Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 28
ÚR VERINU
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020
Tilboð á hreinlætistækjum,
stálvöskum, sturtuklefum,
blöndunartækjum o.fl.
20% afsláttur
Stendur aðeins í nokkra daga
HYDRADERMIE
sérhæfð meðferð fyrir þína húð
Hreinsar, endurnýjar og rakamettar húðina.
Húðin verður áferðarfallegri og viðheldur
fegurð sinni.
Reykjavík og nágrenni
Salon Ritz, Laugavegi 66 Húð og Nudd, Austurstræti 17 Þú um þig, Lóuhólum 2-6 Ársól, Grímsbæ v/Bústaðaveg
Gyðjan, Skipholti 50 Mist, Spönginni 23 Ásýnd, Starmýri 2 Guinot-M.C, Grensásvegi 50 Hrund, Grænatúni, Kópavogi
Fatima, Þverholti 2, Mosfellsbæ Þema, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði La Rosa, Garðatorgi, Garðabæ
Landið
Gínó snyrtistofa, Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfirði Fegurð, Brekkugötu 9, Akureyri
Nudd- og snyrtistofa Lilju, Dynskógum 6, Hveragerði
Maski fylgir Hydradermie meðferð hjá eftirtöldum Guinot ráðgjöfum.
FYRIRTÆKIÐ Trélist í Vest-
mannaeyjum, sem sérhæft hefur sig
í margháttaðri framleiðslu úr
trefjaplasti, hleypti af stokkunum
fyrir skömmu trillunni Svani VE eft-
ir að hafa lengt hana um tvo metra.
Breytingarnar fóru fram í húsnæði
fyrirtækisins í Vestmannaeyjum og
tók verkið um tvo mánuði.
Breytingarnar hafa reynst mjög
vel og er Sveinn Jónsson, eigandi
bátsins, mjög ánægður með þær.
Við lenginguna var dekkplássið
aukið til muna, sem stórbætti alla
aðstöðu, og tekur báturinn nú sex
ker undir palla. Ganghraði Svans
jókst úr 11 sjómílum í 15 sjómílur á
klukkustund. Stýrishúsið var lengt
um 30 cm sem gerir það mun rúm-
betra. Þá var settur í hann 500 lítra
olíutankur og síðustokkar sem bæði
auka stöðugleikann og hafa áhrif á
aukinn gang. Aftast á kili bátsins
var sett „egg“ niður úr og þar var
komið fyrir V-laga gírvél sem er
Perkins, 215 hestöfl.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Svanur VE lengdur um
tvo metra hjá Trélist Vilja flytjageislavirk-
an úrgang
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DÖNSK siglingamálayfirvöld
hafa lagt til að dönsk skip
sérhæfi sig í flutningum á
vopnum og geislavirkum úr-
gangi til að mæta niðurskurði
í hefðbundnum siglingum. Er
þetta gjörbreyting á afstöðu
þeirra en hún mætir takmark-
aðri ánægju á meðal útgerð-
armanna, sem segja ekki mik-
ið fé að hafa upp úr slíkum
flutningum
Siglingamálayfirvöld lögðu
til flutninga á geislavirkum
efnum í skýrslu sem fjallaði
um möguleika lítilla útgerða á
því að komast hjá fjárhags-
örðugleikum og jafnvel gjald-
þroti. Gunnari Sørensen,
framkvæmdastjóra sambands
útgerðarmanna, þykir lítið til
koma. Bendir hann á að
dönsk skipafélög hafi stundað
vopnaflutninga sl. 25 ár, með-
al annars fyrir Atlantshafs-
bandalagið, svo því fari fjarri
að tillagan sé ný af nálinni.
Í samtali við Ritzau bendir
hann á að fyrir nokkrum ár-
um hafi danskt skipafélag
ætlað að hefja flutninga á
geislavirkum úrgangi en þá
hafi siglingamálayfirvöld neit-
að að veita leyfi til slíks.
Verkefnið hafi fallið skipa-
félagi skráðu utan Danmerk-
ur í skaut. Segir Sørensen að
þrátt fyrir að stofnunin hafi
skipt um skoðun og sé nú
reiðubúin að veita leyfi til
flutninga með geislavirkan
úrgang, sé takmarkað fé að
hafa upp úr slíkum flutning-
um þar sem þeir séu óreglu-
legir.
FISKISTOFA svipti þrettán skip
leyfum til veiða í atvinnuskyni í apr-
ílmánuði sl. vegna afla umfram afla-
heimildir og vegna vanskila á afla-
dagbók. Þannig voru Mánatindur
SU og Hera Sigurgeirs BA svipt
veiðileyfi vegna afla umfram afla-
heimildir en staða Mánatinds SU
hefur verið lagfærð og skipið fengið
leyfi að nýju. Alls voru 11 skip svipt
veiðileyfi í tvær vikur vegna van-
skila á frumriti úr afladagbók vegna
veiða skipanna í mars sl. Skipin eru:
Eldey GK, Röst SK, Stokksey ÁR,
Geir goði GK, Ernir BA, Breki VE,
Særós RE, Sigurvin GK, Jóhanna
Steinunn SH, Már RE og Hrund
BA.
Svipt veiðileyfi
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is