Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 1
105. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. MAÍ 2001 FYRSTA hjónavígslan í Auga Lundúna, stærsta parísarhjóli heims, fór fram í gær. Hjónin Simon Stapleton og Dawn Bottomley kyssast hér eftir að hafa verið gefin sam- an í einum af belgjum hjólsins sem var reist í tilefni af árþús- undamótunum og trónir tign- arlega á suðurbakka Thames. Hjónavígsla í Auga Lundúna AP Tuttugu Palestínumenn særðust í flugskeytaárásunum, flestir þeirra lítilsháttar, að sögn palest- ínskra lækna. Palestínumenn for- dæmdu árásirnar og Nabil Shaath, skipulagsmálaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagði þær jafngilda stríðsyfirlýsingu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði árásirnar lið í aðgerðum sem yrði ekki hætt fyrr en Palestínu- menn létu af hermdarverkum sín- um. Skotið á skrifstofur Fatah Þremur flugskeytum var skotið á lögreglustöð og skrifstofur al- mannavarna og leyniþjónustu Pal- estínumanna. Skrifstofur Fatah, hreyfingar Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, urðu fyrir tveimur flugskeytum. Harðir bardagar geisuðu einnig milli ísraelskra hermanna og pal- estínskra byssumanna við landa- mæri Gaza-svæðisins og Egypta- lands þar sem Ísraelsher eyðilagði nokkrar byggingar í fyrrinótt. Ísraelar hefna drápa á rúmenskum verkamönnum Árás á byggingu öryggisyfirvalda Gazaborg. Reuters, AP. Reuters Palestínskir lögreglumenn hlaupa í skjól eftir að flugskeyti lenti á höf- uðstöðvum lögreglunnar og öryggisyfirvalda í Gaza-borg í gær. HER Ísraels skaut í gær flugskeytum á palestínsk skotmörk í Gaza-borg, meðal annars skrifstofur öryggisyfirvalda, til að hefna sprengjuárásar sem varð tveimur rúmenskum farandverkamönnum að bana þegar þeir voru að styrkja girðingu við landamæri Ísraels og Gaza-svæðisins. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti vann mikilvægan sigur á þinginu í Washington í gær þegar öldunga- deildin samþykkti fjárlagaáætlun sem leggur grunninn að mestu skattalækkun í landinu í 20 ár. Öldungadeildin samþykkti fjár- lagaáætlun fyrir næsta ár með 53 at- kvæðum gegn 47. Atkvæðin féllu að mestu eftir flokkslínum, en fimm demókratar greiddu atkvæði með áætluninni og tveir repúblikanar á móti. Áður hafði fulltrúadeildin sam- þykkt hana. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að skattar lækki um 1,35 billjónir dala á ellefu árum, en Bush hafði beitt sér fyrir því að þeir yrðu lækk- aðir um 1,6 billjónir dala á tíu árum. Þá er gert ráð fyrir því að útgjöld til flestra málaflokka aukist ekki meira en um 4%. Greiðslum skulda við SÞ frestað Fjárlagaáætlunin er ekki bindandi og þingið þarf að samþykkja sérstök skattalög til að áform forsetans nái fram að ganga. Samþykkt öldunga- deildarinnar í gær styrkir hins vegar stöðu forsetans mjög í baráttu hans fyrir skattalækkuninni því nú þarf hún aðeins að fá atkvæði 50 öldunga- deildarþingmanna auk oddaatkvæð- is Dicks Cheneys varaforseta. Skattalækkunin hefði þurft að fá 60 atkvæði ef þingið hefði ekki sam- þykkt áætlunina og demókratar hefðu líklega getað hindrað hana með málþófi. Fulltrúadeildin samþykkti í gær- kvöldi tillögu um að fresta greiðslu skulda Bandaríkjanna við Samein- uðu þjóðirnar þar til landið fengi aft- ur sætið sem það missti í Mannrétt- indanefnd SÞ nýlega. Tillagan var samþykkt með 252 atkvæðum gegn 165 þótt stjórn Bush hefði lagst gegn henni. Fjárlaga- áætlun Bush samþykkt Washington. Reuters, AFP. OF mikið kynlíf í auglýsingum, fjölmiðlum og á Netinu er að ganga af erótískum bókmennt- um Frakka dauðum, að sögn Jeans-Jacques Pauverts, eins af helstu sérfræðingum Frakk- lands í þessari bókmenntagrein. Pauvert kemst að þessari nið- urstöðu í nýju riti sínu, sýnisbók erótískra bókmennta frá 1985 til 2000. Hann segir í viðtali við dagblaðið Libération að þrátt fyrir alla kynlífsumfjöllunina nú á tímum sé „mjög lítið af erótík, jafnvel alls ekkert“. Pauvert spáir því að nánast allar sögurnar sem hann valdi í bókina falli í gleymsku og hann hafnar mörgum þeirra með stuttum umsögnum eins og „þegar gleymd“. Kynlífið að kæfa erótískar bókmenntir París. Reuters. Hague vonast til þess að stefnu- skráin geri íhaldsmönnum kleift að saxa á mikið forskot Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum. Óánægja almennings með hátt bensínverð var eitt af erfiðustu úr- lausnarefnum Tonys Blairs forsætis- ráðherra á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Þegar mótmæli bílstjóra og bænda gegn háu eldsneytisverði stóðu sem hæst á síðasta ári nutu íhaldsmenn um hríð meira fylgis en Verkamannaflokkurinn í fyrsta sinn frá því að hann komst til valda. Blair gagnrýndi loforð Hagues og sagði að eina leiðin til að efna það væri að draga verulega úr opinberri þjón- ustu. „Valið stendur á milli metfjár- festinga í skólum og sjúkrahúsum eða sparnaðar í opinberri þjónustu, hæfi- legra skattalækkana okkar eða óábyrgra skattalækkana,“ sagði Blair. Heath segir Hague „aðhlátursefni“ Hague hét því einnig að Bretar myndu halda pundinu og hafna evr- unni á næsta kjörtímabili kæmust íhaldsmenn til valda. Skoðanakann- anir benda til þess að 70% Breta vilji halda pundinu og Hague hyggst leggja kapp á að tryggja Íhalds- flokknum atkvæði sem flestra í þess- um hópi í kosningunum. Breskir íhaldsmenn eru hins vegar klofnir í málinu og Hague komst strax í vanda í gær vegna ummæla eins af hörðustu stuðningsmönnum evrunn- ar í flokknum, Edwards Heaths, fyrr- verandi forsætisráðherra. Heath lét þau orð falla að Hague væri orðinn að „aðhlátursefni“ og spáði honum ósigri í kosningunum. Breski Íhaldsflokkurinn kynnir stefnuskrá sína London. Reuters, AP. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, kynnti í gær stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningarnar 7. júní og lofaði m.a. stórfelldri skattalækk- un. Hann kvaðst ætla að lækka skatta um alls átta milljarða punda, andvirði 1.100 milljarða króna, á fyrstu tveimur árum næsta kjörtímabils og sagði að skattur á bensín yrði lækkaður um sex pens (8,40 krónur) á lítrann. Lofar stórfelldri skattalækkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.