Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 13
LAURENCE Stein-
grímur Guðni John-
son, fyrrverandi kenn-
ari og forseti
Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Norður-
Ameríku, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu
í Selkirk í Manitoba í
Kanada 24. maí sl. og
fór útför hans fram í
gær.
Laurence Johnson
var fæddur 29. júní
1928 í Hnausa í Mani-
toba. Foreldrar hans
fæddust líka á Nýja
Íslandi, en hann var frá Skagafirði í
móðurætt og Seyðisfirði í föðurætt.
Hann ólst upp í Riverton til 18 ára
aldurs og sinnti síðan ýmsum störf-
um þar til hann aflaði sér kennara-
menntunar, þegar hann var um fer-
tugt. Eftir það starfaði hann sem
kennari í Selkirk þar til hann fór á
eftirlaun 1993, en hann tók háskóla-
próf í uppeldisfræði við Manitobahá-
skóla í Winnipeg 1975.
Laurence Johnson
var alla tíð mjög virkur í
félagsstörfum og var
m.a. í stjórn bókasafns-
ins í Selkirk og í sjúkra-
hússtjórn bæjarins.
Hann var formaður
Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Vesturheimi
1995 til 1998 og stjórn-
arformaður Safns ís-
lenskrar menningararf-
leifðar í Vesturheimi,
The New Iceland Her-
itage Museum, sem var
vígt á Gimli á liðnu ári.
Hann var útnefndur
Maður ársins í Selkirk 1993 fyrir
störf í þágu samfélagsins og fjöl-
skylda hans var heiðruð sem Fjöl-
skylda ársins í Manitoba á Ári fjöl-
skyldunnar 1994.
Eftirlifandi kona Laurence John-
son er Edith Johnson, fyrrverandi
hjúkrunarkona, en þau gengu í
hjónaband 26. september 1953. Þau
eignuðust þrjú börn og sex barna-
börn.
Andlát
LAURENCE S.G.
JOHNSON
SÆNSKI hjúkrunarfræðingurinn
Ann Margret Petterson hefur dval-
ist hérlendis síðustu daga til að
kynna reynslu sína af starfi meðal
HIV-smitaðra barna. Í samtali við
Morgunblaðið segir hún mikilvægt
að HIV-smituðum börnum og ung-
lingum sé ekki hafnað enda eigi þau
að mestu að geta lifað sams konar
lífi og hver annar og haft sömu
möguleika.
Ann Margret Petterson starfaði í
áratugi sem hjúkrunarfræðingur
og var lengst af hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á smitsjúkdóma-
deild. Eftir að hún kynntist vanda-
málum fólks sem smitað var af
HIV-veirunni tók hún að helga því
starfskrafta sína. „Fyrstu sjúkling-
arnir komu á deildina hjá mér árið
1982 og upp frá því fór ég að sinna
þeim sérstaklega og það sem varð
kannski helst til þess var hópur
sjúklinga sem smitaðist við blóð-
gjöf, fullorðið fjölskyldufólk, en í
hópnum var líka barn sem hafði far-
ið í blóðskipti strax eftir fæðingu,“
sagði Ann Margret og kvaðst hafa
hugsað á þeim tíma að þetta hefði
allt eins getað komið fyrir sig, börn
sín eða aðra sem stæðu henni nærri
og því hefði hún lagt á þessa braut.
Upp úr þessu var stofnað stuðn-
ingsfélag fyrir þessa sjúklinga og
upp úr miðjum níunda áratugnum
fór að bera á vanda vegna fjöl-
skyldna með HIV-smituð börn. „Ég
varð þess strax áskynja að vandi
þessara barna var mikill, þau fengu
ekki inni á dagheimilum þar sem
sveitarfélögin vildu að
þau yrðu vistuð á
einkaheimilum þar
sem ekki væru önnur
börn. Þannig voru þau
skilin frá öðrum börn-
um og ég andmælti
þessu og sagði ekkert
barn geta þroskast ef
það gæti ekki leikið sér
eðlilega við önnur
börn.“
Um 50 HIV-smituð
börn í Svíþjóð
Á þessum tíma voru
börnin 12 en nú eru
þau um 50 í dag, það
elsta 16 ára, og kvaðst
Ann Margret hafa
fylgt þeim mörgum allt frá því þau
voru í móðurkviði. Fyrir nokkrum
árum hætti hún síðan starfi sínu á
deildinni, sagði þar sífellda kröfu
um sparnað og fækkun starfs-
manna, starfsfólkið kefðist hærri
launa. „Mér fannst ég komin í
klemmu og vildi komast út úr þessu
umhverfi og gera eitthvað sem
heillaði mig meira og fór að starfa
að verkefni í Stokkhólmi í sam-
vinnu við Rauða krossinn sem kall-
að var Örkin hans Nóa,“ sagði hún,
en það er heimili fyrir HIV-smit-
aða. Hún hafði áður komið af stað
barnaheimili fyrir
HIV-smituð börn í
samvinnu við kristi-
lega hreyfingu í
Stokkhólmi og hefur
staðið fyrir dvöl þess-
ara barna í sumarbúð-
um og stofnað stuðn-
ingshópa.
Barnaheimilið
starfaði allt til ársins
1996 en þá var ákveðið
að HIV-smituð börn
gætu dvalist á venju-
legum barnaheimil-
um. „Þá var farið af
stað með fræðsluher-
ferð, starfsfólk leik-
skóla frætt um HIV-
smit, það væri ekki
hættulegt enda varla nokkurt ann-
að smit rannsakað eins mikið og
HIV. Við vitum að smitið berst ekki
auðveldlega, það þarf ákveðnar
kringumstæður til þess en allt sem
er nýtt og óþekkt og það sem hefur
með kynlíf að gera er mönnum erf-
itt. En ég tel að með þessu starfi
höfum við byggt upp þekkingu og
unnið á fordómum og hræðslu.“
Ann Margret Petterson segir
sum barnanna í lyfjameðferð, hún
hefjist stundum strax eftir fæðingu
en stundum síðar og haldi meðferð
oft áfram fram eftir aldri en miklar
framfarir hafi orðið á þessu sviði
undanfarin ár. Hún segir lífið
stundum erfitt fyrir HIV-smitaða
unglinga þegar þeir eru að halda út
í lífið, þeir verði fyrir því að vera
hafnað þegar fréttist um smit
þeirra. Þessir smituðu unglingar
geti átt félaga og vini í skólanum
sem ekkert viti um smitið en þegar
kynnin gerist nánari geti erfiðleik-
ar komið upp. „Við getum ímyndað
okkur stúlku sem kynnist pilti og
þau vilja stunda kynlíf eins og ung-
lingar gera gjarnan. Um leið og
pilturinn fréttir um smit stúlkunn-
ar og að hann verði að nota smokk
er hann horfinn. En við getum líka
ímyndað okkur að ást og umhyggja
verði ofan á og ungt fólk geti tekið á
málunum af skynsemi og þannig
gæti HIV-smitaður unglingur átt
sitt fasta samband eins og hver
annar venjulegur unglingur.“
Í dag kl. 15–17 heimsækirAnn
Margret Petterson Alnæmissam-
tökin og svarar þar fyrirspurnum
og í kvöld kl. 20:15 flytur hún fyr-
irlestur fyrir starfsfólk leikskóla og
grunnskóla í húsi BSRB við Grett-
isgötu í Reykjavík.
Ann Margret Petterson starfar meðal HIV-smitaðra barna og fullorðinna
HIV-smituð börn fái sömu
möguleika og önnur
Ann Margret
Petterson
PÓSTNÚMER aftan við götuheiti
og mikil fjölgun netfanga eru með-
al nýjunga í símaskrá Símans fyrir
árið 2001 sem nú er komin út. Síma-
skráin er tvískipt í ár eins og í
fyrra, annars vegar skrá fyrir höf-
uðborgarsvæðið og hins vegar
landsbyggðina. Gullfjöll heitir
myndin sem prýðir forsíðu höf-
uðborgarskrárinnar og Íslandslag
myndin á landsbyggðarskránni og
eru báðar eftir Svavar Guðnason,
að því er fram kom á blaðamanna-
fundi Símans í gær. Skráin kemur
út í 230.000 eintökum og er um-
fangsmesta prentverk sem unnið er
árlega á landinu.
Úr símaskránni síðan í fyrra voru
unnin 200–250 tonn af moltu, sem
nýtist sem áburður, en árlega eru
gamlar símaskrár sem við-
skiptavinir skila settar í jarðgerð
og gerð úr henni molta sem nýtist
til uppgræðslu og hvers kyns rækt-
unar. Unnið hefur verið að þróun
aðferða við jarðgerð skrárinnar
undanfarin tvö ár undir merkjum
verkefnisins Skil 21 og er Síminn
eitt 16 fyrirtækja sem taka þátt í
verkefninu, sem miðar að því að
draga úr mengun og bæta endur-
vinnslu með lífrænumúrgangi.
Símaskránni verður dreift í sam-
vinnu við Flytjanda, Esso og Olís
um allt land en einnig liggur hún
frammi í öllum verslunum.
Símaskrá fyrir árið
2001 komin út
250 tonn af
moltu unnin
úr gömlu
skránni
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Heiðrún Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Anton Örn Kærnested kynna nýju símaskrána.
SVIFDREKAFLUGMAÐUR slas-
aðist á baki þegar hann rakst utan í
hlíð Stóra-Reykjafells og brotlenti
vestarlega á Hellisheiði á sunnu-
dagskvöld. Lögregla og sjúkraflutn-
ingamenn frá Selfossi fóru á staðinn
og þurftu að bera manninn á sjúkra-
börum 300 metra leið frá fjallshlíð-
inni og niður að sjúkrabíl, sem ók
honum á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi.
Maðurinn var ásamt öðrum að
stunda svifdrekaflug ofan af Skarðs-
mýrarfjalli og skiptust þeir á að svífa
niður vængjum þöndum. Orsakir
óhappsins liggja ekki fyrir, að sögn
lögreglunnar á Selfossi.
Tilkynning um óhappið barst lög-
reglunni um kvöldmatarleytið á
sunnudag og var maðurinn kominn
undir læknishendur í Reykjavík
tæpum þremur tímum síðar. Af
slysadeild lagðist maðurinn inn á
bæklunardeild Landspítalans í Foss-
vogi en þar gat enginn gefið upplýs-
ingar um líðan hans þegar eftir því
var leitað í gær.
Svifdreki
brotlenti á
Hellisheiði
SVÖRTU svanirnir tveir, sem héldu
til á Reyðarfirði fyrir skömmu, sáust
um helgina í Lóni rétt sunnan við
Hvalnes í Austur-Skaftafellssýslu.
Björn G. Arnarson, fuglaáhugamaður
á Höfn, fékk ábendingu um að sést
hefði til svörtu svananna á sunnudag
og kom hann auga á þá í álftahópi við
Vík í Lóni á sunnudagskvöld. Þegar
þeirra var vitjað í gær sáust þeir
hvergi, en Björn segir ekki útilokað
að þeir séu ennþá í Lóninu enda er
þar mikið flæmi og þangað sækir alla-
jafna mikið af álftum.
Svörtu svanirnir
sáust í Lóni