Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ÁLITI Alþjóðagjaldeyrissjóðins á íslenskum efnahagsmálum er Seðlabankinn gagnrýndur fyrir að lækka vexti um 50 punkta í lok mars. Skiptar skoðanir eru um þetta álit bankans. Fer eftir því hvernig lesið er í spilin Gylfi Magnússon, dósent við Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að margt bendi til þess að gagnrýni sjóðins á vaxta- lækkunina sé réttmæt. Í lok mars hafi atvinnuleysi verið mjög lítið, verðbólgustigið hátt og viðskipta- hallinn mikill. Það er vísbending um mikla þenslu í hagkerfinu. Gylfi segir lækkun vaxta vera þenslu- hvetjandi aðgerð. Undir slíkum kringumstæðum sé ekki vænlegt að lækka vexti vegna þess að það eykur eftirspurn í þjóðfélaginu. Hins vegar fari þetta allt eftir því hvernig aðilar sjái þróun næstu mánaða fyrir sér. Ef menn telji að samdráttarmerkin séu sterkari geti verið rétt ákvörðun að lækka vexti. Gylfi segir að ef litið er á tölur um verðbólgu, atvinnuleysi og við- skiptahalla bendi þær eindregið til þess að of mikil eftirspurn sé í efnahagslífinu. Í ljósi þess væri eðlilegt að hækka vexti, draga saman útlán og jafnvel hækka skatta. Ef Seðlabankinn meti það hins vegar svo að dæmið sé að snú- ast við og hjól atvinnulífins tekin að snúast hægar, geti verið rétt- lætanlegt að lækka vexti. Í kjölfar vaxtalækkunarinnar gaf bankinn út yfirlýsingu þar sem rökin fyrir lækkuninni voru meðal annars að innheimta veltuskatta færi minnk- andi og samdráttur væri í innflutn- ingi. Gylfi segir að hann meti það svo að þessi merki hafi ekki verið nægjanlega sterk, viðskiptahalli gífurlegur, verðbólgan há og at- vinnuleysi ekki nema um 1%. Allar þessar staðreyndir bendi til að hagkerfið sé ofþanið. Sjóðurinn hafi einnig áhyggjur af getu banka og fjármálastofnana til að taka á sig áföll og vaxtalækk- un Seðlabankans örvi útlán. Efna- hagsreikningur bankanna hefur vaxið mikið á síðustu árum en eigið fé ekki að sama skapi, segir Gylfi. Í ljósi þessarar staðreyndar er ekki ástæða til að lækka vexti. Gylfi segir að með flotgengis- stefnu hafi vaxtalækkun yfirleitt þau áhrif að gjaldmiðill lækki líka. Það eitt og sér hafi þau áhrif að verðbólga aukist. Vaxtahækkun myndi hins vegar draga úr eft- irspurn á krónum, styrkja gengi krónunar, hækka eiginfjárhlutfall bankanna og draga úr eftirspurn, segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Vextir ekki virkt stýritæki Rannveig Sigurðardóttir hag- fræðingur ASÍ segir að vaxtalækk- unin hafi ekki verið röng og telur að þjóðarbúið sé að ná mjúkri lend- ingu. Vaxtalækkun eða vaxtahækk- un hérlendis hafi ekki verið virkt stjórntæki til að draga úr umsvif- um. Seðlabankinn hafi hækkað vexti í nóvember og það hafi ekki slegið á eftirspurnina enda hafi ASÍ varað við því að það taki sex mánuði til ár fyrir vaxtabreytingar að virka. Þegar þær hafi áhrif er ákveðin hætta á að nýtt tímabil hafi gengið í garð. Sjóðurinn horfi ekki mikið á þróun undanfarin tvö ár og þá staðreynd að á Íslandi hafi vextir ekki verið virkt stýri- tæki til að draga úr umsvifum. Hátt vaxtastig hafi ekki komið í veg fyrir að fólk og fyrirtæki taki lán. Aðspurð um áhrif aukinnar verðbólgu á gildandi kjarasamn- inga segir Rannveig að hún telji að gengið sé lægra en efnahagslegar forsendur gefi tilefni til og hún bú- ist við að gengið taki að styrkjast á næstu mánuðum. Samdráttur í eft- irspurn eigi einnig að vinna á móti verðbólgu og hún taki að lækka þegar líður fram á árið. Endur- skoðunarákvæði í kjarasamningum vegna verðbólgu verða tekin til skoðunar í febrúar á næsta ári og verður þá litið til þróunar und- anfarinna mánaða, segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ. Enn frekari vaxta- lækkanir nauðsynlegar Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að samtökin séu ósammála gagnrýni Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á vaxtalækkun Seðla- bankans. Hannes segir að samtök- in taki undir þá skoðun Birgis Ísleifs Gunnarssonar bankastjóra Seðlabankans um að álit sjóðsins byggist ekki á nýjustu tölum um hagþróun á Íslandi. Það hafi verið alveg ljóst að á þessum tíma hafi verið komin fram merki um sam- drátt í atvinnulífinu og síðan þá hafi komið í ljós frekari samdrátt- armerki. Samtökin taka undir með áliti stjórnar sjóðsins um að mikill vaxtamunur síðari hluta árs 1999 og fyrri hluta árs 2000 hafi ýtt undir erlendar lántökur og valdið gríðarlegri aukningu eftirspurnar. Samtökin telji góð og gild rök fyrir frekari vaxtalækkunum á næstu mánuðum. Mikilvægast núna er ekki að sporna við þenslu heldur að koma í veg fyrir að sam- drátturinn verði of harkalegur. Forsendur nú eru breyttar hjá fyr- irtækjum gagnvart erlendum lán- um með flotgengisstefnu Seðla- bankans. Fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir innlendu vaxta- stigi en áður vegna þess að nú er gengisáhættan meiri eftir að geng- ið var sett á flot. Háir vextir eru að sögn Hannesar ekki ástæðan fyrir samdrætti í útlánum heldur fyrst og fremst skert útlánageta. Háir vextir hérlendis eru heldur ekki að draga fjármagn til landsins, segir Hannes. Fyrirtæki haldi því að sér höndum hvað varðar fjárfestingar og uppbyggingu. Frekari vaxta- lækkun geti jafnvel hamlað geng- islækkun þegar fram í sækir vegna þess að samkeppnisstaða fyrir- tækjanna verður betri og tiltrúin meiri á atvinnulífið. Hannes segir ennfremur að ekki megi líta framhjá því að miklar lækkanir hafi verið á hlutabréfa- markaði að undanförnu. Staðan á hlutabréfamarkaði endurspegli væntingar og tiltrú á íslensku at- vinnulífi. Minni fjármagnskostnað- ur fyrirtækja myndi auka trúna á íslenskt atvinnulíf og væntanlega verða til þess að verð á hlutabréfa- markaði hækki segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Skiptar skoðanir um álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Seðlabanki Íslands. Gylfi Magnússon Hannes G. Sigurðsson Rannveig Sigurðardóttir STUTTFRÉTTIR ● OM Group, eigandi Kauphall- arinnar í Stokkhólmi, mun líklega leggja fram annað tilboð í Kauphöll- ina í London (LSE) að því er Per Larsson, forstjóri OM, segir í samtali við fréttavef Dagens Industri. OM gerði óvinveitt tilboð í LSE á síðasta ári sem hlaut ekki samþykki hluthafa en leiddi til þess að fyrirhugaður samruni LSE og Kauphallarinnar í Frankfurt fór út um þúfur, auk þess sem skipt var um yfirstjórn LSE. Clara Furse er forstjóri LSE frá því snemma á þessu ári. Hún hefur sagt að LSE hafi áhuga á samstarfi eða samruna sem hefði í för með sér verðmætaaukningu fyrir viðskiptavini og hluthafa. Í júlí er fyrirhuguð sala á hlutabréfum LSE í því skyni að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins til að það geti betur varist hugsanlegri yfirtöku. Markaðsverðmæti LSE eftir útboðið er talið verða um 170 milljarðar ís- lenskra króna. Vegna þess hve skammt er liðið frá því OM gerði síð- ast tilboð í LSE, er því aðeins heimilt að gera svokallað vinveitt tilboð. Larsson hyggst ræða við stjórnendur LSE fljótlega í því skyni að kanna áhuga þeirra. Hann ítrekar að LSE þurfi á samstarfsaðila að halda og sameinað fyrirtæki LSE og OM yrði áhugavert fyrirtæki með sterkt vöru- merki LSE og tækniþekkingu. OM íhugar annað tilboð í LSE Ósló. Morgunblaðið. ● ÚTBOÐ á hlutabréfum norska ol- íufélagsins Statoil hefst í dag og hef- ur verðið verið ákveðið á bilinu 66-76 norskar krónur á hlut, sem sam- svarar á bilinu 726-836 íslenskum krónum. Bréf Statoil verða skráð í Kauphöllunum í Ósló og New York 18. júní nk. Ýmsum fjármálasérfræðingum þykir þetta of hátt verð miðað við það sem kaupendur fá í staðinn, að því er m.a. hefur komið fram í fréttum NRK. Miðað við ofangreint verðbil er heild- arverðmæti Statoil á bilinu sem sam- svarar 1.600-1.800 milljörðum ís- lenskra króna og er það 30% yfir því verði sem Kristian Falnes, miðlari hjá Skagen Fondene, metur Statoil á. Olav Fjell, forstjóri Statoil, vísar gagn- rýninni frá í samtali við Aftenposten og segir eðlilegt að fjárfestar reyni að tala niður verðið þar sem þeir ætli sjálfir að taka þátt í útboðinu. Ríkisstjórnin hefur umboð Stór- þingsins til að selja 15-25% af Statoil og að sögn Olav Akselsen, olíu- og orkumálaráðherra, hefur verið tekin ákvörðun um að selja á bilinu 17,5- 23%. Það verður hins vegar ekki fyrr en 17. júní sem fyrir liggur endanlegt verð og hversu stóran hluta fyrirtæk- isins ríkið mun selja. Fjárfestingarbankarnir Morgan Stanley Dean Witter og UBS War- burg hafa umsjón með útboðinu. Að auki veita tólf aðrir norskir og erlendir bankar ráðgjafarþjónustu. Hátt verð á hluta- bréfum Statoil Ósló. Morgunblaðið. ● SALA á bréfum Íslandssíma til stofnana- og fagfjárfesta og almenn- ings hófst í gær, en sölu til hluthafa lauk í síðustu viku og seldist þá allt hlutafé sem í boði var og var eft- irspurnin 53% meiri en framboðið. Íslandsbanki-FBA hefur umsjón með útboði Íslandssíma og verður eingöngu hægt að skrá áskrift á vef- svæðum Íslandsbanka-FBA (www.is- landsbanki.is og www.fba.is). Stofnana- og fagfjárfestum standa til boða allt að 40 milljónir króna að nafnverði og almenningi 20 milljónir króna á genginu 8,75. Skráningar Íslandssíma hf. á Verð- bréfaþing er vænst fyrri hluta næsta mánaðar. Sala hluta- bréfa Íslands- síma til al- mennings hafin FYRIRHUGUÐU nánara sam- starfi kauphallanna í Lettlandi og Litháen við kauphallirnar innan NOREX-samstarfsins hefur verið frestað, en kauphallirnar hafa unn- ið talsvert saman sl. tvö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kauphöllinni í Ósló. Að auki eru kauphallirnar í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og Verðbréfaþing Ís- lands aðilar að NOREX. Í tilkynningunni segir að skil- yrði til samstarfs séu ekki eins hagstæð og áður var talið og for- svarsmenn kauphallanna í Litháen og Lettlandi muni nú kanna mögu- leika á samstarfi við aðra aðila. Samskipti þeirra við NOREX- kauphallirnar muni eftir sem áður byggjast á trausti og vináttu. Sven Arild Andersen, stjórnar- formaður NOREX-samstarfsins og forstjóri Kauphallarinnar í Ósló, segir að erfitt hafi reynst að sam- ræma mismunandi þarfir stærri kauphallanna innan NOREX-sam- starfsins annars vegar og hinna smáu í Eystrasaltslöndunum, þar sem markaðurinn er enn lítt þró- aður, hins vegar. Rimantas Busila, forstjóri Kaup- hallarinnar í Litháen, segir í til- kynningunni, að nánara samstarf við NOREX-kauphallirnar myndi ekki hafa í för með sér þá hagsbót fyrir markaðinn og hluthafa sem vonast var til, því muni stjórn kauphallarinnar leita heppilegri samstarfsaðila. Guntars Kokorevics, forstjóri Kauphallarinnar í Lettlandi, segist hafa fengið nokkur tilboð um sam- starf frá öðrum kauphöllum en segir ótímabært að nafngreina hugsanlega samstarfsaðila. Hann telur að fjárfestar í ríkjum innan NOREX-samstarfsins muni áfram telja fjármálamarkaðinn í Eystra- saltsríkjunum vænlegan. Samstarfi NOREX og Eystrasalts- kauphalla frestað Ósló. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.