Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 19
✔ Margar stærðir og gerðir
✔ Fáið senda bæklinga
✔ Leitið tilboða
Sumarhús frá Norður-Noregi
ÞRJÚ helstu útgerðarfyrirtækin í
Sandgerði hafa lagt niður starfsemi
sína í Sandgerði á síðustu árum og
selt kvóta sinn í burtu, hátt í 9.000
þorskígildistonn. Tveir trillusjómenn
eru nú stærstu kvótaeigendurnir í
plássinu. Bitnar þetta mjög á Sand-
gerðishöfn en ríki og bær höfðu fjár-
fest í henni fyrir um 800 milljónir kr.
á rúmum áratug og gert að einni
stærstu fiskihöfn landsins. Reiknað
er með að málið verði rætt á bæj-
arstjórnarfundi í dag.
Samningur um sölu á öllum hluta-
bréfum í Jóni Erlingssyni ehf. í
Sandgerði til Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, sem greint var frá
í fyrradag, er síðasti liður í brott-
flutningi kvótans frá Sandgerði. Sú
þróun hófst í lok ársins 1996 þegar
stærsta útgerðarfélag staðarins,
Miðnes hf., sameinaðist Haraldi
Böðvarssyni hf. á Akranesi. Þar með
færðist allur kvóti Miðness hf., frysti-
hús og aðrar eignir á kennitölu
HB&Co.
Ekki yrði dregið
úr rekstri
Sandgerðingar höfðu áhyggur af
þessu en urðu rólegri þegar kvóti
togaranna Ólafs Jónssonar og Sveins
Jónssonar var aukinn. „Nýju stjórn-
endurnir fullyrtu að ekki yrði dregið
úr rekstri hér. Við töldum okkur trú
um að verið væri á færa kvóta á skip-
in til þess að auka útgerðina,“ segir
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæj-
arstjóri í Sandgerði. Fljótlega kom
þó að því að útgerð skipanna var færð
upp á Akranes og þau að lokum seld.
Frystihúsi og annarri starfsemi var
hætt í Sandgerði, meðal annars neta-
verkstæði, trésmiðju, járnsmiðju og
bílaverkstæði. Í staðinn var sett upp
tilraunavinnsla á loðnu fyrir Japans-
markað en henni var hætt fyrir ári
vegna erfiðleika á markaðnum. Fólk-
inu var sagt upp og verksmiðjan er á
leiðinni til Lettlands.
Haraldur Böðvarsson er nú með
litla sem enga starfsemi í Sandgerði.
Félagið seldi meginhluta húsanna til
Nesfisks en ekki er vitað til hvers
þau verða notuð. Einstaklingar eign-
uðust verkstæðin og eru þau rekin
áfram.
Til Dalvíkur og
Grundarfjarðar
Útgerðarfélagið Njörður hf. í
Sandgerði seldi Snæfelli hf. á Dalvík
loðnuútgerð sína og loðnuverksmiðju
í lok árs 1997, meðal annars nótabát-
inn Dagfara með kvóta. Snæfell lauk
við að byggja upp nýja verksmiðju en
seldi síðan alla loðnuútgerð sína og
vinnslu til dótturfélags Síldarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstað, Barðsness
hf. Verksmiðjan er nú rekin af því
fyrirtæki en kvótinn er skráður í
Neskaupstað.
Njörður seldi síðan skipin Heið-
rúnu og Þór Pétursson til Guðmund-
ar Runólfssonar hf. í Grundarfirði í
lok árs 1999, ásamt 1.450 þorskígilda
kvóta. Eftir stendur fiskvinnsluhús
fyrirtækisins í Sandgerði, lítið notað.
Jón Erlingsson ehf. seldi togarann
Hauk til Færeyja um áramót og
færði kvótann á smábátinn Æskuna
sem liggur í Sandgerðishöfn. Félagið
seldi nú aðrar eigur sínar til Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vest-
mannaeyjum, meðal
annars 1.750 þorsk-
ígildistonn í kvóta. Þess
má einnig geta að
Skinney-Þinganes hf. á
Höfn í Hornafirði
keypti nýlega Fisk-
verkunina Arney ehf. í
Sandgerði og eignaðist
þar með bátana Arney
og Skúm og 880 tonna
kvóta í þorskígildum
reiknað. Útgerðin var
skráð í Keflavík en
skipin voru gerð út frá
Sandgerði.
Fjárfest í höfninni
„Áhrifin eiga eftir að koma í ljós,“
segir Sigurður Valur bæjarstjóri.
Enn hefur ekki komið til atvinnuleys-
is í Sandgerði vegna brottflutnings
kvótans. Sigurður Valur segir að
verkafólk úr Garði og Reykjanesbæ
hafi unnið við fiskvinnslu í Sandgerði.
Því hafi fækkað mjög. Þá hafi verið
mikil þensla á svæðinu, meðal annars
vegna uppbyggingar í flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli og fjölgunar
starfa við þjónustu þar. Þenslan taki
hins vegar enda og segist bæjarstjór-
inn óttast að fiskverkafólk í Sand-
gerði verði áþreifanlega vart við sam-
dráttinn næsta vetur.
Sandgerðisbær og ríkið hafa lagt í
mikinn kostnað við uppbyggingu
Sandgerðishafnar. Segir bæjarstjór-
inn að um 800 milljónum kr. hafi ver-
ið varið í þetta verkefni á síðustu
þrettán árum. „Við höfum verið að
þessu til að þjóna útgerðunum sem
best. Það er hrikalegt að sjá á eftir
tekjunum sem áttu að standa undir
þessum framkvæmdum,“ segir hann.
Reynir Sveinsson, sem á sæti í
bæjarstjórn og hafnarstjórn, segir
það svekkjandi fyrir bæjarstjórnar-
menn sem hafi í áratugi verið að berj-
ast fyrir uppbyggingu hafnarinnar
og lagt alla peninga bæjarins í hana,
að sjá útgerðirnar fara með allan
kvótann í burtu, og það án þess að
þakka fyrir sig.
Í stað stóru útgerðanna hafa kom-
ið smábátar. Þar er til dæmis gerður
út fjöldi aðkomubáta. Þá gerir Nes-
fiskur í Garði út frá staðnum en það
fyrirtæki er með öfluga bátaútgerð.
Sigurður Valur segir að hafnaryfir-
völd hafi reynt að standa vel við bakið
á smábátunum, meðal annars með
því að koma upp mörgum löndunar-
krönun. Hins vegar séu miklar blikur
á lofti vegna yfirvofandi kvótasetn-
ingar á aukategundir hjá þeim í
haust.
Þá hafa risið upp önnur fisk-
vinnslufyrirtæki, Skinnfiskur, sem
framleiðir loðdýrafóður til útflutn-
ings, og Nýfiskur en þau eru kvóta-
laus. Þá er mikill rekstur hjá Trosi
ehf.
Bæjarstjórinn lýsir þeirri per-
sónulegu skoðun sinni að ekki eigi að
vera heimilt að selja kvóta milli
byggðarlaga. Gera ætti mönnum að
skila kvótanum þegar þeir vildu
hætta, til þess að hægt væri að út-
hluta honum aftur. Reynir Sveinsson
bætir við þeirri skýringu að Sand-
gerðingar hafi búið við það að margir
stórútgerðarmennirnir hafi verið bú-
settir annars staðar, og hafi greini-
lega ekki haft nægilegan metnað fyr-
ir hönd staðarins.
Meginhluti kvóta Sandgerðinga hefur verið seldur í burtu á rúmum fjórum árum
Tveir trillukarlar
orðnir kvótakóngar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Smábátarnir hafa tekið við af togurum og stórum bátum í Sandgerði.
Sandgerði
Reynir
Sveinsson
Sigurður Valur
Ásbjarnarson
STARFSMENN Reykjanesum-
dæmis Vegagerðarinnar voru í gær
í vorhreingerningum á Reykjanes-
brautinni. Þeir þvoðu hringtorgið
við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Sprautuðu vel á steinana sem raðað
er á umferðareyjuna. Þeir sögðu að
götusóparinn kæmi í kjölfarið.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hreingern-
ing á vegum
AÐEINS eitt tilboð barst í stækkun
grunnskóla Sandgerðis er tilboð
voru opnuð í gær.
Sandgerðisbær bauð út fram-
kvæmdir við stækkun grunnskólans.
Byggð verður álma með fjórum
kennslustofum auk tengibyggingar,
þá á að stækka anddyri skólans og
anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og
reisa þar varðturn.
Keflavíkurverktakar hf. buðu ein-
ir í verkið, tæplega 70,2 milljónir kr.
Er það rétt undir kostnaðaráætlun
sem hljóðaði upp á tæpar 70,8 millj-
ónir kr. Málið verður lagt fyrir bæj-
arstjórn Sandgerðis í dag.
Verkinu á að vera lokið 1. maí á
næsta ári.
Eitt tilboð í skólann
Sandgerði
TUTTUGU og sjö eldri borgarar í
Gerðahreppi hafa áhuga á að leigja
íbúðir, verði þær byggðar. Kom
þetta fram á fundi hreppsnefndar í
fyrrakvöld.
Gerð var könnun meðal sjötíu
eldri borgara í sveitarfélaginu.
Niðurstaðan varð sú að 27 sögðust
hafa áhuga á að leiga íbúð en 20
ekki.
Í framhaldi af niðurstöðu könn-
unarinnar samþykkti hreppsnefnd-
in að halda áfram undirbúningi.
Óskað verður eftir viðræðum við
Dvalarheimili aldraðra á Suður-
nesjum um hugsanlega byggingu
íbúða aldraðra í nágrenni Garð-
vangs og þjónustu frá stofnuninni.
Aldraðir vilja leigja
Garður