Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Goethe-stofnunin á Íslandi Nýr forstöðu- maður Goethe-stofnunin áÍslandi hefur tekiðtil starfa á ný að Laugavegi 18 og fengið nýjan forstöðumann, Sab- ine Barth. Hún kemur hingað frá Þýsklandi. Hvað skyldi hafa orðið til þess að hún tók þetta starf að sér? „Ég elska Ísland og ég elska þýska menningu. Þarna eygði ég gott tæki- færi til þess að sameina þetta tvennt í starfi hjá Goethe-stofnunni á Ís- landi. Ég kom fyrst til Ís- lands 1981 sem ferðamað- ur. Ég byrjaði að skrifa um Ísland tíu árum síðar sem blaðamaður. Ég skrifaði ferðabók og gerði þætti um íslenska menningu í út- varp. Frá upphafi líkaði mér vel á Íslandi og mér líkaði einnig vel við Íslendinga, þess vegna vildi ég gjarnan koma hing- að til þess að búa hér um tíma. Hve lengi ég verð hér verður tím- inn að leiða í ljós.“ – Hvað varð til þess að Goethe- stofnunin hóf starfsemi á ný? „Menn gerðu sér ljósa nauðsyn þess að hafa hér þýska stofnun af þessu tagi sem kynnti þýska menningu og tungumál. Tengslin á milli Þýskalands og Íslands eiga sér langa sögu. Við þurfum að við- halda þeim tengslum. Á fyrri tím- um fóru margir Íslendingar til náms til Þýskalands og það væri mjög gott ef fleiri Íslendingar fet- uðu í þeirra fótspor, færu til náms í Þýskalandi og kynntu sér af eigin raun þá þróun sem hefur orðið þar. Goethe-stofnunin gefur fólki möguleika á að læra þýsku og kynna sér þýska menningu. Þar getur fólk einnig fengið upplýsing- ar um námsleiðir í Þýskalandi og fleira.“ – Hvernig er dagskrá Goethe- stofnunar? „Við sýnum t.d. nýjar þýskar kvikmyndir, við bjóðum þýskum rithöfundum hingað til okkar. Við reynum að finna aðila til að taka þátt í sýningum þar sem Þýska- land og þýsk menning kemur við sögu, t.d. hvað varðar ljósmyndir og fleira. Við bjóðum þýsk tungu- málanámskeið. Í boði eru margs konar námskeið, fyrir fullorðna, fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Við höfum einnig í boði tungumálanámskeið fyrir tví- tyngd börn, sem t.d. eiga íslenskt og þýskt foreldri. Við erum einnig með námskeið um bókmenntir þar sem fólk getur lesið saman og rit- að um það sem fjallað er um. Loks bjóðum við upp á einkatíma í þýsku.“ – Á Goethe-stofnunin stórt bókasafn? „Við eigum stærsta þýska bóka- safnið á Íslandi og í þeirri góðu aðstöðu sem við höfum á Laugavegi 18 nýtur það sín vel. Bókasafn okkar er opið á þriðjudögum til föstu- dags frá klukkan 15 til 18. Á laugardögum er það opið frá klukkan 14 til 17. Við eigum sam- starf við þýskukennara hér á Íslandi og við bjóðum þeim námskeið sem opnar þeim frekari sýn inn í þýskan menningar- og hugmyndaheim.“ – Hefur þú í hyggju að eiga samstarf við íslensk leikhús? „Ég vildi gjarnan að málin þró- uðust á þann veg. Ég vildi gjarnan fá þýska leikstjóra til starfa hér að verkefnum, fá menn til þess að þýða þýsk leikverk á íslensku og fleira í þeim dúr.“ – Er gróskumikið leikhússtarf í Þýsklandi núna? „Í Þýskalandi er leikhússtarfið mjög blómlegt. Leikhússtarfið í Nordrhein Westfalen er með því blómlegasta sem gerist í Evrópu um þessar mundir. Berlín er líka áhrifamikil í þessu sambandi. Það hefur löngum þróast frægt leik- hússtarf, má þar t.d. nefna Brecht- Ensemble og í gamla daga Peter Stein og ótalmargt annað bæði frá liðnum dögum og nútímanum.“ – Þekktir þú mikið til íslenskra bókmennta áður en þú komst hingað? „Já, ég verð að segja það. Ég skrifaði sem blaðamaður mikið um íslenska höfunda, ekki síst þá sem fengu þýdd verk á þýsku. Ég starfaði líka frá 1997 við bóka- messuna í Frankfurt fyrir Mál og menningu, ég þekkti verk höfunda þeirra að vísu vel fyrir en þó til muna betur eftir að það starf mitt fyrir fyrirtækið hófst.“ – Hver er framtíðarsýnin? „Mig langar til þess að stofnun- in verði upplýsingamiðstöð um allt það sem viðkemur Þýskalandi og menningu þess. Við erum með að prjónunum að koma okkur upp vefsíðu. Við erum með tölvuað- stöðu á stofnuninni en viljum gjarnan auka þá þjónustu. Núna getur fólk farið inn á Netið hjá okkur og fengið þar upplýsingar um fjölmargt sem snertir Þýskaland og þýska menningu, en fleira mætti gera, það mætti t.d. nýta betur efni til sjálfsnáms í þýsku og þannig mætti telja. Mikið er að alls konar námskeiðum víðs vegar um Þýskland sem fólk getur fengið upplýsingar um hjá okkur, þessa þjónustu gætu við líka aukið til muna.“ – Eru þið með sérstök námskeið um Goethe? „Við vorum með námskeið um Goethe þegar 250 ár voru liðin frá fæðingu hans 1999 en við höfum ekki verið með slík námskeið síðan en vætanlega verða þau á boðstól- um síðar.“ Sabine Barth  Sabine Barth fæddist í Þýska- landi 29. júní 1956. Hún lauk undirbúningsnámi fyrir háskóla 18 ára og stundaði því næst há- skólanám í leiklistarfræðum, þýsku og ákveðnum þáttum í félagsráðgjöf. Mastersprófi lauk hún í þessum fræðum. Hún hefur starfað í leikhúsum í Wuppertal og Saarbrücken, hjá útvarpi og sem blaðamaður og ritaði sem slíkur m.a. um Ísland. Nú er hún forstöðumaður Goethe-stofnun- arinnar á Íslandi. Sabine er gift Jóhannesi Ehmanns flugvallar- starfsmanni. Nauðsynlegt að viðhalda rógrónum tengslum milli Íslands og Þýska- lands Svona, hættið þið þessu grenji, ég skal lofa ykkur að horfa á Tomma og Jenna. ALÞINGI hefur ályktað að fela for- sætisráðherra að gera könnun á notkun neysluviðmiðana í nágranna- löndum Íslendinga við ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja í velferðarkerfinu, við mat á greiðslu- getu við innheimtu vangoldinna op- inberra gjalda og meðlagsgreiðslna og við ákvarðanatöku við lánveiting- ar úr opinberum sjóðum, s.s. lána- sjóðum námsmanna og íbúðarlána- sjóðum. Enn fremur verði lagt mat á hvort ástæða sé til að samræma slíkar neysluviðmiðanir hér á landi, notkun þeirra eða aðferðir við gerð þeirra. Stefnt skal að því að niðurstöður verði lagðar fyrir Alþingi á næsta þingi. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk- ingunni, flutti tillögu til þingsálykt- unar um gerð neyslustaðals á því þingi sem er nýlokið og er ályktun Alþingis sprottin af þeirri tillögu. Í greinargerð Jóhönnu sagði m.a. að nú taki hið opinbera mið af a.m.k. fimm mismunandi framfærslu- grunnum við ákvörðun bóta, lána, fjárhagsaðstoðar og styrkveitinga, svo og við mat á greiðslugetu vegna fjárhagserfiðleika. Megi þar nefna tryggingakerfið, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, Íbúðalánasjóð og lánastofnanir. „Hagstofan gerir síðan reglulega neyslukannanir. Að auki má nefna tekjutengdar bætur skattkerfisins. Allur gangur virðist vera á því að hve miklu leyti kannanir liggja að baki nauðsynlegum framfærslu- kostnaði hverrar fjölskyldugerðar. Mikilvægt er að þróaður verði einn samræmdur neyslustaðall sem op- inberir aðilar byggi á við ákvarðanir sem tengjast framfærslu og tekjum. Annars staðar á Norðurlöndum og reyndar víða í Evrópu hefur verið farin sú leið að þróa einn ákveðinn neyslustaðal sem framfærslukostn- aður eftir fjölskyldugerð og -stærð byggist á og notaður er við ýmsar stjórnvaldsákvarðanir,“ sagði í greinargerðinni. Könnuð verði neyslu- viðmið Íslendinga SLAGSMÁL brutust út eftir dansleik í Húnaveri aðfaranótt sunnudagsins og voru þrír fluttir í fangageymslur á Sauð- árkróki að þeim loknum. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum, en einhverjir þurftu samt á læknishjálp að halda, sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Blönduósi. Dansleikurinn fór vel fram í alla staði, en að honum loknum, um hálf fjögur leytið um nótt- ina, eftir að út var komið, upp- hófust slagsmál. Þurfti lögreglan að skakka leikinn, en samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar má gera ráð fyrir að 40-50 manns hafi komið að slagsmálunum á ein- hvern hátt þegar mest var. Sex lögreglumenn frá Blönduósi voru á staðnum, auk tveggja frá Sauðárkróki. Slagsmál í Húna- veri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.