Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 1

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 1
105. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. MAÍ 2001 FYRSTA hjónavígslan í Auga Lundúna, stærsta parísarhjóli heims, fór fram í gær. Hjónin Simon Stapleton og Dawn Bottomley kyssast hér eftir að hafa verið gefin sam- an í einum af belgjum hjólsins sem var reist í tilefni af árþús- undamótunum og trónir tign- arlega á suðurbakka Thames. Hjónavígsla í Auga Lundúna AP Tuttugu Palestínumenn særðust í flugskeytaárásunum, flestir þeirra lítilsháttar, að sögn palest- ínskra lækna. Palestínumenn for- dæmdu árásirnar og Nabil Shaath, skipulagsmálaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagði þær jafngilda stríðsyfirlýsingu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði árásirnar lið í aðgerðum sem yrði ekki hætt fyrr en Palestínu- menn létu af hermdarverkum sín- um. Skotið á skrifstofur Fatah Þremur flugskeytum var skotið á lögreglustöð og skrifstofur al- mannavarna og leyniþjónustu Pal- estínumanna. Skrifstofur Fatah, hreyfingar Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, urðu fyrir tveimur flugskeytum. Harðir bardagar geisuðu einnig milli ísraelskra hermanna og pal- estínskra byssumanna við landa- mæri Gaza-svæðisins og Egypta- lands þar sem Ísraelsher eyðilagði nokkrar byggingar í fyrrinótt. Ísraelar hefna drápa á rúmenskum verkamönnum Árás á byggingu öryggisyfirvalda Gazaborg. Reuters, AP. Reuters Palestínskir lögreglumenn hlaupa í skjól eftir að flugskeyti lenti á höf- uðstöðvum lögreglunnar og öryggisyfirvalda í Gaza-borg í gær. HER Ísraels skaut í gær flugskeytum á palestínsk skotmörk í Gaza-borg, meðal annars skrifstofur öryggisyfirvalda, til að hefna sprengjuárásar sem varð tveimur rúmenskum farandverkamönnum að bana þegar þeir voru að styrkja girðingu við landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti vann mikilvægan sigur á þinginu í Washington í gær þegar öldunga- deildin samþykkti fjárlagaáætlun sem leggur grunninn að mestu skattalækkun í landinu í 20 ár. Öldungadeildin samþykkti fjár- lagaáætlun fyrir næsta ár með 53 at- kvæðum gegn 47. Atkvæðin féllu að mestu eftir flokkslínum, en fimm demókratar greiddu atkvæði með áætluninni og tveir repúblikanar á móti. Áður hafði fulltrúadeildin sam- þykkt hana. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að skattar lækki um 1,35 billjónir dala á ellefu árum, en Bush hafði beitt sér fyrir því að þeir yrðu lækk- aðir um 1,6 billjónir dala á tíu árum. Þá er gert ráð fyrir því að útgjöld til flestra málaflokka aukist ekki meira en um 4%. Greiðslum skulda við SÞ frestað Fjárlagaáætlunin er ekki bindandi og þingið þarf að samþykkja sérstök skattalög til að áform forsetans nái fram að ganga. Samþykkt öldunga- deildarinnar í gær styrkir hins vegar stöðu forsetans mjög í baráttu hans fyrir skattalækkuninni því nú þarf hún aðeins að fá atkvæði 50 öldunga- deildarþingmanna auk oddaatkvæð- is Dicks Cheneys varaforseta. Skattalækkunin hefði þurft að fá 60 atkvæði ef þingið hefði ekki sam- þykkt áætlunina og demókratar hefðu líklega getað hindrað hana með málþófi. Fulltrúadeildin samþykkti í gær- kvöldi tillögu um að fresta greiðslu skulda Bandaríkjanna við Samein- uðu þjóðirnar þar til landið fengi aft- ur sætið sem það missti í Mannrétt- indanefnd SÞ nýlega. Tillagan var samþykkt með 252 atkvæðum gegn 165 þótt stjórn Bush hefði lagst gegn henni. Fjárlaga- áætlun Bush samþykkt Washington. Reuters, AFP. OF mikið kynlíf í auglýsingum, fjölmiðlum og á Netinu er að ganga af erótískum bókmennt- um Frakka dauðum, að sögn Jeans-Jacques Pauverts, eins af helstu sérfræðingum Frakk- lands í þessari bókmenntagrein. Pauvert kemst að þessari nið- urstöðu í nýju riti sínu, sýnisbók erótískra bókmennta frá 1985 til 2000. Hann segir í viðtali við dagblaðið Libération að þrátt fyrir alla kynlífsumfjöllunina nú á tímum sé „mjög lítið af erótík, jafnvel alls ekkert“. Pauvert spáir því að nánast allar sögurnar sem hann valdi í bókina falli í gleymsku og hann hafnar mörgum þeirra með stuttum umsögnum eins og „þegar gleymd“. Kynlífið að kæfa erótískar bókmenntir París. Reuters. Hague vonast til þess að stefnu- skráin geri íhaldsmönnum kleift að saxa á mikið forskot Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum. Óánægja almennings með hátt bensínverð var eitt af erfiðustu úr- lausnarefnum Tonys Blairs forsætis- ráðherra á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Þegar mótmæli bílstjóra og bænda gegn háu eldsneytisverði stóðu sem hæst á síðasta ári nutu íhaldsmenn um hríð meira fylgis en Verkamannaflokkurinn í fyrsta sinn frá því að hann komst til valda. Blair gagnrýndi loforð Hagues og sagði að eina leiðin til að efna það væri að draga verulega úr opinberri þjón- ustu. „Valið stendur á milli metfjár- festinga í skólum og sjúkrahúsum eða sparnaðar í opinberri þjónustu, hæfi- legra skattalækkana okkar eða óábyrgra skattalækkana,“ sagði Blair. Heath segir Hague „aðhlátursefni“ Hague hét því einnig að Bretar myndu halda pundinu og hafna evr- unni á næsta kjörtímabili kæmust íhaldsmenn til valda. Skoðanakann- anir benda til þess að 70% Breta vilji halda pundinu og Hague hyggst leggja kapp á að tryggja Íhalds- flokknum atkvæði sem flestra í þess- um hópi í kosningunum. Breskir íhaldsmenn eru hins vegar klofnir í málinu og Hague komst strax í vanda í gær vegna ummæla eins af hörðustu stuðningsmönnum evrunn- ar í flokknum, Edwards Heaths, fyrr- verandi forsætisráðherra. Heath lét þau orð falla að Hague væri orðinn að „aðhlátursefni“ og spáði honum ósigri í kosningunum. Breski Íhaldsflokkurinn kynnir stefnuskrá sína London. Reuters, AP. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, kynnti í gær stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningarnar 7. júní og lofaði m.a. stórfelldri skattalækk- un. Hann kvaðst ætla að lækka skatta um alls átta milljarða punda, andvirði 1.100 milljarða króna, á fyrstu tveimur árum næsta kjörtímabils og sagði að skattur á bensín yrði lækkaður um sex pens (8,40 krónur) á lítrann. Lofar stórfelldri skattalækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.