Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Barna- og stúlknakór Háteigskirkju Uppskeruhátíð vetrarins Í KVÖLD verða tón-leikar Barna- ogstúlknakórs Háteigs- kirkju í Háteigskirkju og hefjast þeir klukkan 20. Birna Björnsdóttir kór- stjóri var spurð hvert væri þema þessara tónleika. „Ekkert sérstakt þema er á tónleikunum. Tónleik- arnir eru uppskeruhátíð vetrarins. Flutt verður blönduð dagskrá af verald- legum og kirkjulegum lög- um sem kórfélagar hafa verið að æfa frá áramótum. Báðir kórarnir syngja sam- eiginlega og hvor í sínu lagi kirkjuleg verk í upphafi tónleikanna. Eftir það taka við vor- og sumarlög sem margir þekkja, svo sem Alparós úr Söngvaseiði, Fylgd eftir Sigurð Rúnar Jónsson, einnig Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson og Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson. Tón- leikarnir nefnast Vinamál, en Vinamál eftir Oscar Peterson er uppáhaldslag félaganna í stúlkna- kórnum.“ – Á hvaða aldri eru krakkarnir í kórunum? „Í barnakórnum eru 45 börn á aldrinum 6 til 10 ára og í stúlkna- kórnum eru 30 félagar á aldrinum 11 til 14 ára.“ – Hvað tekur við eftir fjórtán ára aldur hjá kórfélögum? „Framtíðarsýn mín hvað stúlknakórnum viðkemur er að félagar hans haldi áfram að syngja og vaxa upp í þessum kór. Þetta er aðeins fimmta starfsár kórsins og stúlkurnar í honum voru áður í barnakórnum og hafa haldið áfram. Hugmynd mín er að skipta kórunum í fleiri einingar eftir því sem börnin vaxa upp þannig að ég verði í framtíðinni með þrjá kóra, þ.e. eldri og yngri deildir barna- kórs og stúlknakór fyrir 12 ára og eldri.“ – Hefur þú áður stjórnað svona kirkjubarnakórum? „Nei, þetta er fyrsti barnakór- inn sem ég stjórna við kirkju. Að stjórna barnakór krefst mikillar útsjónarsemi og íhugunar af því að val á viðfangsefnum verður að taka mið af því sem vekur áhuga hjá kórfélögum. Með öðrum orðum er það grunnurinn að skapa viðfangs- efni sem eru krefjandi en eiga góða möguleika á því að skila árangri þannig að áhugi barnanna haldist á að starfa í kórnum. Bakgrunnur minn sem tónmenntakennari hefur verið mér mikill fengur þar sem í námi mínu, samhliða kennslu í tón- listargreinum, var mikil áhersla á kennslu- og uppeldisfræði. Mín reynsla er að tónmenntakennara- námið sé afar góður undirbúning- ur fyrir þetta starf, en kórstjórn er stór þáttur í því námi.“ – Eru starfandi margir barna- kórar við kirkjur landsins? „Já, það eru margir barnakórar starfandi við kirkjur landsins og ég veit að margir „kollegar“ mínir eru að gera frábæra hluti á þessum vettvangi. Ég tel að það sé mikill akkur fyrir tónlistarlíf hverrar kirkju að hafa blómleg- an barnakór. T.d. get ég sagt að börn læra mikið um kirkjustarf almennt í sambandi við söng í barnakór, þetta starf færir börnin og aðstandendur þeirra nær kirkjustarfinu.“ – Erlendis hefur lengi verið al- gengt að börn syngi í kirkjukórum, hvenær hófst slíkt starf hér? „Þetta var ekki til hér lengi vel, líklega eru elstu barnakórarnir í kirkjum landsins um tíu ára gaml- ir. Aftur á móti hafa skólakórar verið mun lengur við lýði hér á landi.“ – Hvað með drengjakór? „Það er svo undarlegt að dreng- ir virðast ekki vera mikið í barna- kórum nema það séu þá sérstakir drengjakórar. Ég veit um einn starfandi drengjakór í Reykjavík, Laugarnesdrengjakórinn. Þangað hafa farið nokkrir drengir sem byrjuðu hér en urðu þreyttir á að vera kannski þrír með sextíu stúlk- um. Ég hef aldrei haft dreng í kórnum sem hefur staðið lengur við en einn vetur. Nú í ár hef ég engan strák í barnakór Háteigs- kirkju en þeir voru þrír fyrir ára- mótin.“ – Er mikið starf fyrir krakka að vera í kirkjukór? „Hjá mér æfa börnin einu sinni í viku hver hópur. Þau hafa skyldur gagnvart Háteigskirkju og syngja að jafnaði einu sinni í mánuði við messur. Leggja þarf mikla áherslu á félagslega þáttinn í kórstarfinu. Við höfum gert töluvert af því að fara út fyrir kirkjuna og syngja á ýmsum stöðum í vetur. Ég hef lagt á það áherslu í félagslífi kórsins að tengjast starfsemi annarra barna- kóra einnig. Ég hef t.d. haldið tón- leika með öðrum kórstjórum og verið í tengslum við aðra barna- kóra. Núna síðast héldu barnakór- arnir við Háteigskirkju tónleika í Skálholts- kirkju 1. maí sl. með barna- og kammerkór Biskupstungna, Barna- kór Selfosskirkju, Heimsljósum og Skóla- kór Sólvallaskóla á Sel- fossi. Ég tel að allar svona ferðir og mót við aðra barnakóra séu mjög lærdómsrík og auki áhuga barnanna á kórstarfi. Ég hef kynnst í þessu starfi hve mikla alúð og einlægni börnin leggja í þau við- fangsefni sem þau vinna að hverju sinni. Þau gleðjast þegar fólk kem- ur svo og hlustar á þau syngja.“ Birna Björnsdóttir  Birna Björnsdóttir fæddist 2. apríl 1960 í Keflavík. Samhliða skólagöngu í Keflavík stundaði hún nám í píanóleik við Tónlistar- skóla Keflavíkur. Eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk hún prófi frá Sjúkraliðaskóla Ís- lands 1980 og starfaði m.a. við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Geðdeild Landspítalans. Tón- menntakennaraprófi lauk hún frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1991 og hefur sérhæft sig í tónmennta- kennslu og söngþjálfun barna og unglinga. Frá hausti 1996 hefur hún stjórnað barnakór Háteigs- kirkju. Birna er gift Magnúsi Ólafssyni, framkvæmdastjóra og lektor við Háskólann á Akureyri, þau eiga þrjú börn. Börnin gleðj- ast þegar fólk kemur og hlustar á þau syngja Sjávarútvegsráðherra er nú ekki að hafa fyrir því að smella kossi á andstæðinginn áður en hann segir „Farvel Frans“. SEGJA má að hreppstjórinn í Grímsey, hann Bjarni Magnússon, sé með eggjatínslu í genunum. Hann hefur tengst bjargeggjatöku frá 13 ára aldri, þegar hann byrj- aði að teyma hest sem notaður var við sigið. Í hans ungdæmi voru eggin stór þáttur í lífi Gríms- eyinga, því þá voru þau seld. Alltaf var farin ein sjóferð frá Gímsey í júní sem kölluð var eggjaferð og þá sögðu Akureyr- ingar: „Nú koma Grímseyj- areggin.“ Það er mikil nákvæmni í kring- um það að tína bjargegg og tíminn verður að vera réttur. Spilar veðr- áttan þar stórt hlutverk. Ef kulda- kast er liggja fuglarnir fastar á og eggjatínslutíminn styttist. Bjarg- eggjatíminn er þetta frá 10. til 20. maí. Nú í ár var byrjað að tína 13. maí. Í gamla daga höfðu menn ýmsar aðferðir við að geyma bjargeggin. Þau voru sett í ösku, sement og salt. Nú er geymsluaðferðin eggja- bakki og ísskápur, eggjunum er svo snúið einu sinni í viku og þá má geyma þau í heila þrjá mánuði. Það er alltaf spennandi á vorin þegar mennirnir fara að síga í bjargið eða róið er út á mildum dögum og eggin tínd frá klöppinni. Ekki spillir fyrir að sumir segja að eitt bjargegg, rétt soðið, sé á við góða viagratöflu! Á þessum tíma ársins einmitt innbyrða karl- menn í Grímsey býsn af eggjum. Undanfarin 30 ár hefur góður vin- ur Bjarna hreppstjóra, Sigurður Guðmarsson, slökkviliðsmaður í Reykjavík, heimsótt Grímsey á hverju vori til að komast með í bjargið. Sigurði finnst vorkoman dauf ef hann fer ekki í eggin. Svo tengdur er Sigurður Grímsey að hann hefur endurbætt sumarhús hér og gert það að heilsárshúsi. Metdagur í Miðgarðaurð Um helgina var metdagur hjá þeim félögum, ásamt Magnúsi syni Bjarna. Alls fluttu þeir heim úr Miðgarðaurð á milli 800 og 900 egg. Til samanburðar má segja frá því, að um 400–500 egg fengust á sama stað og sama tíma í fyrra. Það er almannarómur að aldrei hafi sést annað eins af eggjum í Grímsey sem nú. Mest er tínt af langvíueggjum en að auki álkuegg, síðast tína menn egg frá ritunni. Að lokum viðurkenndi sigmað- urinn og hreppstjórinn Bjarni að nú þegar væri hann búinn að borða 15 bjargegg og sagðist engan veg- inn vera búinn með vorskammtinn. Hefur tengst bjargeggjatöku frá þrettán ára aldri Morgunblaðið/Helga Mattína Bjarni Magnússon hreppstjóri og Sigurður Guðmarsson slökkviliðsmaður fengu 8–900 egg á einum degi. Aldrei fyrr hefur sést annað eins af eggjum Grímsey. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.