Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 15
FJÖLMENNI var á hverfishátíð
Vesturbæjar sem haldin var á KR-
vellinum á laugardag. Meðal þess
sem boðið var upp á voru dans-
atriði og fjöldasöngur nemenda
úr Vesturbæjarskóla við harm-
onikkuundirspil.
Leiktækjum hafði verið komið
fyrir á bílastæðinu fyrir framan
KR heimið og nýttu fjölmörg börn
tækifærið og prófuðu stultur og
uppblásna hoppkastala. Herra
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri fluttu ávörp í tilefni
dagsins.
Þá var efnt var til knatt-
spyrnuveislu og keppti lið
presta, Prestley United,
við lið alþingismanna. Lið
presta fór með sigur af
hólmi í stuttum en fjör-
ugum leik.
Fjör á
hverfis-
hátíð
Vesturbær
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
TIL stendur að gera breytingar á
deiliskipulagi Grjótaþorps og mun
borgarráð að öllum líkindum fjalla
um málið í dag. Í framhaldi af því
verður deiliskipulagið sett í for-
kynningu en íbúum og hagsmuna-
aðilum á svæðinu hafa þegar verið
kynntar tillögurnar.
Að sögn Jóhannesar Kjarval,
hverfisstjóra hjá Borgarskipulagi,
er verið að taka saman ýmsar breyt-
ingar sem hafa legið í loftinu eða
verið gerðar undanfarinn áratug.
Sérstaklega sé verið að framfylgja
ákvæði í skipulagslögum er varða
hverfisvernd og er það í fyrsta
skipti sem slíkt er gert.
Að sögn Jóhannesar nær deili-
skipulagið meðal annars til hornsins
á Túngötu og Aðalstræti og húsa nr.
12, 14 og 16 við Aðalstræti auk lóða
við Túngötu sem hafa verið notaðar
undir bílastæði um árabil.
„Það var áformað að byggja
þarna verslana- og skifstofuhúsnæði
en nú er áformað að byggja þarna
hótel með bílastæðum neðanjarðar,“
segir Jóhannes um fyrirhugaðar
breytingar á fyrra deiliskipulagi á
þessu svæði.
Ný frambygging við
Morgunblaðshöllina
Hann segir jafnvel standa til að
gera fornminjarnar sem komið hafa
í ljós við uppgröft í Aðalstræti að-
gengilegar og segist vona að það
mál skýrist á næstu vikum. Þær
hugmyndir eru þó ekki í beinum
tengslum við deiliskipulagið.
Að sögn Jóhannesar eru aðrar
breytingar minniháttar.
„Það er gert ráð fyrir að aftasti
hluti Aðalstrætis 4 sem nær aftur að
húsi Sögufélagsins og endar í einnar
hæðar skúrbyggingu, verði rifinn.
Þá er lagt til í deiliskipulaginu að
heimiluð verði ný frambygging við
hliðina á Morgunblaðshöllinni,“ seg-
ir Jóhannes en svæðið frá Aðal-
stræti að Sögufélagshúsinu er ein
samhangandi lóð.
Að sögn Jóhannesar er einnig
gert ráð fyrir lóðabreytingum á
svæðinu bak við húsið sem nú hýsir
skemmtistaðinn Clinton. Meðal ann-
ars er fyrirhugað að leggja þar bíla-
stæði.
Breytingar á skipulagi Grjótaþorps
Hótel og bílastæði
neðanjarðar
Miðborg
HELGI ÞÓR Helgason hefur
verið ráðinn skólastjóri Öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði en bæj-
arstjórn samþykkti ráðningu
hans á síðasta fundi sínum.
Helgi hefur verið settur
skólastjóri í skólanum frá síð-
ustu áramótum en fyrir þann
tíma gegndi hann stöðu að-
stoðarskólastjóra. Forveri
hans í starfi, Viktor A. Guð-
laugsson, flutti sig um set um
áramót og er nú skólastjóri í
Mosfellsbæ.
Tveir umsækjendur voru
um stöðuna.
Ráðinn skóla-
stjóri Öldu-
túnsskóla
Hafnarfjörður
ÞEIR sem hafa átt leið um Bakka-
tjörn hafa eflaust tekið eftir tveimur
skiltum sem nýlega var komið fyrir
þar í grennd en skiltin hafa að geyma
upplýsingar um fuglalíf og annan
fróðleik. Að sögn Jens Péturs
Hjaltested, formanns umhverfis-
nefndar, er þetta til komið vegna
þess að Bakkatjörn og nánasta um-
hverfi hennar var friðlýst í vetur.
Hönnun skiltanna var í höndum
Jóns Baldurs Hlíðberg myndlistar-
manns og Jóhanns Ísberg.
Þriðja skiltið er í vinnslu og er ráð-
gert að setja það niður við Gróttu.
Það verður í svipuðum dúr og hin
tvö, nema að fjörunni og lífinu þar
verða gerð betri skil. „Þetta er í og
með sett upp til að kynna fyrir veg-
farendum að það eru ákveðnar regl-
ur sem gilda um umferð þarna, og
síðan er sagt frá umhverfinu og
reynt að tengja þetta saman, þannig
að segja má að um sé að ræða upp-
lýsingaskilti og fræðslu í bland,“ seg-
ir Jens.
Hann segir að á skiltinu sem fara á
í Gróttu verði upplýsingar um þær
reglur sem þar gilda. „Eins verður
þar aðvörun til fólks um að það passi
upp á sjávarföllin, til að það verði
ekki innlyksa þar úti, og því jafn-
framt bent á, að lífríkið í eynni er við-
kvæmt, svo að eitthvað sé nefnt.“
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þannig líta skiltin við Bakkatjörn út. Gróttuviti í baksýn.
Skilti með fróðleik
um umhverfið
Seltjarnarnes
EFLAUST hefur það ekki farið
fram hjá neinum sem átt hefur
leið vestur í bæ undanfarið, að
verið er að snurfusa Eiðisgrand-
ann sjávarmegin.
Þegar blaðamaður var á ferð í
vesturbænum á uppstigningardag
vakti það athygli hans að tveir
menn voru þar að störfum í all-
stóru morldarflagi. Í ljós kom að
þetta voru feðgarnir Jón Andrés
Jónsson og Kristján Jónsson og
voru þeir spurðir að því, hvers
vegna þeir væru að störfum á
þessum hátíðisdegi kirkjunnar og
hvað þeir nákvæmlega væru að
gera.
„Jú, við erum að vinna fyrir
gatnadeild Reykjavíkurborgar og
erum þessa stundina að leggja
þökur hér meðfram Eiðisgrand-
anum,“ sagði Jón. „Það liggur á
að klára þetta. Það var byrjað á
þessu verki í fyrravor og því á að
vera lokið fyrir 15. júní, til að
gleðja augu fólks á þjóðhátíð-
ardegi Íslendinga.“
Að sögn Jóns verður einungis
þökulagt meðfram kantinum, en
sáð grasfræjum í flagið. „Það
verður gert á næstu dögum,“
sagði hann og bjó sig svo undir að
taka á móti nýjum upprúlluðum
þökum frá syni sínum, sem kom
færandi hendi á einni mikilli vél-
skóflu.
Eiðis-
grandi
snurfus-
aður
Vesturbær