Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 27 Verðhækkun á ferskum nýrnabaunum Uros Ivar Ivanovic hafði sam- band við neytendasíðu til að vekja athygli á mikilli verðhækkun á ferskum nýrnabaunum og leita skýringa. „Í febrúar síðastliðnum keypti ég 500 grömm af nýrnabaunum í Ný- kaupi á 148 krónur, í byrjun apríl á 185 krónur og nú kostar pokinn 219 krónur,“ segir Uros. Aðspurður hvort hann hafi geymt kassakvittanir segir hann svo ekki vera en þetta séu engu að síður réttar tölur. Þegar haft var samband við Árna Ingvarsson, kaupmann í Nýkaupi, vegna þessa sagði hann að ferskar nýrnabaunir tilheyrðu svo- kallaðri hægsöluvöru, þ.e. þeim vörum sem seljast mjög lítið. „Með- alsala í mánuði eru u.þ.b. fimm sölu- einingar. Við sáum okkur því miður ekki fært að hafa vöruna í sölu miðað við óbreytt verð þar sem töluverður kostnaður fylgir því að halda úti úr- vali af hægsöluvörum,“ segir Árni og staðfestir að fersku nýrnabaunirnar kosti í dag 219 krónur. „Verðið sem var í gildi þar á undan var 169 krón- ur og gilti það til 8. janúar 2001 en þá hækkaði varan í 219 krónur. Annað verð kannast ég ekki við.“ Uros hefur verið búsettur hér á landi í fjórtán ár en hann er frá Slóv- eníu. Aðspurður um verð almennt á matvörum hér á landi segir hann að sér finnist óskiljanlegt hvernig hægt sé að halda verðinu svo háu. Hann hafi t.d. nýlega keypt papriku í 11-11 á 124 krónur en fyrir sama verð hafi hann í heimalandi sínu getað keypt fjögur kíló af papriku. „Matvara er miklu dýrari hér en í Slóveníu. Ég skil ekki af hverju neytendur standa ekki saman og berjast gegn þessu.“ Spurt og svarað um neytendamál MIKIÐ úrval af fersku kjúklingakjöti er á boðstólum og er kjúklingakjöt góður og vinsæll grillmatur. Holl- ustuvernd ríkisins vill minna lands- menn á að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að góð grillmáltíð endi með magapínu og veikindum. Að sögn Elínar Guðmundsdóttur matvælafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins hefur skráð tíðni matarsýk- inga af völdum camphylobacter auk- ist yfir sumarmánuðina á undanförn- um árum. Talið er að skráð tilfelli séu aðeins 10–15% af raunverulegum til- fellum þannig að miklu fleiri hafa veikst en tölur um skráð tilfelli gefa til kynna. „Camphylobacter er víða í um- hverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með meng- uðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Talið er að algengasta smitleiðin sé neysla á menguðu kjúklingakjöti. Camphylobacter getur bæði borist úr kjöti, sem ekki er gegnsoðið eða gegnsteikt, og með krossmengun sem getur átt sér stað vegna ófullnægj- andi aðgæslu við matreiðsluna. Kjúklingaframleiðendur og heil- brigðisyfirvöld hafa á undanförnum árum gert verulegt átak til að koma í veg fyrir að camphylobacter-mengað kjúklingakjöt sé á boðstólum og hafa aðgerðirnar skilað verulegum ár- angri. Embætti yfirdýralæknis hefur staðið fyrir reglubundnu eftirliti og sýnatökum af kjúklingum vegna camphylobacter-mengunar, bæði í eldi og við slátrun, og Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðiseftirlit sveitar- félaga hafa gert úttektir á kjúklingum á markaði. Slík úttekt stendur einmitt yfir um þessar mundir. Sá árangur hefur nú náðst í barátt- unni við camphylobacter að lítil sem engin mengun hefur greinst í eldi og við slátrun kjúklinga og svo virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir að kjúklingar sem voru hreinir í eldi menguðust í sláturhúsi. Því bendir allt til þess að camphylo- bacter-mengun í þeim kjúklingi sem boðinn er ferskur til sölu sé í lágmarki og jafnist á við það besta sem gerist í öðrum löndum. Engu að síður eru neytendur hvatt- ir til að gæta ávallt fyllstu varkárni við meðferð og eldun á kjúklingum og fylgja leiðbeiningum á umbúðum þeirra. Þetta á einnig við um önnur matvæli. Hollustuvernd vill minna neytendur á eftirfarandi ráðlegging- ar.  Gegnhitið matvæli við mat- reiðslu.  Matvæli eru nægilega hituð þeg- ar kjötsafinn í miðjum þykkasta bita er orðinn tær (ekki blóðlitur) eða þeg- ar steikingarhitamælir sýnir 75°C. Alltaf þarf að gegnsteikja kjúkling  Við matreiðslu, t.d. á fugla- kjöti, drepast bakteríur ef kjötið er gegnsteikt. En berist þær af hráa kjötinu í hrásalatið eða t.d. á diskana er hætta á sýkingu!  Látið ekki hráa kjúklinga og önnur hrá matvæli snerta annan mat.  Komið í veg fyrir að bakt- eríur berist milli matvæla með höndum, áhöldum og ílátum, skurðarbrettum, borðum, með því að nota sérstök bretti og áhöld og ílát fyrir hrátt kjöt og önn- ur fyrir grænmeti og enn önnur fyrir eldaðan mat. Látið aldrei eldaðan mat (eða t.d. salöt) á disk/ílát sem hrátt eða illa eldað kjöt hefur verið á. Notið ekki sömu töng né sama disk fyrir hrátt og grillað kjúklingakjöt.  Þíðið fuglakjöt í bakka neðst í ísskáp til að koma í veg fyrir að blóðvökvinn berist í annan mat í ís- skápnum.  Notið ekki kryddlög (mar- íneringu) aftur á annað kjöt.  Þvoið oft hendur, borð áhöld og ílát. Þetta er sérstaklega mik- ilvægt eftir að hrátt fugla- kjöt hefur verið meðhöndl- að. Einnig á að fylgja þeirri reglu að þvo hendur eftir salernisferðir, bleiuskipti, umönnun gæludýra o.fl. Komið í veg fyrir kross- mengun NÝTT merki í háreyðandi vörum, Veet, er komið á markað en dreifing- araðili þess er Eggert Kristjánsson hf. Veet- háreyðing- arkrem eiga að halda húð- inni mjúkri í allt að eina viku. Kremin innihalda mýkjandi og raka- gefandi olíur og jafnframt örsmáar lyktaragnir sem gefa ilm á meðan á notkun stendur. Með því að nota Veet-vax á að vera hægt að halda fótleggjum mjúkum í allt að fjórar vikur. Veet-vörurnar er hægt að nálgast í öllum matvöruverslunum og í apó- tekum. Nýtt Vax og hár- eyðingar- krem Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlítsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 1.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 562 9020. Austurstræti 12, sími 562 9020 Snyrtiklefi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.