Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLA Stykkishólms var slitið fyrr í mánuðinum með mjög fjöl- breyttum og skemmtilegum tónleikum. Þar fengu gestir að heyra árangur nemend- anna í vetur. Ingibjörg Þor- steinsdóttir tók við skóla- stjórn Tónlistarskólans er Daði Þór Einarsson flutti í burtu eftir 19 ára starf. Í skólaslitaræðu Ingibjargar kom fram að í vetur stund- uðu 120 nemendur nám við skólann í hljóðfæraleik og söng. Flestir leggja stund á píanónám eða 42 nemendur og 24 nemendur stunda söngnám. Kynjaskipting er heldur ójöfn því 82 konur voru í skólanum á móti 38 körlum. Það kom fram að 28 nemendur eru eldri en tvítugir. 27 nemendur luku stigsprófum í hljóðfæraleik og söng, frá 1. stigi til 7. stigs. Auk þess þreyttu tveir gestir stigspróf, annar frá Hólmavík, sem lauk 4. stigi í píanóleik, og einn frá Tálknafirði, sem lauk 7. stigi í söng. Kennarar við skólann eru sex. Tveir nýir kennarar bættust við í haust, annar frá Ungverjalndi og hinn frá Póllandi. Engar breyt- ingar verða á kennaraliði skólans næsta haust. Tónlistarskóli Stykkishólms var stofnaður árið 1964. Það kom fram hjá skólastjóra að aðstæður til skólastarfsins eru mjög góðar og kennarahópurinn samstilltur. Tón- listarskólinn setti víða svip á menn- ingarlífið í Stykkishólmi í vetur eins og svo oft áður. Samstarf við grunnskólann hefur verið gott og næsta ár verður lögð áhersla á meira samstarf við leikskólann í Stykkishólmi. Stykkishólmur Söngnemendur við Tónlistarskólann í Stykkishólmi héldu tónleika í Stykkis- hólmskirkju. Mikill áhugi hefur verið fyrir söngnámi síðustu ár og stunduðu 24 nemendur nám í söng í vetur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason 120 nemendur stund- uðu nám við skólann BORHOLA í landi Öndverðarness í Grímsnesi, í miðjum golfvelli Múr- arafélags Reykjavíkur, gefur veru- legt magn af 90 gráða heitu vatni sem vonast er til að verði 40-50 sek- úndulítrar þegar búið er að ganga frá henni. Fyrirhugað er að bora fleiri holur en þá sem var látin blása á sunnudag. Náist það er tryggð vatnsöflun fyrir 800 sumarbústaði í Grímsnesi og Grafningi sem munu fá vatn frá fyrirhugaðri hitaveitu í Öndverðarnesi. Að sögn Ásgeirs Margeirssonar, aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, er mikill áhugi hjá sumarbústaðaeigendum á þessu svæði að fá vatn frá veitunni. Áætlanir eru uppi um að hita- veita Öndverðarness þjóni sum- arbústöðum frá Öndverðarnesi, upp með Soginu og Álftavatni að Ljósafossi og Efri Brú yfir í Grafn- ing. Hönnun á nýju veitunni er á lokastigi og er gert ráð fyrir að bora fleiri holur á svæðinu til að afla vatns. Ásgeir Margeirsson sagði mikið spurt um það hvort ljósleiðari yrði lagður með hita- lögninni en ekki væri hægt að segja til um það núna. „Við erum mjög ánægðir með þessa holu hér í Öndverðarnes- landi, það er stór stund að vera kominn með vatn til að afhenda fólkinu,“ sagði Ásgeir. Ný borhola í miðjum golfvelli Múrarafélags Reykjavíkur Tryggir vatn fyrir 800 sumarbústaði Selfoss Helgi Haraldsson, borstjóri hjá Jarðborunum, Hjalti Skúlason, Hallgrím- ur Gústafsson, Ásgeir Margeirsson, Guðlaugur Sveinsson, Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, og Þórólfur Hafstað, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Að baki þeim blæs nýja borholan sem er á milli brauta númar átta og níu á golfvellinum í Öndverðarnesi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HJÓNIN Jón Gíslason og Eline Schrijver á Hofi í Vatnsdal urðu fyrst íslenskra bænda til að fá fullnaðarúttekt á gæðastýrðri hrossarækt á búi sínu. Gæðastýr- ing sú sem verið er að koma á í ís- lenskri hrossarækt miðar að því að votta framleiðslu búanna sem vist- væna gæðaframleiðslu og tekur á þáttum sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun land- gæða. Öll þessi skilyrði hafa þau Jón og Eline uppfyllt og hafa þær Sig- ríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, og Anna Ólöf Haraldsdóttir, héraðsdýralæknir í A-Húnavatnssýslu, vottað loka- áfangann, er varðar umhirðu hrossanna. Fyrsta stig vottunarinnar, er lýtur að ætt og uppruna hrossanna, er þegar komið til framkvæmda og eru folöld fædd 1999 fyrstu gripirnir sem koma til skráningar í þessu nýja kerfi. Landnýting er annað stigið í gæðastýringunni og hefur að leið- arljósi „nýtum land en níðum ei“ og sér Landgræðslan um vottun þessa þáttar. Jón og Eline voru að vonum ánægð með lokaáfangann en sögðu jafnframt að gæðastýrð hrossarækt væri ekki nokkuð sem menn kláruðu í eitt skipti fyrir öll heldur væri um stöðuga vinnu að ræða. Vinnu sem fólgin væri í ná- kvæmu skýrsluhaldi á öllum svið- um hrossaræktarinnar árið um kring. Fyrstir til að uppfylla skilyrðin Jón Gíslason og Eline Schrijver á Hofi í Vatnsdal hafa fyrst íslenskra bænda uppfyllt öll skilyrði gæðastýrðrar hrossaræktar. Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HANDVERKSKENNSLA í Flúða- skóla er í nokkru frábrugðin því sem annars staðar er. Nemendur í 4.–7. bekk nýta greinar úr skógi og hafa unnið margs konar muni. Það er Guðmundur Magnússon, húsasmíða- meistari á Flúðum, sem annast kennsluna en efniviðurinn er sóttur í nokkurra hektara skóg, sem fyrst var plantað í fyrir 50 árum, rétt hjá trésmíðaverkstæði Guðmundar þar sem kennt er. Börnin læra að lesa úr skóginum efni í fjölbreyttustu hluti, t.d. göngustafi, fugla, burðartré, snaga og klemmur. Guðmundur seg- ir þau afar áhugasöm og leggja sig fram. Þau læri að meðhöndla sér- staka hnífa í þessu skyni og ekki sá fréttaritari betur en þau handléku þá af leikni. Guðmundur Magnússon, sem hef- ur sótt mörg námskeið í Svíþjóð og Danmörku í þessum efnum, og Ólaf- ur Oddsson, upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins, hafa haldið helgarnámskeið víðsvegar um landið síðustu misseri í samvinnu við Garð- yrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Þeir félagar kalla námskeiðin „að lesa í skóginn og tálga í tré“. Þeim hefur verið mjög vel tekið og fólk sýnt þeim mikinn áhuga en að sögn Guðmundar er fyrirhugað að halda þeim áfram með haustinu. Fólk gerir ýmsa smíðisgripi og á framhaldsnámskeiðum eru m.a. smíðaðir stólar og borð beint úr skóginum, sumir hafa einnig gert gripi til að selja ferðamönnum. Guð- mundur segir að grisja þurfi skóga miklum mun meira en gert er nú og tilgangurinn með þessu sé að sýna fram á hve hægt er að nýta sé efni úr íslenskum skógum. Hann nefnir að sumar trjátegundir séu ágætar til að vinna úr þeim, sérstaklega öspin. Að lesa í skóginn og tálga í tré Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nemendur í 4. bekk Flúðaskóla með muni unna úr afurðum skógarins. Hrunamannahreppur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.