Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR eru hafnar við breytingar á Langarima en íbúar í ná- grenni götunnar hafa um skeið barist fyrir því að um- ferðarfyrirkomulagi við göt- una yrði breytt vegna slysa- hættu við leikskóla við götuna. Gert að 30 kílómetra hverfi Að sögn Haralds B. Al- freðssonar, verkfræðings hjá gatnamálastjóra, eru breyt- ingarnar sem nú er ráðist í tvíþættar. „Það er annars vegar verið að gera hverfið að svokölluðu 30 kílómetra hverfi þannig að það verða settar upp þessar 30 kíló- metra öldur sem eiga að gefa til kynna að menn séu komn- ir inn á slíkt svæði. Hins vegar er verið að lag- færa í kringum leikskólann og verslunarmiðstöðina þar sem keyrt er fram hjá í hlið- argötum en það verður lagt af með aðkomu á bílastæði sitt hvorum megin,“ segir hann. Gerð verður vegþrenging þar sem verður biðstöð fyrir strætisvagna en aðrir bílar munu bíða í útvíkkunum í götunni á meðan strætis- vagninn er staddur í þreng- ingunni. Þá verður gatan breikkuð á tveimur stöðum auk þess sem biðskylda verð- ur sett á hliðargötur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í byrjun júlí. Sláin brotin niður Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að Langirimi sé lokaður fyrir almennri umferð og hefur það verið gert með hliði eða slá þvert yfir götuna. Að sögn Haralds hefur hins vegar gengið brösulega að fylgja þessu eftir. „Það eru búnir að vera talsverðir erfiðleikar með þessa slá því hún hefur verið fjarlægð og brotin,“ segir hann. Þá hafa ökumenn nýtt sér hjáleiðir við verslunar- miðstöð og leikskóla sem eru við götuna og hafa íbúar kvartað töluvert undan slysahættu sem þetta hefur skapað, sér í lagi við leik- skólann. Akstursfyrirkomulagi í Langarima breytt Hjáleið við leik- skóla lögð af Grafarvogur Morgunblaðið/Sigurður Jökull Búist er við að framkvæmdum við Langarima ljúki í júní. FYRSTU æðarungarnir eru komnir á Tjörnina og gerðist það reyndar í síðastliðinni viku. Þessi stolta móðir sýndi þá gestum og gangandi afkvæmi sín fimm, sem iðuðu af lífi og fjöri og vissu hreinlega ekki hvort stefna ætti út eða suð- ur, upp eða niður, svo að ákveðið var að reyna bara pínulítið af öllu. Egg æðurinnar eru yfirleitt 4–6 talsins. Útungunartími er 25–28 dagar og sér kollan ein um áleguna. Nýklaktir ung- arnir eru dökkgráir, brún- eða grænleitir, og alþaktir dúni. Þeir eru hreiðurfælnir, sem kallað er, og leiðir móð- irin þá til vatns eða sjávar um leið og hinn síðasti er kominn úr eggi og allir orðnir þurrir. Þessi æðarkolla hefur sam- kvæmt framannefndu orpið á síðustu dögum aprílmánaðar. Ef allt fer vel verða ungarnir fimm sjálfstæðir 55–60 daga gamlir og fleygir 65–75 daga og geta átt von á að verða allt að 30 ára gamlir, að því er merkingar gefa til kynna. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hér sjást fyrstu æðarungarnir á Reykjavíkurtjörninni árið 2001. Myndin var tekin miðvikudaginn 23. maí. Æðurin komin með unga Tjörnin ÁSDÍS Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar segir bæjaryfirvöld hafa lögsögu á svæðinu við Arnarnesvog sam- kvæmt samningi sem Garða- bær, Kópavogur og Bessa- staðahreppur gerðu árið 1997 um lögsagnarumdæmamörk í Skerjafirði. Íbúar við voginn hafa sagt að bærinn skorti lög- sögu á svæðinu. „Þessi samningur var stað- festur af félagsmálaráðherra og sömuleiðis var honum þing- lýst. Garðabær hefur talið að með þessum samningi sé búið að skilgreina hver stjórnsýslu- mörkin eru og hafi því rétt til að skipuleggja svæðið,“ segir Ásdís Halla og bendir á að samkvæmt þriðju grein sveita- stjórnarlaga hafi sveitarfélög ákveðin staðarmörk og þeim sé hægt að breyta. Það sé á þeirri forsendu sem samning- urinn hafi verið gerður. Ásdís Halla segir að í ljósi þessa líti bæjayfirvöld svo á að þau hafi heimild til landfylling- ar ef áhugi er til staðar. Ekk- ert liggi hins vegar fyrir í þeim efnum og engar ákvarðanir hafi enn verið teknar varðandi hugsanlegar framkvæmdir við Arnarnesvog. Ákvörðun um landfyllingu ekki verið tekin Í Morgunblaðinu á fimmtu- dag var sagt frá því að íbúar við Arnarnesvog teldu, sam- kvæmt áliti félagsmálaráðu- neytisins á mörkum sveitar- félaga til hafsins, að lögsaga bæjarins næði 115 metra á haf út frá stórstraumsfjöruborði. Ásdís Halla segir að vísað sé til þess þar að félagsmálaráð- herra hafi lokaorðið. Geri sveitarfélög hins vegar samn- ing um lögsagnarumdæma- mörk, sem er staðfestur af félagsmálaráðherra, þá gildi annað um slík svæði en þar sem engir samningar séu fyrir hendi og félagsmálaráðherra hafi ekki tjáð sig með neinum hætti. „Við munum skoða þessi mál betur og ef eitthvað annað kemur í ljós tökum við að sjálf- sögðu mið af því,“ segir Ásdís Halla. Hins vegar hafi engin ákvörðun verið tekin um land- fyllingu og það mál sé enn í skoðun. Yfirvöld í Garðabæ um fyrirhugaða landfyllingu Samningsfest lögsaga á framkvæmdasvæðinu Arnarnesvogur TANKASÁRIN í gömlu her- byrgjunum ofan við Keilu- höllina urðu vettvangur óvenjulegrar leiksýningar á sunnudag þegar áhugaleik- félagið Sýnir frumsýndi sjö örleikrit eftir sex höfunda. Hátt á annað hundrað manns fylgdist með sýning- unni í blíðskaparveðri. Að sögn Huldar Óskars- dóttur sýningarstjóra var efnt til samkeppni innan leikfélagsins til að ákvarða efnið í sýninguna og voru leikritin sjö valin úr hópi 17 leikrita sem bárust í sam- keppnina. Fyrst þurfti að skilgreina hvað örleikrit væri. „Við skilgreindum örleikrit þann- ig að það væri eitthvað sem mætti taka frá einni sek- úndu og upp í tíu mínútur. Leikritin á sýningunni tóku frá tveimur og hálfri og upp í tíu mínútur en sýningin í heild er rúmur klukkutími,“ segir Huld. Öll framkvæmd sýningar- innar var í höndum félags- manna því þeir sáu einnig um leik og leikstjórn auk þess sem þeir sömdu og fluttu tónlistina í sýning- unni. Voru þátttakendur um 30 talsins. Einbreiður stigi á milli leikrita Yfirskrift sýningarinnar var „Úti í móa“ og voru för eftir tanka sem eitt sinn voru í hlíðinni nýtt sem leik- svið. Tvö þessara hólfa voru nýtt og þurftu áhorfendur að flytja sig um set á milli leik- rita. Áhorfendaflutningurinn tók þó sinn tíma því stigi, sem er á milli hólfanna rúm- ar aðeins einn mann í einu. Sýningargestir töldu það þó ekki eftir sér og þrömmuðu þrisvar sinnum á milli hólf- anna. Leiklistina til fólksins Huld segir sýninguna vera lið í þeirri viðleitni leik- félagsins að fara með leik- listina til fólksins í landinu. Því bjóði það til leiksýningar þar sem þeirra er síst von og er aðgangur ókeypis. Til stendur að fara víðar með örleikritasýninguna í sumar og hefur verið ákveðið að sýna hana í Svarfaðardal, Hrísey, Grímsey og á Hvera- völlum í júnímánuði. Örleikrit úti í móa Garðar Borgþórsson og Halldór Magnússon í ör- leikritinu Hnerra eftir Frosta Friðriksson. Ljósmynd/Bjarney Lúðvíksdóttir Áhorfendur gengu þrisv- ar á milli hólfa til að fylgj- ast með leikritunum. Öskjuhlíð LEIKSKÓLINN Austur- borg við Háaleitisbraut var illa leikinn eftir veggjakrot þegar starfsmenn mættu til vinnu á mánudag. Einhver eða einhverjir höfðu krotað bæði á veggi, hurðir og glugga á framhlið leikskól- ans. Guðrún Gunnarsdóttir leikskólastjóri segir sams- konar atvik hafa hent í fyrra. Hún segir ekki ljóst af hverju leikskólinn verði fyrir barðinu á veggjakroturum en nokkuð skorti á lýsingu í kringum húsið og eins vísi fá íbúðarhús að leikskólanum. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar, deildartækni- fræðings hjá Gatnamála- stjóra, hafa ýmsar stofnanir borgarinnar, meðal annars Orkuveitan og Gatnamála- stjóri, haft samráð um þrif á veggjakroti, m.a. á Lauga- vegi. Veggjakrot hreinsað strax Höskuldur segir fáar fyr- irbyggjandi aðgerðir til gegn veggjakroti en reynslan hafi kennt mönnum að skynsam- legt sé að hreinsa veggjakrot strax af veggjum í stað þess að það fái standa í einhvern tíma og laði hugsanlega að fleiri veggjakrotara. Hann segir kostnað borg- arinnar af veggjakroti veru- legan en að sínu mati hafi ekki orðið aukning á veggja- kroti undanfarin ár. Skemmdarverk á Austurborg Krotað á veggi og glugga Morgunblaðið/Sigurður Jökull Svona var umhorfs þegar Austurborg var opnuð í gær- morgun og foreldrar mættu með börnin í leikskólann. Háaleitishverfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.