til fram- haldsnáms í sparkmenntinni. Í Austurlöndum dvaldist Seagal í 15, viðburðarík ár. Fyrsta kona hans, Miyako Fujitani, var dóttir lærimeist- ara hans, sem skírði Bandaríkja- manninn Shigemichi Take, sam- kvæmt japönskum hefðum. Seagal/Take, nam Aikiado, Zen, kendo, karate og judo en kenndi jap- önskum ensku. Að því loknu var hann fyrsti Vesturlandabúinn til að opna skóla í austrænum bardagalistum í Japan. Mörgum sögum fer af veru Seagals í Austurlöndum fjær, flestar sveipað- ar nokkrum ævintýraljóma, vægast sagt. Einhverjar frá honum sjálfum komnar, hvað sem öðru líður, hafa þær ekki verið hraktar. Á þessu tíma- bili sviðsetti hann ófáar bardagasenur í kvikmyndum stjarna á borð við Sean Connery og Toshiro Mifune. Jafn- aframt jókst áhugi hans á austur- lenskum trúarbrögðuum, einkum búddadómi. Í tengslum við hann, lærði Seagal nálarstunguaðferðir og segist hafa læknað margt stórmennið. Þ.á m. háttsetta lamapresta, tíbetska, illa á sig komna eftir pyntingar kín- verska setuliðsins, hungur, þreytu og aðra óáran. Lækningarnar, segir Seagal að hafi fært sér sambönd inn í innsta hring. Hann hafi verið gerður að stjórnanda leynilegra aðgerða og kemur upp leynilegum afdrepum fyr- ir persónur sem urðu að fara huldu höfði. Seagal hefur verið frekar fá- máll um þennan leyndardómsfulla kafla ævi sinnnar en látið í það skína að hann hafi fengist nokkuð við mannaveiðar og sver ekki af sér sam- bönd við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Aðrar heimildir greina frá sam- vinnu hans við Tíbetsku friðarhreyf- inguna og árið 1997 greindi Seagal frá því að hann hefði í gegnum tíðina gef- ið fjárfúlgur til ýmissa trúarsamtaka. Eftir heimkomuna opnaði hinn 32ja ára barsmíðameistari og heittrúar- maður, skóla þar sem kenndar voru austurlenskar varnaríþróttir og gerð- ist lífvörður stórstjarnanna. Við- skiptavinir hans töldu m.a. leikkon- una (og á tímabili eiginkonu hans), Kelly Le Brock og Michael Ovitz, um- boðsmanninn kunna, fyrrum einn æðsta mann Disney-veldisins og einn valdamesta mann Hollywood um ára- bil. Með „smáhjálp frá Ovitz, opnuð- ust dyrnar hjá Warner-bræðrum og innan skamms var tilbúin Above the Law (’88), fyrsta slagsmálamynd kappans. Seagal er einnig skrifaður fyrir handritinu en hér kom í ljós sá hæfileiki Seagals að velja rétta hjálp- armenn. Til að leikstýra byrjenda- verkinu fékk hann Andrew Davis, kunnan töku- og auglýsingagerðar- STEVEN SEAGAL Seagal lætur aldrei deigan síga. Seagal og Sharon Stone í „Above the Law“. „Under Siege“ þykir ein skásta mynd Seagals. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson rastafani frá Jamaíku og beinbrýtur þá jafnan með háværum THX/Dolby- hljóðbrellum. Marked for Death reyndist svo firnavond að Warner gaf nýja slags- málahundinum sínum reisupassanna. Hinn baráttuglaði Seagal flutti sig ósköp einfaldlega yfir til 20th Cent- ury Fox, þar sem hann gerði Out for Justice (’91), yfirgengilega subbulega slagsmálamynd um löggur í Brook- lyn. Ofbeldið höfðaði til milljónanna á nýjan leik og aftur opnaði Warner úti- dyrnar. Náði í hans gamla samstarfs- mann, Andrew Davis, stjörnuna Tommy Lee Jones, og úr varð kassa- stykkið Under Siege (’92) – vinsæl- asta mynd garpsins á ferlinum. Sigrinum fylgdi Seagal eftir með umhverfishasarnum On Deadly Ground (’94). Tröllið leikur, leikstýrir og framleiðir. Nú er óvinurinn auðugir mengunarvaldar sem kæra sig koll- ótta þótt þeir spilla umhverfinu í von um skjóttekinn gróða. Seagal gerir sér lítið fyrir og bjargar öllu Alaskafylki og hnípinni eskimóaþjóðinni frá olíu- mengun og allsherjareyðileggingu af völdum eins slíks illmennis (sem Michael Caine ofleikur hroðalega enda á sínum versta kafla í leiklistarlegum skilningi). Voðalega vond mynd, sama gildir um Under Siege 2: Dark Terri- tory (’95), þar sem Seagal lendir í úti- stöðum við hryðjuverkamann í ægi- fegurð Klettafjallanna. Sýnu verst er þó The Glimmer Man (’96), okkar maður á austurlenskum skartklæðum, vopnaður helgisetningum, talnabönd- um, hnúum og hnefum, í fávíslegri baráttu við allt og ekki neitt. Jafn- framt fór hetjan með smáhlutverki í Executive Decicion (’96), hasarmynd með Kurt Russell. Má Seagal þakka fyrir að eiga stutt stopp í þeirri hörm- ung en hann er sprengdur í tætlur á upphafsmínútunum. Óvenjuleg endalok fyrir Seagals- ímyndina sem, bætt er upp í Fire Down Below (’97), umhverfistrylli, þar sem hann á í útistöðum við iðnjöf- ur (Kris Kristofferson), sem hyggst nota Appalachian-fjöllin sem rusla- haug undir baneitruð úrgangsefni. Ein versta myndin á ferlinum og allir langþreyttir á aulalega framsettum umhverfisverndunarboðskapnum. Kapalfyrirtækið HBO sá um dreif- ingu á dellu um fyrrverandi málaliða CIA sem á í höggi við enn eitt um- hverfisslysið í The Patriot (’98). Nú er það djöflaveira sem ógnar öllu mann- kyni, takk fyrir. Enn var Seagal á byrjunarreit, kominn í kapalsjónarpið (The Patriot var aðeins dreift til kvikmyndahúsa utan Bandaríkjanna). Þá rís karl upp úr öskustónni, klippir taglið og kemst á toppinn, sem fyrr greinir. Í Exit Wounds fær Seagal enn og aftur kunnan tökumann til að stjórna átök- unum við spilltu löggurnar; að þessu sinni sjálfan Andrzej Bartkowiak. Ticker, næsta mynd Seagals, verður hins vegar undir handleiðslu Alberts Pyun, B-myndamanns, frægum að endemum. Félagsskapurinn dálítið þreytulegur: Tom Sizemore, Dennis Hopper og Joe Spano. Vel má það reynast. mann, sem hafði reyndar gert tvær B- myndir með Chuck Norris. Myndinni var vel tekið og Seagal var skyndilega orðinn vinsæll meðal hinna ófáu slagsmálamyndaunnenda. Hard to Kill (’89), fylgdi í kjölfarið, af sama sauðahúsi, og tók inn vænar fúlgur. Þriðja slagsmálaóperan heitir Mark- ed For Death (’90), hér fæst garpur- inn við ein ófrýnilegustu afstyrmi kvikmyndasögunnar, hárfléttuprúða FÓLK Í FRÉTTUM 70 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ hefur fyrsta útskriftaverkefni leiklistarnema í Listaháskóla Ís- lands verið frumsýnt. Fyrir valinu varð verkið Platanof eftir Anton Tsékof í leikgerð Péturs Ein- arssonar. Upphaflega verkið, sem Tsékof reyndar kláraði aldrei, er sex tímar að lengd, en það er aldr- ei flutt í heildina. Hér segir frá yfirstéttar Rússum sem hittast á óðalssetri einu til að skemmta sér og öðrum. Þetta fág- aða fólk sleppir þó fram af sér beislinu þegar líða tekur á nóttina, og tekur tilfinninga- og ástarlíf þeirra allra óvænta stefnu. Uppsetningin er samstarfsverk- efni Listaháskóla Íslands og Hafn- arfjarðarleikhússins þar sem verk- ið er sýnt. Hilmar Jónsson leikstjóri þykir hafa náð fram góðri túlkun hjá þessu unga og hæfileikaríka fólki, en útskrift- arnemarnir í ár eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg Flippusdóttir, Víkingur Kristjánsson, Kristjana Skúladóttir, Björgvin Franz Gísla- son og Lára Sveinsdóttir en einnig kemur Erlingur Jóhannesson fram í sýningunni. Rússnesk klassík í Hafnarfjarðarleikhúsinu Ástir á óðalssetri Morgunblaðið/Jón Svavarsson Platanof og Sasha, eða bara Gísli Örn og Nína Dögg, sem voru ánægð að frumsýningu lokinni. Nýbakaða leikkonan Lára Sveinsdóttir og leikarinn Gunnar Helgason stinga saman nefjum. Nína Björk Gunnarsdóttir óskar systur sinni, Elmu Lísu, til hamingju með frammistöðuna í Platanof. Leik- og listakonurnar María Ellingsen, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Sóley Elíasdóttir kynntu Steineyju Skúla- dóttur og Gígju Hilmarsdóttur fyrir klassíska verkinu Platanof. Under siege (1992)  Verður seint talin til meistaraverka, frekar en stjarna hennar til stórleikara. Engu að síður eldhress spennu- og átakamynd og tvímælalaust langbesta mynd buffsins á löngum og heldur lágreistum ferli þessa taglprúða sparktrölls. Hér hefur hann sér til fulltingis toppleikarann Tommy Lee Jones í hlutverki andstæðingsins. Seagal leikur fyrrum ofurhetju sem sestur er í helgan stein sem eiturbrasari um borð í herflutningaskipi og lætur lítið fara fyrir sér. Þá kemur óaldaflokkur til skjalanna sem hyggst hertaka dallinn og kjarnorkuvopnin um borð. Þá skellir soð- greifinn lokum á koppa sína og kirnur og fer mikinn. Above the law (1988) ½ Fyrsta mynd bardagamannsins, gerð af nokk- urri einlægni og Seagal leggur auðsýnilega allt undir, vilji manns sem vill verða kvikmyndastjarna, skín úr hverri armsveiflu og knésparki. Efnið er óttaleg della, að hætti hússins; Seagal leikur löggumann sem hyggst koma upp um stórtæka eiturlyfjasmyglara, FBI, frekar en CIA, vill stela af honum glæpnum. Undarlega samansettur aukaleikarahópur telur stórleikara á borð við Henry Silva, Sharon Stone, Thalmus Rasulala og Michael Rooker. Mjög heila- skemmd en furðu brött afþreying. Hard to kill (1989) ½ Enn vottar fyrir barnslegri einlægninni og þeirri gagnrýnislausu sjálfumgleði sem gefur Seagal-persónunni talsverðan slagkraft og fyll- ingu á tjaldinu. Höfum einnig hugfast að við för- um ekki á slíkar myndir til að dást að snjöllum tilsvörum, vel skrifuðu handriti eða afburðaleik – heldur afþreyingargildi einu saman. Það mælist meira en í mörgum öðrum myndum sem taka sig mun hátíðlegar. Dusilmenni hálfdrepa hetjuna (sem nú er lögga), hún liggur fyrir bragðið árum saman í dái. Vari sig svo allir hans andskotar því stund hefndarinnar rennur upp eftir langvarandi endurhæfingu. Sem fyrr, góð átakaatriði og hnýsilegur leikhópur, með Kelly Le Brock, Will- iam Sandler, Zachary Rosenkrantz o.fl., góðum jaðarkörlum. Titill myndarinnar segir allt sem segja þarf um leikarann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.